Pútín greinilega sigurvegarinn í viðræðum við Erdogan um Sýrland, meðan Trump virðist hafa gert Bandaríkin áhrifalaus

Sjálfsagt vita einhverjir að Pútín og Erdogan funduðu í Sochi -- niðurstaða fundarins virðist sú, að Tyrkland fær sitt öryggis-svæði -- þó nokkru smærra en Erdogan vildi hafa það -- þ.e. 30km. í stað 40km. og það nær ekki heldur eins langt meðfram landamærunum!
--Kúrdar hafa 150klst. til að hörfa með liðssveitir sínar frá landamærunum.
--Skv. því er vopnahléð sem Kúrdar áður fengu nokkuð framlengt!

  • Ekki alveg svo að Erdogan hafi ekkert úr krafsinu.
  1. Honum tókst að binda endi á bandalag Bandaríkjanna og nokkurra NATO landa við Kúrda.
  2. Liðssveitir Tyrkja-hers munu gæta 30km. ræmunnar í för með einhverjum fjölda rússneskra liðsmanna - sem þá væntanlega fylgjast með því hvað Tyrkir eru að gera.

Það sem þó megin atriðum skiptir máli og gerir þetta að stórsigri fyrir Pútín!
Það er að losna við Bandaríkin frá Sýrlandi!
Allir stuðningsmenn og vinir Pútíns hljóta fagna þvi.
--Eftir þetta á Rússland með Íran, Sýrland aftur nær allt.
--Reyndar stórum hluta í rústum!
Annað atriði stór gróði fyrir Pútín, á Sochi fundinum - samþykkti Erdogan að öryggis-svæðið yrði samstarfsverkefni Tyrklands og Rússlands.
--Þetta auðvitað er eitt atriðið enn, sem færir Tyrkland nær Rússlandi.
--Land sem hefur í áratugi verið í NATO.
Það verður því ekki annað séð en Trump hafi veitt Pútín stóra gjöf!

Russia and Turkey reach deal on Syrian border

Mynd sýnir upphaflega hugmynd Erdogans um meint öryggissvæði!

Image result for turkey safe zone

Trump auðvitað gat ekki annað en sagt eitthvað um málið!

Trump removes sanctions from Turkey over Syria offensive

  1. This was an outcome created by us, the United States, and nobody else, no other nation. Very simple. And we’re willing to take the blame and we’re willing to take the credit,
  2. The sanctions will be lifted unless something happens we’re not happy with.

Hann vill eigna sér útkomuna - ef ég skil hann rétt!
Og hann tilkynnir, að vægar refsiaðgerðir gegn Tyrklandi hann hafði sett á fyrir nokkrum dögum, séu snarlega afnumdar!

  1. Viðurkenni, á erfitt með að sjá hvernig niðurstaðan sé hatt-trikk fyrir Trump.
  2. Þar sem eftir allt saman, gaf hann eftir aðstöðu í Sýrlandi - sem Bandaríkin höfðu skapað sér þar síðan þau hófu aðstoð við Kúrda gegn ISIS síðla árs 2014.
  3. Og það virkilega blasir ekki við mér -- Bandaríkin, munum að Trump er forseti Bandaríkjanna - ætti því að gæta þeirra hagsmuna; fái nokkurt í sinn hlut á móti þeirri stóru eftirgjöf til handa Rússlandi og Erdogan - Trump veitti.
  4. Bendi einnig á, eftirgjöf Trumps samtímis er sigur fyrir Íran, þ.s. Íran og Rússland eiga nú Sýrland -- sameiginleg.
  5. Með brotthvarfi Bandaríkjanna frá Sýrlandi - verða samgöngur milli Írans og svæða þar sem Hezbolla liðar ráða -- mun öruggari en áður.
  6. Þar með einnig tögl og haldir Írans yfir sínu áhrifasvæði þarna á milli -- öruggari en áður.

Málið er að þær tilteknu breytingar að styrkja valdastöðu Írans.
Eru þvert á yfirlýsta stefnu Donalds Trumps.
--Fyrir utan, minni fólk á refsiaðgerðir Trumps á Íran.

Það sé því eiginlega ómögulegt annað en að komast að þeirri niðurstöðu að Trump hafi orðið á -- ótrúlegt glappaskot í símtali sínu fyrir nokkru síðan við Erdogan.
Símtalinu fræga, þ.s. hann gaf Erdogan allt þ.s. Erdogan vildi - samtímis gaf stórsigur á silfurfati til Pútíns og stjórnvalda Írans.
--En úr þessu sé ekki aftur snúið!

  • Staðan sem Bandaríkin höfðu sé nú algerlega glötuð.
    Íran og Rússland stórgræði á mistökum Trumps.

 

Niðurstaða

Gróði Pútíns í þetta sinn kemur ekki til fyrir tilverknað hans sjálfs. Heldur stórgræðir hann á mistökum annars manns -- en mér er útilokað að álykta með öðrum hætti, að ákvörðun Trumps í símtali fyrir nokkru við Erdogan; að lið Bandaríkjanna yrði samstundis flutt frá Sýrlandi - séu stórfelld mistök.
--Trump bauð sig fram 2016 undir slagorðinu - America first.

En afleiðing loforða hans til Erdogans í símtalinu fræga, er ekkert minna en stórsigur til Pútíns - Erdogans og stjórnvalda Írans; algerlega ókeypis m.ö.o.

Gerningur Trump gæti átt eftir að koma honum illa, vegna þess að Trump er nú undir rannsókn neðri deildar Bandaríkjaþings - fyrir hugsanleg lagabrot í tengslum við Úkraínu.

Málið er að Trump er háður því Repúblikanar standi með honum svo hann haldi embætti sínu, ef til - impeachment kemur. En með því að spila allt frá Bandaríkjunum sem þau höfðu komið sér upp innan Sýrlands, að löndin sem græða á því séu Íran og Rússland.
--Hefur reitt marga Repúblikana til reiði.

Trump hefur illa efni á reiðum Repúblikönum, þegar rannsókn neðri deildar er stöðugt að færa sig upp á skaftið, og sífellt nýjar afhjúpanir er koma Trump illa.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband