22.10.2019 | 23:33
Brexit samningur loksins samþykktur í breska þinginu - en framkvæmd Brexit tefst samt fram til næsta árs!
Boris Johnson hafði loks sigur í atkvæðagreiðslu - kannski rifjaðist upp fyrir honum það sem Bretar stundum sögðu árum áður, að tapa einstaka orrustum en vinna samt stríðið.
--Samningur Borisar er mjög umdeildur, sambandsinnar á Norður-Írlandi eru t.d. mjög ósáttir, vilja meina að fyrir N-Írland sé samningur Borisar verri en samningur May.
- Það kemur til, að til þess að sleppa við svokallað -back-stop- samdi Boris í staðinn við ESB; að viðskipti milli Bretlands og N-Írlands yrðu ekki lengur landamæralaus.
--Tæknilega verða ekki landamæri, heldur viðskipti undir eftirliti, en margir vilja meina að munurinn verði lítill, eftirlitið verði það mikið og þungt. - Í augum N-Írska sambandssinna, er þetta afar slæmur hlutur - en á sama tíma haldast galopin landamæri milli Írlands og N-Írlands.
--Vilja sambandssinnar meina, að með samningnum hafi Íhaldsflokkurinn breski, ákveðið að afskrifa N-Írland.
Sammy Wilson, Brexit spokesman for the Democratic Unionist party, - ...nearly choked when he heard Mr Johnson say new customs checks between Northern Ireland and Britain would be...Does the prime minister think I cannot read what is in the agreement?
Fyrir utan þessa breytingu -- virðist samningurinn mjög svipaður samningi May!
Þannig Bretland þarf að fylgja öllum lögum og reglum ESB fram innan Bretlands-eyja, meðan samkomulagið gildir -- en eins og samningur May er um að ræða bráðabirgða-samning sem einungis á að gilda, meðan samið er um endanlegt fyrirkomulag viðskipta Bretlands við ESB.
--Hinn bóginn, gætu þeir samningar tekið langan tíma.
--Þess vegna lengri tíma en áratug.
Það gæti því reynst bjartsýnt, að samkomulagið gildir einungis til des. 2020.
Margir vilja meina að litlar líkur séu á að flóknir viðskiptasamningar náist fyrir þann tíma.
--Samningurinn virðist ekki sjálfkrafa framlengjast, svo semja þyrfti þá um það.
--Þetta vilja ímsir meina bjóði hættunni um HARD-BREXIT heim síðar.
Meðan samningurinn gildir þarf Bretland að greiða í sjóði ESB.
Og mun auk þess þurfa að greiða í sjóði ESB - það sem Bretland hafði skuldbundið sig áður í samhengi ESB til að greiða, sem þá aðildarland.
--Þær síðari greiðslur geta haldið áfram, eftir gildistíma samningsins lýkur.
Meirihluti þingsins hafnaði því að samningurinn tæki gildi strax - heldur samþykkti að þingið fengi -nægan- tíma til að skoða samningin gaumgæfilega.
--Þannig, hann er samþykktur - en hvenær hann tekur gildi ekki neglt niður.
Þetta þvingar líklega Boris til að óska eftir framlengingu á Brexit - fram yfir nýárið a.m.k.
--Þ.s. samningurinn tekur ekki strax formlega gildi, er væntanlega enn möguleiki til staðar að þingið geti gert Boris og Brexiterum enn einhverjar frekari skráveifur.
Niðurstaða
Súr-sæt útkoma, þ.e. Brexit í höfn - en samt ekki alveg. Brexit samningur samþykktur - en ekki ákveðið enn hvenær það akkúrat formlega tekur gildi. Meðan þingið tekur sér tíma til að rýna í gegnum hinn samþykkta samning.
--Súr-sæt auðvitað fyrir Brexit-era. Þ.e. sigur í höfn, en kannski ekki alveg.
Árétta enn - mín persónuleg afstaða er hlutlaus gagnvart Brexit. Bretland megi Brexit-era fyrir mér. Þetta sé mál Breta einna - hvað mig varðar. Þeirra að ákvarða framtíð sína. Brexit sé þó áhugavert, því Bretland skipti Ísland máli.
Fyrir Ísland, okkar hagsmuni, sé skárra að Brexit verði í samkomulagi.
Því Bretland sé mikilvægt viðskiptaland, kaupmáttur Breta okkur mikilvægur.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 395
- Frá upphafi: 863639
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 373
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning