Hvað gerir Ísland - ef skattlagning alþjóðlegrar ferðamennsku leiðir til stórfellds samdráttar?

Seinni misseri er gagnrýni farin að beinast að alþjóðlegri ferðamennsku sem mengunar-valdi. Þ.e. ekki einungis að þotur brenna eldsneyti og menga því lofthjúpinn, þar sem að þær fljúga hátt - hefur sú mengun hlutfallslega meiri áhrif, en sambærilegt magn af mengun frá farartækjum á Jörðu niðri.
--Fyrir utan, brenna risa-skemmtiferðaskip, oft mjög mengandi -svartolíu- þó leitast sé við að banna hana sem fyrst.
--Hefur verið bent á að eitt risaskip er brennir svart-olíu, sendi frá sér meira af - brennisteins-tvíoxíð, en allur bílafloti mannkyns.
--Það stafar af mjög háu brennisteins innihaldi svart-olíu.

  • Þ.e. algengur misskilningur að vísað sé til -- CO2 mengunar.
    Heldur er vísað til, brennisteins-tvíoxíðs, sem er annað mengunar-efni.
    Sem orsakar svokallað - súrt regn, en er ekki beinn áhrifa-valdur um hlínun lofhjúps. Súrt regn aftur á móti, getur skaðað gróður - með því að gera jarðveg súran, ef mikið er um súrt regn. Hinn bóginn, er svo mikið basalt á Íslandi, að súrt regn er ekki íkja mikil hætta, jafnvel þó eitthvað væri um slíkt hér.

 

Er það einungis spurning um tíma, hvenær kostnaður við ferðalög - vex aftur? Augljóslega minnkar þá alþjóðleg ferðamennska!

Framþróun flugvéla svokallaðar breiðþotur er byrja að detta inn á 8. áratugnum.
Hafa síðan frá 9. áratug 20. aldar -- orsakað gríðarlega sprengingu í flugferðum.
Hagkvæmni breiðþota umfram eldri gerðir langdrægra flugvéla var slík, fargjöld gátu lækkað umtalsvert - sem leiddi til þess mun fleiri en áður höfðu efni á að ferðast.
--Árin eftir 1980, hefur orðið veldis-aukning í ferðamennsku í heiminum.

  1. En þessi gósen-tíð gæti tekur endi á nk. árum - og við tekið djúpur samdráttur.
  2. Það þíddi auðvitað, fjöldi flugfélaga færi á hausinn - eftirspurn eftir stórum þotum dytti niður og það mikið.
  3. Og auðvitað lönd sem eru háð alþjóðlegri ferðamennsku - lentu í kreppu.

Hversu djúpur sá samdráttur yrði er enn ekki vitað!
Þar sem það yrði háð mjög því hversu skarpt kostnaður yrði hækkaður.
Síðan er auðvitað sennilegt - að kostnaður yrði hækkaður í þrepum, til að milda höggið.

  1. Hinn bóginn er engin tæknilausn á sjóndeildarhringnum í náinni framtíð fyrir langdrægar flugvélar.
  2. Þannig að sterkar líkur virðast á - fókus verði á að minnka flug.

Einfaldast að gera það með því að skattleggja eldsneyti það mikið.
Flug yrði aftur mun dýrara - eins og það áður var!

  • Það má reikna með því, svipað yrði hugsanlega gert við skipa-olíu.
  • Hinn bóginn, eru efnahaglegir hagsmunir þar enn stærri, þ.s. nær allir flutningar á varningi fara með skipum.
  • Þannig, veruleg hækkun á verðlagi á flutningum á sjó -- mundi hækka verðlag á flestum varningi í heiminum!
    --Er gæti eitt og séð dugað til að skapa heimskreppu.

Vegna gríðarlegra efnahagslegra hagsmuna!
Má reikna með því að umræðan um þessi mál verði - hatrömm og erfið!

En við erum einmitt að stefna á þann punkt, að aðgerðir lækka lífskjör!
Þess vegna getur enginn vafi verið, gríðarleg harka geti hlaupið í umræðu!

  1. En við séum komin að þeim veruleika, að ef við ætlum að raunverulega stöðva hnattræna hlínun af manna-völdum.
  2. Verði það ekki mögulega gert - án mjög umtalsverðrar kjara-rýrnunar í heiminum.

Það sé á þeim punkti, sem enginn vafi verði að illska mun hlaupa í umræðuna!
Ég ætla að gerast svo grófur að spá - pópúlisma bylgju!

  • Upp ríki fjölmenn andstaða.
  • Svo öflug gæti hún orðið, að hugsanlega nást ekki markmið um svokölluð gróðurhúsa-áhrif fram!

Ég spái engu um það!
Bendi einungis á að þegar við stefnum beint á þann punkt, að ógnar kjörum fólks.
--Er rétt að eiga von á hörðum átökum.
--Niðurstaða slíks hljóti alltaf fyrirfram vera óviss!

Þetta auðvitað ógnar kjörum fólks á Íslandi ekki síður en annars staðar.
Sennilega meira en á mörgum stöðum - því allt er hingað flutt á skipum eða með flugvélum!

 

Niðurstaða

Ég held að mjög hörð þjóðfélags-átök séu framundan í heiminum, því ef á að ná svokölluðum gróðurhúsamarkmiðum - er það ekki líklega mögulegt án stórskerðingar kjara almennings víðast hvar.
--Ef þetta gengur í gegn, fer Ísland auðvitað mjög djúpt niður.

A.m.k. mundi þetta skapa mjög öfluga hvata til að svissa yfir í aðra orkugjafa fyrir skip - en tæknilega getur Ísland framleitt nægt vetni. Og tæknilega geta sprengihreyflar brennt vetni, ekki einungis tæknilega. Það væri ekkert ómögulegt við að breyta skipum yfir í vetnis-bruna, og keyra öll flugningaskip landans á innlendu eldsneyti.

Þetta sama væri ekki eins auðvelt með flugvélar - þó vetni geti virkað sem þotu-eldsneyti, þyrfti að hanna alfarið nýjar flugvélar. En tankar fyrir vetni þyrftu að taka miklu stærra pláss, ef drægi ætti vera sambærilegt.
--Mætti ímynda sér tveggja-búka hönnun, ekki ólíka Airbus risaþotunni -- efri búkurinn risa-tankur, neðri fyrir farþega og farangur.

Ég bendi á að það sé sannarlega óvisst að gróðurhúsa-markmið náist fram.
En augljóst ætti að vera, að öflug andstaða frá almenningi gæti risið upp.
Er kemur að þeim punkti veruleg skerðing lífskjara er óumflýjanleg ef markmið eiga að nást -- hún gæti orðið það öflug, markmið næðust ekki.

  • Þannig hitun yrði meiri en 2°C.
    Mín persónulega tilfinning er sú að líklegar en ekki fari svo!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

"--Hefur verið bent á að eitt risaskip er brennir svart-olíu, sendi frá sér meira af - brennisteins-tvíoxíð, en allur bílafloti mannkyns."

Getur þú bent á heimild fyrir þessu ?

Haukur Árnason, 24.9.2019 kl. 15:16

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Haukur ÁrnasonÞessi vinsæla netsaga hefur farið framhjá þér?

"Big polluters: one massive container ship equals 50 million cars"
https://newatlas.com/shipping-pollution/11526/

Var mjög vinsæl sögusögn fyrir ca. ári.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.9.2019 kl. 15:22

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hér er annar hlekkur með sambærilegri sögu: Behemoths Of Emission: How A Container Ship Can Out-Pollute 50 Million Cars https://go.enfos.com/blog/2015/06/23/behemoths-of-emission-how-a-container-ship-can-out-pollute-50-million-cars.

Það var vinsælt að snúa sögunni sögunni er snerist um -- brennisteins tvíyldi, yfir á koltíyldi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.9.2019 kl. 15:26

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég held að eina aðgerðin sem raunverulega myndi duga til að stöðva útblástur sé sú að banna auglýsingar. Auglýsingar drífa neyslu alls kyns óþarfa og lúxusvarnings áfram, þær skapa ímyndina sem fólk eltist við, þær upplýsa fólk um vörur og þjónustu og hvetja það til að kaupa meira en það þarf. Og þá er ég ekki bara að tala um blaða- og sjónvarpsauglýsingar, heldur einnig netauglýsingar. Kannski þyrfti hreinlega að banna Facebook.

Ef fólk hefur ekki hvata til neyslu og veit ekki einu sinni hvað er á boðstólum mun neyslan hrynja. Framleiðslan mun einnig hrynja og útblásturinn þar með.

Verðum við betur sett? Það er stóra spurningin?

Þorsteinn Siglaugsson, 24.9.2019 kl. 20:15

5 Smámynd: Haukur Árnason

 Takk Einar, en það þarf 15 skip en ekki eitt.

"Eitt stórt skip eitt og sér getur framleitt um það bil 5.200 tonn af brennisteinsoxíðmengun á ári, sem þýðir að 15 stærstu skipin gefa nú út jafn mikið af SOx og heimsins 760 milljónir bíla."

Haukur Árnason, 24.9.2019 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband