Gæti Íran hafs styrkt stöðu sína eftir vel heppnaða árás á stærstu olíuhreinsunarstöð Saudi-Arabíu?

Hreinsistöðin við Abqaiq er ekkert smáræði, ef marka má tölur -- þá eru 5% heimsframleiðslu á olíu, hreinsað á þessum stað.
Eins og sést á fréttamyndbandi voru eldarnir ekkert smáræði!

Abqaiq–Khurais attack: Saudi Arabian officials stated that the attacks forced the shutdown of the facilities, cutting the country's oil production from 9.8 to about 4.1 million barrels of oil a day, losing 5.7 million barrels of oil a day or about 5% of the daily global production.

Fyrst að þarna fer um 5% allrar heimsframleiðslu - er þetta ekki smá viðkvæmur punktur

Eins og sést á korti er Íran miklu nær Yemen!

Image result for attacks on Abqaiq map

Líkur virðast ekki miklar Húthar frá Yemen hafi raun staðið að baki!

Við vtum ekki enn hvaða áhrif árásin hefur á heims-olíuverð, en ef Abqaiq stöðin kemst ekki fljótt í gang -- þá gætu áhrifin verið umtalsverð.

Tæknilega geta einhver lönd reynt að brúa bil með því að selja byrgðir, t.d. Bandaríkin -- mig grunar framleiðslu-aukning sé aðeins flóknari aðgerð, en að skrúfa frá krana.

  1. Þarna blasir við velheppnuð írönsk aðgerð, en ég reikna með því að Íranar hljóti að hafa staðið að baki -- þó Húthar séu til í að lísa yfir ábyrgð, svo Íranar geti neitað öllu, svokallað - deniability.
  2. Spurningin hvað þetta þíðir?
  • Ég lít svo á, Íran hafi sýnt styrk sinn -- sýnt fram a augljósa veikleika olíu-iðnaðar SA.
  • SA tapar tekjum, ef Abqaiq verður niðri töluverðan tíma.
  • Hærra heimsmarkaðsverð - væntanlega dregur úr neyslu í Bandar., Íran sýnir fram á að hugsanlega geti Íran -- ógnað sigurmöguleikum Donalds Trumps 2020.

Spurningin er því hvað gerir Trump? Munum fyrir helgi rak hann - Bolton.
--Einn möguleiki er einfaldlega sá, að Íran hafi styrkt samningsstöðu sína.
--Málið skapi þrýsting á Donald Trump, að hefja samninga við Íran sem fyrst.
Ég skil brottrekstur Boltons þannig -- DT sé nú afhuga stríði við Íran.
Ef þ.e. rétt skilið, þá gæti það verið rétt spil hjá Íran að auka þrýsting.
Þannig bæti þeir samningsstöðu sína, að sína fram á þeir geti ógnað 2020.

Beinar árásir á Íran mundu án vafa ræsa stríð við Persaflóa!
Vart þarf að spyrja þá rýkur heimsolíuverð upp og það mikið.
Efnahagslegar afleiðingar í Bandar. ofan á tjón þegar komið til vegna viðskiptastríðs við Kína -- án mikils vafa kreppa í Bandaríkjunum, og DT geti sagt bless til vona um sigur 2020.
--Ég les þannig í brottrekstur Boltons, að DT sé afhuga stríði vegna efnahags áhættunnar sem því fylgdi, og bælandi áhrifum stríðs því á sigurlíkur 2020.

  1. Ef þetta er allt rétt skilið, getur verið að árásin flýti fyrir ákvörðun DT að hefja samninga við Íran.
  2. Með því að skapa aukinn þrýsting, batni samningsstaða þeirra.

M.ö.o. að Íran kunni -- hard-ball.

 

Niðurstaða

Donald Trump hefur virst mér merkilega hljóður þessa helgi. Eins og hann sé óvenju íhugull. Vilji íhuga stöðu sína áður en hann hefur upp raust. Ég sá m.ö.o. á sunnudag ekkert Twít frá honum um árásina á Abqaiq olíustöðina. Sem er óvenjulegt, því yfirleitt er hann ekki lengi að tjá sig um stóra atburði.
Hann þarf auðvitað að íhuga vendilega hvernig hann bregst við.
Staðan er þannig virðist mér að það væri mögulegt að hleypa af stað stríði, með einni misheppnaðri aðgerð.
Ég virkilega held að brottresktur Bolton í sl. viku sé vísbending þess DT hafi tekið stríð við Íran af kortinu -- sem gæti skírt þessa bið eftir viðbrögðum DT að þessu sinni.

Kannski er þetta tækifæri til að bjóða upp á viðræður.
Íran hafi sýnt styrk sinn - þannig styrkt sinn heiður/stöðu.
--Ef ég geri ráð fyrir því Trump sé ákveðinn í því að forðast stríð, sé afar fátt sem hann geti gert Íran frekar til refsingar en hann þegar hefur gert sem ekki mundi auka stríðslíkur frekar.

Það er þá kannski málið að bjóða forseta Írans til Camp-David.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband