29.8.2019 | 00:28
Ákvörðun Boris Johnson að í heilar 5 vikur verði tekið þinghlé í Bretlandi virðist árás á lýðræðisfyrirkomulag Bretlands
Það er hægt að rífast aftur og bak - og fram, hvað er lýðræði. En þingmenn eru einnig kjörnir af kjósendum. Þeir ekki síður en ríkisstjórnin -- hafa umboð kjósenda. Rétt að taka fram að ríkisstjórn Bretlands þess fyrir utan, hefur ekki - öruggan þingmeirihluta. Þarf að taka því að njóta stuðnings annars flokks, til að ná málum í gegn.
Rétt auk þess að taka fram, að síðast þegar kosið var til þings - var loforð stjórnarflokksins, að ná sem bestri niðurstöðu í samningum við ESB.
Hard-Brexit þar af leiðandi, eins og nýja ríkisstjórnin keyrir á það.
Er ef út í það er farið, gegn kosningaloforðum Íhaldsflokksins.
Því vel rökstyðjanlegt að ríkisstjórnin hafi ekki umboð kjósenda til slíkrar ákvörðunar!
Boris Johnsons suspension of parliament is an affront to democracy
Uproar as Boris Johnson shuts down parliament to protect Brexit plan
- Þinghléið á að gilda frá 2. viku í september til 14. október.
- 17. október á að vera leiðtogafundur innan ESB - draumur Borisar að þá fái hann sitt fram, og hafi rétt svo nægan tíma til að fá þingið til að greiða atkvæði um þann -drauma-samning.-
- 30. október fellur Bretland út úr ESB án samnings, ef ekki semst fyrir þann tíma eða ESB veitir framlengingu á Brexit.
Þetta skilur eftir mjög stuttan tíma fyrir þingið, ef eins og líklega fer -- för Borisar til Brussel verður árangurs-laus.
--Þinghléið er óvenjulegt, vegna lengdar.
--En einnig tímasetningin, mikilvægasta mál seinni áratuga í Bretlandi í gangi.
Tilgangurinn virðist vera á, hindra þingið í því að trufla ríkisstjórnina, meðan hún segist ætla að gera tilraun til að semja við ESB.
Plott Borisar - að hámarka trúverðugleika Hard-Brexit hótunar segir hann, ef þingið truflar þá minnkar sá trúverðugleiki!
Vandinn við þetta er - að þ.e. lýðræðislegur réttur þingmanna, að einmitt gera sitt til að taka þátt í þeirri atburðarás sem er í gangi -- ekki síður en ríkisstjórnarinnar sjálfrar.
Bretland er þingbundið stjórnarfar -- forsætisráðherra er ekki einræðisherra kjörinn 4-hvert ár.
- Það sem blasir við er að líklega hefði þingið fellt -- Hard-Brexit.
Þ.s. ítrekað hefur komið fram að þingið er sammála um að vera andvígt þeirri útgáfu.
Það versta sem þá gerðist er, að Brexit gæti dregist frekar á langinn.
--Í því skyni að gera tilraun til að hafa betur í hæpnu - gambli.
--Þá ætlar Boris að svipta þingmenn sínum lýðræðislega rétti til að hafa áhrif á Brexit yfir þetta mikilvæga tímabil.
Að sjálfsögðu mundi þingið hafa áhrif á hugsanlegar viðræður Borisar við ESB.
En þ.e. einnig þess lýðræðislega réttkjörni réttur!
- Málið er að ég stórfellt efa að Boris þvingi ESB til undangjafar með Hard-Brexit hótun sinni.
- Þannig að þessi aðferð hans, þess í stað stórfellt auki líkur á þeirri útkomu.
Ég efa að meirihluti Breta sé raunverulega fyrir -- Brexit hvað sem það kostar.
En Hard-Brexit mun sannarlega kosta mjög verulega í lífskjörum Breta.
Niðurstaða
Það sem Boris Johnson er að reyna virðist mér augljóst tilræði við þingbundið stjórnarfar. Mjög varasamt fordæmi, að víkja þinginu til hliðar - stjórna með tilskipunum á meðan. En Boris er ekki sá eini er gæti hugsanlega nýtt sér slíkt fordæmi. Aðrir koma aftir hann.
Ef marka má fréttir, ætlar fjöldi þingmanna að gera tilraun til að koma ríkisstjórninni frá með yfirlýsingu um vantraust. Ríkisstjórnin hefur látið í það skína, að stjórnin muni samt sitja.
If MPs pass a no-confidence vote next week, then we wont resign, -- We wont recommend another government. Well dissolve parliament call an election between November 1 and 5.
Ef atkvæðagreiðslan í nk. viku fer gegn ríkisstjórninni, sjálfkrafa skv. breskum lögum er þingi slitið eftir 14 daga. Það væri þannig séð frábært tækifæri fyrir breskt lýðræði.
Ef Boris mundi hafa betur, væri hann með óskorað umboð. Á hinn bóginn, hefði þjóðin einnig tækifæri til að skipta um skoðun. Slíkar kosningar væru í eðli sínu önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um Brexit - þ.s. Brexi mundi klárlega skyggja á allt annað.
Greitt væri atkvæði um framtíð Bretlands, engar kosningar gætu verið mikilvægari í bresku samhengi.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.3.): 32
- Sl. sólarhring: 504
- Sl. viku: 1402
- Frá upphafi: 862520
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 1279
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi samþykkir Elísabet Bretadrottning tillögu forsætisráðherra síns.
Jón Valur Jensson, 29.8.2019 kl. 03:42
Virðist - en er ekki. Drottningin (eflaust í ráðum með sérfræðingum sínum) hefur samþykkt.
Kolbrún Hilmars, 29.8.2019 kl. 14:52
Drottningi fer ekki núna, eftir 76 ára feril, að taka fram yfir hendur starfandi forsætisráðherra.
Miklu frekar að kjörinn þingmaður og forseti neðri deildar þingsins geri sitt, enda hans hlutverk að vernda þingið og þá lýðræðið um leið.
Kemur svo ekki á óvart að þeir sem styðja D.J Trump í öllu fagni þessar árás BJ á lýðræðið í Englandi. Téður Trump hefur sýnt það oftar en mörgu sinnum að hann beitir neitunarvaldi á kjörið þing, þó svo að Trump sjálfur hafi nú ekki meirihluta atkvæða á bak við sig.
BJ er svo enn einn pólítíkusinn sem nýtir sér fáfræði sumra kjósenda og hagsmuni þeirra ríkustu kjósenda til að lítilsvirð lýðræðið og traðka á því.
Ekki viss um að þeir sem hafa tjáð sig hér, væru eins glaðir er t.d Corbin hefði framkvæmt þetta. Þá væri sungið öðruvísi.
Allt snýst þetta um hatur og hræðslu við ESB.
"Better to dead and cool then alive and uncool"...
Sigfús Ómar Höskuldsson, 29.8.2019 kl. 20:20
Sigfús Ómar Höskuldsson, einmitt málið - fordæmið. Ef Corbyn verður næst forsætisráðherra, segjum eftir Hard-Brexit útkoma sem mér finnst persónulega sennileg, þá gæti honum sjálfsögðu komið til hugar að beita slíku fordæmi.
Menn þurfa alltaf að hugsa sig vendilega þegar þeir skapa ný fordæmi.
Því ekki verða þeir sjálfir alltaf við völd.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.8.2019 kl. 20:23
"Árás á lýðræðið!" segir uppgerðar-hneykslaður Sigfús, einn af "góða fólkinu". En þetta var í fullu samræmi við stjórnskipan Bretlands. Og lýðræðislegur meirihluti almennings kaus Brexit, og sá löggerningur er í fullu gildi. Og ekki spillir samþykki drottningar.
Sigfús segir Trump ekki hafa meirihluta atkvæða á bak við sig, þótt löglega sé hann kjörinn. Hlutfallslegt kjörfylgi Trumps var þó meira heldur en Dags B. Eggertssonar og hans vinstra lýðs í Ráðhúsi Reykjavíkur --- að viðbættu "Viðreisnar"-fylginu fengu þau rétt rúmnlega 46%. Ekki hef ég heyrt Sigfús fara fram á afsögn þeirra þess vegna, jafnvel ekki þrátt fyrir allt það misjafna sem hefur komizt upp um þau í millitíðinni (bragga-hneykslið, skolprennslið á baðströndina, vitavitlausa vita-eyðslan, pálmatrén á torginu, stráin dýru hjá bragganum), ennfremur áformuð náttúruspjöll í Elliðaárdal og nú síðast nánast sósíalfasískir tilburðir til að taka sem mest kjöt og fisk frá skólabörnum í borginni!!!
Jón Valur Jensson, 30.8.2019 kl. 00:33
Jón Valur Jensson, það atriði er einmitt umdeilt - stjórnlagadómstóll Bretlands mun úrskurða þar um, þ.s. vitað er að kæra verður þangað send, hvorugur okkar hefur þekkingu að vita það svar. Þeir sem kusu -já- voru ca. 37% af heildarfjölda kjósenda, vegna þess að kosninga-þátttaka var töluvert minna en 100%. Það er ekki meirihluti bresks almennings - síðast er ég leit. Við getum einungis gískað á af hverju allir mættu ekki til að kjósa hvað þeir hefðu kosið ef þeir hefðu mætt.
--En þetta þíðir á mannamáli, að þ.e. ekki vitað fyrir víst að það sé raunverulega svo að meirihluti Breta styðji það tiltekna form af Brexit sem stefnir í -- sannarlega stórfellt efa ég að svo sé.
--Man vel hvað menn töldu sig hafa kosið -- þ.e. negotiated-Brexit, en það virðist nú afar ósennileg útkoma.
Ég er algerlega viss, ef önnur atkvæðagreiðsla væri fram -- og valkostirnir væru settir upp -Hard-Brexit/Remain- mundi -remain- vinna.
Vegna þess að fólk hélt er það kaus, að Bretar mundu ná umsamdri lendingu, er mundi ekki leiða yfir -- harkalega efnahagslega lendingu.
--------------
En málið er að slík lending er næstum því örugg nú!
Þetta er auðvitað hvers vegna -- þingið hið breska ætti í nk. viku -- fella ríkisstjórnina, því ríkisstjórnin hefur þá látið vita -- að þing yrði rofið, efnt til kosninga.
---------------
Þ.e. einmitt hið eina sem er réttlátt í stöðunni.
Kosningar -- þá fær Boris að berjast fyrir þeirri lendingu sem hann vill. Ef hann vinnur, hefur hann umboð sem hann nú raunverulega ekki hefur.
Samtímis, fengi þjóðin valkost að ákveða það -- hvort þ.e. raunverulega -exit- án samnings sem hún velur frekar en að vera áfram í sambandinu.
--Ef hún velur -hard-Brexit- getur hún ekki kvartað yfir útkomunni.
---------------
En ef þetta er keyrt fram -- án þess að þjóðin í reynd almennilega skilji hvað valið þíðir í reynd -- er voðinn vís á Bretlandi.
--Ég meina slík reiðibylgja að líklega yrði Boris að gerast landflótta á eftir.
Og næsti forsætisráðherra yrði sennileg - Corbyn. Ég er ekki segja það til að fífslast í þér, einfaldlega tjá þér hvað líklega gerist í því tilviki.
Að eins og á Ísl. er hrun-stjórnin féll -- en Boris færi í það hlutverk -- þá komst VG að stjórnarkötlunum. Sambærilegt gerðist í Bretlandi.
Bretland fengi yfir sig þá verstu vinstri-stjórn er það hefur haft síðan á 8. áratugnum og landið færi í klósettið í kjölfarið. Það kemur í ljós hvort ég reynist spámaður.
--En ef þjóðin fær annað tækifæri til að huga málið í almennri kosningu, tækifæri til að skilja valkostina -- þá gæti hún valið án reiði. Corbyn mundi ekki vinna í því kjölfari.
**Einungis ef áfallið skellur yfir hana - að óvörum. Eins og er hrunið skall yfir Íslendinga eins og köld vatnsusa.
--Ef Bretar vísvitandi velja efnhagshrun -- þá geta þeir ekki orðið reiðir á eftir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.8.2019 kl. 01:54
Ég nenni ekki að þræta við þig, Einar, um óvissa framtíðarhluti, en Brexit-umboðið úr þjóðaratkvæðinu er samt ótvírætt, þótt kannski 26% hafi setið heima (miklu færri en í þjóðaratkvæðagreiðslunni hér 20. okt. 2010 um tillögur hins ólögmæta "stjórnlagaráðs", sem margir telja þó bindandi, sem hún reyndar alls ekki var!).
Jón Valur Jensson, 30.8.2019 kl. 11:52
Rétt Einar, í upphafi og allt það með endann.
Glórulaus ákvörðun. Sannarlega árás á lýðræðið. Því það er verið að senda heim fulltrúa og málsvara allra þeirra sem í UK búa, ekki bara þeirra sem tilheyra minnihlutanum.
Hvað varðar kjörfylgi Trump, þá er þetta staðreynd, alveg sama hvað JVJ kann að kalla mig eða skamma mig fyrir og mína afstöðu [hvað ætli að hann segði ef einn vissi hvað ég valdi í Pepsi/Coca Cola áskoruninni ´81 ?]
Bera saman ágætt kjör Dags og hans flokks vorið 2018 er algerlega ósambærilegt. Enda margir flokkar sem buðu fram á meðan Trump hafði ekki Hillary undir í fjölda atkvæða, þó svo að fulltrúar hafi orðið fleiri á hans bandi í lokin.
En aftur að því skiptir máli, leikur manna að lýðræðinu. BJ held ég, stilli þessu svona upp, að fara út úr ESB án samnings og færa ábyrgðina á ESB, vona svo að þeir sömu sem studdu Brexit ´16 mæti á kjörstað og tryggi honum og Farage næg atkvæði til að halda íhaldsvöldum.
Áhættan er skýr, verðbólga, hækkun vaxta, skammtíma óeirðir/óvissuástand, átök á N-Írlandi og mögulegt brotthvarf Skotlands úr ríkjasambandinu.
Völdin þyrsta, hvað sem það kostar.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 30.8.2019 kl. 15:44
Trump fekk 46,09% atkvæða, en Hillary Clinton 48,18%.
En í Reykjavík fengu flokkarnir, sem standa að núverandi meirihluta borgarfulltrúa, 46,35% atkvæða, en 53,65% borgarbúa kusu aðra flokka og á móti Borgarlínu og "Miklubraut í stokk"! 38,19% reyndist fylgi fráfarandi meirihluta Dags í borgarstjórn!!! Samt tókst þeim með 8,16% fylgi "Viðreisnar", ESB-landráðaflokks, að ná meirihluta borgarfulltrúa. En D-, F- og J-listar eru með 48,52% atkvæða á bak við sig, en njóta þess þó ekki til að fá fleiri borgarfulltrúa en Dagsmenn. (Þar að auki fekk Framsóknarflokkurinn, sem er ekki með borgarfulltrúa, 3,17% atkvæða.)
Sigfús skrifar um "ágætt kjör Dags" (og félaga hans), en er þá ekki nokkurn veginn hliðstæð útkoma Trumps líka "ágætt kjör"?!
Kristin stjórnmálasamtök, 30.8.2019 kl. 18:46
Úpp, var ekki útskráður af öðru bloggi, en þetta var skrifað í mínu nafni.
Jón Valur Jensson, 30.8.2019 kl. 18:49
Úpps a deisí!
Jón Valur Jensson, 30.8.2019 kl. 18:50
Jón Valur Jensson, Brexit umboðið er alls ekki ótvírætt - því sem var lofað, var Brexit skv. samningi - Brexit án verulegra efnahagslegra búsifja. Það veitir ekki umboð til - Brexit hvað sem það kostar; sem er núverandi stefna.
Þ.e. engin leið að finna þeirri stefnu -- grunn í þeim loforðum sem voru veit af Brexiturum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Þar með, veitir hún ekki slíkt umboð -- sem þú heldur fram.
--Þess vegna er eina sem er sanngjarnt, að þjóðin fái að kjósa.
--Því réttmætast að stjórnin sé þvinguð til kosninga, eins og stendur til að reyna í nk. viku.
Vonandi tekst það svo réttlætið nái fram að ganga. Vonandi séður hvað er réttlæti í stöðunni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.8.2019 kl. 23:52
Það er ekki hægt að kjósa sér bara einhverja útópíu, Einar Björn, t.d. "Brexit án verulegra efnahagslegra búsifja" --tímabundinna reyndar og margt sem kemur á móti til ágóða, s.s. framlagið til Brussel og til austurríkjanna í sambandinu, auk svo ótalmargs annars í núverandi útgjöldum. En með jafnvel fullu Brexit án samnings skapast líka sóknarfæri til annarra viðskiptasamninga við fleiri ríki, eins og t.d. þeirra sem EFTA-ríkin fjögur voru að gera nýlega við fjögur Suður-Ameríkuríki, jafnvel af stærstu stærðargráðu -- Brasilíu, Argentínu, Paragúay og Úrúgúay. Enn betri kostur væri svo sem mest tollfrelsi milli Bretlands og Bandaríkjanna (eins og við ættum líka að leita eftir), og ætti Boris Johnson (að ógleymdri þjóð hans!) að nýtast þar vinfengið við forseta USA.
Nei, það er ekkert jákvætt við það, að Corbyn (af öllum mönnum) fari að þvinga ríkisstjórn Bretlands til kosninga!
Jón Valur Jensson, 31.8.2019 kl. 07:33
Undarlegt hvað það virðist flækjast [viljndi ??] fyrir sumum að þegar Trump fékk milljónum atkvæða færri en andstæðingur hans þá er það lítið sambærilegt þegar einn flokkur, einn oddviti af mörgum flokkum fékk ágætt kjör.
Þegar þau Hillary og Trump áttust við voru þau bara tvö, því getur magn atkvæða sem Trúðurinn fékk, þessi sem vill svipta milljónum manna aðgengi að lágmarks heilbrigðisþjónustu, ekki verið eins með sömu áægtum þegar mun fleiri eru um hitunina.
En auðvitað er auðvelt að vera fastur í hatrinu á ágætum Borgarstjóra, þeir hinir sömu verða að eiga það við sig.
Hvað varðar tilraunir BJ til að svipta alla íbúa Bretlands lýðræðinu, þá má sjá á mjög miklum mótmælum á götum Bretlands í gær. En ef BJ beitir sömu aðferðum og frændi hans í Wasington, þá mun hann halda áfram og stefna lífskjörum milljóna manna í hætti.
"Betra fólkinu" á Mörlandinu er svo slétt sama.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 1.9.2019 kl. 12:41
Ekki hata ég borgarstjórann Dag, þótt ég telji hann hvorki hæfan né ágætan né jafnvel lýðræðislegan, sbr. kosningasvindl hans, sem Vigdís frænka mín Hauksdóttir er að vinna í, en ég gleymdi jafnvel að minnast á það stóra mál í langri upptalningu minni um axarsköft Dags í innleggi mínu hér í fyrrinótt kl. 0:33.
Fráleit eru orð Sigfúsar um meintar "tilraunir Borisar Johnson til að svipta alla íbúa Bretlands lýðræðinu" (!!!). Hann er einmitt við völd vegna lýðræðis.
Ljótt er að sjá vanvirðingu Sigfúsar á landinu okkar, að kalla það Mörland.
Jón Valur Jensson, 1.9.2019 kl. 14:01
JVJ, ég veit að völdin heilla en það að senda kjörna þingmenn, þá líka þeirra nær 48% sem ekki vildu Brexit er gerræði. Væri gaman að heyra hvernig þú vildir þá skýra að þeir þingmenn sem koma frá Gíbraltar og verða nú sendir heim í frí á meðan BJ tryggir völd sín með embættismönnunum og já 96% íbúa Gíbraltar vildu Brexit ?
Þar er illa farið með lýðræðið.
Hvað varðar það sem þú kallar óstudd með rökum "kosningasvindl" ásamt fræknku þinni eru gífuryrði. Hefur e-r verið dæmdur fyrir "svindl" ?
Held ekki.
En þú mátt þrasa í gjallarhornið, það er þitt.
P.s ansi voru nú fáir mættir í morgun á mótmælin vegna 3OP, er þetta þá bara þú , Addi, Palli og Bergþóra ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 2.9.2019 kl. 14:09
Ekki þekki ég þau nöfn, en ég geri ráð fyrir, að ekki færri en 200 hafi verið að mótmæla þarna upp úr kl. 12. Þetta var á vinnutíma flestra og fundurinn þar að auki ekki kynntur nógu vel; mér skilst líka, að Rúv hafi lokað á vissa auglýsingu.
En hefur enginn verið dæmdur fyrir kosningasvind Ráðhússlýðsins, en snuprun fengu þau frá Persónuvernd fyrir brot á reglum og fyrir að hunza skyldur sínar sem Persónuvernd hafði gert þeim grein fyrir. Vitaskuld dregst dómsúrskurður í máli þessu þar til það hefur fengið viðhlítandi meðferð dómstóls eða dómstóla.
Jón Valur Jensson, 2.9.2019 kl. 19:35
Stjórnmálamenn hafa fengið snuprun, bæði Sjallar, Samfó og allir hinir, þar með talin Þjóðfylking sem sannarlega stóð að svindi við að afla stuðningsmanna.
Það sem þú kýst að spyrða við núverandi og þáverandi meirihluta, sem "kosningssvindl", þó svo að þú haldir því fram.
Þinn sannleikur er ekki sá eini. Til þess að hlutur eða glæpur sé það, verður að koma úrskurður frá dómstólum.
Að öðru.
Sé svo að Boris er farin að stunda þína iðju, þá að útiloka þá sem ekki eru honum sammála.
Nú er það þannig að nú hefur Boris rekið 28 réttkjörna fulltrúa úr Íhaldsflokknum vegna þess að þeir [þessir 28] voguðu sér að hafa aðra skoðun en sá em fer fyrir flokknum.
Með sömu rökum ætti þá Bjarni Ben að vísa Öku- Ása úr Sjálfsstæðisflokknum.
Ertu enn á því að allst sem Boris sé að gera sé í nafni lýðræðis ?
Ekki í minni bók, maðurinn er einfaldlega að daðra við einræðistilburði en sem betur fer er meirihlutinn á Breska þinginu að sjá í gegnum þessa vitleysu og gera það eina rétta, að semja við ESB um útgöngu. Með þeim kostum og göllum sem því fylgir
Sigfús Ómar Höskuldsson, 4.9.2019 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning