Trump segist íhuga skattalækkanir - hafnar því að stefni í kreppu!

Umræða innan Bandaríkjanna um hugsanlega kreppu hefur verið í vexti nokkrar sl. vikur, eftir að hagtölur sýndu mun minni hagvöxt á 2. ársfjórðungi þessa árs, og tölur frá fyrirtækjum sýndu mun lakari rekstrarhorfur -- fyrir liðlegri viku urðu verulegar verðbréfalækkanir út af þessu.

Frétt frá CNN: Takið eftir orðum Trumps sjálfs!

  1. Hann segist vera íhuga að lækka skatta á launatekjur -- en í hinu orðinu segir hagkerfið sterkt.
  2. Hann getur ekki staðist freystinguna að hníta í Seðlab.Bandar -- segir að ef hann spilaði með, væntanlega ef hann lækkaði vexti frekar - jafnvel hæfi prentun; þá hefðu Bandaríkin frábæran vöxt.
  3. Hann m.ö.o. ítrekað heimtar að vextir séu lækkaðir enn frekar, ásakar seðlabankann fyrir að standa ekki nægilega með hagkerfinu -- en þó hafnar hann því að nokkur ástæða sé til að hafa áhyggjur af efnahagsmálum.

--Ég held það sé frekar augljóst, að hann hafi áhyggjur!

We're looking at various tax rate deductions but I'm looking at that all the time ... that's one of the reasons we're in such a strong economic position. We're, right now, the No. 1 country anywhere in the world by far as an economy,

Óneitanlega sérstök setning -- hagkerfi númer eitt, í hvaða skilningi?

Payroll tax is something that we think about and a lot of people would like to see that, and that very much affects the workers of our country, -- not looking to do anything at this moment...

Vandamál Trumps er auðvitað að Demókratar í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings munu hafna öllum slíkum skattalækkunarhugmyndum.

 

Niðurstaða

Það sem klárlega skín í gegn að ráðgjafar Trumps og Trump hafa áhyggjur af þeim möguleika að það hægi frekar á hagvexti í Bandaríkjunum á næstunni, þó svo Trump í hinu orðinu tönnslist stöðugt á því að efnahagurinn sé frábær -- grefur hann sjálfur undan þeirri sýn, með því reglulega sl. 2-3 mánuði heimta að seðlabanki Bandaríkjanna - kyndi frekar undir hagkerfinu.
Nú talar hann fyrir skattalækkunum, þó hann hafi enga möguleika til að koma þeim hugmyndum í gegnum þingið -- m.ö.o. hljómar þetta ekki eins og menn sem hafa engar áhyggjur.

Auðvitað hefur Trump áhyggjur af kosningum 2020.
Hann er ekki með það sterka fylgisstöðu að hann sé viss um sigur.
Og ef bjartsýni minnkar þá hefur hann það ekki lengur með sér.
--Þó það hægi frekar á hagkerfinu er þó ekki víst það sé á leið í kreppu.
--Rétt þó að benda á að Þýskaland skv. nýlegum tölum er komið í mínus.

Það virðast vísbendingar að viðskiptastríðið sé eftir allt saman að skaða efnahaginn, tja eins og margir hagfræðingar vöruðu við.
--Trump gæti því með viðskipta-átökum verið að naga greinina undan sínum endurkjörs möguleikum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband