18.8.2019 | 19:05
Langur armur Sáms frænda virðist ekki ná til Gibraltar! Beiðni bandarískra stjórnvalda um lögtak á írönsku olíuskipi hafnað!
Deilan um olíuskipin tvö tók áhugaverða stefnu fyrir sl. helgi, er dómur í Gibraltar hafnaði lögtaki sem bresk stjórnvöld höfðu áður gert í írönsku olíuskipi og fært það til hafnar í Gibraltar. Tæknilega hefur íranska skipið getað siglt, en hefur þess í stað býður eftir nýrri áhöfn og skiptstjóra.
--Það sem virðist hafa gerst er að Panama þar sem skipið var skráð, afskráði það líklega vegna þrýstings bandarískra stjórnvalda - það virðist hafa leitt til þess að sá aðili er rak skipið og skaffaði áhöfn, hefur ekki lengur áhuga á því: Grace 1 no longer Panama-registered.
--Bandarísk yfirvöld síðan heimtuðu að skipið yrði gert upptækt fóru formlega þess á leit við yfirvöld í Gibraltar fyrir helgi, en nú virðist því formlega svarað með neitun!
Gibraltar rejects US request to seize Iranian tanker
Gibraltar rejects US request to detain ship
Gibraltar rejects US legal bid to seize Iranian tanker
The government said it had considered the USs requests with great care in order to be able to assist the United States in every way possible...EU law, however, does not help in facilitating Gibraltar in giving the US mutual legal assistance,
Gibraltars authorities said Washingtons request to seize the Grace 1 related to the USs punitive measures but said there were no - equivalent sanctions against Iran in Gibraltar
--Sem sagt, þó svo að tilteknar refsiaðgerðir gildi í Bandaríkjunum.
--Gildi þær ekki í Gibraltar, því ekki hægt að framfylgja beiðni bandarískra stjórnvalda.
Bresk stjórnvöld hafa fullyrt að mál hafi fylgt réttum löglegum ferlum.
M.ö.o. að þau hafi ekki haft nokkur afskipti af málinu!
Ég skal samt segja, að það sé freystandi að túlka mál svo að bresk stjórnvöld séu að tjalda-baki að leitast við að leysa málið sem tengist skipunum tveim - skipinu sem bresk stjórnvöld létu taka og er enn í Gibraltar, og breska skipinu sem írönsk stjórnvöld létu taka í Hormus-sundi.
--En hver veit, kannski er það eins og bresk stjórnvöld segja, að málið hafi fylgt ferlum í samræmi við lög, m.ö.o. engin opinber afskipti hafi haft áhrif á ákvörðun dómara.
- Það á auðvitað eftir að koma í ljós hvað á endanum gerist, eftir að Íranar loks geta komið nýrri áhöfn og skiptstjóra til að sigla með skipið.
- En það má ímynda sér þann möguleika, að bandarísk skip taki skipið eftir að það siglir út fyrir lögsögu Gibraltar - færi það til hafnar t.d. í flotastöð sem Bandaríkin reka á Spáni.
Mig grunar að Íranar bíði þess hvort skipið fær að sigla óáreitt burt.
Niðurstaða
Freystandi á álykta að bresk stjórnvöld séu að gera tilraun til að losna úr óþægilegri klemmu. Hinn bóginn hef ég engar upplýsingar til að beinlínis kasta rýrð á fullyrðingar breskra stjórnvalda, að ákvarðanir dómara á Gibraltar hafi verið þeirra eigin - m.ö.o. opinber afskipti hafi ekki verið til staðar.
Hvað sem satt er þar um, er áhugavert að sjá beiðni bandarískra stjórnvalda um lögtak pent hafnað, með vísun til þess að lagaheimildir skorti til að framfylgja þeirra beiðni.
Mig grunar að dramað um skipin tvö eigi enn einhverjar sögur eftir.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 19.8.2019 kl. 08:52 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er merki um það sem ég hef verið að tala við þig um.
Þjóðir heims eru að taka fyrstu feimnislegu skrefin í átt til sjálfstæðis.
Putin bauðst til að verja Evrópu ef ríkin þar hefðu áhuga á að fylgja utanríkisstefnu sem væri í þeirra eigin þágu.
Núna eru ríkin að notfæra sér þetta.
Fyrir fimm árum hefði þetta verið óhugsandi.
Borgþór Jónsson, 19.8.2019 kl. 08:13
Borgþór Jónsson, en gaman, Pútín frændi býður Evrópu að sitja og standa skv. vilja Kremlar - undarlegt að þeir samþykki ekki strax :)
Algerlega öfugt við þ.s. þú heldur hefur V-Evr. alltaf verið sjálfstæð.
NATO er val landanna ekki þvingan, öll fyrrum A-Evr. ríkin völdu NATO af eigin frumkvæði, hinn bóginn horfir þú alltaf á heiminn með kíkinn fyrir blinda auganu.
--Það eru ótar dæmi þess að NATO lönd taki ekki þátt í stríðum sem Bandar. standa í, utan Evrópu. Það er fullkomin sönnun þess að þetta með að NATO þjóðirnar séu ekki sjálfstæðar er fullkomið rugl.
--Ef NATO virkaði eins og Varsjár-bandalagið, væru Bandar. með fjölmennt setulið í þeim öllum því Varsjárbandalagið virkaði á grundvelli - ótta, Bandar. réðu því hver væri við völd hverju sinni, og án vafa væru Evr.herlið undir stj. Bandar. víða um heim.
__Magnað hvernig þú trúir bullinu sem þú ryður stöðugt út.
**Bendi á heildar-herafli Bandar. í Evr. er milli 63-64þ. langt innan við þann fjölda sem mundi þurfa til að viðhalda ótta -- meira að segja Pólland eitt hefur fjölmennari her en það.
**Þeir þyrftu a.m.k. milljón manna setulið í V-Evr. ef mál ættu að virka eins og þú lest út úr rússn. fjölmiðlum. Sínir hvílíkt rugl þeirra umfjöllun um Bandar. og V-Evr. greinilega er.
__Bandar. forsetar hafa nú í röðum beitt Evr. þrýstingi að auka hernaðarútgjöld -- eiginlega án mikils árangurs. Það sýnir hve lítið tak Bandar. í reynd hafa á Evr.
**Rússland er eiginlega það veikt að ótti Evr. er ekki meiri en þetta. En hernaðar-uppbygging V-Evr. miðar öll út frá Rússlandi.
__V-Evr. sýnir því almennt lítinn áhuga að taka þátt í brölti Bandar. utan Evr. Þeim gengur herfilega illa almennt séð að sannfæra V-Evr. til þess. En ég sé ekki hvað annað þeim gengur til með að heimta aukin hernaðarútgjöld - en það að þeir vilja fá V-Evr. til þátttöku í auknum mæli í átökum utan Evr.
__Þetta sannar enn frekar hversu fjarri lagi þessi sýn þín um - skort á sjálfstæði er.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.8.2019 kl. 08:51
Putin hótar ekki öðrum ríkjum eða skiftir sér af stefnu þeirra,enda er það ólöglegt samkvæmt grunnsáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Hinsvegar ef þú fylgir fjandsamlegri stefnu gagnvart Rússlandi endarðu með blóðnasir,sem er löglegt samkvæmt sáttmála Sameinuðu Þjóðanna.
Pútin býður því aldrei öðrum þjóðum að sitja og standa eins og hann vill.
.
Á hinn bóginn hvet ég þig til að nefna dagsetningu þar sem Bandaríkjamenn hafa EKKI haft í hótunum við annað ríki.Eitt eða fleiri.
Frá Bandaríkjunum berst stöðugur straumur hótana á hverjum degi,alla daga ársins og hefur gert lengi.
Frá stóru ríkjunum í Vestur Evrópu berast líka hótanir og refsiaðgerðir í málum sem varða þessi ríki engu. Eru alfarið innanríkismál eða milliríkjamál þar sem þessi Evrópuríki hafa í raun enga aðkomu.
.
Sjálfstæði snýst ekki bara um þáttöku í hernaðaraðgerðum og var alls ekki tilfellið þegar Pútín bauð Frökkum hernaðaraðstoð.
Meira að segja Varsjárbandalagsríkin tóku aldrei þátt í hernaði Sovétríkjanna né gerðu Sovétríkin kröfu um slíkt.
Bandaríkin hafa hinsvegar gert slíkar kröfur.
.
Þetta tilboð um hernaðaraðstoð til Macrons var að sjálfsögðu sett fram þegar Pútín var að hæðast að Macron í umræðupanel á ráðstefnu í Pétursborg.
Macron hafði farið mikinn og var fullur af belging eins og vanalega,og Pútín fannst tímabært að stinga aðeins á blöðruna.
Tilefnið var að Franskur banki hafði greitt milljarða dollara í sekt til Bandarískra stjórnvalda fyrir að eiga viðskifti við Íran að mig minnir frekar en Írak.
Bankinn hafði ekkert brotið af sér í Bandarískri lögsögu.
Í tilefni af þessu spurði Pútin Macron af hverju þeir gerðu þetta. Af hveju Franska ríkið verndaði ekki frönsk fyrirtæki fyrir slíku óréttlæti og benti honum jafnfram á að Bandarísk lög væru ekki alþjóðalög.
Hann bauð Macron jafnframt að veita honum hernaðaraðstoð ef það væri vandamálið. Hann benti Macron á að ríki sem láta óátalið að fyrirtæki þeirra séu beitt slíkri fjárkúgun sé í raun ekki sjálfstæð ríki. Þetta er einfaldlega rétt hjá Pútín eins og flestar hans greiningar.
Macron sem er alltaf fullur af lofti og gorgeir virkaði svolítið loftlaus fyrst á eftir en gleymdi þessu fljótt og náði sér aftur á strik. Alveg þangað til Lagarde sagði honum að efnahagsmódel Pútins væri það besta sem hugsast gæti. Þá seig hann lítillega saman aftur.
.
Bandaríkjamenn hafa einu sinni reynt að leika þennan leik gagnvart Rússnesku fyrirtæki sem starfar á alþjóðamarkaði. Það var RUSAL.
Pútín tók þetta mál upp ,og innan tveggja mánaða var búið að fresta málinu og innan árs var búið að fella það niður þegjandi og hljóðalaust.
Pútín hefur aldrei rætt þetta mál síðan. Hann lofar Bandaríkjamönnum að halda andlitinu. En Bandaríkjamönnum er það fullljóst að framkoma af þessu tagi verður ekki liðin. Hún verður einfaldlega ekki liðin.
Rússland er sjálfstætt ríki. Taktu eftir því að Bandaríkjamenn hóta aldrei Rússneskum fyrirtækjum. Þeir hóta alltaf ríkjunum eða fyrirtækjunum sem Rússnesku fyrirtækin eiga viðskifti við.
Til dæmis hóta þeir aldrei Gasprom í sambandi við Nordstream 2. Þeir hóta alltaf Evrópsku fyrirtækjunum sem eru í samstarfi við Gasprom af því að Evrópuríkin eru ekki sjálfstæð ríki og halda ekki uppi vörnum fyrir sín fyrirtæki.
.
Pútín fylgir afar hófsamri utanríkisstefnu og reyndar svo að oft undrast ég hversu hófstilltur og og taugasterkur hann er.
Nýlegt dæmi um þetta er þegar öfgahópar í Georgíu réðust að Rússneskum borgurum með þegjandi samþykki Georgískra stjórnvalda.
Ef Pútín hefði samskonar hugarfar og er ríkjandi í Bandaríkjunum og víðar, hefði hann lagt Georgískann efnahag í rúst. Honum er það í lófa lagið af því að Rússland er annar stærsti kaupandi af Georgískum vörum. Vægi útflutnings Rússa til Georgíu er hinsvegar 0,21%. Þetta hefði því verið með öllu sársaukalaust fyrir Rússland.
Honum hefði líka verið í lófa lagið að þrýsta á stærsta innflutningsaðila Georgískrar vöru ,sem er Aserbaijan.
En af því að Pútín kýs alltaf fið ef það er hægt gerði hann það ekki,þrátt fyrir mikinn þrýsting frá Rússneska þinginu. Hann sagði að það kæmi ekki til greina að láta það bitna á almenningi í Georgíu þá að stjórnvöld þar og öfgahópar fari með ófriði.
Geturðu ímyndað þér hverskonar útreið það ríki fengi sem níddist á Bandarískum ríkisborgurum með sama hætti,eða Breskum til dæmis?
Borgþór Jónsson, 20.8.2019 kl. 07:35
Gleymdi að segja einn skemmtilegann brandara af Macron.
Eins og allir vita er Macron er alltaf fullur af lofti og fyllilega ómeðvitaður um eigin skort á ágæti.
Fyrir tveimur dögum tók hann sér fyrir hendur að predika yfir Pútín um mikilvægi þess að virða rétt borgaranna til mótmæla.
Í ljósi þess að í París gilda nánast herlög út af mótmælum þá kom Macron ekki sérlega vel út úr þessum orðaskiftum.
Talandi um að kasta steinum úr glerhúsi.
Borgþór Jónsson, 20.8.2019 kl. 07:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning