Trump getur fært peninga eyrnamerktir hermálum til að reisa landamæravegg, segir hæstaréttur Bandaríkjanna! Skapar Trump með því hugsanlega varasamt fordæmi?

Þetta var áhugavert spurning semn rétturinn svaraði, því það var fyrirfram alla ekki augljóst að Donald Trump mætti gera þetta - það kemur af því peningar eyrnamerktir hermálum eru auðvitað eyrnamerktir hermálum skv. samþykktum fjárlögum -- fjárlög eru lög eftir allt saman.
--Það var því opin spurning hvort DT væri ekki að seilast yfir valdsvið sitt, eftir allt saman er 3-skipting valds í Bandaríkjunum, og þingið hefur vald yfir peningum ríkisins.

  • Ég ætla ekki að spekúlera hvort pólitík réð einhverju um ákvörðun réttarins.
  • En atkvæði dómaranna 5/4 féllu skv. mati á þeim dómurum sem taldir eru hægri sinnaðir vs. ívið til vinstri við meirihlutann.
    --Þannig að vel getur verið að dómurinn sé orðinn pólitískur.
    --Þetta var a.m.k. spurning er þurfti svars við.

Supreme Court Says President Trump Can Use Pentagon Funds for Border Wall:The case before the Supreme Court involved just the $2.5 billion in Defense Department funds, which the administration says will be used to construct more than 100 miles (160 kilometers) of fencing. One project would replace 46 miles (74 kilometers) of barrier in New Mexico for $789 million. Another would replace 63 miles (101 kilometers) in Arizona for $646 million. The other two projects in California and Arizona are smaller.

Eins og þarna kemur fram, er einungis lítill hluti svokallaðs veggjar sem þessir peningar fjármagna! M.ö.o. lítið brotabrot af 3000km.

  1. Donald Trump er langt í frá búinn að fjármagna vegginn.
  2. Nema auðvitað, hann líti á svar réttarins -- sem heimild til þess að færa mun meira fé en þessa tiltölulega lágu upphæð, er einungis dugar fyrir litlu brotabroti.

En Trump gæti litið svo á að rétturinn hafi í raun heimilað honum - að hér eftir færa fé til veggjarins að vild af fé ætlað til hermála! Skv. hans yfirlýsingu um - neyðarástand.

Og kannski getur hann komist upp með það, í krafti hins nýja talið vera hægri sinnaður meirihluti hæsttaréttar.

  1. Kannski kemur það næst - að Trump færir til fé frá hermálum að vild héreftir, án þess að tala við þingið. Skv. yfirlýsingu um neyðarástand.
  2. Ef hann kemst upp með það, þá líklega væri hann búinn að færa nokkurt vald til forseta-embættisins.
  3. Hinn bóginn, þarf hann að muna - hann getur ekki treyst því næsti forseti verði ekki demókrati.
  4. Punkturinn er: Ef Trump skapar þarna fordæmi. Nýtist það ekki bara honum. Heldur næstu forsetum einnig.
  5. Hann getur auðvitað ekki fyrirfram vitað, að t.d. ef Demókrati yrði næst kjörinn, sá mundi ekki beita slíku fordæmi -- til að fjármagna gæluverkefni fyrir Demókrata, gegn vilja hugsanlegs framtíðar Repúblikanaþingmeirihluta.

Trump kvartar t.d. nýlega yfir -- vinstri-sinnuðum Demókrötum, ef maður ímyndar sér frekar vinstri sinnaður krati næði kjöri.
--Þá væntanlega mundi sá verða líklegur að nýta sér slíkt fordæmi, þá í það sinnið gegn vilja Repúblikana á þingi.

  • Þetta er þ.s. forsetar þurfa að hugsa um - ef þeir opna nýjar glufur, að þær geta nýst öðrum en honum sjálfum, og gætu sannarlega í framtíð verið notaðar með hætti er hugnuðust honum og öðrum Repúblikönum ekki.

Svo það verður forvitnilegt að sjá hvernig Donald Trump hagnýtir sér á næstunni, þ.s. hann gæti hugsanlega álitið -- víkkaða valdheimild. Ef hann kemst upp með það, væri fordæmið skapað.

Ef við gefum okkur DT færir peninga að vild, leysir það langt í frá öll vandamál við veginn!

En stórt vandamál eru líklegir að verða, landeigendur meðfram landamærum við Mexíkó.
T.d. er þekkt á Rio-grande eða Mikla á meðfram nokkrum hluta.

Ég held það eigi vera nokkurs konar - enskismanns land allra næst nýju landamæramörkunum -- þá þarf að kaupa upp landa sem víða er í einka-eign.

Ef einhverjar deilur eru líklegar að tefja mál, eru það deilur við landeigendur.
Þær gætu orðið það tafsamar að veggnum væri ekki lokið 2024 ef maður ímyndaði sér DT nái endurkjöri.

 

Niðurstaða

Það sem mér finnst forvitnilegast um niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna, er hvort Donald Trump muni á næstunni - líta svo á að skv. honum geti hann fært til fé að vild í vegginn sinn af fé eyrnamerkt til hermála skv. fjárlögum.

Ef hann kemst upp með slíkt, mundi skapast fordæmi sem mundi nýtast nk. forseta og forsetum.

Ekki skal gera ráð fyrir sigri DT 2020 -- ef það yrði vinstri sinnaður Demókrati, þá væri fordæmi Trumps ef hann skapar slíkt fordæmi -eins og ég ímynda mér- óneitanlega hugsanlega vel nýtilegt - ef eins og líklega mál mundu fara, meirihluti Repúblikana í Öldungadeild Bandaríkjaþings, blokkerar hugmyndir slíks forseta til að fjármagna verkefni sem slíkur forseti hefði áhuga á. Eftir allt saman, gætu það verið verkefni er ekki hugnast Repúblikönum.

Þá gæti sama aðferð nýst - sbr. lísa yfir neyð, skv. fordæmi Trumps, síðan taka fé eyrnamerkt til hermála! Mig grunar að vinstri sinnaður Demókrati mundi sannarlega geta nýtt slíkt fordæmi Trump, og væri jafnvel fremur líklegur að gera slíkt ef á reyndi - sem leið til að komast framhjá blokkerandi meirihluta innan þingsins.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 912
  • Frá upphafi: 858685

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 787
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband