Bandaríkin og Tyrkland á leið í árekstur fyrir algerlega víst að því er virðist

Ástæða, Tyrkland tjáði opinberlega að fyrsta sending af S400 loftvarnarkerfi framleitt af Rússlandi hafi borist til Murted flugherstöðvar í grennd við Ankara - rússnesk yfirvöld einnig staðfestu að sendingar á einstökum þáttum loftvarnarkerfisins væru hafnar til Tyrklands!

Once the system is fully ready, it will begin to be used in manner determined by the relevant authorities. -- sögðu tyrknesk yfirvöld.

I will just say that everything is being done on time, consistent with the agreements and the contracts. The sides are fulfilling all their obligations, -- skv. Dimitry Peskov, talsmanni Pútíns.

Það virðist fullkomlega öruggt, að Bandaríkin -- loka þá á aðgengi Tyrklands á F35 vélar Bandaríkjahers, en Tyrkland hefur fjölda þeirra í pöntun.

Turkey receives first shipment of Russian missile system

Sumir fréttaskýrendur varpa upp þeim möguleika að Bandaríkjaþing seti -- efnahagslegar refsiaðgerðir á Tyrkland í kjölfarið, það blasir ekki endilega við mér.

A.m.k. virðist mér Bandaríkin hafa fulla réttlætingu fyrir því að svipta Tyrkland F35 vélum

Ég lít ekki á það sem - viðskiptaþvingun, enda er þá Tyrkland að setja allt F35 prógrammið í hættu.

  1. Málið er, að S400 kerfið hefur öfluga radara - vélar torséðar á radar eru einungis það, m.ö.o. ekki ósýnilegar á radar.
  2. Það þíðir, að radarinn í reynd nemur merki slíkrar vélar, en hugbúnaður radarsins er ófær um að - átta sig á því hvað það merki er.
  3. Í eðli sínu, það sem gerist er að það sem radarinn séð, er mjög lítið merki eða skuggi, og hugbúnaðurinn - er ekki fær um að átta sig á því, hverslags fyrirbæri það örlitla merki er. Höfum í huga, radarar greina fullt af náttúrufyrirbærum - allt frá fuglahópum yfir í skýr, jafnvel sterka vindstrengi.
    --Svo að skjárinn sé ekki alþakinn einhverju sem notandi radars þarf ekki að vita, þá tekur greiningar-forrit slík merki út.
    --En þau eru samt í radar-gögnum, sem alltaf eru vistuð til hugsanlegrar greiningar síðar.
  4. Þetta er lykilatriðið - að merkin eru í radar-gögnum, þó radarinn geri ekkert með þau. Og því vistuð eins og annað sem radarinn sér án þess að það sé notað, ásamt greindum gögnum sem radar-notandinn fékk upp á skjáinn hjá sér.

Það sem Bandaríkin óttast, er að vegna þess að Rússland mun veita áfram - tækniaðstoð við tyrknesk yfirvöld t.d. uppfærslur ásamt annarri tækniaðstöð ásamt viðhaldi.
--Er að rússn. yfirvöld komist yfir radargögn frá S400 rödurum í Tyrklandi.

Ef, F35 vélar væru í notkun innan Tyrklands, væru mörg tilvik af því til staðar að radarmerki F35 væri til staðar í radargögnum.
--Og ef þau berast í hendur Rússa.

Til viðbótar mundi Rússa vanta, ef þeir komast yfir radargögn, gögn um það hvenær F35 vélar voru að fljúga - til þess að fá staðfestingu á því, hvenær þær voru í lofti.
--Það mundi auka líkur á því, að þeir gætu áttað sig á því -- hvaða merki tilheyrir F35.

Möguleikinn sem Bandaríkin sjá fyrir sér, er að Rússlandi takist sú greining - og í kjölfarið uppfæri greiningarforrit í radarkerfum sínum þannig, að þau geti þaðan í frá -- greint og síðan skotið niður F35 vélar.
--Það mundi stærstum hluta, ónýta F35.

  • Án virks -stealth- er F35 tiltölulega hægfara, ekki sérlega lipur, hún yrði auðveld bráð án - virks -stealth.-
  • Þetta eru auðvitað óskaplegir fjárhagslegir hagsmunir fyrir Bandaríkin - ekki einungis peningarnir er hafa farið í þróun F35 -- heldur einnig, mundi enginn þjóða kaupa F35 eftir slík útkoma væri ljós.
  • Bandaríkin hafa ekkert annað prógramm er gæti komið í staðinn nk. 20 ár.

--Þeir yrðu sennilega tilneyddir til að, taka F35 úr notkun.

Þess vegna skil ég algerlega af hverju Bandaríkin án nokkurs vafa munu þverneita að selja F35 til Tyrklands -- ég meina, það getur ekki verið nokkur vafi um þá niðurstöðu.

En af hverju Erdogan -- vill endilega S400 með þeim tilkostnaði að fá ekki F35, blasir ekki við mér.

  1. Ég hef séð þá kenningu, að Erdogan vilji S400 vegna þess að þegar tilraun var gerð til að ráða hann af dögum í samhengi uppreisnartilraunar.
  2. Gat ekki loftvarnarkerfi landsins skotið á F16 vélar er uppreisnarmenn innan flughersins flugu -- vegna svokallaðs -friend/foe- kerfis.
  3. Skv. kenningunni, muni S400 kerfið einungis þjóna Erdogan persónulega - vera til þess eingöngu að tryggja að ef hans persónu sé ógnað í annað sinn, geti hann skotið niður sérhvern þann uppreisnarmann honum sínist.
  4. Kerfið verði m.ö.o. ekki tengt við varnarkerfi landsins.

--Ég veit ekki hvort sú kenning er rétt, en það gæti skýrt af hverju - Erdogan er til í að láta F35 kaupin falla.
--Jafnvel þó Tyrkland hafi sjálft varið meir en milljarð Dollara í undirbúning þess að nota þær vélar, og staðið hafi til að Tyrkland framleiddi nokkra hluti í þær vélar.
--Og tyrkneskir flugmenn, séu í þjálfunarprógammi innan Bandar.

En ég sé engan möguleika á því úr þessu að Tyrkland fái F35 vélarnar.

 

Niðurstaða

Ég fæ persónulega ekki betur séð en að Erdogan hafi sjálfur ákveðið að hætta við kaupin á F35 - Bandaríkin hafa það oft varað hann við að ef Tyrkland klárar kaupin á S400 muni Bandaríkin hætta við að selja Tyrklandi F35 að vart getur það hafa misskilist.
Það sé því sennilega fyrir innlenda pólitíska notkun, að Erdogan mun kenna Bandaríkjunum um það - þegar formlega Bandaríkin taka Tyrkland út úr F35 prógramminu.
En sennilega hentar það Erdogan einfaldlega pólitístk að setja sökina á Bandaríkin.

Það verður síðan að koma í ljós hvort Bandaríkin gera meir, en ég efa það.
Það sé réttmætt fyrir Bandaríkin að hætta við söluna í ljósi þess möguleika að Rússland gæti notfært séð aðstæður til að -- ónýta stealth eiginleika vélarinnar, er gerði hana nánast ónothæfa þaðan í frá.
Klárlega óskaplegar upphæðir í húfi, auk þess að bandaríski flugherinn sem og flugherir NATO yrðu fyrirsjáanlega í vanda staddir.

Af hverju Erdogan er að þessu, veit ég raun ekki. Kenningar fljúgandi þó.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Tyrkir eins og fleiri hafa áttað sig á að F35 er gallagripur og munu sennilega kaupa S29 af Rússum. 3 fyrir 1 ameríska.

Guðmundur Böðvarsson, 13.7.2019 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband