Ástæða, Tyrkland tjáði opinberlega að fyrsta sending af S400 loftvarnarkerfi framleitt af Rússlandi hafi borist til Murted flugherstöðvar í grennd við Ankara - rússnesk yfirvöld einnig staðfestu að sendingar á einstökum þáttum loftvarnarkerfisins væru hafnar til Tyrklands!
Once the system is fully ready, it will begin to be used in manner determined by the relevant authorities. -- sögðu tyrknesk yfirvöld.
I will just say that everything is being done on time, consistent with the agreements and the contracts. The sides are fulfilling all their obligations, -- skv. Dimitry Peskov, talsmanni Pútíns.
Það virðist fullkomlega öruggt, að Bandaríkin -- loka þá á aðgengi Tyrklands á F35 vélar Bandaríkjahers, en Tyrkland hefur fjölda þeirra í pöntun.
Turkey receives first shipment of Russian missile system
Sumir fréttaskýrendur varpa upp þeim möguleika að Bandaríkjaþing seti -- efnahagslegar refsiaðgerðir á Tyrkland í kjölfarið, það blasir ekki endilega við mér.
A.m.k. virðist mér Bandaríkin hafa fulla réttlætingu fyrir því að svipta Tyrkland F35 vélum
Ég lít ekki á það sem - viðskiptaþvingun, enda er þá Tyrkland að setja allt F35 prógrammið í hættu.
- Málið er, að S400 kerfið hefur öfluga radara - vélar torséðar á radar eru einungis það, m.ö.o. ekki ósýnilegar á radar.
- Það þíðir, að radarinn í reynd nemur merki slíkrar vélar, en hugbúnaður radarsins er ófær um að - átta sig á því hvað það merki er.
- Í eðli sínu, það sem gerist er að það sem radarinn séð, er mjög lítið merki eða skuggi, og hugbúnaðurinn - er ekki fær um að átta sig á því, hverslags fyrirbæri það örlitla merki er. Höfum í huga, radarar greina fullt af náttúrufyrirbærum - allt frá fuglahópum yfir í skýr, jafnvel sterka vindstrengi.
--Svo að skjárinn sé ekki alþakinn einhverju sem notandi radars þarf ekki að vita, þá tekur greiningar-forrit slík merki út.
--En þau eru samt í radar-gögnum, sem alltaf eru vistuð til hugsanlegrar greiningar síðar. - Þetta er lykilatriðið - að merkin eru í radar-gögnum, þó radarinn geri ekkert með þau. Og því vistuð eins og annað sem radarinn sér án þess að það sé notað, ásamt greindum gögnum sem radar-notandinn fékk upp á skjáinn hjá sér.
Það sem Bandaríkin óttast, er að vegna þess að Rússland mun veita áfram - tækniaðstoð við tyrknesk yfirvöld t.d. uppfærslur ásamt annarri tækniaðstöð ásamt viðhaldi.
--Er að rússn. yfirvöld komist yfir radargögn frá S400 rödurum í Tyrklandi.
Ef, F35 vélar væru í notkun innan Tyrklands, væru mörg tilvik af því til staðar að radarmerki F35 væri til staðar í radargögnum.
--Og ef þau berast í hendur Rússa.
Til viðbótar mundi Rússa vanta, ef þeir komast yfir radargögn, gögn um það hvenær F35 vélar voru að fljúga - til þess að fá staðfestingu á því, hvenær þær voru í lofti.
--Það mundi auka líkur á því, að þeir gætu áttað sig á því -- hvaða merki tilheyrir F35.
Möguleikinn sem Bandaríkin sjá fyrir sér, er að Rússlandi takist sú greining - og í kjölfarið uppfæri greiningarforrit í radarkerfum sínum þannig, að þau geti þaðan í frá -- greint og síðan skotið niður F35 vélar.
--Það mundi stærstum hluta, ónýta F35.
- Án virks -stealth- er F35 tiltölulega hægfara, ekki sérlega lipur, hún yrði auðveld bráð án - virks -stealth.-
- Þetta eru auðvitað óskaplegir fjárhagslegir hagsmunir fyrir Bandaríkin - ekki einungis peningarnir er hafa farið í þróun F35 -- heldur einnig, mundi enginn þjóða kaupa F35 eftir slík útkoma væri ljós.
- Bandaríkin hafa ekkert annað prógramm er gæti komið í staðinn nk. 20 ár.
--Þeir yrðu sennilega tilneyddir til að, taka F35 úr notkun.
Þess vegna skil ég algerlega af hverju Bandaríkin án nokkurs vafa munu þverneita að selja F35 til Tyrklands -- ég meina, það getur ekki verið nokkur vafi um þá niðurstöðu.
En af hverju Erdogan -- vill endilega S400 með þeim tilkostnaði að fá ekki F35, blasir ekki við mér.
- Ég hef séð þá kenningu, að Erdogan vilji S400 vegna þess að þegar tilraun var gerð til að ráða hann af dögum í samhengi uppreisnartilraunar.
- Gat ekki loftvarnarkerfi landsins skotið á F16 vélar er uppreisnarmenn innan flughersins flugu -- vegna svokallaðs -friend/foe- kerfis.
- Skv. kenningunni, muni S400 kerfið einungis þjóna Erdogan persónulega - vera til þess eingöngu að tryggja að ef hans persónu sé ógnað í annað sinn, geti hann skotið niður sérhvern þann uppreisnarmann honum sínist.
- Kerfið verði m.ö.o. ekki tengt við varnarkerfi landsins.
--Ég veit ekki hvort sú kenning er rétt, en það gæti skýrt af hverju - Erdogan er til í að láta F35 kaupin falla.
--Jafnvel þó Tyrkland hafi sjálft varið meir en milljarð Dollara í undirbúning þess að nota þær vélar, og staðið hafi til að Tyrkland framleiddi nokkra hluti í þær vélar.
--Og tyrkneskir flugmenn, séu í þjálfunarprógammi innan Bandar.
En ég sé engan möguleika á því úr þessu að Tyrkland fái F35 vélarnar.
Niðurstaða
Ég fæ persónulega ekki betur séð en að Erdogan hafi sjálfur ákveðið að hætta við kaupin á F35 - Bandaríkin hafa það oft varað hann við að ef Tyrkland klárar kaupin á S400 muni Bandaríkin hætta við að selja Tyrklandi F35 að vart getur það hafa misskilist.
Það sé því sennilega fyrir innlenda pólitíska notkun, að Erdogan mun kenna Bandaríkjunum um það - þegar formlega Bandaríkin taka Tyrkland út úr F35 prógramminu.
En sennilega hentar það Erdogan einfaldlega pólitístk að setja sökina á Bandaríkin.
Það verður síðan að koma í ljós hvort Bandaríkin gera meir, en ég efa það.
Það sé réttmætt fyrir Bandaríkin að hætta við söluna í ljósi þess möguleika að Rússland gæti notfært séð aðstæður til að -- ónýta stealth eiginleika vélarinnar, er gerði hana nánast ónothæfa þaðan í frá.
Klárlega óskaplegar upphæðir í húfi, auk þess að bandaríski flugherinn sem og flugherir NATO yrðu fyrirsjáanlega í vanda staddir.
Af hverju Erdogan er að þessu, veit ég raun ekki. Kenningar fljúgandi þó.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:31 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tyrkir eins og fleiri hafa áttað sig á að F35 er gallagripur og munu sennilega kaupa S29 af Rússum. 3 fyrir 1 ameríska.
Guðmundur Böðvarsson, 13.7.2019 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning