Sama tíma fóstureyðingar hafa verið gerðar að algerum rétti kvenna skv. ísl. lögum - vinnur fjöldi fylkisstjórna í Bandaríkjunum að algeru banni þeirra!

Fjöldi fylkja á svokölluðu -rauðu- belti innan Bandaríkjanna, hafa verið að leiða í lög svokölluð -hjartaslagslög- sbr. heartbeatlaw. En skv. slíkum lögum eru fóstureyðingar bannaðar frá þeim tíma, læknar geta greint hjartslátt fósturs.
--Bendi á að þetta getur orðið greinanlegt þegar á 6-viku meðgöngu.
--Konur eru ekki endilega þá orðnar þess varar að þær ganga með vísi að barni undir belti.

U.S. judge blocks Ohio 'heartbeat' law to end most abortions

Það sem þessi frétt tjáir er að í Ohio fylki blokkeraði alríkisdómari sambærilega lagasetningu á þeim grunni, að lagasetningin beindist gegn úrskurði Hæstaréttar-Bandaríkjanna svokallaður -Roe vs. Wade- frá 1973 þ.s. úrskurðar var á sínum tíma, að fóstureyðing væri réttur konu.
Og ekki síst, að það væri réttindi allra bandarískra kvenna.
--Sem hefur hindrað einstök fylki í að banna fóstureyðingar.

M.ö.o. tilgangur laganna í Ohio væri að grafa undan þeim úrskurði sem enn væri í gildi.
Úrskurður dómarans er á þann veg, að óréttmætt sé af fylkisþinginu að setja lög sem beint væri með þeim hætti - beint gegn gildandi Hæstarréttar-úrskurði.
--Heldur ættu menn ef þeir væru ósáttir við það atriði að fóstureyðingar væru réttur, að taka það mál fyrir Hæstarétt - Hæstiréttur væri eina stofnunin sem gæti hnekkt öðrum Hæstaréttar-úrskurði.

  • Mig grunar að út frá lögum Bandar. - sé þetta líklega réttur úrskurður.

Hinn bóginn, treysta nú mörg Repúblikana-stjórnuð fylki á það, að nýlega fram kominn Repúblikana-meirihluti í Hæstarétti Bandaríkjanna.
--Muni gera það mögulegt, að hnekkja -Roe vs. Wade.-

  1. Það mundi ekki banna fóstureyðingar þvert yfir Bandaríkin.
  2. Heldur afnema þann úrskurð að þær væru réttur allra bandarískra kvenna - sem mundi gera einstökum fylkjum það mögulegt að banna eða heimila fóstureyðingar.
  3. Sem þíddi, að á tilteknum svæðum innan Bandaríkjanna, yrðu þær án mikils vafa bannaðar að nýju.

Þetta er málstaður sem fjöldi Bandaríkjamanna hefur barist fyrir síðan 1973.
En afstaða þeirra Bandaríkjamanna er einfaldlega að -- fóstureyðingar séu morð.


Alabama setti t.d. lög á þessu ári, sem kveða á um réttindi -- lífs, eins og þ.e. kallað.
--Sem gengur þá lengra en hjartaslagslögin, m.ö.o. alfarið banna fóstureyðingu nema lífi móður sé ógnað! Þá skipti engu máli hvaða aðrar mótbárur koma til!

  1. Mjög forvitnileg mál kom upp í Alabama nýverið, þ.s. kona var kærð fyrir að valda láti fóstur síns í ógáti - ákæran var þá um svokallað, annars stigs morð.
  2. Viðkomandi kona hafði lent í deilu við aðra konu, konan var sögð hafa veist að þeirri er skaut á hana -- athyglisvert að sú sem skaut konuna í kviðinn, fékk enga kæru.
  3. Litið var svo á í Alabama hún hefði verið að verja hendur sínar -- þó hin konan hafi verið óvopnuð, og greinilega með barni.
  4. Kviðdómur í Alabama samþykkti að ákæra ætti móðurina sem varð fyrir fósturlátinu, þ.s. að hún hefði að þeirra mati - ekki átt að hætta lífi hins ófædda barns með þeim hætti sem hún gerði.

Þegar við blasti að líklega yrði réttað yfir konunni ólánsömu, vakti málið töluverða athygli.

Alabama prosecutor drops charges against woman who lost fetus after being shot

Skv. fréttinni, ákvað fylkissaksóknari að - droppa málinu.

Það sem er forvitnilegt við þetta mál, er að það sýnir að lög í Alabama virkilega líta á - rétt fósturs eins og hann er skilgreindur þar, sem jafngildan rétti fæddrar manneskju til lífs.

Svo er það auðvitað forvitnileg sú afstaða, sem virðist veita fólki mjög víðtækan rétt - til að skjóta aðrar manneskjur, og vísa til þess -- að ég var að verja mig.

  1. En takið eftir því hve það er virkilega himinn og haf milli ríkjandi afstöðu í Alabama.
  2. Og þeirrar afstöðu sem ríkir nú á Íslandi --> Þ.s. fóstureyðingu má ekki lengur kalla fóstureyðingu --> Og fóstureyðing er nú algerlega sjálfsagður réttur, engum öðrum kemur málið við - en hinum barnshafandi einstakling.

--Í Alabama skv. lögum er réttur ófædds jafngildur réttui fædds.
--Á Íslandi, er skilgreindur réttur ófædds ekki til staðar fyrir 23. - viku.

Fólk verður auðvitað að hafa sína skoðun á þessu!
En mér virðist með vissum hætti - ef Alabama eru öfgarnar í eina átt -- þá sé Ísl. hugsanlega öfgarnar í hina!

  • Ég vísvitandi nota orðið -- fóstureyðing!
    Ég vil fókus orðalags sé á eyðingu fósturs, þó sannarlega sé bundinn endi á þungun.
    Einfaldlega vegna þess að ég óttast nýja orðalagið hvetji til léttúðar.

Það klárlega stefnir í mjög harða baráttu um þessi mál á næstunni í Bandaríkjunum.
Það verður forvitnilegt að sjá hverslags áhrif sú umræða hefur út fyrir Bandaríkin.

 

Niðurstaða

Með vissum hætti má líta Ísland sem forsvara í rétt einstaklings. Út frá því má líklega líta nýleg lög á Íslandi er veita að virðist óskoraðan rétt fram til 22. viku - eða ca. 5,5 mánuð; sem sigur einstaklings-hyggjunnar.

Margir Bandaríkjamenn líta málið töluvert öðrum hætti, þ.s. þung sókn þeirra sem álíta -rétt- fósturs jafnan rétti móður, og nánar tiltekið jafngildan rétti fædds einstaklings -- er í gangi. Þetta eru fylkin í svokölluðu Biblíubelti mikið til.
--Í þeirra augum er þetta ekki á svig við rétt einstaklings, þ.s. fóstur sé einstaklingur.

Eftir að Donald Trump hefur tryggt að virðist -- íhaldsaman meirihluta í Hæstarétti Bandaríkjanna, vonast fylgismenn þess að hnekkja hæstaréttardómi frá 1973 er gerði það að rétti kvenna yfir Bandaríkin öll að eyða fóstri; þannig að það væri að nýju mál einstakra fylkja hvort fóstureyðingar eru bannaðar eða heimilaðar.

Þessar deilur hafa verið óskaplega óvægnar innan Bandaríkjanna. Það blasir ekki við mér jafnvel þó Demókrati næði kjöri 2020 sem næsti forseti Bandaríkjanna, að Demókrötum mundi takast að stöðva það skrið sem virðist komið á málstað þeirra Bandaríkjanmanna er stefna á að hnekkja -Roe vs. Wade- dómnum frá 1973.

Það er einnig spurning hverslags áhrif umræðan innan Bandaríkjanna mun hafa. Það hefur verið þung undiraldan í baráttu fyrir því að -- fóstureyðingar séu óskoraður réttur. Víða hvar virðist sú afstaða hafa náð því sem mætti kalla fullnaðarsigur.

Hinn bóginn, er afstaða fólks ekki óumbreytanleg, og ef bann hugsun nær tökum á meirihluta Bandaríkjamanna, gæti það haft áhrif út fyrir landamærin á hugsun fólks. Eins og bylgjur frá Bandaríkjunum hafa í fjölda skipta haft áhrif.

Ég felli þó enga spádóma þar um.
Afstaða innan Bandaríkjanna sé þó ólík um margt með áhugaverðum hætti.
Hún er einnig afar ólík eftir svæðum innan Bandaríkjanna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Siðferði hefur aldrei verið upp á marga fiska á Íslandi.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.7.2019 kl. 08:18

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það vantar alltaf inn í umræðuna hvenær SÁLIN

tekur sérr bólfestu í fóstrinu.

Samkvæmt mínum fræðum tekur sálin sér bólfestu  að í kringum 14 vikuna.

Kannski væri rökrétt að tala um þungunarrof fram að 14.viku

en fóstureyðingu eftir 14. vikuna: 

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2234653/

Jón Þórhallsson, 4.7.2019 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband