Það má eiginlega segja að meginþema birtist í niðurstöðum fyrir Bretland, nefnilega að tveir stærstu flokkarnir á Evrópuþinginu fyrir Bretland - verða:
- Brexit flokkur Farage -- 31,5%
- Frjálslyndir-Demókratar -- 20,3%
- Verkamannaflokkur Bretlands -- 14,1%.
- Græningjar -- 12,1%
- Íhaldsflokkurinn -- 9,1%
- SNP -- 3,6%
- Breytum Bretlandi -- 3,4%
- UKIP -- 3,3%
Samanlagt fylgi -- Brexit flokka: 35%
Samanlagt fylgi andstæðinga Brexit: 41%
--Flokkur Farage + UKIP: 5,8 millj. atkvæði. sbr. að 17,4 millj. greiddu atkvæði með Brexit í þjóðaratkv.greiðslunni 2016. Þetta sýni, hvað tiltölulega fáir í reynd greiddu atkvæði.
- Það virðist líklegt að kosningarnar, íkji nokkuð fylgi flokka með eindregna afstöðu, þ.s. þeirra kjósendur hafi verið líklegri að mæta til að kjósa.
Meginþemað í kosningunni sem ég vísa til --> Efling flokka er taka ítrustu afstöðu, með/móti.
--Andstæðurnar verða m.ö.o. skýrari.
Því má ekki gleyma - þrátt fyrir sigur herra Farage!
Þá hafa -remainers- heilt yfir meira fylgi!
Það þíðir ekki sigur Farage hafi ekki áhrif - sá sigur verður án vafa sterk svipa á Íhaldsflokkinn breska!
Boris Jonson virðist nú nær algerlega öruggur, næsti leiðtogi flokksins.
Og stefnan verður líklega -- Brexit hvað sem það kostar!
--Líkur á Hard-Brexit hafa sennilega vaxið stórum.
Á sama tíma, líklega verður andstaðan einnig einbeittari!
--Hún er þrátt fyrir allt, ívið fjölmennari er virðist.
Ég reikna m.ö.o. með því að það sé Íhalds-flokkurinn sem nánast megi segja, að Farage með óbeinum hætti hreinlega eigi - a.m.k. um einhverja hríð.
Brexit verði líklega á næstunni að - meitilsteini sem meitli til Íhaldsflokkinn, og ákvarði framtíð hans.
Það virðist sennilegt, að andstæðingar Brexit - muni sameinast um kröfuna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu; á sama tíma og Íhaldsflokkurinn - líklega muni reka Brexit hvað sem það kostar!
- Ef maður ímyndar sér, að Íhaldsflokkurinn leiði Bretland út úr ESB - líklega úr því sem komið er, með þannig séð - versta mögulega hætti.
--Þá verður skellur Bretlands efnahagslega séð, mjög - mjög - mjög djúpur.
En þ.e. algengur misskilningur að Bretland hafi - virka WTO aðild, en þ.e. einfaldlega ekki rétt. Vegna þess, að WTO aðild Bretlands var afgreidd í gegnum ESB.
--Þ.s. ESB samdi um aðild fyrir aðildarlöndin sem heild - yrði Bretland að semja við aðildarlöndin, til þess að WTO aðildin gæti virkað. Sem virðist afar ósennilegt að þau yrðu til í - í kjölfar Hard-Brexit.
**Bretland starir því á miklu harðari skell - en Brexit-erar halda, eiginlega er þetta ókortlögð framtíð, þ.s. útlit er fyrir að Bretland hefði ekki virkan viðskiptasamning við nokkurt land; nema einhverja tvíhliða samninga við fáein lönd sbr. t.d. Ísl.
**Þ.e. eignlega mjög erfitt að átta sig á því, hvað gerðist í slíkri framtíð fyrir Bretland - skellur almennings yrði líklega einnig mjög djúpur, og verra langvarandi.
--Það virðist því að bresk stjórnmál gætu fests í mjög súru fari.
Mér virðist eiginlega eina mögulega vörn Brexitera í slíku fari, að leitast við að sannfæra almenning, að allt það slæma sem hefur gerst -- sé ESB að kenna!
Eins og að ESB hefði þvingað Bretland til að taka þá ákvörðun að fara.
--Afstaða Bretlands til meginlands Evrópu gæti þá í kjölfarið orðið mjög köld, ef þess lags afstaða næði til meginþorra almennings.
Hinn bóginn, virðist alveg hugsanlegt, að Verkamannaflokkurinn - gæti notfært sér skellinn, sannfært þjóðina - að sökin sé Íhaldsflokksins.
--Og í stað þess, að harðir Brexiterar leiddu þjóðina sem leiðtogar Íhaldsflokksins, taki Jeremy Corbyn við stjórn Bretlands - og leiði yfir Bretland; mun harðari vinstri stefnu en Bretland hefur nokkru sinni séð, a.m.k. ekki síðan áður en Margaret Thatcher komst til valda. - Síðan er auðvitað hinn kosturinn, að - það yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla, og ímyndum okkur að naumur meirihluti mundi snúast yfir -- og greiða atkvæði með áframhaldandi aðild.
--Erfitt væri að sjá hvernig Íhaldsflokkurinn með Harða-Brexitera sem leiðtoga, gæti fúnkerað í slíkri útkomu.
Mér virðist ljóst að fylkingarnar muni hrópa -- Brexit-strax.
Eða, kjósum aftur!
Átökin muni næstu mánuðina harðna með slíkum hætti, að átökin til þessa - virðist gárur einar.
Mig grunar, að seinni útkoman - ef yrði, gæti leitt til endurstokkunar breska flokkakerfisins -- en Frjálslyndir virðast nú leiða umræðuna gegn Brexit, og farnir að vera fókus punktur fylgis þeirra sem vilja áfram starfa innan ESB.
--Það virðist a.m.k. hugsanlegt, að Frjálslyndir mundu geta - kúplað sig inn aftur sem annan megin-flokk Bretlands, eins og þeir voru síðast fyrir nærri 100 árum síðan.
Hver veit, kannski yrði -remain victory- að fyrstu meirihluta-ríkisstjórn Frjálslyndra í rúm 100 ár.
--En eignlega virðist mér, þó þessi útkoma samt nokkru síður líkleg, en það má þó ekki afskrifa andstæðinga Brexit.
En erfitt ætti Íhaldsflokkurinn, ef Brexit-erar yrðu sigraðir svo herfilega, sem leiðtogar hans -- eftir að hafa nær alfarið tekið flokkinn yfir.
--Við gætu tekið mörg mögur ár í pólit. útlegð.
Niðurstaða
Það eina sem ég er viss um - er að kosningarnar fókusa eða meitla Brexit umræðuna frekar. Andstæðurnar hafi skírst frekar. Brexit flokkur Farage virðist sennilegast einna helst hafa þau áhrif, að leiða fram líklega algera forystu Brexitera á næstunni innan Íhaldsflokksins.
--Svo hræddir verði þeir við Farage að líkindum, að hann smali þá inn í mjög harða afstöðu til Brexit að líkindum - eiginlega Brexit hvað sem það kostar.
Á sama tíma, og hætta af Brexit verður væntanlega skynjuð að sama skapi með öflugari hætti af andstæðingum Brexit - sem líklega vegna algers skorts Verkamannaflokksins í því að taka á sig nokkurt leiðtogahlutverk í umræðunni - yfirleitt; virðist útlit fyrir að Brexit verði að langþráðu tækifæri fyrir gamla Frjálslynda-flokkurinn til að láta ljós sitt skína.
Fjárlyndir verði þá - anti-Brexit flokkurinn -- meðan Brexit flokkur Farage smali á hina hlið. Ef Brexit verði ofan-á, þá fá Brexit-erar sitt fram, þó ég eigi alls alls ekki von á að þar fari sú glæsta drauma-framtíð sem menn ímynda sér - eiginlega langt þar frá. Ef -remainers- hafa betur, gæti það leitt til þess að stór hreyfing kjósenda yrði yfir til Frjálslyndaflokksins, þannig að sá mundi hugsanlega aftu rísa sem annar megin flokkur Bretlands.
--Í þeirri framtíð, er ég ekki viss hvað mundi verða um Íhaldsflokkinn, nema mig grunar að flokkurinn yrði lengi í sárum í kjölfarið -- gæti tekið langan tíma að finna sig að nýju.
--Mig virðist möguleiki, að -- Hard-Brexit útkoma, ef verður, yrði það bitur - að í stað þess að stjórna henni áfram, gæti Corbyn notfært sér umhverfi biturleika sem mér virðist sennilegt að við tæki, til þess að - stela sigrinum af Brexit-erum.
Mig grunar að eini möguleiki Brexitera í kjölfarið, til að halda völdum - væri að keyra á harðan þjóðernis-pópúlisma, og kenna Evrópu um.
--Hinn bóginn, gæti Corbyn haft betur, náð að sannfæra kjósendur þess í stað - að bitur útkoman væri íhaldsflokknum að kenna - þannig að Hard-Brexit gæti í staðinn fyrir að verða meint glæst framtíð Brexitera, orðið til þess að róttæk vinstri-stefna í anda Corbyns tæki yfir og leiddi Bretland aftur inn í harðan sósíalima í ætt við það sem var í Bretlandi áður en Magga Thatcher komst til valda.
Sem sagt, tekist er á um hvernig Bretland í framtíðinni.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 28.5.2019 kl. 23:14 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 565
- Frá upphafi: 860907
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 508
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning