Útlit að áhrif Evrópuþings-kosninga verði mikil á Brexit umræðu í Bretlandi

Það má eiginlega segja að meginþema birtist í niðurstöðum fyrir Bretland, nefnilega að tveir stærstu flokkarnir á Evrópuþinginu fyrir Bretland - verða:

  1. Brexit flokkur Farage -- 31,5%
  2. Frjálslyndir-Demókratar -- 20,3%
  3. Verkamannaflokkur Bretlands -- 14,1%.
  4. Græningjar -- 12,1%
  5. Íhaldsflokkurinn -- 9,1%
  6. SNP -- 3,6%
  7. Breytum Bretlandi -- 3,4%
  8. UKIP -- 3,3%

Samanlagt fylgi -- Brexit flokka: 35%
Samanlagt fylgi andstæðinga Brexit: 41%

--Flokkur Farage + UKIP: 5,8 millj. atkvæði. sbr. að 17,4 millj. greiddu atkvæði með Brexit í þjóðaratkv.greiðslunni 2016. Þetta sýni, hvað tiltölulega fáir í reynd greiddu atkvæði.

  • Það virðist líklegt að kosningarnar, íkji nokkuð fylgi flokka með eindregna afstöðu, þ.s. þeirra kjósendur hafi verið líklegri að mæta til að kjósa.

Meginþemað í kosningunni sem ég vísa til --> Efling flokka er taka ítrustu afstöðu, með/móti.
--Andstæðurnar verða m.ö.o. skýrari.

Því má ekki gleyma - þrátt fyrir sigur herra Farage!
Þá hafa -remainers- heilt yfir meira fylgi!

 Nigel Farage slammed Mrs May today just after she quit

Það þíðir ekki sigur Farage hafi ekki áhrif - sá sigur verður án vafa sterk svipa á Íhaldsflokkinn breska!

Boris Jonson virðist nú nær algerlega öruggur, næsti leiðtogi flokksins.
Og stefnan verður líklega -- Brexit hvað sem það kostar!
--Líkur á Hard-Brexit hafa sennilega vaxið stórum.

Á sama tíma, líklega verður andstaðan einnig einbeittari!
--Hún er þrátt fyrir allt, ívið fjölmennari er virðist.

Ég reikna m.ö.o. með því að það sé Íhalds-flokkurinn sem nánast megi segja, að Farage með óbeinum hætti hreinlega eigi - a.m.k. um einhverja hríð.

Brexit verði líklega á næstunni að - meitilsteini sem meitli til Íhaldsflokkinn, og ákvarði framtíð hans.

Það virðist sennilegt, að andstæðingar Brexit - muni sameinast um kröfuna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu; á sama tíma og Íhaldsflokkurinn - líklega muni reka Brexit hvað sem það kostar!

  1. Ef maður ímyndar sér, að Íhaldsflokkurinn leiði Bretland út úr ESB - líklega úr því sem komið er, með þannig séð - versta mögulega hætti.
    --Þá verður skellur Bretlands efnahagslega séð, mjög - mjög - mjög djúpur.
    En þ.e. algengur misskilningur að Bretland hafi - virka WTO aðild, en þ.e. einfaldlega ekki rétt. Vegna þess, að WTO aðild Bretlands var afgreidd í gegnum ESB.
    --Þ.s. ESB samdi um aðild fyrir aðildarlöndin sem heild - yrði Bretland að semja við aðildarlöndin, til þess að WTO aðildin gæti virkað. Sem virðist afar ósennilegt að þau yrðu til í - í kjölfar Hard-Brexit. 
    **Bretland starir því á miklu harðari skell - en Brexit-erar halda, eiginlega er þetta ókortlögð framtíð, þ.s. útlit er fyrir að Bretland hefði ekki virkan viðskiptasamning við nokkurt land; nema einhverja tvíhliða samninga við fáein lönd sbr. t.d. Ísl.
    **Þ.e. eignlega mjög erfitt að átta sig á því, hvað gerðist í slíkri framtíð fyrir Bretland - skellur almennings yrði líklega einnig mjög djúpur, og verra langvarandi.
    --Það virðist því að bresk stjórnmál gætu fests í mjög súru fari.
    Mér virðist eiginlega eina mögulega vörn Brexitera í slíku fari, að leitast við að sannfæra almenning, að allt það slæma sem hefur gerst -- sé ESB að kenna!
    Eins og að ESB hefði þvingað Bretland til að taka þá ákvörðun að fara.
    --Afstaða Bretlands til meginlands Evrópu gæti þá í kjölfarið orðið mjög köld, ef þess lags afstaða næði til meginþorra almennings.

    Hinn bóginn, virðist alveg hugsanlegt, að Verkamannaflokkurinn - gæti notfært sér skellinn, sannfært þjóðina - að sökin sé Íhaldsflokksins.
    --Og í stað þess, að harðir Brexiterar leiddu þjóðina sem leiðtogar Íhaldsflokksins, taki Jeremy Corbyn við stjórn Bretlands - og leiði yfir Bretland; mun harðari vinstri stefnu en Bretland hefur nokkru sinni séð, a.m.k. ekki síðan áður en Margaret Thatcher komst til valda.

  2. Síðan er auðvitað hinn kosturinn, að - það yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla, og ímyndum okkur að naumur meirihluti mundi snúast yfir -- og greiða atkvæði með áframhaldandi aðild.
    --Erfitt væri að sjá hvernig Íhaldsflokkurinn með Harða-Brexitera sem leiðtoga, gæti fúnkerað í slíkri útkomu.

    Mér virðist ljóst að fylkingarnar muni hrópa -- Brexit-strax.
    Eða, kjósum aftur!
    Átökin muni næstu mánuðina harðna með slíkum hætti, að átökin til þessa - virðist gárur einar.

    Mig grunar, að seinni útkoman - ef yrði, gæti leitt til endurstokkunar breska flokkakerfisins -- en Frjálslyndir virðast nú leiða umræðuna gegn Brexit, og farnir að vera fókus punktur fylgis þeirra sem vilja áfram starfa innan ESB.
    --Það virðist a.m.k. hugsanlegt, að Frjálslyndir mundu geta - kúplað sig inn aftur sem annan megin-flokk Bretlands, eins og þeir voru síðast fyrir nærri 100 árum síðan.

    Hver veit, kannski yrði -remain victory- að fyrstu meirihluta-ríkisstjórn Frjálslyndra í rúm 100 ár.
    --En eignlega virðist mér, þó þessi útkoma samt nokkru síður líkleg, en það má þó ekki afskrifa andstæðinga Brexit.

    En erfitt ætti Íhaldsflokkurinn, ef Brexit-erar yrðu sigraðir svo herfilega, sem leiðtogar hans -- eftir að hafa nær alfarið tekið flokkinn yfir.
    --Við gætu tekið mörg mögur ár í pólit. útlegð.

 

Niðurstaða

Það eina sem ég er viss um - er að kosningarnar fókusa eða meitla Brexit umræðuna frekar. Andstæðurnar hafi skírst frekar. Brexit flokkur Farage virðist sennilegast einna helst hafa þau áhrif, að leiða fram líklega algera forystu Brexitera á næstunni innan Íhaldsflokksins.
--Svo hræddir verði þeir við Farage að líkindum, að hann smali þá inn í mjög harða afstöðu til Brexit að líkindum - eiginlega Brexit hvað sem það kostar.

Á sama tíma, og hætta af Brexit verður væntanlega skynjuð að sama skapi með öflugari hætti af andstæðingum Brexit - sem líklega vegna algers skorts Verkamannaflokksins í því að taka á sig nokkurt leiðtogahlutverk í umræðunni - yfirleitt; virðist útlit fyrir að Brexit verði að langþráðu tækifæri fyrir gamla Frjálslynda-flokkurinn til að láta ljós sitt skína.

Fjárlyndir verði þá - anti-Brexit flokkurinn -- meðan Brexit flokkur Farage smali á hina hlið. Ef Brexit verði ofan-á, þá fá Brexit-erar sitt fram, þó ég eigi alls alls ekki von á að þar fari sú glæsta drauma-framtíð sem menn ímynda sér - eiginlega langt þar frá. Ef -remainers- hafa betur, gæti það leitt til þess að stór hreyfing kjósenda yrði yfir til Frjálslyndaflokksins, þannig að sá mundi hugsanlega aftu rísa sem annar megin flokkur Bretlands.

--Í þeirri framtíð, er ég ekki viss hvað mundi verða um Íhaldsflokkinn, nema mig grunar að flokkurinn yrði lengi í sárum í kjölfarið -- gæti tekið langan tíma að finna sig að nýju.

--Mig virðist möguleiki, að -- Hard-Brexit útkoma, ef verður, yrði það bitur - að í stað þess að stjórna henni áfram, gæti Corbyn notfært sér umhverfi biturleika sem mér virðist sennilegt að við tæki, til þess að - stela sigrinum af Brexit-erum.

Mig grunar að eini möguleiki Brexitera í kjölfarið, til að halda völdum - væri að keyra á harðan þjóðernis-pópúlisma, og kenna Evrópu um.
--Hinn bóginn, gæti Corbyn haft betur, náð að sannfæra kjósendur þess í stað - að bitur útkoman væri íhaldsflokknum að kenna - þannig að Hard-Brexit gæti í staðinn fyrir að verða meint glæst framtíð Brexitera, orðið til þess að róttæk vinstri-stefna í anda Corbyns tæki yfir og leiddi Bretland aftur inn í harðan sósíalima í ætt við það sem var í Bretlandi áður en Magga Thatcher komst til valda.

Sem sagt, tekist er á um hvernig Bretland í framtíðinni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 824
  • Frá upphafi: 858751

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 746
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband