Full ástæða að óttast vaxandi spennu milli Bandaríkjanna og Írans

Þeir félagar Pompeo og Bolton - eru þekktir Íran haukar, Bolton hefur líst áður yfir þörf fyrir stjórnarskipti í Íran, og Pompeo hefur sjálfur í yfirlýsingum talað um meinta þörf fyrir að mæta Íran með hörku, og takmarka umsvif þess.

Eins og allir vita, fyrirskipaði Bolton - flotadeild með risaflugmóðurskipi að sigla til Persaflóa, en í kjölfar þeirrar yfirlýsingar hafa fylgt fleiri atburðir:

  • Sameinuðu Arabísku Furstadæmin, sögðu að olíuskip í þeirra eigu hefðu orðið fyrir skemmdarverkum undan strönd,Fujairah - við Óman flóa. Ekki hefði farið olía til spillis.
  • Síðan daginn eftir, sagði Saudi-Arabía frá því, að dróna árás hefði verið gerð á olíuleiðslu í eigu ríkisolíufélags SA - við strönd Rauðahafs.
  • Á miðvikudag, fyrirskipuðu Bandaríkin flestu starfsfólki sendiráðs Bandar. í Írak, að koma sér heim - af öryggis-ástæðum, vegna meintrar hættu frá aðilum tengdum Íran.
  • Á miðvikudag, fyrirskipuðu Bandaríkin flestu starfsfólki sendiráðs Bandar. í Írak, að koma sér heim - af öryggis-ástæðum, vegna meintrar hættu frá aðilum tengdum Íran.

US evacuates diplomatic staff from Iraq

UAE says it will show restraint after tanker attacks, Iran's behavior a concern

German, Dutch military suspend training operations in Iraq amid U.S.-Iran tensions

Berlin: We're not reducing number of embassy staffers in Iraq for now

Eins og þarna kemur fram - segjast yfirvöld í UAE ekki vilja lísa því yfir að skemmdarverk á olíuskipum, tengist Íran eða stuðningsaðilum Írans. Málið sé í rannsókn.
Ég hef eiginlega ekkert frétt neitt meira en yfirlýsingu SA - um meintan verknað gegn olíumannvirki í eigu ríkis-olíufélags SA.

Það er mjög áhugavert, að Bandar. fyrirskipa sendiráðsfólki að fara frá Írak.
--Þýskaland sagðist ekki hafa nokkrar upplýsingar um nýja hættu, þó ákveðið hefði verið að stöðva tímabundið - herþjálfun í Írak. Skv. hollenskum fjölmiðli, hafði hollenskt starfslið í Írak fengið skipun að halda sig innan dyra frá því á sl. sunnudag.

  1. Allar yfirlýsingar um hættu - hafa verið óskaplega óljósar.
  2. Það eina sem við vitum er einfaldlega að - Íran tengjast fjöldi mis-skipulagðra vopnaða hópa, sem eru mikið til sjálfstæðir.

Fjöldi slíkra hópa er starfandi í Írak - þeir áttu mikið hlutverk í sigri á ISIS.
Í fullkominni kaldhæðni, störfuðu þeir hópar og bandar. hermenn saman um að sigrast á ISIS.

--Það hefur samt alltaf andað fremur köldu milli þeirra og Bandaríkjanna.
--Einungis sameiginlegur óvinur gert samstarf tímabundið mögulegt.

Þeim hópum er án vafa óskemmt - yfir hótunum Bandaríkjastjórnar gagnvart Íran.
Og hvernig Bandaríkin herða stöðugt þumalskrúfurnar um Íran!

  • Þetta er eiginlega eina sem er trúverðugt!

Þessir hópar geta verið hættulegir, það er ekki útilokað einhverjir þeirra séu að pæla í árásum á hagsmuni Bandar. á svæðinu!
--En hvort raunverulega nokkuð sé hæft í yfirlýsingum Pompeo og Bolton er önnur saga.

Það sé pent ómögulegt að vita! Hafandi í huga augljóst hatur þeirra beggja á Íran.
Virðist manni a.m.k. hugsanlegt, þeir séu að spila leikrit.
--Höfum í huga, að Bolton var staðinn að því í tíð Bush að - óréttmætri notkun gagna. Var Bush honum reiður, og vék honum úr starfi innan ríkisstjórnarinnar sem hann þá gegndi.
--Þessi vitneskja, eykur ekki beint upplifun fólks um trúverðugleika þess sem er í gangi.

 

Niðurstaða

Enn sem fyrr, vil ég eiginlega ekki trúa því stríð sé í væntum. Af því að það yrði miklu mun stærra stríð en fyrri stríð þau sem Bandaríkin hafa háð innan Mið-Austurlanda. Skalinn er eitthvað í nánd við það er Bandar. börðust samtímis í Víetnam - Laos og Kambódíu. Og ég á mjög erfitt með að trúa að útkoman yrði önnur en forðum daga þ.e. Bandar. heim fyrir rest - án þess að ná fram því sem til stóð.
--Eiginlega sé ég ekki nokkra jákvæða hlið fyrir Bandar. að hefja slíkt stríð, einungis slæmar afleiðingar líklegar fyrir þau.

Eiginlega vegna þess hversu yfirmáta heimskulegt slíkt stríð yrði einmitt fyrir Bandar.
Er ég enn efins -- þó sannarlega líti atburðarásin út svo að leitast sé til við að egna Íran! Með hugsanlega þeirri von að Íran veiti tilefni til árása, jafnvel stríðs.

Vart þarf að taka fram að svo víðtækt árásarstríð mundi eyðileggja gersamlega orðstír Bandaríkjanna heiminn vítt - mannfall yrði óskaplegt þar sem barist yrði!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 824
  • Frá upphafi: 858751

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 746
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband