Áform ríkisstjórnar Bandaríkjanna um stórfellt aukna vinnslu á olíu og gasi í óvissu - eftir óhagstæðan dómsúrskurð

Eftir að alríkisdómari setti lögbann á yfirlýst áform um olíuboranir á svæðum sem mörg hver voru friðuð gagnvart slíkum framkvæmdum í tíð Obama - virðist sem að ríkisstjórn Bandaríkjanna sé ótímabundið búin að slá þau áform af, þó þeim sé ekki formlega aflýst.
--Virðist a.m.k. fullkomlega óljóst hvort nokkuð verði af þeim!

Trump administration sidelines U.S. offshore drilling plan after court ruling

Trump administration hits pause on offshore oil plans after court ruling

Trump is shelving plans to open virtually all federal waters to offshore drilling

Trump offshore drilling order unlawful, judge rules

Federal judge blocks President Trump's Arctic drilling plans

Trump's Arctic Oil Drilling Edict Blocked by Federal Judge

Eins og sést, virðast hugmyndir ríkisstjórnar Trumps óhemju víðfeðmar!

Image result for trump shelves oil drilling

David Bernhardt -- Þetta kom fram í viðtali við ráðherra innanríkismála, að í kjölfar ákvörðunar alríkisdómara, Sharon Gleason, í Alaska sl. föstudag - að Trump hefði farið út fyrir valdmörk forseta-embættisins, er hann reyndi með - forseta-tilskipun, að fyrirskipa boranir á víðfeðmum svæðum sérstaklega við strendur Alaska, einnig við Atlantshaf - sem höfðu verið tekin formlega af lista yfir svæði, sem koma til greina sem olíuborunarsvæði.

Virðist það úrskurður dómara - að bandaríska þingið, þurfi að afgreiða málið.
En að framkvæmdavaldið eitt og óstutt - hafi ekki nægt valt til að taka slíka ákvörðun.

Hinn bóginn, virðist ríkisstjórn Trumps hafa áfrýjað málinu upp á næsta dómstig, óþekkt hve langan tíma það ferli getur tekið.
--A.m.k. erum við að tala um - ca. hálft ár, en það gæti tekið mun lengri tíma.

Ekki síst er í gangi í Bandaríkjunum - deila um framtíðarsýn landsins!

  1. Framtíðarsýn sem Trump hefur haldið á lofti, er hámörkun á vinnslu - eiginlega virðist mér stundum, að Rússland sé viss fyrirmynd í hans augum, a.m.k. að þessu leiti - ég fæ hér reglulega innlit frá fólki sem styður þær hugmyndir, þ.e. að auka sem mest vinnslu á olíu og gasi -- er virðast sjá framtíð Bandaríkjanna, sem olíu- og gasútflutningsland.
    --Sannast sagna, verð ég að segja, mér finnst þeirri framtíðarsýn -- skjóta nokkuð skökku.
  2. Hinn bóginn, er það fólk, sem lítur á Bandaríkin frekar sem - framleiðslu-land á iðnvarningi og hátækni-vörum - auðvitað, hugbúnaði. Framleiðslugeirinn og hátæknigeirinn.
    --Þau fyrirtæki eru ekki endilega sammála ofangreindri stefnumörkun, fer þó eftir akkúrat - hvaða framleiðslu-atvinnugrein.
  • Ástæður þess, mér virðist þetta -- skökk stefna, a.m.k. hugsanlega.

Er að olía- og gas, eru hráefni!
--Er það virkilega það sem Bandaríkin eiga að stefna að, að vera fyrst og fremst - hráefna-útflytjendur?

Síðan hitt, hnattræn hlýnun af mannavöldum -- en mannkyn, verður að stefna að - minnkun á vinnslu á olíu og gasi, ekki aukningu.


Þarna takast einnig á, sjónarmið kynslóða.
--Eldri kynslóðin, líklegri að styðja sjónarmið um meiri boranir eftir olíu og gasi.
--Meðan yngra fólkið þvert virðist á flokkslínur -en kannanir á skoðunum ungra Repúblikana hafa vakið athygli upp á síðkastið- virðist vaxandi mæli, líta á olíu og gas sem iðnað fortíðar!

  • Mig grunar einmitt, að kynslóða-bilið sé stórt í þessari deilu.

Fyrir utan þetta, virðast áform um stóraukna vinnslu í sjó við strendur, mæta andstöðu heimamanna víða við strendur -- sem óttast olíuslys og aðra mengun fylgjandi iðnaðinum.
--Á sama tíma, virðist þeim litlar líkur á að ágóðinn renni til þeirra.

Nú er 2019 - við skulum ekki gera ráð fyrir að Trump, augljóslega nái endurkjöri, þannig að það er algerlega hugsanlegt að áformin um stóraukna strandvinnslu séu runnin í strand.
--Ef ég geri ráð fyrir, að töfin sé ekki ca. hálft ár, heldur meir en ár vegna lagaflækja.

  • En ef næsti forseti verður demókrati, vart þarf að efast - áformin verða slegin af.

 

Niðurstaða

Vissulega framleiða Bandaríkin akkúrat núna meiri olíu en nokkur önnur þjóð - þó það þíði einungis það að Bandaríkin framleiða næstum því ca. álíka mikið og þau sjálf nota. Hinn bóginn, er samt innflutningur og útflutningur - vegna þess að ódýrar virðist vera að flytja inn frekar á hinni strönd Bandaríkjanna, og út frá hinni. En nettó þ.e. innflutningur vs. útflutningur, ef maður ímyndar sér að það jafnist út - þá framleiða Bandar. rétt tæplega eigin noktun.

Draumurinn sem Trump vísar til er draumurinn um Bandaríkin sem sjálf sér nóg um olíu og gas, en að auki sem - stórfellt gas og olíuútflutningsland.

Mig grunar persónulega að í reynd sé þessi iðnaður á útleið. En miðað við það að nýlegar kannanir sýna unga Repbúlikana með svipaðar skoðanir á hnattrænni hlýnun og unga Demókrata, þ.e. viðurkennt af báðum hópum, og auki viðurkennt af báðum hópum að það þurfi að skera niður losun.

Þá sé ég ekki að þessi draumsýn sé líkleg til framtíðar. Hún slökkni líklega með Trump.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar flott grein og áhugaverð. Það hefir alltaf verið erfitt þegar kemur að olíu í Alaska. Enviro samtök People of the earth ofl stoppuðu allt í kring um 1970 út af enviroment og það samdist ekki fyrr en 73/4 en þá fór allt í gang og varð 10X dýrara vegna krafna sem varð að svara fyrir. Ég held að þeir séu byrjaðir að bora rannsóknarholur austan við Prudo bay svo er allt Federal reserves  fyrir utan ströndina í Baufort hafinu en þar hafa þeir hrúað upp eyjum og borað þar. Það verður spennandi að sjá hvað skeður.    

Valdimar Samúelsson, 26.4.2019 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband