Bandaríkjastjórn virðist leitast við að herða refsiaðgerðir á Venezúela - þó án þess að breyta lögum frá febrúar sl.

Ef ég skil málið rétt, þá er ríkisstjórn Bandaríkjanna, að gera tilraun til þess - að víkka út túlkun refsiaðgerða sem sett voru í lög í febrúar 2019, er kváðu um stórfellt hertar refsiaðgerðir á ríkisstjórn Venezúela.
--En ennþá gildir sami textinn og sá sem gerður var að bandarískum lögum í febrúar!

Haft eftir aðila sem Reuters hafði samband við:
U.S. orders foreign firms to further cut down on oil trades with Venezuela

This is how the United States operates these days. They have written rules and then they call you to explain that there are also unwritten rules that they want you to follow,

Málið er, að aðgerðirnar er tóku gildi í febr. sl. - er banna bandarískum fyrirtækjum olíuviðskipti við ríkisstjórn Venezúela - og halda eftir peningum af sölu olíu sem flutt hefur verið til Bandaríkjanna, til að ánafna það fé -- sjálfskipuðum forseta landsins, Juan Guaido, forseta kjörins þings landsins og einbeittur stjórnarandstæðingur.

  • Þá hefur ríkisstjórn Nicolas Maduros ekki hrunið enn.
  1. Greinilega er ríkisstjórn Bandaríkjanna undir Donald Trump - farin að fyllast óþolinmæði.
  2. Þó svo að bannlögin frá febrúar sl. - banni ekki erlendum fyrirtækjum að eiga viðskipti við Venezúela, sem einnig versla við Bandaríkin.
  • Þá virðist sem að ríkisstjórn Bandaríkjanna, sé að gera tilraun til þess - að þvinga slíkt bann fram, með hótunum gagnvart þeim fyrirtækjum - sem þó sé erfiðlega unnt að sjá að ríkisstjórn Bandar. sé líklega fær um að hrinda raunverulega í verk, meðan gildandi texti sem skilgreinir lögbann, inniheldur ekki a.m.k. enn - slíka víkkun á banni.

En ef fyrirtækin væru raunverulega beitt refsingum af hálfu bandar. stjv. - vegna hegðunar sem ekki sé enn a.m.k. til bann við lögum skv. í Bandaríkjunum.
Þá ættu þau fremur auðveldlega að geta, fengið fram lögbann fyrir bandarískum rétti á slíkar aðgerðir.
Þess vegna velti ég fyrir mér, hvað Bandaríkjastjórn er að hugsa.

Venezuela’s overall exports of crude and fuel dropped to 920,000 barrels a day in the first month of sanctions from more than 1.5 million bpd in the prior three months, according to Refinitiv Eikon and state firm PDVSA data.

Skv. því eru aðgerðir bandaríkjastjórnar gegn olíutekjum ríkisstjórnar Venezúela - greinilega að skila miklum áhrifum.
--Þessar tölu sýna duglegan samdrátt, eftir að bann aðgerðir taka gildi.

Rétt að benda á, að olíuframleiðsla Venezúela hefur verið í hnignun árum saman, var ca. 3,3 milljón föt per dag er Chavez komst til valda -- var eins og kemur fram, minnkuð í 1,5 milljón fata per dag á sl. ári.
--Um það er ekki hægt að kenna erlendum refsiaðgerðum.

  • Þar sem aðgerðir er bitna á olíu-iðnaði landsins, taka ekki gildi fyrr en í febrúar 2019.

 

Niðurstaða

Ríkisstjórn Maduro ekki hrunin enn, hinn bóginn er klárt að aðgerðir ríkisstjórnar Trumps gegn olíuiðnaði landsins er hófust í febrúar sl. - en refsiaðgerðir fyrir þann tíma, voru af tagi er höfðu óveruleg áhrif, beint að einstaklingum í náum tengslum við ríkisstjórn landsins - hafa haft þung áhrif á fjárhag Maduro stjórnarinnar.

Það geti vart verið að stjórnin í Caracas hafi færst skrefum nær hruni.
Þó svo að Rússlandsstjórn hafi sent nýlega tvær rússneskar farþegavélar hlaðnar sérsveitarmönnum: Russia says it sent 'specialists' to Venezuela, rebuffs Trump
Tveir flugvélafarmar af hermönnum, er of lítið til að skipta verulegu máli.
Kannski, sendir til að gæta aðstöðu rússn. olíufyrirtækja í Venezúela.

Það verður forvitnilegt að fylgjast með því hve lengi Maduro stjórnin tórir.

  • Trump stjórnin er augljóslega að leitast eftir því að stöðva það litla í landinu sem eftir er af efnahagslífi þess.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta er spennandi atburðarás sem er hafin þarna.

Hér verðum við að hafa í huga að ALLAR aðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Venesúela eru gróf brot á alþjóðalögum.

Bandaríkjamenn hafa reyndar virt alþjóðalög algerlega að vettugi frá falli Sovétríkjanna,en þesar aðfarir böðulsins virðast vekja meiri athygli en oft áður.

Þjóðarleiðtogar heimsins horfa með hryllingi á aðfarirnar vitandi að þeirra þjóð getur hvenær sem er orðið fyrir barðinu á ofbeldishyskinu.

Líklega er þetta risa stór steinn í minnisvarða Bandaríska heimsveldisins.

Hvert einasta ríki sem hefur einhvern snefil af sjálfsbjargarviðleitni mun í framhaldi af þessu reyna að gera sig ónæmt fyrir svona árásum. Bæði ríki sem í orði kveðnu þykjast fylgja Bandaríkjamönnum að málum af ótta við refsiaðgerðir, og ríki sem eru andvíg þeim.

Þegar stundin kemur verður ekki komist hjá fórnum líkt og gerðist þegar þurfti að kveða niður Nasismann ,en sífellt fleirum er að verða ljóst að hjá því verður ekki komist lengur.

.

Líkt og í síðari heimsryrjöldinni er það Rússland sem leiðir atlöguna að óværunni.Þeir hófu vegferðina einir,en eiga nú í dag marga áhrifamikla bandamenn.

Hægt og rólega verða fæturnir nagaðir undan ofurskuldsettu og gerspillu heimsveldinu.

Borgþór Jónsson, 29.3.2019 kl. 21:17

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson"Þjóðarleiðtogar heimsins horfa með hryllingi" -- Þú meinar, þau 50 ríki er styðja aðgerðirnar?
Ég man einungis eftir örfáum löndum, er hafa lýst yfir andstöðu.

"Þegar stundin kemur verður ekki komist hjá fórnum líkt og gerðist þegar þurfti að kveða niður Nasismann ,en sífellt fleirum er að verða ljóst að hjá því verður ekki komist lengur." Öfugt við það sem þú ímyndar þér - er samúð heimsins með stjórninni í Venezúela -- hverfandi.
--Þjóðir heims hafa orðið vitni að því, hvernig stjv. landsins hafa leitt yfir landið - hungursneyð - stjórnlausar farsóttir - stjórnlausa óðaverðbólgu.
--Landið er orðið að - - grílu fyrir heiminn allann.
Ef þarna væri ríkisstjórn er væri að reka landið af lágmarks skynsemi - mættu aðgerðir Bandar. hugsanlega einhverri umtalsverðri andstöðu, en ég sé ekki slíka myndast.
--Þ.s. stjv. í Caracas eru fullkomlega discredited af eigin vangetu við stjórnun landsins.

"Líkt og í síðari heimsryrjöldinni er það Rússland sem leiðir atlöguna að óværunni.Þeir hófu vegferðina einir,en eiga nú í dag marga áhrifamikla bandamenn."
Rússland á nær enga möguleika til þess að hafa betur í deilunni um Venezúela. Í S-Ameríku á Rússland engan öflugan bandamann, meðan Bandaríkin eiga nú tvo öfluga slíka - við sín hvor landamæri Venezúela.

"Hægt og rólega verða fæturnir nagaðir undan ofurskuldsettu og gerspillu heimsveldinu."

Ha, ha, ha, ha, ha, ha, ha.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.3.2019 kl. 02:13

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er ekki fyrirséð hvernig þessum málum liktar í Venesuela. Staðan er flókin.

Það sem er orðið nokkuð ljóst er að leppur Bandaríkjanna hefur tapað málinu og mun ekki komast til valda.

Við verðum að gera okkur grein fyrir að í Venesúela eru engir Nasistar eins og í Úkrainu og engir öfgasinnaðir Sunni muslimar eins og í Miðausturlöndum ,sem Bandaríkjamenn geta notað til að eiðileggja ríki innan frá. 

Þvert á móti virðast þeir fáu sem studdu Guardo hafa snúið baki við honum þegar hann fór að tala um erlenda innrás í landið til að ræna völdum.

Eftir stendur lítill hópur öfga hægrimanna sem er of fámennur til að gera neitt. Manndráp þeirra hingað til hafa ekki aukið vinsældir hans.

Litabyltingin hefur því mistekist með öllu.

.

Hernaðaríhlutun virðist mér ekki vera í kortunum enda hafa jafvel aumustu leppríki Miðameríku snúist gegn því ,hugsanlega að Kólumbíu undanskilinni.

Brasilía hefur snúist gegn henni ,af því að slík innrás mundi koma öllu í bál og brand í Brasilíu sjálfri.

Að auki er Venesuela ágætlega í stakk búið hernaðarllega og er alls ekki auðunnin. Innrás mundi þýða Bandarískt mannfall í einhverjm mæli og það er ekki vinsælt í Bandaríkjunum.

Bandaríkjamenn eru þegar búnir að kaupa vopn til að reyna að koma á borgarastyrjöld,en gallinn er að það virðast ekki vera neinir í landinu til að taka við vopnunum.

Þó að Maduro sé óvinsæll virðist ekki vera neinn jarðvegur til hefðbundinna manndrápa.

.

Þá er bara eitt eftir,en það er að svelta almenning þangað til að hann gerir uppreysn.

Þetta er langtímaverkefni af því að það er mjög líklegt að afstaða almennings muni snúast mjög harkalega gegn ríkinu sem er að svelta hann og jafnframt gegn þeim leppum í landinu sem styðja þessar aðgerðir. Það er ekki ómögulegt að þetta kunni að virka til lengri tíma litið, en augljóslega er kálið ekki sopið eins og sagt er.

Þetta verður Bandaríkjamönnum líka mjög dýrkeyft ,pólitisskt séð.

Sýrland og núna Venesúela sýna að vopn Bandarísku glæpaklíkunnar verða sífellt deigari,og það er gott.

.

Það er rétt að stjórnvöld í Venesúela hafa ekki mikinn stuðning frá öðrum ríkjum opinberlega enda fáir tilbúnir að stinga hausnumm í snöruna sem því fylgir. Það er alveg ljóst að ríki sem lýsa einhverskonar stuðnngi við Maduro verða ofsótt út í eitt. Samt hafa nokkur ríki gert það.

Það sem stendur upp úr er ekki hvort Maduro er góður eða slæmur stjórnandi. það sem stendur uppúr er hvotr ríki heims eru tilbúin að afnema þau alþjóðalög sem komið var á eftir síðari heimstyrjöld ,og fjölluðu um samskifti ríkja.

Það er alveg ljóst að allar aðgerðir Bandaríkjana í þessu máli stríða gegn þessum lögum.

Minni ríki ,eins og til dæmis Ísland, ættu ekki að styðja svona lögleysu og stuðla þannig að afnámi þessara reglna sem eru svo mikilvægar,einkum fyrir smáríki.

.

Undanfarna tvo áraturgi hafa Bandaríkjamenn eitrað lífið á jörðinni svo að undrum sætir,en ekki er öll von úti enn.

Þjóðverjar sýndu það sftir góðann sprett á síðustu öld,að það er hægt að snúa til baka og verða aftur eðlilegt friðsamt ríki.

En það þurfti reyndar utanaðkomandi aðstoð til þess.

Vonandi fer allt vel að lokum.

Borgþór Jónsson, 30.3.2019 kl. 10:11

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson -- 1. lagi, er ríkisstjórn Venezúela sjálf búin að eyðileggja landið - þetta hef ég allt útskýrt fyrir þér mörgum sinnum, þú þarft ekki að láta sem þú vitir þetta ekki - sbr. brjáluð óðabólga langt yfir milljón prósent - hungursneyð í landi með góðu ræktarlandi og frábæru loftslagi, hvernig þ.e. hægt er magnað, en landbúnaður þar er hættur að framleiða og til þess er engin ástæða nema óstjórn - þannig er þetta nú búið að vera í nokkur ár; stór hluti þess af hverju 3-milljónir hafa flúið landið - ofan í þetta, læknanlegir sjúkdómar geisa sem farsóttir, vegna þess að heilsugæsla þar hefur hrunið, einnig ástand er varað hefur í nokkur ár -- -- þú getur ekki kennt um þetta refsiaðgerðum, sem fram til febr. 2019 voru ekki harðari en þær sem Rússl. hefur verið beitt síðan 2015.

2. Þetta er auðvitað, hvers vegna ríkisstjórnin í Caracas nýtur nær engrar samúðar heiminn vítt - og hvers vegna, fá lönd munu koma til - til að mótmæla aðgerðum Bandar. stjórnar til að koma ríkisstj. í Caracas frá -- að sjálfsögðu hefur ríkisstj. þar afar lítinn stuðning íbúa landsins úr þessu; þú þarft ekki að reikna með því - að íbúar landsins, rísi gegn tilraun Bandar.stj. til að koma ríkisstj. í Caracas frá -- skipti litlu máli þó sá sem Bandar. ætla að nota sem forseta, sé ekki þekktur um allt land.

3. Síðan er Rússland - greinilega að hagnýta sér neyð landsins, með afar auðvyrðilegum hætti -- sbr. Rosneft ásamt nokkrum öðrum rússn. aðilum, hefur boðið Caracas peninga - aðstoð við olíunýtingu, eins og þ.e. kallað - gegn því að rússn. fyrirtækin - taki að sér nýtingu olíulynda landsins í vaxandi mæli -- þetta hefur heimurinn áður séð, að stórt land hagnýtir sér neyð annars lands, til að komast yfir auðlyndir þess -- var gjarnan kallað, nýlendustefna á árum áður. Rússland er m.ö.o. í engu samhengi, góði gæinn í þessu samhengi -- lönd heimsins vita vel af því, hvernig rússn. stjv. eru að hagnýta sér neyð landsins, í þeim tilgangi að - græða á þeirri neyð -- að sjálfsögðu skapar það ekki Rússl. stuðning eða virðingu, mörg lönd sem sjálf urðu fyrir barði á nýlendu-veldum, eru síst líkleg að verða áhugasöm um stuðning.

4. Í ljósi þess - hvað Rússland er akkúrat að gera þarna, í ljósi þess hve herfilega erfitt ástandið í landinu er orðið fyrir íbúa þess - í ljósi þess, að það ástand er eingöngu ríkisstjórn þess að kenna - í ljósi þess, að ástandið í landinu er þjóðum heims vel kunnugt, raðir rannsóknarskýrsla Sameinuðu-Þjóðanna, lísa þessu mæta vel --> Þá máttu treysta því algerlega, að það verður engin stóra alda í heiminum - er mun rísa, til þess að sporna við aðgerðum Bandar. til að koma Caracas stjórninni frá. Einfaldlega vegna þess, að mjög margir- eru orðnir þeirrar skoðunar, henni þurfi að koma frá. Það sé grunn forsenda þess, að mögulegt sé að koma landinu til aðstoðar -- ríkisstjórn sem enn neytar því, að alvarlegt ástand sé yfir höfuð til staðar, að það þurfi aðstoð.

5. Bandaríkin að sjálfsögðu skilja mæta vel hvað Rússland er að standa fyrir - saga nýlendustefnunnar hefur mörg dæmi um það, hvernig slíkar tilraunir ganga fyrir sig -- hafandi í huga, að rússn. olíufyrirtæki hafa sannaða hæfni í að reka olíulyndir - þá er lítil ástæða að efast, að ef Bandar. létu málið afskiptalaust; endaði dæmið með því, að rússn. olíufyrirtækin næðu olíulyndum landsins alfarið undir sig, og eins og þegar t.d. Bretar stjórnuðu olíunni við Persaflóa fyrir löngu síðan -- streymdi arðurinn til Rússlands. Það er einmitt, með hvaða hætti það gæti fyrirsjáanlega -- elft rússn. ríkið, að komast yfir þessar stórfelldu auðlyndir -- sem ég er viss að er að baki hörðum viðbrögðum Bandaríkjanna. Þau sjái m.ö.o. þá augljósu hætti fyrir sína hagsmuni, sem því fylgdi - að heimila Rússlandi óráreittu, að taka yfir arðinn af auðlyndum Venezúela - því það klárlega mundi lyfta efnahag Rússlands, efla Rússland hernaðarlega - gera Rússlandi betur kleyft, að standast Bandar. snúning. Einmitt þess vegna -- er enginn vafi í mínum huga, að Bandaríkin virkilega ætla sér að þvinga stjórnina í Caracas frá og nánar tiltekið -- Rússland út úr Venezúela. 6. Flest önnur lönd, sjá auðvitað það augljósa - að þetta er beint reipitog Rússlands og Bandar. - um Venezúela og auðlyndir þess. Eins og ég benti á, þá tel ég Rússland eiga mjög litla möguleika á sigir í þessu tilviki. Rússland eigi enga öfluga bandamenn í næsta nágrenni við Venezúela -- meðan Bandaríkin hafa Brasilíu og Kólumbíu, hvor tveggja stæðilegir bandamenn - bæði tvö með ríkisstjórnir, mjög líklegar að standa þétt að baki ríkisstj. Bandar. í aðgerðum.

6. Þú mátt alls ekki ímynda þér - að útkoman af Sýrlandi, blekkja þig til að halda Rússland hafi þarna raunhæfa möguleika - Sýrland var sérdæmi, vegna þess að - Bandar. höfðu í reynd lítinn áhuga á Sýrlandi, eftir allt saman eins og ég hef oft bent þér á, er eftir litlu að slægjast innan Sýrlands -- þeir sem vildu innan Bandar. fara með her á vettvang - voru fyrst og fremst, stuðningsmenn hagsmuna Ísraels - hinn bóginn, fyrir Bandar. sjálf - eru þarna nánast engvir hagsmunir. Þvert á móti hentar það örugglega Bandar. betur - að eftirláta Rússl. kostnaðinn af endur-uppbyggingu Sýrlands, sem ekki verður lítill - í ljósi auðlyndafæktar landsins - hafi Bandar. engar sterkar hvatir, til að komast yfir Sýrland sem eign. Rússland hefur þarna öflugan bandamann Íran - með eigin ástæður til að vilja berjast í Sýrlandi. Það var hvað gerði Rússlandi mögulegt, að stíga inn í borgarastríðið í Sýrlandi - án þess að kostnaðurinn væri slíkur að ógnaði fjárhag Rússlands.

7. Hinn bóginn, eru hagsmunir Bandar. af því að hindra Rússland í því, að gera Venezúela að sinni - nýlendur, miklir. Það sé hvers vegna, það sé algerlega öruggt - að Bandar. muni beita sér þar, af afli - til að hindra Rússland. Og þ.s. Bandar. séu miklu öflugara herveldi, eigi Rússland enga raunhæfa möguleika í spilinu. Það sé einungis spurning um tíma, hvenær Rússland mun þurfa að pakka saman, og sjá að baki ríkisstjórninni í Caracas. Alveg örugglega, verður þarna verulegt fjárhagslegt tap fyrir Rosneft og aðra rússn. aðila er hafa komið sér þarna fyrir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.3.2019 kl. 16:52

5 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það er ólíku saman að jafna Rússlandi eða Venesúela.

Venesúela fær 95% af útflutningstekjum sínum af olíu sem er 48% af þjóðarframleiðslu þeirra,meðan Rússland fær tæplega 50% af útflutningstekjum sínum frá olíu og hún er 17% af þjóðarframleiðslu. Venesúela er því augljóslega miklu viðkvæmara fyrir breitingum á olíuverði og þvingunum í því samhengi.

.

Munurinn liggur líka í stjórnvöldum ,en þau virðast vera frekar lök að sumu leiti í Venesúela,meðan Rússar hafa eitt besta stjórnunarteymi í heimi.

Þó er ekki gott að átta sig á þessu,þar sem Venesúela hefur legið undir árásum árum saman en Rússland er herveldi og mikilvægt ríki í heimshagkerfinu sem gerir að verkum að það eru takmörk fyrir hversu langt er hægt að ganga í ofsóknum gegn þeim. 

Vestræn ríki gera allt sem þau geta til að hamla vexti í Rússlandi og halda lífskjörum þar niðri,en samt er Rússland með meiri hagvöxt en meðaltal ESB ríkja og lífskjör þar eru að jafnast öfugt við það sem er að gerast á vesturlöndum. Og þetta gerist á sama tíma og þær litlu skuldir sem voru, eru borgaðar hratt niður.

Það yrði trúlega uppi fótur og fit ef almenningur á vesturlöndum kæmist að þessu ,en þess er að sjálfsögðu vel gætt að þetta spyrjist ekki út. 

Vel gert Putin.

.

Varðandi nýlendustefnu.

Þegar Venesúela var undir stjórn Bandaríkjanna voru 47% íbúanna undir fátækramörkum en eftir að þeir misstu tökin fór þessi tala niður í 19% að mig minnir.

Arðurinn fór allur úr landi fyrir utan nokkra dollara sem fór í að fóðra fámenna yfirstétt sem gegndi því hlutverki einu að tryggja yfirráð Bandaríkjanna í landinu.

Nú er þesi fátækt á leið upp aftur í boði Bandaríkjanna.

Það er því nokkuð augljóst að það er skárra fyrir hina lakast settu að vera undir stjórn Rosneft en undir stjórn Exxon.

.

Úrslitin í Venesúela muni ekki ráðast af hernaðarmætti ,heldur af klókindum. Einnig mun hafa áhrif hversu vel Bandaríkjastjórn tekst upp við að ógna öðrum þjóðum til að hætta viðskiftum við Venesúela. Fyrir 20 árum hefði þetta verið einfalt fyrir þá,en í dag eru vopnin orðin deigari. Það eru önnur ríki mætt til leiks.

Þar sem Bandaríkjunum er stjórnað af heimskum ruddum sem kunna ekkert fyrir sér annað en ofbeldi eru úrslitin alls ekki ráðin.

Það eru flestir farnir að sjá í gegnum fagurgalann þannig að þeir eiga lítið eftir annað en kylfuna. Vitleysingur með kylfu kann að virðast hættulegur,en það ere oftast hægt að víkja sér undan höggunum með lægni.

.

Þó að stjórn Maduro sé óvinsæl í dag er enginn vilji hjá almenningi að fara aftur í sama farið og var fyrir valdatöku Chavesar.

Það er ástæðan fyrir að mikill meirhluti íbúa Venesúela er algerlega andsnúinn öllum afskiftum Bandaríkjanna í landinu,hvort sem þeir styðja Maduro eða ekki.

Undantekningin frá þessu er elítan sem velti sér í auðæfum meðan helmingur almennra borgara var undir sultarmörkum.

Það er þessi elíta sem er núna að reyna að endurheimta stöðu sína með aðtoð Bandarískra stjórnvalda. 

Borgþór Jónsson, 30.3.2019 kl. 21:17

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, boggi minn -- yfir 90% íbúa Venezúela eru undir skilgreindum fátæktarmörkum SÞ.
--Þú greinilega drekkur í þig áróðurinn úr rússn. fjölmiðlum -- ha, ha, ha.
--Þú að sjálfsögðu gleymir því, að Rússl. má hafa pínu hagvöxt -- eftir að Rúbblan féll um helming í upphafi kreppunnar, 2015.
Til þess að komast aftur upp á slétt -- mundi Rússl. þurfa - nokkur ár af umtalsvert hærri hagvexti en meðaltal Evrópu. Ég stórfellt efa, að Rússland sé enn komið í jafnstöðu miðað við, áður en olíuverð lækkaði.

"Venesúela fær 95% af útflutningstekjum sínum af olíu sem er 48% af þjóðarframleiðslu þeirra"

Sú staða er óstjórn Caracas stjórnarinnar að kenna -- þ.s. hún hefur rekið niður í jörðina, allt annað sem var í gangi innan hagkerfisins -- nema olíu.
--Áður en Chavez komst til valda, var töluver innlend framleiðsla á margvíslegum hlutum, þó ekki til útflutnings.
--Innflutningur var mun lægra hlutfall landsframleiðslu.
T.d. var ekki stórfelldur matar-innflutningur, en eyðilegging innlendrar matvælaframleiðslu, hefur þvingað fram þá stöðu - það þarf að flytja inn mat, svo fólk svelti ekki heilu hungri..

Stjórnun Caracas stjórnarinnar á landinu - er ein allsherjar sorgarsaga.
Staða íbúa landsins - er miklu mun verri, en nokkru sinni þó öll árin eftir Seinna-stríð væru tekin til viðmiðunar.

"Þó að stjórn Maduro sé óvinsæl í dag er enginn vilji hjá almenningi að fara aftur í sama farið og var fyrir valdatöku Chavesar."

Þvert á móti, er það dramur íbúa -- að komast aftur til baka. En árin fyrir valdatöku Chavezar - voru lífskjör meir en 10 falt hærri að meðaltali, en þau eru í dag - jafnvel þó tekju-misskipting hafi verið meiri, hafi fátækir líklega samt haft það ívið skárr.

Engin áranna á undan - var hungursneyð í landinu - eða yfir milljón prósent verðbólga - eða stjórnlausir sjúkdóma-faraldrar.
--Malaría geysar meira að segja í landinu, en henni hafði verið útrýmt á 7. áratugnum, ekki sést síðan.

Svo hræðilegt er ástandið í dag -- að íbúar sjá árin fyrir Chavez, í hyllingum - þ.e. þeirra draumsýn.

"Það er ástæðan fyrir að mikill meirhluti íbúa Venesúela er algerlega andsnúinn öllum afskiftum Bandaríkjanna í landinu,hvort sem þeir styðja Maduro eða ekki."

Þegar íbúar svelta - þá þeir björgun, hvaðan sem sú björgun kemur.
--Rússland, en ég hef fylgst með því, hefur enga tilraun gert til þess - að fá Caracas, til að óska t.d. eftir alþjóða aðstoð -- sem ef gert væri þíddi, matarsendingar skipulagðar af SÞ - alþjóða hjálparsamtök mundu mæta, til að aðstoða við að binda enda á nú stjórnlausar sjúkdóma-plágur er geisa.

Það er algerlega augljóst - hvað vakir fyrir rússn. stjv. -- þ.e. þau hafa áhuga á olíunni, ekki íbúum.

"Það er þessi elíta sem er núna að reyna að endurheimta stöðu sína með aðtoð Bandarískra stjórnvalda. "

Endurtek, íbúar landsins svelta - þeir deygja í hrönnum af læknanlegum sjúkdómum -- maður sem er að drukkna, þyggur aðstoð - ef sá fær þann valkost.
--Landinu er í dag, stjórnað af fámennri ræningjaklíku sem einungis hugsar um að maka krókinn.

Ástandið þ.s. hungursneyð hefur nú verið í nær 4 ár - stjórnlausar sjúkdómaplágur - og yfir milljón prósent verðbólga; samtímis og sá valdahópur hafnar utanaðkomandi aðstoð - að hennar sé þörf.

Sýnir að valdahópnum er fullkomlega sama um líðan þjóðarinnar, hve margir meðal hennar deyja drottni sínum.
Miðað við núverandi klíku - sem hefur leitt þessar hörmungar yfir.
--Væri gamla valdaklíkan -- guðssending af hinmum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.3.2019 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband