Fjöldamorðinginn í Nýja-Sjálandi virðist hafa verið einn af verki -- er í raun praktískt að ritskoða samfélagsmiðla?

Ég man ennþá eftir - Laswegas morðárásinni fyrir örfáum árum, þá einnig var einstaklingur er hafði vendilega skipulagt tilræðið - er var einn að verki, sem hóf skothríð og drap tugi. Sá skaut út um hótel-glugga nokkrar hæðir upp, dritaði með hríðskota-ryfflum, sem viðkomandi hafði keypt löglega.

Eðlilega varpar þetta upp spurningum um það, hvernig ofbeldismenn geta komist yfir drápstól.
Sérstakt við Laswegas árásina, að það var í reynd ekki neitt við ofbeldismanninn, sem gat fyrirfram varað yfirvöld við!
--Hinn bóginn, virðist Christchurch árásarmaðurinn, hafa verið áberandi um nokkurt skeið á samfélagsmiðlum, án þess að komast undir smásjá yfirvalda!

  • Töluverð krafa er nú uppi um - aukna ritskoðun netmiðla.


Mér virðist líklegast, árásin auki samhug á Nýja-Sjálandi!

Map of New Zealand

Öfugt við Bandaríkin, þ.s. morðárásir eru tíðar - því miður, þá er Nýja-Sjáland meir í átt við Noreg, rólegt almennt öruggt land, þar varð einnig fjöldamorð 2011 er einn byssumaður Anders Breivik drap 77 ungmenni á fjöldasamkomu í - Útey.

Í Noregi, voru viðbrögðin án vafa - almennur hryllingur, að samfélagið þéttist saman.
Öfugt við það sem greinilega var tilgangur ofbeldismannsins.

Police believe New Zealand shooter may have acted alone

Accounts emerge of heroism in New Zealand mosques

Jacinda Ardern burnishes leadership after Christchurch carnage

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, virðist vera standa sig í málinu með prýði.
Og fá almennt lof fyrir - það skipti ekki megin máli hvort 50 eru drepnir eða 77.

Jacinda vakti athygli er hún kom fram klædd höfuðklút

New Zealand Prime Minister Jacinda Ardern meeting with the representatives of the refugee centre during a visit to the Canterbury Refugee Centre in Christchurch, on March 16, 2019.

Hún kom með þessum hætti fram daginn eftir morðin á samkomu er haldin var til þess að sína samstöðu með fórnarlömbum morðárásarinnar - virðist mælast vel fyrir.

Þetta er ekki eina óvenjulega í hennar fari - á undan vakti hún athygli er hún eignaðist barn, í kjölfar þess hún varð forsætisráðherra - hún mætti á sl. ári á þing SÞ með barnið um hönd, sem þótti alþýðlegt af henni.

Þessi kona móðir smábarns leiðir nú sína þjóð í gegnum tilfinningaáfallið sem þjóðin hefur orðið fyrir - rómur daganna nú a.m.k. að henni gangi það hlutverk vel.

  1. Talsmenn youtube segjast hafa tekið 1,5 milljón vídeóa af netinu, og blokkerað a.m.k. 1,2 milljón til viðbótar - vegna þess þau hafi sýnt myndir af morðárásinni er ekki þóttu við hæfi, vegna virðingar við fórnarlömbin.
  2. Hinn bóginn, varðandi það -- hvort Youtube eigi að geta sjálfkrafa blokkerað slík vídeó, er ég ekki það viss hvort slíkt sé í reynd praktístk.
  • Bendi á að það er gríðarlega mikið magn af leikja-videóum á Youtube, mörg úr skotleikjum - einnig úr kvikmyndum.
  • Mig grunar að það sé mjög erfitt - fyrir tölvu-forrit sem ætti tæknilega að fylgjast með, að loka algerlega á videó -- sem innihalda tiltekið skilgreint magn ofbeldis.

Í dag, gjarnan hefur Youtube videó sem eru með magn ofbeldis umfram tiltekið, lokuð - þangað til sá sem vill sjá videóið -- loggar sig inn. 
--Þá treystir Youtube því, að viðkomandi sé á aldri til að horfa.

Ég er ekki alveg að sjá fyrir mér - með hvaða hætti, væri hægt að sjálfkrafa að þekkja muninn á ofbeldi úr leik - með gjarnan hárri grafík - eða myndum af raunverulegum morðum.

  1. Mjög mikið flæði er af vídeóum á Youtube alla daga!
  2. Ef ætti að ritskoða öll videó, yrði það augljóslega mjög kostnaðarsamt.
  3. Það þíðir -- að Youtube yrði að loka alfarið, nema fyrir þá sem borga fyrir aðgengi.

Það aðgengi yrði þá ólíklega sérdeilis ódýrt!

  • Er það þá þess virði fyrir heims-samfélagið, að ef kostnaðurinn - - er stórfelldur aukinn kostnaður notenda?
  • Bendi á, þó afar blóðugar, eru þessar morð-árásir afar afar sjaldgæfar.

--Kall um stórfellt aukið eftirlit, er einnig kall eftir auknum kostnaði í sambærilegum hlutföllum.

Youtube notkun er per se ekki alveg frý lengur - þ.e. maður þarf umbera auglýsingar.
Hinn bóginn, er það ekki það pyrrandi samt sem áður - en ef allt efni þyrfti að ritskoða fyrst áður en því væri hleypt inn á vefinn -- sé ég ekki hvernig stórir vefir gætu veitt nokkra frýja notkun yfir-höfuð.
--Er það ekki viss sigur fyrir slíka ofbeldismenn, ef þeir þvinga samfélagið til að verulega skerða sín lífs-gæði?

 

Niðurstaða

Þó svo ég sé fullur samúðar með fórnarlömbum í Christchurch, er ég ekki til í að auka stórfellt notendakostnað á netinu - til að svara kröfum um stórfellt aukið eftirlit með noktun netsins. En ef allt efni þarf að ritskoða, þarf einhver að lesa það yfir fyrst - eða horfa á það fyrst eða hlusta á það fyrst. Slíkir starfsmenn þurfa laun, og þeir verða auðvitað misjafnir að gæðum og mati.

Svo er auðvitað það risa-stór spurning, hvað akkúrat er haturs-áróður.
Þegar því augljósa sleppir, að hvetja beinlínis til morða.

Ég kem ekki auka á það sé augljóslega hægt að hindra útbreiðslu haturs með slíku eftirliti.
Mig grunar að það leiti þá út í vefi sem yrðu þá hýstir í löndum sem leiddu slíkt eftirlit hjá sér - nokkurs konar sambærilegt að hýsa sig í skattaskjóli.
--Þ.e. alltaf hægt að skipta um vef sem hýsir.

Tæknilega er auðvitað unnt að beita - opinberum tölvuárásum, þ.e. hakka sig í vefi sem grunaðir eru um græsku - til að eyða þeim, ef efni utan skilgreindra marka finnst.

Mig grunar þó, að aldrei mundu finnast nema lítill hluti slíkra vefja, ef þær leituðust við að fela sig undir hinu augljósa yfirborði, þ.e. yrðu lokaðir - eingöngu aðgengilegir gegn lykilorði.

Það væri tæknilega hægt, með lokunum - beitingu opinberra netárása, að gera þessa vefi gætna -- hinn bóginn, er ekki endilega auðvelt að brjóta lykilorð, hakka sig inn.
Lykilorð eru orðin öflug í dag, og rugl-kóðun feykilega sterk.

Sem er punkturinn, að sama hversu hart væri gengið fram, væri aldrei unnt að tryggja að þeir sem vilja dreifa haturs-áróðri, gætu ekki nálgast slíkan til dreifingar eða komist í tæri við slíka vefi.

En kostnaðurinn við slík - opinber netstríð yrði mjög verulegur, og bitnaði á allri netnotkun. Netið gæti orðið það dýrt í notkun, að það hindraði aðgengi fyrir fjölda fólks.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 17
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 858820

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband