Brexit áætlun ríkisstjórnar Bretlands virðist hrunin - mér virðist Brexiterar hafa tapað

Theresa May beið ósigur í annað sinn í atkvæðagreiðslu um þann samning sem hún gerði við ESB seint á sl. ári um Brexit - tapaði með 149 atkvæða mun á breska þinginu, nokkru skárri útkoma en í fyrri atkvæðagreiðslunni í janúar sem hún tapaði með sögulegum 230 atkvæða mun.

Ég held þetta þíði að Brexiterar séu líklega þegar búnir að tapa Brexit málinu.

Britain in Brexit chaos - parliament crushes May's EU deal again

Power over Brexit slips from May’s damaged hands

 

Við þetta færist boltinn yfir til breska þingsins!

May lofaði breska þinginu að þingmenn hennar flokks mættu greiða óbundnir atkvæði í tveim fyrirhuguðum atkvæðagreiðslum - er fara fram strax í kjölfarið.
--Og var búið fyrifram að ákveða færu fram, ef þingið feldi samninginn hennar aftur.

  1. Fyrst svarar þingið spurningunni, hvort þingið vill -- Hard Brexit. Flestir reikna með, meirihluta gegn þeirri útkomu.
  2. Síðan, verður greitt atkvæði um þá spurningu - hvort óska skuli eftir, framlengingu á Brexit ferlinu til ESB.

Flestir reikna með því, að umræður í tengslum við seinni atkvæðagreiðsluna, verði fjörugri - en þá virðast línur meðal þingmanna, síður skýrar.

En ef þingið vill ekki - Hard Brexit - er ekki um annað að ræða en að biðja um frest.
Ekki er öruggt að aðildarþjóðir ESB - veiti slíkan frest, svo Bretland detti ekki sjálfkrafa úr ESB þann 29/3 nk. - þó flestir telji að aðildarþjóðirnar muni veita frest.

Það stefnir þó í, ef Bretland er enn meðlimur að ESB - í maí, þá muni Bretlandseyjar að taka þátt í kosningum til svokallaðs Evrópuþings. Bretland hefur þann rétt, meðan landið er enn meðlimur - eftir allt saman.

Margvíslegar pælingar eru í gangi á þinginu - hvað skal gera í staðinn fyrir endanlega felldan samning May.

  • Hugmyndin um, varanlegt tollabandalag frá Jeremy Corbyn, virkar á mann að mundi gera Bretland - að leppríki ESB.
  • Þá á ég við, reglur ESB yrðu væntanlega að gilda sjálfkrafa í Bretlandi - reikna með því, að það yrði sjálfvirkt kerfi ekki eins og í EES - að ísl. þingið þarf að leiða þær breytingar í lög hér -- síðan hefði Bretland engin áhrif á þá lagasetningu.
    --Þó það gildi það sama á Íslandi, að Ísl. hefur engin áhrif innan ESB.
    --Þá hefur Bretland sem meðlimur að ESB, raunveruleg umtalsverð áhrif á lagasetningu innan sambandsins - sem Ísl. sem dvergríki mundi ekki hafa sem meðlimur.
    --Þannig, að fyrir Bretland, er um að ræða - mjög verulegt raunverulegt tap á áhrifum um þá lagasetningu -- er mundi síðan gilda innan Bretlands.
  • Þar af leiðandi, efa ég að þetta geti talist - ásættanleg lausn fyrir Bretland.

Atvinnulífið í Bretlandi virðist þó þrýsta á þessa leið, enda slétt sama hvort ríkisstjórn Bretlands og breska þingið - hafa ofangreind áhrif eða ekki.

  1. Síðan eru áhugamenn, um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu.
  2. Og þingmenn á hinn bógnn, sem einfaldlega vilja - þingið sjálft ákveði að aflýsa Brexit.

Það virðist líklegt, að tekin verði - umræðusenna um tollabandalags-hugmyndir um hríð.
Þó ég efi persónulega að meirihluti myndist fyrir nokkurri þeirra!
--Enda hafa tollabandalagshugmyndir allar þann galla fyrir Bretland, að verða einhliða samþykkja að taka upp lög og reglur ESB.

  • Fyrir Ísl. lít ég ekki á skort á áhrifum sem sambærilegt vandamál, vegna þess hve líkleg áhrif Ísl. sem hugsanlegur meðlimur - væru sára lítil líklega hvort sem er.
  • Annað gildi um Bretland, vegna þess - að sem meðlimur er það eitt áhrifamesta meðlimalandið -- missir áhrifa því tilfinnanlegur án vafa.

Fyrir rest hugsa ég að þingmenn leiti frá umræðunni um tollabandalag utan sambandsins.
--Inn í umræðu um, aðra þjóðaratkvæðagreiðslu.
--Vs. þá hugmynd, að þingið sjálft formlega aflýsi Brexit.

En á þeim punkti, verði það væntanlega - Brexit sinnarnir, er munu vilja aðra atkvæðagreiðslu, þó þeir hafi virst undanfarið slíkri andvígir - þá á þeim punkti, yrði slík endurtekin atkvæðagreiðsla sennilega að eina möguleikanum útistandandi, til að knýja Brexit hugsanlega fram.

Meðan að ég reikna með því -  stuðningsmenn aðildar, muni vaxandi mæli um svipað leiti safnast utan um hugmyndina, að þingið sjálft ákveði að hætta við Brexit.

  • Mín tilfinning er sú, að Bretland muni fyrir rest - hætta við Brexit.

 

Niðurstaða

Brexit virðist í uppnámi eftir fall samnings Theresu May í annað sinn. En það virðist ljóst að öruggur meirihluti sé - gegn þeirri stefnu, að stefna að - Hard Brexit. Það sem mig grunar er að útkoman þíði í reynd, að Brexiterar hafi þegar beðið ósigur.

Það muni aftur á móti taka einhvern tíma fyrir þá útkomu að birtast að fullu. Það komi líklega tímabil þ.s. rætt verði um - tollabandalag við ESB. En þ.s. það virðist svo herfilega slæm lending fyrir Bretland -- klárlega samtímis algerlega óásættanlegt fyrir Brexitera, og eiginlega aðildarsinna einnig.
--Þá á ég persónulega ekki von á að þingið verji mjög löngum tíma í þá umræðu.

Þá standi Brexiterar líklega frammi fyrir því - að þeir fari líklega að berjast fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu, því það yrði síðasta hálmstráið til að knýja fram Brexit.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 115
  • Frá upphafi: 858825

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband