Spurning hvort að ósigur Trumps gagnvart Kim Jong Un sé yfirvofandi?

Ummæli Donalds Trumps sl. sunnudag er hann svaraði spurningum blaðamanna vöktu athygli.
--Hafið í huga, að málefnið er -- Norður-Kórea.

Donald Trump -- I’m not in a rush, I don’t want to rush anybody, -- I just don’t want testing. As long as there’s no testing, we’re happy.

--Mér finnst þarna kveða við umtalsvert annan tón og mikilla muna lágstemmdari en áður.
En ríkisstjórn Donalds Trumps fór af stað með gassagangi 2017 - krafðist algerrar kjarnorku-afvopnunar Norður-Kóreu -- eiginlega þess að NK mundi afvopnast fyrst, síðan mundu Bandaríkin aflétta efnahagslegum refsiaðgerðum.

Image result for kim trump

 

Ég hef allan tímann reiknað með því að Kim Jong Un hafi engan áhuga á því að afvopnast.
Að hann líti kjarnavopnin tryggingu fyrir - tilvist sinnar ríkisstjórnar.
Að samtímis, vilji hann einnig halda í þær langdrægu flaugar sem þróaðar hafa verið dýrum dómum.

Rétt að ryfja upp, að sumarið 2017 var Donald Trump með stór orð um það, að það væri óhugsandi að heimila NK - að afla sér getu til að skjóta kjarnavopnum á Bandaríkin.
Auk þess, talaði DT af töluverðri léttúð um það sem möguleika, að ráðast með hernaði gegn NK.

  1. Hafandi í huga hversu stórt DT tók upp í sig.
  2. Er undanhald hans í málefnum NK -- athygli vert.

--Hann sagði greinilega - hann væri sáttur, ef það væru engar prófanir!
--M.ö.o. ekki krafa um afvopnum, hljómaði sem DT gæti gert sér að góðu, loforð frá Kim Jong Un - að gera engar kjarnorku- né eldflaugatilraunir meðan DT er forseti.

  1. Ef Donald Trump gefur eftir kröfuna um afvopnun - nær engu fram þegar kemur að afvopnunarmálum.
  2. Þá er erfitt að komast hjá því að túlka það sem ósigur ríkisstjórnar hans, gagnvart Kim Jong Un.

Í frétt FT: Trump ‘not in a rush’ for North Korea to denuclearise.
Eru vangaveltur um það - hvort Trump mundi undirrita formlegan frið á Kóreu-skaga!
En Kóreustríðinu lauk einungis með vopnahléi - hinn bóginn án nokkurs árangur í minnkun fjölda kjarnorkuvopna á skaganum, eða fækkun langdrægra eldflauga!
--Er erfitt að komast hjá því að álíta slíka útkomu í reynd -- þunnan þrettánda!

 

Niðurstaða
Kannski er ég að oftúlka orð DT - en þau sannarlega slá mann sem risastórt skref til baka frá fyrri afstöðu hans og ríkisstjórnar hans í málefnum Norður-Kóreu. Þannig, að ef málin mundu raunverulega enda með þeim hætti, að DT undirritar friðarsamning - án skuldbindinga um afvopnun af nokkru tagi; þá væri eiginlega ekki hægt annað en að túlka það sem -- stórsigur Kims Jong Un í málinu. A.m.k. var Donald Trump bersýnilega að tóna niður væntingar til leiðtogafundarins nk. mánaðamót nú rétt framundan!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ætti það ekki að vara hlutverk  framkv.st. SAMEINUÐUÞJÓÐANA

að stilla N-kóreu upp við vegg tengt kjarnorkuafvopnun  í N-kóreu?

Er ekki ÖRYGGISRÁÐIÐ búið að banna N-kóreu að eiga kjarnorkuvopn?

Jón Þórhallsson, 27.2.2019 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 859317

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband