11.2.2019 | 11:33
Spurning hvort Bandaríkjastjórn hefur hugsað nýjar refsiaðgerðir gegn Venezúela alla leið út á endapunkt
Mánudag í sl. viku - tóku gildi eitilharðar aðgerðir gegn Venezúela-stjórn, þ.s. ákveðið var að olíutekjur landsins tilheyrðu stjórnarandstöðu landsins undir forystu sjálfskipaðs forseta - ekki ríkisstjórn Maduro.
Sem þíðir, að þar sem að Maduro er enn við völd, að ríkisstjórn landsins er svipt tekjum af eignum ríkisolíufélags landsins og þeim fjárhæðum sem eru í eigu þess innan Bandaríkjanna, sem og tekjum af sölu af olíuförmum sem sendir höfðu verið til Bandar. og ekki var enn búið að klára að selja.
Ég átta mig á því, þetta er gert til þess að knýja fram hrun ríkisstjórnar Maduro.
En hvað ef - ef honum tekst samt að hanga á völdum, töluvert lengur?
- Óljósar fréttir bárust á sunnudag af því, að opnaður hefði verið reikningur í banka í eigu stærsta ríkisolíufélags Rússlands.
--Fréttir sem bornar voru til baka af rússn. ríkisfélaginu.
Gefur þó vísbendingar að verið sé að leitast við að búa til eitthverskonar - plan B.
Ímyndum okkur að Maduro takist að hanga, með aðstoð Rússlands!
Hvað það verður sem Maduro þarf að láta til Rússlands á móti!
Gerum ráð fyrir að þó Rússlandi takist að láta olíu-viðskipti að einhverju leiti fara fram í gegnum Rússland - þá er rétt að benda á svokallaða "secondary sanctions" sem væntanlega eru hluti af nýja refsi-aðgerða-pakkanum, að það verða væntanlega einungis fyrirtæki í engum viðskiptum við Bandaríkin og lönd í óverulegum samskiptum/viðskiptum við Bandaríkin - sem mundu vera kaupendur.
--Líklega yrði Maduro að selja olíuna langt undir markaðsverði - til þess að fá einhverja kaupendur.
- Spurningin er þó, hvort Maduro takist að ná fram nægum peningum - til þess að borga nægilega mörgum hermönnum, þannig að Maduro geti tekist að halda stjórn á höfuðborg landsins - nærliggjandi svæðum, og ekki síst - olíusvæðunum?
- Segjum honum takist það - yrði væntanlega lítið sem ekkert eftir afgangs til matarkaupa fyrir landsmenn.
- Þannig, að þá væntanlega hefst stórfellt aukinn landflótti frá Venezúela.
Gott og vel, þegar hafa 3-milljónir flúið.
Búist var þegar við því, að flóttinn gæti náð 5-millj. fyrir árslok!
Það sem ég er að tala um sem hugsanlegan möguleika er -- þeim fjölgi t.d. í 10 milljónir.
Þannig að ef Bandaríkin ætla að halda fram þessari nýju stefnu sinni er tók gildi mánudag í sl. viku til streitu -- > Þá er eins gott að þeir standi fyrir massívum flóttamannabúðum við helstu landamæri Venezúela, innan landamæra helstu grannríkja Venezúela.
--Hrunferlið fari væntanlega í - fast forward - þ.e. hraðinn á því aukist mikið.
--Ég þegar var farinn að reikna með því að hrun Venezúela mundi á einhverjum enda ná þetta langt, þó ekkert væri gert til að íta við málum, en með nýjum aðgerðum Bandaríkjanna, ef ríkisstjórnin hrynur ekki fljótt, gerist hrunið væntanlega á stór-auknum hraða.
Þá er eins gott að Bandaríkin hefji stórfelldan undirbúning fyrir gríðarlega umfangsmikið flóttamannavandamál í S-Ameríku, og það strax.
Niðurstaða
Veikleiki hinnar nýju stefnu Donalds Trumps gagnvart ríkisstjórn Venezúela - er að hún getur klárlega leitt til harðrar gagnrýni á Bandaríkin - ef ríkisstjórn Trumps hefur ekki áttað sig á því, að líkleg afleiðing - ef Maduro tekst að hanga á völdum - verður væntanlega sú, að stórauka á flóttamanna-straum frá Venezúela í ár - miðað við hvað annars hefði gerst.
Ég hugsa að á enda, hefðu 10 milljón samt flúið - en refsiaðgerða-áætlun Bandaríkjanna, flýti öllu ferlinu -- og ef ríkisstjórn Bandaríkjanna áttar sig ekki á þessu, er ekki að undirbúa grannlönd Venezúela fljótlega fyrir risastóra flóttamannabylgju -- þá mætti alveg setja upp spurningar um, hversu ábyrg sú hin nýja harða refsiaðgerðastefna er.
--Það hefði kannski átt að hefja ferlið á að reisa flóttamannabúðirnar.
--En kannski eru þeir að veðja á hratt hrun ríkisstjórnar Maduro.
Kannski á það enn eftir að gerast, og áhyggjur um stórfellt aukna flóttamannabylgju eru ástæðulausar - en á móti, kannski finnur Pútín leið - fyrir Maduro að hanga aðeins lengur.
--En það mundi aðeins vera það, að hanga aðeins lengur!
Hinn bóginn gæti það samt verið þess virði fyrir Rússland, þ.s. ef ríkisstjórn Donalds Trumps er tekin í bólinu með líklegan stóraukinn landflótta, það kemur í ljós DT hafði ekki hugsað málið út á endastöð -- þá gæti beinst afar hörð gagnrýni að Bandaríkjunum.
--Margir gætu tekið undir hana, og Pútín mundi vinna áróðurs-sigur, þó svo hann líklega yrði að sjá eftir Maduro og eignum Rússlands í Venezúela fyrir - rest samt sem áður.
Hvað okkur varðar sem búum hér á klakanum, þá erum við einungis áhorfendur að þessu sjónarspili.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Spurningin er sú, að bandaríkin sem eru búin að væla yfir að aðrar þjóðir blandi sér í innanríkismál eigin lands, eru með nefið á kafi í annarra manna afturenda. Þar fyrir utan, hika ekki bandaríkin við að skapa innanríkis deilur og hugsanlega borgarastyrjaldir í þeim löndum sem um skipta.
Hugmyndir manna um "af hverju" ,eða "hvað" hefur enga þýðingu í málinu ... bandaríkin haga sér eins og Al Capone, og komast upp með það.
Örn Einar Hansen, 11.2.2019 kl. 17:07
Bjarne Örn Hansen, hin spurningin er - hvenær er réttlætanlegt að skipta sér af? Frá sjónarhóli grannlanda Venezúela - sjá þau vaxandi flóttamannastraum, þeir flóttamenn eru oft haldnir margvíslegum smytsjúkdómum, því óstjórnin í Venezúela - hefur leitt til niðurbrots heilbrigðiskerfis landsins fyrir utan að hún einnig hefur leitt fram - vaxandi vannæringarástand, áætlað að meirihluti landsmanna sé vannærður hafi verið það sl. rúm 3 ár.
--Það er fyrirsjáanlegt að án afskipta, versnar þetta ástand áfram - flóttamönnum fjöldar í grannlöndum, það smytsjúkdóma-vandamál sem fylgir þeim vex, veldur vaxandi álagi á heilsbrigðiskerfi þeirra landa - fyrir utan að það kostar að útvega mat fyrir þetta fólk, og það keppir við íbúa um störf í vaxandi mæli.
--Þegar á sl. ári, sáust mótmæla-aðgerðir í Brasilíu, gegn straum aðkomufólks -- forseti Brasilíu þáverandi, sendi herinn inn í landamæra-hérað Brasilíu, þangað sem mestur straumurinn liggur frá Venezúela.
**Þannig, að löndin sjá ástandið rökrétt - sem vaxandi ógn fyrir sig.
**Þess vegna reikna ég með, eða hef um nokkurt skeið, að þó Bandar. geri ekki neitt - fyrr eða síðar, fari herir grannlanda Venezúela inn í landið.
---------------
Það er áhugaverð spurning, hve slæmt þarf ástand að vera orðið, hversu ófær stjórn lands um að stjórna því, til þess að afskipti séu réttlætanleg?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.2.2019 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning