9.2.2019 | 21:45
Donald Trump segist þekkja Kim Jong Un, vita hvað hann sé fær um - Kim muni ekki koma honum á óvart
Fyrirhugaður fundur leiðtoganna tveggja verður í Hanoi höfuðborg Víetnam undir lok febrúar.
Skv. tvíti Trumps sjálfs - 27 og 28 febrúar.
Ég reikna með því, að seinna tvítið sé ætlað að eyða ótta þeirra, sem óttast að Kim muni takast að snúa á Donald Trump við samningaborðið.
North Korea, under the leadership of Kim Jong Un, will become a great Economic Powerhouse. He may surprise some but he wont surprise me, because I have gotten to know him & fully understand how capable he is. North Korea will become a different kind of Rocket - an Economic one!
Þar sem að talið er að Kim álíti kjarnavopnin, forsendu tilvistar ríkisstjórnar NK.
Það sé aftur á móti í samræmi við áður framkomna afstöðu NK - í tíð fyrri leiðtoga landsins.
- Donald Trump heldur því fram, að nýlegur fundur með NK - hafi verið árangursríkur.
- En ég er þess fullviss, ef NK hefði veitt einhver formleg loforð á þeim fundi -- hefði DT án vafa sagt frá þeim -- en DT sé ekki vanur að þegja yfir árangri.
Eina sem maður hefur, eru endurteknar fullyrðingar Trumps og Pompeo um árangur á fundum.
En án þess að frést hafi af nokkrum hlut sem á hönd sé festandi.
Hafandi í huga venju Trumps að básúna strax ef eitthvað tekst vel, og að hann hafi ekki sagt frá nokkru bitastæðu - varðandi viðræður við NK, þá held ég að efasemdir um raunverulegan árangur þeirra viðræðna séu málefnalegar.
Rétt að muna eftir, Kom Jong Un lét drepa hálfbróður sinn í Malasíu fyrir nokkrum árum, og frænda sinn í NK skömmu eftir valdatöku -- Kim sé m.ö.o. miskunnarlaus, a.m.k. á það til.
Rétt að muna það, að þó hann brosi í seinni tíð framan í fjölmiðla - er Kim líklega naðra.
Þó Trump telji sig skilja Kim, er rétt að benda á að það er munur á því að eiga við fólk sem á í viðskiptum um peninga, eða fólk sem er til í að drepa eigin fjölskyldumeðlimi - ef því er að skipta. Það sé ekki augljóst, að viðskipti sé góður undirbúningur undir það að fást við einstakling af því tagi sem Kim Jong Un virðist vera.
Niðurstaða
Leiðtogafundur í Hanoi 27. og 28. feb. nk. milli Kim Jong Un og Donalds Trumps. Það verður að sjálfsögðu forvitnilegt að heyra hvað Trump og Kim ákveða á þeim fundi. Hinn bóginn held ég að það sé fullkomlega málefnalegt að vera skeptískur fyrirfram á útkomuna - miðað við langa sögu deilna Bandaríkjanna við stjórnendur Norður-Kóreu. En stjórnendur þess lands hafa hingað til reynst slingir við samningaborð -- aldrei gefið það eftir, sem hafi að einhverju verulegu leiti veikt stöðu þeirra ríkis. Fram að þessu hafi Kim ekkert slíkt gefið - sem með nokkrum augljósum hætti veiki hans stöðu.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 60
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 154
- Frá upphafi: 858886
Annað
- Innlit í dag: 57
- Innlit sl. viku: 144
- Gestir í dag: 57
- IP-tölur í dag: 55
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hefur greinilega tekið eftir eins og ég að Kim er búinn að gerbreyta framkomu sinni.
Hann er hættur að leika einhverskonar fífl og farinn að tala eins og eðlilegur maður. Mér skilst að hann hafi líka breytt um stíl að einhverju marki innanlands.
Hann er trúlega vel gefinn náungi.
Það er greinilegt að það hefur haft áhrif á hann að umgangast vel menntað og vel gefið fólk eis og Xi Liping,Lavrov og að einhverju marki Vladimir Putin.
Líklega hefur Xi tekið hann á hnéð og úskýrt grundvallaratriðin fyrir honum.
.
Það verður því athyglisvert að fylgjast með samskiftum Kim við Pompeio og Bolton sem eru einhverskonar Neatherdalsmenn með stóra kylfu.
Hvort vinnur betur, vit eða strit.
Persónulega veðja ég á kylfuna. Hún er hrikalega stór og handhafar hennar eru hrikalega ofbeldisfullir.
Borgþór Jónsson, 10.2.2019 kl. 20:33
Borgþór Jónsson -- boggi minn, stríð kostaði milljónir mannslífa -- Trump er að draga hermenn frá Afganistan, frá Sýrlandi - þó þeir séu á báðum stöðum án mannfalls; ég tel mig hafa nú séð nægilega mikið af stjórnarháttm Trumps - til þess að sjá að líkur þess hann fari í stríð séu litlar sem engar.
Varðandi framkomu Kims - hef ég trú á að hún sé leikrit sú hin nýja. Hann lét drepa bróður sinn og frænda - og mér skilst fjölda embættismanna að auki sem sátu í tíð föður hans; sá maður sé klárlega miskunnarlaus skepna. Þú hefur greinilega dálæti á miskunnarlausum skepnum, fyrst að þú er svo hrifinn af Xi og Pútín - Xi er með ca. milljón Úhígúra í fangabúðum, kallað endurmenntunarbúðir, en fangabúðir er réttnefni - Pútín hóf valdaferil sinn með því að drepa yfir 100þ. Téténa, eftir það hefur heilmikið viðbótar-blóð flætt um vegna ákvarðana þess manns -- -- greinilega er enginn mikilmenni hjá þér, fyrr en sá hefur drepið a.m.k. einhvern slatta.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 10.2.2019 kl. 22:30
Trump er ekki að draga neina hermenn til baka ,enda ræður hann engu um það.
Hann var ekki fyrr búinn að segja þetta,en Bolton kom og sagði að það þyrfti að upfylla einhverja tugi af skilyrðum áður en þetta væri hægt og Pompeio fór hringferð um Miðausturlönd og fullvissaði alla um að þeir væru ekki að fara neitt.
.
Það eru engir milljón Uhígúrar í einhverjum búðum . Það vita allir í dag að það eru "fake news".
Skýrsla sem unnin var fyrir SÞ segir allt annað,en það var hinsvegar fullrúi Bandaríkjamanna í nefndinni sem laug þessu í fréttamenn. Þar sem Bandarískir fréttamenn eru ekki fréttamenn heldur málpípur, birtu þeir þessa lygasögu óbreytta.
Það er ekki gott að átta sig á hvað er að gerast þarna ,en málið er væntanlega að það eru aðskilnaðarsinnar þarna. Þeir njóta hinsvegar lítils fylgis á svæðinu af því að þeir eru jafnframt öfgafullir Muslimar. Fæstir vilja búa við slíka stjórn.
Hluti af þessari hreifingu barðist í Sýrlandi með hryðjuverkamönnum og eru nú innilokaðir í Idlib. Hrottafullir dráparar
Það virðist vera að þeir hafi einhverskonar tengsl við Tyrki ,af því að þeir voru upphaflega í Tyrklandi en voru fluttir til Sýrlands þegar Nusra Front náði landsvæðum austan við Aleppo.
.
Samkvæmt Amnesti International féllu samtals 41.000 manns í Téténíu og 5000 týndust. Það er náttúrlega ekki eins spennandi og 100 þúsund,en það verður bara að hafa það.
Þó nokkur hluti að þeim sem féllu voru Pakistanskir og Saudi Arabiskir málaliðar.
Téténar verða sennilega þakklátir Putin um aldur of æfi fyrir að losa þá við þessa óværu. Þeir geta nú lifað eðlilegu lífi eftir að þeir losnuðu undan áþján ofsatrúarmannanna.
.
Ég vil minna á að Xi er búinn að halda uppi hagvexti í Kína sem á engann sinn líka, og Putin tók við ríki þar sem var búið að eiðileggja alla innviði landsins og jafnframt alla tekjustofna.
Samningar ríkisins við erlend olíufyrirtæki voru verri en hjá Kongó. Miklu verri.
Átján árum síðar er Rússland orðið 5. mesta iðnríki heims og annað mesta herveldi heims. Vel gert Putin.
.
Á meðan eru þessir vanvitar sem stjórna Evrópu búnir að koma henni í algera stöðnun og búnir að gera hvert risavaxna axarskaftið á fætur öðru.
Skíthræddir og skjálfandi halda þeir svo uppi fölskum lífskjörum og hagvexti með seðlaprentun.
.
Bandaríkin eru svo í stöðugri hnignun og hökta árfam með skuldasöfnun og núll rauvöxtum. 30% af Bandrískum fyrirtækjum fara lóðrétt í gjaldþrot daginn sem vextir hækka,en það gerir ekkert til af því að svokallaðir eigendur þessara fyrirtækja eru löngu búnir að láta fyrirtækin kaupa hlutabréfin sín með lántökum, og eru búnir að forða aurunum í annað.
Borgþór Jónsson, 11.2.2019 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning