Mataraðstoð fyrir Venezúela verður það steinvalan sem veltir Maduro úr sessi?

Að mörgu leiti sérkennilegt - stand off - í býgerð milli Nicolas Maduro er hefur um árabil verið landstjórnandi í Venezúela og Juan Guaidó sjálfskipaðs bráðabirgðaforseta landsins en raunverulega forseti þings landsins.

Deilan snýst um matar-aðstoð fyrir Venezúela!

  1. Sl. sunnudag, lofaði Juan Guaidó í ræðu því að skipuleggja birgðalest af mat og öðrum nauðsynjum, er mundi halda yfir landamærin við Kólumbíu fyrir lok þessarar viku.
    --Eins og flestir ættu að vita, hefur verið hungursneyð í Venezúela í rúm 3. ár.
  2. Nicolas Maduro, brást hinn versti við og hefur fordæmt aðgerð Juan Guaidó, kallar matar-sendingar að utan, inngrip í innanríkismál landsins - auk þess að hann sagði í ræðu, að íbúar Venezúela væru ekki betlarar -- Maduro hefur fyrirskipað hernum, að hindra skipulagða aðgerð á vegum stjórnar-andstöðu Venezúela.

    Maduro: With this show of humanitarian aid they are trying to send a message: ‘Venezuela has to go begging to the world!’ And Venezuela will not beg for anything from anyone in this world,... Maðurinn er snar geggjaður.

    Hingað til hefur Maduro hafnað allri neyðar-aðstoð við landið. Hafnað að lísa það alþjóðlegt hamfarasvæði - óska eftir alþjóðlegri aðstoð. Hann enn kallar það lýgi, að neyð sé til staðar -- hefur jafnvel gengið svo langt að kalla það lýgi, það sé verulegur landflótti frá Venezúela.
  3. Það virðist ljóst, að Maduro ætlar að líta á málið sem -- prófstein á vald sitt.
  • Ég velti fyrir mér hvort það eru ekki augljós mistök?
  • Er hægt að taka óvinsælli afstöðu í landi í hungursástandi í yfir 3 ár.
  • Að neita að taka við - skipulagðri neyðar-aðstoð?

Venezuela’s Opposition Plans to Deliver Aid, Undermining Maduro

Aid convoys for Venezuela risk becoming flashpoint

Humanitarian aid emerges as next frontline in battle for control of Venezuela

Maduro rejects help

 

Báðir höfða til hersins!

Nicolas Maduro -- á skipulögðum útifundi á herstöð sl. mánudag!

Juan Guaidó -- Mr. Guaidó, 35, said in an interview on Sunday that he hopes the aid will help persuade the country’s security forces to rally behind him. - We’re putting the ball in their court,...We’re telling them they have the chance to help their relatives, their cousins, their children, their mothers, who are suffering as much or more than the average Venezuelan.

--Maduro leitast til við að höfða til þjóðarstolts, fullyrðir landið þurfi ekki á utanaðkomandi aðstoð að halda.

--Meðan, Guaido - höfðar til hersins að veita lýðnum miskunn, muna eftir eigin fjölskyldum, sem sannarlega líklega líða matarskort eins og flestir aðrir landsmenn.

Hafandi í huga að matarskortur er nú búinn að vera í rúm 3 ár - það geti vart verið að hermanna-fjölskyldur fari varhluta af ástandinu í landinu.

Þá velti ég fyrir mér, hvort það sé ekki -- nokkurs konar sjálfsmorð fyrir Maduro, að halda við þá afstöðu - að landið sé ekki þurfandi.

  1. Þetta er hið minnsta kostir afar sláandi valkostir - í annan stað, Maduro mitt í hungrinu og neyðinni í landinu, heimtar að herinn loki á hundruðir tonna af mat og lyfjum - frýja gjöf.
  2. Og hinn kosturinn, að herinn er hvattur til að muna eftir - sveltandi fjölskyldum hermanna.

 

Niðurstaða

Ég held þetta sé snjall leikur hjá - Guaido - það sé eins og hann hafi vitað fyrirfram hvernig Maduro mundi bregðast við. Ef út í það er farið, fæ ég ekki betur séð en að afstaða Maduro hljóti að vera - risastór afleikur. Hinn bóginn, þá hefur Maduro málað sjálfan sig út í horn með fyrri yfirlýsingum, svo sem að það væri lýgi að neyð ríkti í landinu - að það væri fjöldaflótti þaðan - að landið þyrfti yfir höfuð á aðstoð. Þannig að kannski voru viðbrögð hans, óhjákvæmileg.

Hinn bóginn, þá fæ ég ekki séð hvernig Maduro getur valið óvinsælli afstöðu.
Það á sama tíma og hann berst fyrir sinni stöðu sem forseti, og sú staðar er algerlega háð hernum -- þar sem að það geti vart verið en að ástandið í landinu bitni einnig á fjölskyldum hermanna - hlýtur það að vera mjög óvinsæl krafa innan hersins frá Maduro, að hindra hina skipulögðu og vel auglýstu - matarsendingu.

Þetta gæti raunverulega orðið - steinvalan sem veltir Maduro.
Því um leið og herinn mundi óhlýðnast Maduro - væri vald hans líklega veiklað endanlega.
--Maduro hefur sjálfur að virðist valið að gera þetta að, spurningu um vald forsetans.
--Það getur reynst herfilegur afleikur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 858833

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband