Nancy Pelosy - heimilar ekki Donald Trump að flytja stefnuræðu sína þar sem venja er í sal neðri-deildar Bandaríkjaþings

Ég held þetta hljóti að vera fullkomlega einstakur atburður í sögu Bandaríkjanna að forseti neðri-deildar Bandaríkjaþings, hafnar því að bjóða forseta Bandaríkjanna að flytja stefnuræðu sína eins og venja hefur verið í mjög langan aldur innan Bandaríkjanna ár hvert í sal neðri-deildar Bandaríkjaþings.

Locked out of House by Pelosi, Trump vows State of Union alternative

Pelosi seeks to block venue for Trump’s State of the Union

Nancy Pelosi: I look forward to welcoming you to the House on a mutually agreeable date for this address when government has been opened.

Hún gerir það að skilyrði að búið verði að opna á bandaríska ríkið fyrst.

  • Athygli vakti gagnrýni yfirmanns bandarísku landhelgisgæslunnar - US coastguard - sem sagði það hneykslanlegt, að það stefni í að starfsmenn þurfi að vinna launalaust í 2 mánuði -- það gangi ekki að á meðan væru fjölskyldur þeirra unnvörpum háðar matargjöfum.

Á fimmtudag verða liðnir 34 dagar í lokun - og ljóst að launatékkar starfsmanna ríkisins sem bundnir eru við það að sinna sínum störfum, þar sem þeir teljast vera of nauðsynlegir til að vera meðal þess meirihluta sem eru í launalausu frýi -- tefjast eins og launatékkar mánaðarins á undan.

Þetta augljóslega hlýtur að koma harkalega niður á vinnumóral - fréttir berast að fjöldi starfsmanna mótmæli með því - að tilkynna sig veika.
--Til hvers að vinna kauplaust?

Hversu nákvæmlega sinna menn landamæragæslu - eftirliti á flugvöllum - eftirliti á sjó -- eða störfum hermanna; ef launatékkarnir bíða í óákveðinn tíma?

Flestir þessi starfsmenn eiga fjölskyldur sem líða fyrir þetta.
Góð spurning hverjum þeir kenna um?

  • Spurning hvort að Donald Trump ætti að fresta heimsóknum til herstöðva á meðan lokun ríkisins er enn í gangi? En maður veit aldrei hvað reiðir hermenn gætu tekið upp á.
    --En þeir eru væntanlega kauplausir eins og aðrir starfsmenn ríkisins.

 

Niðurstaða

Rétt að nefna að í sl. viku, bannaði Donald Trump - Nancy Pelosi frá að nota flugvélar í eigu alríkisins, þó það sé hennar réttur meðan hún gegnir einu háttsettasta embætti Bandaríkjanna. Það þótti mér ekki stórmannlegt.

Eiginlega sama sinnis um bann Nancy Pelosi á því að Donald Trump flytji stefnuræðu sína í þeim salarkynnum sem mjög gömul venja sé að sú ræða sé flutt ár hvert.

Ætli þetta - tit for tat - á milli þeirra, sé ekki frekar vísbendin um harðnandi deilu en hitt? Sýni frekar fram á víkkandi gjá en mjókkandi. M.ö.o. að ekkert bendi til þess að lokun ríkisins taki enda á næstunni.

Það þíðir væntanlega að mórall starfsmanna ríkisins versnar frekar - fólk hlýtur að fara að segja upp. Ég mundi hafa áhyggjur af móral þeirra lykilstarfsmanna sem þvingaðir eru til að vinna - þó þeir fái ekki greitt, þ.e. landamæravarða - gæsluliða á varðskipum - tollvarða og þeirra sem sinna gæslu á flugvöllum - og hermanna er gæta mikilvægra herstöðva.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband