23.1.2019 | 22:52
Nancy Pelosy - heimilar ekki Donald Trump að flytja stefnuræðu sína þar sem venja er í sal neðri-deildar Bandaríkjaþings
Ég held þetta hljóti að vera fullkomlega einstakur atburður í sögu Bandaríkjanna að forseti neðri-deildar Bandaríkjaþings, hafnar því að bjóða forseta Bandaríkjanna að flytja stefnuræðu sína eins og venja hefur verið í mjög langan aldur innan Bandaríkjanna ár hvert í sal neðri-deildar Bandaríkjaþings.
Locked out of House by Pelosi, Trump vows State of Union alternative
Pelosi seeks to block venue for Trumps State of the Union
Nancy Pelosi: I look forward to welcoming you to the House on a mutually agreeable date for this address when government has been opened.
Hún gerir það að skilyrði að búið verði að opna á bandaríska ríkið fyrst.
- Athygli vakti gagnrýni yfirmanns bandarísku landhelgisgæslunnar - US coastguard - sem sagði það hneykslanlegt, að það stefni í að starfsmenn þurfi að vinna launalaust í 2 mánuði -- það gangi ekki að á meðan væru fjölskyldur þeirra unnvörpum háðar matargjöfum.
Á fimmtudag verða liðnir 34 dagar í lokun - og ljóst að launatékkar starfsmanna ríkisins sem bundnir eru við það að sinna sínum störfum, þar sem þeir teljast vera of nauðsynlegir til að vera meðal þess meirihluta sem eru í launalausu frýi -- tefjast eins og launatékkar mánaðarins á undan.
Þetta augljóslega hlýtur að koma harkalega niður á vinnumóral - fréttir berast að fjöldi starfsmanna mótmæli með því - að tilkynna sig veika.
--Til hvers að vinna kauplaust?
Hversu nákvæmlega sinna menn landamæragæslu - eftirliti á flugvöllum - eftirliti á sjó -- eða störfum hermanna; ef launatékkarnir bíða í óákveðinn tíma?
Flestir þessi starfsmenn eiga fjölskyldur sem líða fyrir þetta.
Góð spurning hverjum þeir kenna um?
- Spurning hvort að Donald Trump ætti að fresta heimsóknum til herstöðva á meðan lokun ríkisins er enn í gangi? En maður veit aldrei hvað reiðir hermenn gætu tekið upp á.
--En þeir eru væntanlega kauplausir eins og aðrir starfsmenn ríkisins.
Niðurstaða
Rétt að nefna að í sl. viku, bannaði Donald Trump - Nancy Pelosi frá að nota flugvélar í eigu alríkisins, þó það sé hennar réttur meðan hún gegnir einu háttsettasta embætti Bandaríkjanna. Það þótti mér ekki stórmannlegt.
Eiginlega sama sinnis um bann Nancy Pelosi á því að Donald Trump flytji stefnuræðu sína í þeim salarkynnum sem mjög gömul venja sé að sú ræða sé flutt ár hvert.
Ætli þetta - tit for tat - á milli þeirra, sé ekki frekar vísbendin um harðnandi deilu en hitt? Sýni frekar fram á víkkandi gjá en mjókkandi. M.ö.o. að ekkert bendi til þess að lokun ríkisins taki enda á næstunni.
Það þíðir væntanlega að mórall starfsmanna ríkisins versnar frekar - fólk hlýtur að fara að segja upp. Ég mundi hafa áhyggjur af móral þeirra lykilstarfsmanna sem þvingaðir eru til að vinna - þó þeir fái ekki greitt, þ.e. landamæravarða - gæsluliða á varðskipum - tollvarða og þeirra sem sinna gæslu á flugvöllum - og hermanna er gæta mikilvægra herstöðva.
- Ég held það sé orðin virkilega góð spurning fyrir forsetann, hvort þetta sé virkilega þess virði -- að nota starfsmenn ríkisins sem fótbolta með þessum hætti, í von um að þvinga fram fjármögnun fyrir landamæravegginn.
- Bendi auk þess á mína síðustu færslu, þ.s. ég opinbera upplýsingar þess efnis að fjöldi atriða sem Donald Trump lofaði að hrinda í framkvæmd, tefjast vegna lokunar ríkisins þ.e. svo lengi sem það sé lokað, liggi vinna við framkvæmd þeirra loforða einnig niðri? Lokun Trumps á bandaríska ríkinu - virðist tefja fyrir innleiðingu auðlyndanýtingarstefnu hans einnig tefja innleiðingu vægari mengunarstaðla er heimila aukna mengun
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 19
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 112
- Frá upphafi: 858822
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 98
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning