23.1.2019 | 22:52
Nancy Pelosy - heimilar ekki Donald Trump að flytja stefnuræðu sína þar sem venja er í sal neðri-deildar Bandaríkjaþings
Ég held þetta hljóti að vera fullkomlega einstakur atburður í sögu Bandaríkjanna að forseti neðri-deildar Bandaríkjaþings, hafnar því að bjóða forseta Bandaríkjanna að flytja stefnuræðu sína eins og venja hefur verið í mjög langan aldur innan Bandaríkjanna ár hvert í sal neðri-deildar Bandaríkjaþings.
Locked out of House by Pelosi, Trump vows State of Union alternative
Pelosi seeks to block venue for Trumps State of the Union
Nancy Pelosi: I look forward to welcoming you to the House on a mutually agreeable date for this address when government has been opened.
Hún gerir það að skilyrði að búið verði að opna á bandaríska ríkið fyrst.
- Athygli vakti gagnrýni yfirmanns bandarísku landhelgisgæslunnar - US coastguard - sem sagði það hneykslanlegt, að það stefni í að starfsmenn þurfi að vinna launalaust í 2 mánuði -- það gangi ekki að á meðan væru fjölskyldur þeirra unnvörpum háðar matargjöfum.
Á fimmtudag verða liðnir 34 dagar í lokun - og ljóst að launatékkar starfsmanna ríkisins sem bundnir eru við það að sinna sínum störfum, þar sem þeir teljast vera of nauðsynlegir til að vera meðal þess meirihluta sem eru í launalausu frýi -- tefjast eins og launatékkar mánaðarins á undan.
Þetta augljóslega hlýtur að koma harkalega niður á vinnumóral - fréttir berast að fjöldi starfsmanna mótmæli með því - að tilkynna sig veika.
--Til hvers að vinna kauplaust?
Hversu nákvæmlega sinna menn landamæragæslu - eftirliti á flugvöllum - eftirliti á sjó -- eða störfum hermanna; ef launatékkarnir bíða í óákveðinn tíma?
Flestir þessi starfsmenn eiga fjölskyldur sem líða fyrir þetta.
Góð spurning hverjum þeir kenna um?
- Spurning hvort að Donald Trump ætti að fresta heimsóknum til herstöðva á meðan lokun ríkisins er enn í gangi? En maður veit aldrei hvað reiðir hermenn gætu tekið upp á.
--En þeir eru væntanlega kauplausir eins og aðrir starfsmenn ríkisins.
Niðurstaða
Rétt að nefna að í sl. viku, bannaði Donald Trump - Nancy Pelosi frá að nota flugvélar í eigu alríkisins, þó það sé hennar réttur meðan hún gegnir einu háttsettasta embætti Bandaríkjanna. Það þótti mér ekki stórmannlegt.
Eiginlega sama sinnis um bann Nancy Pelosi á því að Donald Trump flytji stefnuræðu sína í þeim salarkynnum sem mjög gömul venja sé að sú ræða sé flutt ár hvert.
Ætli þetta - tit for tat - á milli þeirra, sé ekki frekar vísbendin um harðnandi deilu en hitt? Sýni frekar fram á víkkandi gjá en mjókkandi. M.ö.o. að ekkert bendi til þess að lokun ríkisins taki enda á næstunni.
Það þíðir væntanlega að mórall starfsmanna ríkisins versnar frekar - fólk hlýtur að fara að segja upp. Ég mundi hafa áhyggjur af móral þeirra lykilstarfsmanna sem þvingaðir eru til að vinna - þó þeir fái ekki greitt, þ.e. landamæravarða - gæsluliða á varðskipum - tollvarða og þeirra sem sinna gæslu á flugvöllum - og hermanna er gæta mikilvægra herstöðva.
- Ég held það sé orðin virkilega góð spurning fyrir forsetann, hvort þetta sé virkilega þess virði -- að nota starfsmenn ríkisins sem fótbolta með þessum hætti, í von um að þvinga fram fjármögnun fyrir landamæravegginn.
- Bendi auk þess á mína síðustu færslu, þ.s. ég opinbera upplýsingar þess efnis að fjöldi atriða sem Donald Trump lofaði að hrinda í framkvæmd, tefjast vegna lokunar ríkisins þ.e. svo lengi sem það sé lokað, liggi vinna við framkvæmd þeirra loforða einnig niðri? Lokun Trumps á bandaríska ríkinu - virðist tefja fyrir innleiðingu auðlyndanýtingarstefnu hans einnig tefja innleiðingu vægari mengunarstaðla er heimila aukna mengun
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 395
- Frá upphafi: 863639
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 373
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning