20.1.2019 | 16:42
Sýrland hefur sennilega mjög dökka framtíð - spurning hvort það verður Afganistan, Pútíns
Eins og flestir ættu að vita, hefur tímabundið bandalag Írans og Rússlands - unnið stærstum hluta sigur í stríðinu um kjarnahéröð Sýrlands. Enn er stórum svæðum stjórnað af öðrum, en það eru ekki - kjarnasvæði Sýrlands. Þeim svæðum stjórnar Assad - með stuðningi hersveita Írans og Hezbollah, með viðbótar stuðningi flughers Rússlands og rússneskra sérsveita.
- Hinn bóginn, virðist mér Sýrland - vaxandi mæli líkjast miklu mun stærra Gaza svæði.
Rökin fyrir því, að framtíð Sýrlands sé líklega afar dökk eru nokkur.
- Fyrstu augljósu rökin eru þau, að Sýrland mun ekki fá peninga frá Vesturlöndum - meðan fjölmennur Íranskur her er í landinu, Sýrland þar af leiðandi greinilega íranskur leppur - og þar er einnig að finna hersveitir Hezbollah.
- Augljóslega, hafa hvorki Íranar né Rússar - þá 200 milljarða dollara til umráða sem lauslega er áætlað að endurreisn kosti.
- Það leiðir fram þá ályktun, að líklega viðhelst áfram afar afar slæmt ástand í Sýrlandi, þ.s. landið verður áfram stórum hluta rústir - þar með landið ekki með eiginlegan efnahag, heldur algerlega háð peningagjöfum frá Rússlandi og Íran.
- Það ástand er að ímsu leiti Vesturlöndum í hag, ef út í þ.e. farið - þ.s. Sýrland er þá myllusteinn um háls þeirra tveggja landa, sem hafa kosið að halda því uppi.
- Rökrétt, þ.s. fyrir hvort tveggja Íran og Rússland, væri það óhugsandi að leyfa Sýrlandi að falla aftur í stjórnleysi --: Þá á það líklega við samtímis, að meðan Íran og Rússland hafa ekki efni á eiginlegri endurreisn, munu þau ekki heldur leyfa landinu að falla aftur í það ástand sem það var statt í - er þau hófu afskipti af innanlandsstríði þar 2013.
- Það þíðir rökrétt, að bæði Íran og Rússland komast ekki hjá því að hafa þar stöðugt líklega her, og að auki að stöðugt senda til Damaskus nægilegt fé til að halda Damaskus a.m.k. gangandi.
--Meðan hvorugt landið hefur nægilegt fé, til að endurreisa landið þannig að það virki.
Þetta þíðir að mig grunar að sigur Írans og Pútíns sé - Phyrrískur!
Mér finnst líking við Gaza eiga við - væntanlega vita allir um Gaza svæðið í útjaðri Ísraels sem Ísraelar hafa haldið einangruðu -- að þar er mikil og stöðug fátækt, íbúar hafa ekki framtíð - þess vegna ungt fólk auðveld bráð fyrir öfgastefnur.
- Mig grunar að Sýrland verði svipað, þ.e. án endurreisnar hafi það ekki störf í boði fyrir ungt fólk, hagkerfið nái ekki að fúnkera.
- Unga fólkið verður þá án tækifæra - eins og á Gaza auðveld bráð fyrir öfgar.
Því má ekki gleyma - að sjálft stríðið í Sýrlandi hefur án vafa sáð gríðarlegu hatri.
500þ. manns er talið hafa fallið, stór svæði í landinu rústir einar -- 6 milljónir flúnar.
--Viðvarandi slæmt ástand, þíðir auðvitað flóttafólk hefur fáar ástæður til að snúa heim.
--Fyrir utan, að líklega er hluti ástæðu flóttans að margir þeir er flúðu, studdu uppreisn og þar með bætist þá sennilega við, óttast refsingar öryggislögreglu ógnarstjórnar Assads.
Ef ástandið í Sýrlandi verður slæmt, má reikna með því að flóttamannabúðirnar séu ekki endilega ljósárum skárri - það virðist þó að þeir sem þar eru, hafi eitthvað betri séns á störfum, enda flóttamannabúðir í löndum sem ekki eru í rústum.
- Hinn bóginn, má reikna með því að þeir á meðal flóttamanna er studdu uppreisn, þekki marga af þeim er létu lífið í stríðinu - og eigi harma að hefna.
Rétt að benda á að 1948 stríð Ísraels við Araba - er leiddi til flótta hundruða þúsunda svokallaðra Palestínumanna frá Ísrael, að þeir sem flúðu settust að í flóttamannabúðum í löndum í kring um Ísrael.
--Að síðan mynduðust árum seinna andstöðuhreyfingar PLO áhrifamest út frá þeim flóttamannabúðum.
- Flóttamenn frá Sýrlandi eru nærri 10 falt fjölmennari, en þeir er flúðu Ísrael 1948.
- Það gæti veitt hugmynd um hugsanlegan skala þess vandamáls, sem framtíðar reiði íbúa þar gæti skapað þeim -- sem ráða Sýrlandi í framtíðinnni, og þeim sem styðja stjórnina þar.
Einhverjum hætti getur hafa myndast öfugt Ísrael!
Ég er að bera saman Ísrael 1948 og áfram, við Sýrland nú.
Nema að Sýrland hefur ekki eins auðuga bakhjarla!
Árum saman var Ísrael umkringt óvinum, sem voru studdir af utanaðkomandi stórveldi.
Það sama á væntanlega við Sýrland - nema að Sýrland er í verulega veikari stöðu, hafandi mun veikari bakhjarla - og samtímis, mun fjárhagslega sterkari óvini en Ísrael.
--Stjórnarfar innan Sýrlands sé mun lakara - miklu spilltara og mun minna skilvirkt.
Niðurstaða
Mig grunar að það sem eigi við Sýrland sé gamla máltækið - sá hlær best sem síðast hlær. En mig grunar að vegna þess að hvorki Rússland né Íran hafi fjármagn til endurreisnar Sýrlands. Samtímis að augljóslega, hafa Vesturlönd engan áhuga á að styrkja land undir yfirráðum Assads - sem á Vesturlöndum sé kennt um það blóðuga stríð sem varð í landinu, bent á að sprengjuherferð hans eigin hersveita hafi valdið megni þess eignatjóns er nú við blasi.
Fyrir utan, að nær fullur fjandskapur sé við Rússland undir stjórn Pútíns, Vesturlönd séu því sjálfkrafa treg að styrkja stöðu Rússlands - með slíkum peningagjöfum.
- Mig grunar að staðan sé þvert á þ.s. oft fullyrt er, Vesturlöndum í hag - þ.s. Pútín hafi vissum hætti bakkað út í horn, m.ö.o. hafi svo auglýst Sýrland sem rússn. sigur, að hann geti ekki eigin orðstírs vegna -- bakkað út.
- Á sama tíma, hafi hvorki Rússland né Íran - nægt fé til að endurreisa Sýrland. Þar með líklega viðhelst áfram, ákaflega slæmt ástand þar í landi, þ.e. efnahagur áfram í rúst, fá tækifæri til góðs lífs fyrir íbúa. Því stöðug þörf til að viðhalda stjórninni í Damaskus með fégjöfum - og að auki, veik staða Sýrlands áframhaldandi þíði líklega, áframhaldandi þörf fyrir rússneskt herlið í landinu og íranskt.
- Þá fer þetta að líkjast Afganistan.
Sýrland verði sennilega mörgu leiti eins hamingjusamt og Gaza svæði hefur verið á jaðri Ísraels, og þar með sambærileg stöðug uppspretta öfga-stefna meðal ungs fólks er hafi nær engin tækifæri til góðs lífs. Það án þess að nefna flóttamannabúðirnar, er sennilega einnig verða stöðug uppspretta sambærilegra vandamála. Það má ekki gleyma því mikla hatri sem stríði hefur skilið eftir - þeir 500þ. er létust eiga ættingja, og þeir líklega telja sig eiga harma að hefna. Það eitt, án þess að nefna fátækt og hörmungarástand líklega viðvarandi, væri eitt og sér næg ástæða til að vænta stórs vandamáls.
En allt lagt saman blasir við mér að Sýrland verður án líklegs stórs vafa stórfelldur myllusteinn fyrir sérhvern þann sem ætlar sér að ráða því, og fyrir þá sem ætla sér að halda þeirri stjórn sem þar er - gangandi.
Enska orðið - quakmire - á örugglega vel við.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú gleymir Kína Einar. Þeir hafa verulegann áhuga á Sýrlandi.
En fyrst við erum að tala um Peninga Þá eru að berast frábærar fréttir frá Rússlandi í þeim efnum
Fyrir það fyrsta þá fór gullforði þeirra yfir 2000 tonna mörkin sem er skemmtilegur áfangi.
2018 var vöruskiftajöfnuður þeirra jákvæðari en nokkurntíma áður í sögunni.
Gjaldeyrisforði þeirra er nú einum milljarði dollara hærri en allar erlendar skuldir ríkis og einkageira. 486 milljarðar dollara.
Sveiflujöfnunarsjóður ríkisins stækkaði um 22% og er nú ígildi 387 milljarða dollara. (Það eru því til aurar á heftinu til að endurbyggja Sýrland tvisvar sinnum ef í það fer).
Og ríkissjóði verður lokað með 2,2% í plús og hagvöxtur er á svipuðu róli og í Evrópu,þrátt fyrir einhverja hnökra vegna viðskiftaþvingana.
.
Það eru frábær stjórnvöld í þessu ríki.
Nú er Putin búinn að koma heimsmálunum fyrir eins og hann vill hafa þau að mestu leyti, og hann tekur naumast á móti erlendum gestum nema þeir ætli að kaupa eitthvað stórt.
Hann skrapp þó aðeins til Serbíu um daginn af því að þeir voru að biðja um gasleiðslu.
Lavrov sér svo um að taka á móti hortittum eins og Bolton sem hefur ekki efni á að kaupa neitt hvort sem er.Hann fær ekki lengur skrifað í Rússlandi.
Það er búið að prufukeyra nýju og glæsilegu Satan II flaugina og hún fór fram úr björtustu vonum og náði á tímabili 30 földum hljóðhraða.
Putin var að árétta við hergagnaframleiðendur að nú sé að styttast í að endurskipulagningu hersins fari að ljúka og þeir þurfi að finna aðra viðskiftavini eða að skifa yfir í borgaralega framleiðslu að hluta.
Þá losnar um aura til að byggja eitthvað sniðugt,til dæmis að klára hraðlestina austur fyrir Úralfjöll.
.
Uppbyggingin er nú á fullu innanlands ,einkum í Síberíu.
Heldurðu ekki að kallinn hafi verið að leggja grunninn að risa miðlunar stöð fyrir LNG austast í Síberíu OG ljúka fjármögnun á annari LNG vinnslustöð á Yamal skaganum sem er ein og sér ca 20% stærri en heildarútflutningur Bandaríkjanna.
Með þessu er afhendingartíminn á gasi til Kína ,Japan og S Kóreu styttur niður í fáeina daga. Þetta á eftir að verða vinsælt.
Það er allt að gerast enda nóg til af peningum.
.
Ég held bara að við verðum að fara að flytja þarna austur. Þetta er eini staðurinn þar sem eitthvað er að gerast.
Borgþór Jónsson, 21.1.2019 kl. 07:24
Borgþór Jónsson, jesús Boggi -- annað eins halelúja, almenningur sér afar lítið af þessum peningum sem þú talar um -- fer stærstum hluta til hirðarinnar í kringum foringjann.
--Ef honum er alvara með uppbyggingu landsins - þá fer hann í það að hækka meðal-aldur íbúa karlmanna nú í rúml. 71 ári, en það næst fram með - bættum sjúkrahúsum og heilsugæslu.
--Bæta vegi þess, sem víða eru enn afar hörmulegir.
**30 faldur hljóðhraði - þær verða komast það hratt, ef þær eiga að ná upp í þann skammtíma sporbaug sem langdrægar ballístískar flaugar nota til að koma hlutum þvert yfir hnöttinn.
**Hvað græðir almenningur á því, að Rússl. viðhaldi miklu stærra kjarnorku-vopnabúri en landið þarf á að halda -- ef þú segir mér, að Pútín ætli að fækka kjarnorkuvopnum ca. segjum 4/5 skal ég leggja við hlustir.
--Almenningur í Rússl. hefur engin not fyrir 10-falt fleiri kjarnorkuvopn en Kína hefur - fyrst að 1/10 dugar Kína, mundi t.d. 1/5 klárlega duga Rússlandi, og Pútín gæti varið því fé til þess að bæta aðstæður almennings í landinu.
**Ef vöruskiptajöfnuður Rússl. er þetta mikill nýlega -- þá er neyslu almennings í Rússl. haldið niðri, þ.e. kjör almennings lægri en ástæða er til -- þetta er það sama og gildir um Ísl. að ef þ.e. brjálæðislegur afgangur af vöruskiptum, er almenningur ekki að fá sitt sem landið hefur efni á.
--Áætlaður kostnað við uppbyggingu Sýrlands er 200ma.dollara - ólíklegt það sé nákvæmlega áætlað -- trúi því vart að Rússl. fari að verja það miklu fé til þess lands; en ef Pútín leggur það mikið af fé almennings til Sýrlands --> Þá ætti hann skilið uppreisn almennings gegn honum, þ.s. almenningur hefur ekkert upp úr því að fé sé dælt þangað, beint tap rússn. almennings -- ef þ.e. svo mikið fé til í Rússl. - á það að fara til þess að bæta stöðu almennings þar.
__Það sem ég les úr þessu, er áframhald þess að stjv. í Kreml - er slétt sama um það hvernig almenningur Rússl. hefur það -- ef þeim safnast þetta mikið fé, eru þau ekki að verja nægu fé til innanlands-uppbyggingar, til þess að bæta kjör eigin fólks.
-------------------------------
Nei, ég hef nákvæmlega enga trú á að Kínverjar hafi hinn minnsta áhuga á Sýrlandi - gef fyrir mig litla líf, enga ástæðu þess séð -- enda er ekkert út úr Sýrlandi að hafa -- landið verður einfaldlega fjárhagsleg hýt fyrir Rússland.
--Rússl. hefur nákvæmlega ekkert gagn af því að eiga Sýrland - bara kostnað, allt fé sem til Sýrlands er beint tap almennings innan Rússl.
__Það sem þú neitar að sjá, er að flest það sem þú nefnir eru vísbendingar þess að Kremlverjum er skít sama um Rússa sjálfa.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.1.2019 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning