ESB hafnar að ræða landbúnaðarmál sem hluta viðræðna við Bandaríkin - Bandaríska þingið hafnar að veita Donald Trump auknar valdheimildir um utanríkisviðskipti

Ákvörðun ESB kemur líklega ekki á óvart, en innan Evrópu er gríðarleg andstaða meðal almennings þegar kemur að genabreyttum matvælum, og vaxandi gagnvart hormónabættu kjöti.
Þar sem að allar kornvörur frá Bandaríkjunum eru í dag framleiddar úr genabreyttu korni og auðvitað korn til sölu - auk þess að Bandaríkin fjöldaframleiða einungis hormónabætt kjöt.
--Þá var alltaf fyrirfram ljóst, að mjög einbeitt pólitísk andstaða sé innan Evrópu gagnvart öllum frekari tilslökunum gagnvart bandarískum landbúnaðarvörum.

  • Spurning hvort þetta útilokar möguleika á árangri í viðræðum ESB og ríkisstj. Bandar?

EU Trade Commissioner Cecilia Malmstrom (C), US Trade Representative Robert Lighthizer and Japanese Minister of Economy, Trade and Industry, Hiroshige Seko (L), pose for photographers prior to a trilateral trade meeting at the offices of the EU Delegation in Washington, DC, January 9, 2019. (Photo by AFP)

"EU Trade Commissioner Cecilia Malmstrom (C), US Trade Representative Robert Lighthizer and Japanese Minister of Economy, Trade and Industry, Hiroshige Seko (L), pose for photographers prior to a trilateral trade meeting at the offices of the EU Delegation in Washington, DC, January 9, 2019. (Photo by AFP)"

EU not to include agriculture in deal with US: Cecilia Malmstrom - We have made that very clear that from our side we're not going to include agriculture that has been made very clear from the beginning.

Á sama tíma hefur ríkisstjórn Bandaríkjanna - nánast lofað bandarískum bændum bættu aðgengi til útflutnings til ESB landa.

Skv. frétt hefur ESB aukið kaup á soyja baunum - en fyrir utan það virðist ekkert frekar í boði er kemur að landbúnaði.

ESB býður þó viðræður um iðnvarning - óskar eftir frekari tolla-lækkunum frá Bandaríkjunum, að tolla-lækkanir á sviði iðnvarnings á móti geti verið í boði.

__Opin spurning hvort ríkisstjórn Bandar. sættir sig við þetta.

 

Að þingið hafni því að veita Donald Trump auknar valdheimildir á sviði utanríkisviðskipta, virðist fljótt á litið - nokkur ósigur: Senate finance chair says no to giving Trump more tariff authority

Charles Grassley, an Iowa Republican: We ain’t going to give him any greater authority. We already gave him too much,

Ríkisstjórn Trumps hefur skv. frétt heimtað auknar valdheimildir - til að svara því sem ríkisstjórn Bandaríkjanna talar um sem ósanngjarnar óhefðbundnar viðskiptahamlanir - með refsitollum.

Hinn bóginn hefur mér virst túlkun ríkisstjórnar Bandaríkjanna á því hvað séu slíkir "non tariffs barriers" á köflum nýstárleg.

Hefur mér virst að munur á reglum milli landa, sé gjarnan álitinn vísvitandi viðskipta-hindranir, þó þær reglur falli innan reglusviðs Heims-viðskipta-stofnunarinnar.

Það hljómar sem ríkisstjórn Trumps hafi verið með drauma um að sækja fram á þessu ári - með nýjum kröfum og hótunum um tolla.

Hvort af verður kemur í ljós. En þingið a.m.k. segir nei að þessu sinni.

  • Eitt lítið dæmi um reglur af slíku tagi, er t.d. japönsk skilgreining á smábýlum til borgarsnatts -- þá þurfa þeir að rúmast innan tilsettra stærðartakmarkana svokallaðir K bílar og það eru einnig takmarkanir á stærð ásamt afli vélar - þá þarf viðkomandi ekki að eiga bílastæði til að fá að aka farartæki sínu um miðbæi borga.
    --Bandarískir bílaframleiðendur framleiða enga slíka bíla - þær japönsku reglur takmarka mjög japanska markaðinn fyrir bifreiðar umfram K bifreiða klassann.
    --Hinn bóginn, má hvaða framleiðandi hefja framleiðslu slíkra bifreiða og bjóða til sölu í Japan -- það sé á hinn bóginn afar ólíklegt að slíkt gerist.

Einungis japanskir framleiðendur hafa framleitt K bíla fram að þessu. Í þessu felst öflug vörn fyrir japanska framleiðendur bifreiða - hinn bóginn er landrými í Japan takmarkað, stæði í borgum vísvitandi smá til þess að einungis K bílar rúmist, eigendur stærri bifreiða þurfa að eiga stæði í borginni sem rúmar þeirra bifreið til að fá að aka innan hennar.

--Það eru tilteknar málefnalegar ástæður fyrir þessu, Japan virkilega hefur mjög takmarkað landrými - hátt hlutfall eyjanna hálendi eða fjöll, hlutfallslega lítið sléttlendi í boði.

Það síðan úir og grúir af mismunandi reglum milli landa - sem skapa kostnað fyrir sérhvern þann sem vill flytja varning milli landa, þ.s. flókið sé að uppfylla gjarnan verulega misvísandi reglur.

--Krafa ríkisstjórnar Bandar. hljómar í mín eyru sem krafa um það - að önnur lönd aðlagi sitt regluverk að regluverki Bandaríkjanna.

Það má túlka slíkt sem frekju!

 

Niðurstaða

Það hafa hingað til ekki farið miklar fregnir af samningsumleitunum ESB og ríkisstjórnar Bandaríkjanna - klárlega virðist sambandið ekki ætla að láta Bandaríkin hafa allt eftir sínu höfði. Ríkisstjórn Bandaríkjanna er virðist klárlega vonast eftir frekari opnunum fyrir bandarískan landbúnað - væntanlega verður fyrir nokkrum vonbrigðum.
--Það verður að koma í ljós síðar hver áhrif þessarar útkomu verða fyrir viðræðurnar.
--En DT getur auðvitað ákveðið að slíta þeim, og hefja aftur tollastríð.

Ég hugsa að neitun þingsins til Donalds Trumps um auknar valdheimildir á sviði utanríkisviðskipta hljóti að vera töluverð vonbrigði fyrir hann - ummæli Grassley virðast benda til óánægju meðal Repúblikana í Öldungadeild Bandaríkjaþings um tollastefnu Trumps.

Það er auðvitað meirihluti Repúblikana sem er að hafna að veita þessar auknu heimildir.
Einhver ætti að muna að Repúblikanar hafa enn meirihluta í Öldungadeild.

--Klárlega eru langt í frá allir þing-Repúblikanar í efri deild Bandar.þings Trumps menn.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 102
  • Frá upphafi: 858803

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 89
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband