Donald Trump sagði það nýja samkomulag um NAFTA sem hann sjálfur gerði fyrr á þessu ári -- frábært, en nú lýsir hann því með töluvert öðrum hætti; og að auki skil ég ekki orð hans með öðrum hætti en þeim, að hann hóti nú að fórna því.
Sjá nýjustu Tweet Trumps:
Donald J. Trump account @realDonaldTrump We will be forced to close the Southern Border entirely if the Obstructionist Democrats do not give us the money to finish the Wall & also change the ridiculous immigration laws that our Country is saddled with. Hard to believe there was a Congress & President who would approve! 4:16 AM - 28 Dec 2018
Donald J. Trump @realDonaldTrump ....The United States looses soooo much money on Trade with Mexico under NAFTA, over 75 Billion Dollars a year (not including Drug Money which would be many times that amount), that I would consider closing the Southern Border a “profit making operation.” We build a Wall or..... 4:42 AM - 28 Dec 2018
En nú allt í einu talar hann um nýja samkomulagið - í sama dúr og hann ræddi um samkomulagið sem áður var í gildi -- eins og hann hafi hreinlega steingleymt að hann er nýlega búinn að ganga frá nýju samkomulagi.
Hann talaði í svipuðum dúr um gamla NAFTA samkomulagið, færum störfin heim.
En nýja samkomulagið átti einmitt að vera svo miklu betra, eins og hann sjálfur sagði frá!
--Mér finnst Trump hreinlega tala eins og hann hafi steingleymt því að hans ríkisstjórn sé búin að ganga frá nýju samkomulagi.
--Þannig að þetta virðist mér ekki líta vel út fyrir karlinn - eiginlega hljóma í mín eyru sem, elliglöp eða "dementia" -- eða karlinn hafi verið drukkinn við tölvuna.
Sannast sagna get ég ekki ímyndað mér aðra útkomu, en DT tapi harkalega á þessari hótun.
En drjúgur meirihluti Repúblikana-þingmanna styður samkomulagið við Mexíkó og Kanada.
- Þessi viðbrögð DT gætu leitt fram það að Repúblikana-þingmenn og þingmenn Demókrata, nái saman - 2/3 meirihluta eins og gerðist á sl. ári er sambærileg deila um vegginn fór fram, og bandaríska ríkið var þá einnig í svokölluðu - stoppi.
- Síðan, gæti það gerst - af ef DT reyndi að loka landamærunum, að þingið tæki völdin af forsetanum - með lagasetningu, þá meina í um það tiltekna atriði.
--En þingið á sl. ári setti lög þ.s. þingið tók yfir ákvarðanatökuvald um refsiaðgerðir á Rússland.
--Í þeirri ákvörðun gæti falist fordæmi, ef DT reyndi að loka landamærunum.
--Og þannig setja sennilega yfir milljón störf innan Bandaríkjanna í hættu.
En málið er að hagkerfi Mexíkó og Bandar. - virka sem ein heild.
Þú getur ekki lokað landamærunum, án stórtjóns beggja vegna.
Vegna þess að fyrirtæki treysta á að fá varning afhentan á réttum tíma, hvort sem á við frá Bandar. eða frá Mexíkó, gjarnan er hluti framleiðslu beggja vegna landamæra - meðan að lokafrágangur vöru á endanlegt form getur verið hvoru megin sem er við þau.
--Fullt af starfsemi mundi líklega þurfa að loka á meðan slík lokun væri í gangi.
Annað atriði en mjög mikilvægt
- Ímyndum okkur að hann virkilega gerði þetta!
- Mundi nokkurt ríki þaðan í frá treysta sér til að semja um nokkurn skapaðan hlut við DT?
Ég meina, ef hann hendir frá sér umsömdum samningi eftir mánuð, vegna innanlands-deilu? Hver þaðan í frá gæti þá treyst honum til að standa við nokkurn skapaðan hlut? Hvaða tilgangur væri þá að semja við hann - yfir höfuð.
--Sjáið þið virkilega ekki hvað hann getur verið að skemma gríðarlega mikið fyrir sér?
Niðurstaða
Hreinlega velti fyrir mér hvort karlinn hafði fengið sér neðan í því áður en hann skrifaði Twítin seint á aðfararnótt föstudags. En í ljósi þess að hans ríkisstjórn gekk frá nýjum NAFTA samningi fyrir skömmu síðan - sem þá var sagður svo miklu betri en sá fyrri. Þá kemur mér ofangreind Twít karlsins í brúnni á Hvíta-húsinu þannig fyrir sjónir, eins og hann hafi ekki munað þá stundina, að hann var nýlega búinn að ganga frá nýjum NAFTA samningi.
Ég sé þá tvo möguleika -- hann var drukkinn, eða - elliglöp "dementia" ásökunin sé sönn.
Ef hann heldur áfram að tala í þessum dúr, þá auðvitað - kemur vart "drukkinn" lengur til greina.
--En hvernig getur sami samningur verið frábær fyrir tveim mánuðum - en hræðilegur tveim mánuðum síðar, án þess að nokkuð hafi breyst? Annað en hann á í nýrri pólitískri deilu?
Ef hann reynir að loka landamærunum - varpa nýgerðum NAFTA samningnum fyrir róða, vegna deilunnar um vegginn; þá grunar mig að þingið taki af honum völdin í málinu - og líklega að auki að þingmenn semji sín á milli um fjárlög.
--En við þær aðstæður að nýr þetta mikilvægur viðskiptasamningur væri lagður undir af hálfu Trumps, grunar mig að útkoman yrði aftur samkomulag þingmanna er hefði 2/3 meirihluta.
--Fyrir utan að ef þetta virkilega gerðist, mundi það líklega eyðileggja alla möguleika DT til að gera milliríkjasamninga við önnur lönd.
--Ég meina, hver gæti treyst því að hann stæði við nokkurn samning? Það mundi líklega enginn treysta sér til að semja við Bandaríkin meðan hann væri forseti - um nokkurn skapaðan hlut.
--Þannig væri hann að skemma hreint ótrúlega mikið fyrir sér sjálfum!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:18 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.3.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 863641
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 266
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning