Donald Trump sagði það nýja samkomulag um NAFTA sem hann sjálfur gerði fyrr á þessu ári -- frábært, en nú lýsir hann því með töluvert öðrum hætti; og að auki skil ég ekki orð hans með öðrum hætti en þeim, að hann hóti nú að fórna því.
Sjá nýjustu Tweet Trumps:
Donald J. Trump account @realDonaldTrump We will be forced to close the Southern Border entirely if the Obstructionist Democrats do not give us the money to finish the Wall & also change the ridiculous immigration laws that our Country is saddled with. Hard to believe there was a Congress & President who would approve! 4:16 AM - 28 Dec 2018
Donald J. Trump @realDonaldTrump ....The United States looses soooo much money on Trade with Mexico under NAFTA, over 75 Billion Dollars a year (not including Drug Money which would be many times that amount), that I would consider closing the Southern Border a profit making operation. We build a Wall or..... 4:42 AM - 28 Dec 2018
En nú allt í einu talar hann um nýja samkomulagið - í sama dúr og hann ræddi um samkomulagið sem áður var í gildi -- eins og hann hafi hreinlega steingleymt að hann er nýlega búinn að ganga frá nýju samkomulagi.
Hann talaði í svipuðum dúr um gamla NAFTA samkomulagið, færum störfin heim.
En nýja samkomulagið átti einmitt að vera svo miklu betra, eins og hann sjálfur sagði frá!
--Mér finnst Trump hreinlega tala eins og hann hafi steingleymt því að hans ríkisstjórn sé búin að ganga frá nýju samkomulagi.
--Þannig að þetta virðist mér ekki líta vel út fyrir karlinn - eiginlega hljóma í mín eyru sem, elliglöp eða "dementia" -- eða karlinn hafi verið drukkinn við tölvuna.
Sannast sagna get ég ekki ímyndað mér aðra útkomu, en DT tapi harkalega á þessari hótun.
En drjúgur meirihluti Repúblikana-þingmanna styður samkomulagið við Mexíkó og Kanada.
- Þessi viðbrögð DT gætu leitt fram það að Repúblikana-þingmenn og þingmenn Demókrata, nái saman - 2/3 meirihluta eins og gerðist á sl. ári er sambærileg deila um vegginn fór fram, og bandaríska ríkið var þá einnig í svokölluðu - stoppi.
- Síðan, gæti það gerst - af ef DT reyndi að loka landamærunum, að þingið tæki völdin af forsetanum - með lagasetningu, þá meina í um það tiltekna atriði.
--En þingið á sl. ári setti lög þ.s. þingið tók yfir ákvarðanatökuvald um refsiaðgerðir á Rússland.
--Í þeirri ákvörðun gæti falist fordæmi, ef DT reyndi að loka landamærunum.
--Og þannig setja sennilega yfir milljón störf innan Bandaríkjanna í hættu.
En málið er að hagkerfi Mexíkó og Bandar. - virka sem ein heild.
Þú getur ekki lokað landamærunum, án stórtjóns beggja vegna.
Vegna þess að fyrirtæki treysta á að fá varning afhentan á réttum tíma, hvort sem á við frá Bandar. eða frá Mexíkó, gjarnan er hluti framleiðslu beggja vegna landamæra - meðan að lokafrágangur vöru á endanlegt form getur verið hvoru megin sem er við þau.
--Fullt af starfsemi mundi líklega þurfa að loka á meðan slík lokun væri í gangi.
Annað atriði en mjög mikilvægt
- Ímyndum okkur að hann virkilega gerði þetta!
- Mundi nokkurt ríki þaðan í frá treysta sér til að semja um nokkurn skapaðan hlut við DT?
Ég meina, ef hann hendir frá sér umsömdum samningi eftir mánuð, vegna innanlands-deilu? Hver þaðan í frá gæti þá treyst honum til að standa við nokkurn skapaðan hlut? Hvaða tilgangur væri þá að semja við hann - yfir höfuð.
--Sjáið þið virkilega ekki hvað hann getur verið að skemma gríðarlega mikið fyrir sér?
Niðurstaða
Hreinlega velti fyrir mér hvort karlinn hafði fengið sér neðan í því áður en hann skrifaði Twítin seint á aðfararnótt föstudags. En í ljósi þess að hans ríkisstjórn gekk frá nýjum NAFTA samningi fyrir skömmu síðan - sem þá var sagður svo miklu betri en sá fyrri. Þá kemur mér ofangreind Twít karlsins í brúnni á Hvíta-húsinu þannig fyrir sjónir, eins og hann hafi ekki munað þá stundina, að hann var nýlega búinn að ganga frá nýjum NAFTA samningi.
Ég sé þá tvo möguleika -- hann var drukkinn, eða - elliglöp "dementia" ásökunin sé sönn.
Ef hann heldur áfram að tala í þessum dúr, þá auðvitað - kemur vart "drukkinn" lengur til greina.
--En hvernig getur sami samningur verið frábær fyrir tveim mánuðum - en hræðilegur tveim mánuðum síðar, án þess að nokkuð hafi breyst? Annað en hann á í nýrri pólitískri deilu?
Ef hann reynir að loka landamærunum - varpa nýgerðum NAFTA samningnum fyrir róða, vegna deilunnar um vegginn; þá grunar mig að þingið taki af honum völdin í málinu - og líklega að auki að þingmenn semji sín á milli um fjárlög.
--En við þær aðstæður að nýr þetta mikilvægur viðskiptasamningur væri lagður undir af hálfu Trumps, grunar mig að útkoman yrði aftur samkomulag þingmanna er hefði 2/3 meirihluta.
--Fyrir utan að ef þetta virkilega gerðist, mundi það líklega eyðileggja alla möguleika DT til að gera milliríkjasamninga við önnur lönd.
--Ég meina, hver gæti treyst því að hann stæði við nokkurn samning? Það mundi líklega enginn treysta sér til að semja við Bandaríkin meðan hann væri forseti - um nokkurn skapaðan hlut.
--Þannig væri hann að skemma hreint ótrúlega mikið fyrir sér sjálfum!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:18 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 2
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 564
- Frá upphafi: 860906
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 507
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning