24.12.2018 | 16:30
Í annað sinn sem forseti, velur Donald Trump frekar að loka bandaríska ríkinu, en að samþykkja ný fjárlög án fjármögnunar á landamæraveggnum hans
Eitt af því allra sérstakasta við nálgun Donalds Trumps - er hvernig hann virðist leitast við að beita "government shutdown" sem svipu á bandaríska þingið.
--Lokatilraun til að leysa deiluna fyrir jól rann út í sandinn sl. föstudag.
--Er því ljóst að bandaríska alríkið hefur í annað sinn síðan Donald Trump varð forseti, farið í svokallað "shut down" út af deilu um sama atriðið - þ.e. fjármögnun fyrir landamæravegginn hans trumps.
Skv. embættismönnum í Hvíta-húsinu, gæti lokunin staðið fram yfir áramót: Top Trump aide says government shutdown may go into New Year.
Its very possible this shutdown will go beyond (December) the 28th and into the new Congress, - I dont think things are going to move very quickly here for the next few days -- sagði Mick Mulvaney.
- Rétt að ryfja upp hvernig sama deila fór fyrir ári - þá lauk deilunni með samþykki fjárlaga sem ekki fólu í sér fjármögnun á landamæraveggnum við Mexíkó, og Donald Trump skrifaði undir.
- Það gerði hann undir þeirri þvingan, að þingið hafði náð 2/3 meirihluta - þrátt fyrir að þá hafi Repúblikanar ráðið báðum þingdeildum.
--Ef einhver er að segja þetta sé bara út af Demókrötum, þá eru sterkar vísbendingar uppi - að þingið sjálft geti náð saman um fjárlög, án veggjarins -- eins og síðast.
--Greinilega er fjöldi Repúblikanaþingmanna ekki talsmenn veggjarins.
Röð Twíta í desember um Vegginn frá Trump:
Donald J. TrumpV@realDonaldTrump - We would save Billions of Dollars if the Democrats would give us the votes to build the Wall. Either way, people will NOT be allowed into our Country illegally! We will close the entire Southern Border if necessary. Also, STOP THE DRUGS!
--En þær landamæragirðingar sem fyrir eru, eru ekki beint þ.s. hann hefur verið að tala fyrir.
Ef girðingar eru orðnar að vegg -- hver er þá þörfin fyrir vegg? Ef veggur er þegar til staðar?
--Veggur greinilega stoppar ekki að fólk komi löglega til Bandar. sem ferðamenn, en skili sér síðan ekki út á flugvöll er flogið skal til baka - þetta skilst mér að sé algengasta leiðin.
--Síðan stórfellt efa ég að öflugra "border fence" hafi nokkur veruleg áhrif á eiturlyfjasmygl sem sé þrautskipulagður iðnaður -- sömu hópar geta smyglað fólki með notkun sambærilegra smygl-leiða.
--Það sem er dýrast, eru 11 flugmóðurskip plús ógrynni fylgdarskipa, það er ekkert sérstakt sem bendir til þess að Bandar. mundu leggja þau af - þó þau drægu alla sína 64þ. liðsmenn frá Evr.
--Það er einnig afar ósennilegt að einhver verulegur peningur sparaðist, þ.e. í Bandar. þyrfti einnig að greiða þeim laun - veita þeim húsaskjól - þjálfunaraðstöðu, greiða laun, afla þeim vopna o.s.frv.
--DT hefur verið bent á að í nokkrum tilvikum borga aðildarlöndin uppihald þeirra herstöðva sem Bandaríkin fá afnot af.
--En þrátt fyrir tilraunir til útskýringar -- talar DT endurtekið eins og, gervallt herlið Bandar. hafi þann eina tilgang að verja Evr. - þó meginhluti herliðs Bandar. sé annars staðar, megnið langar leiðir frá Evrópu.
- Vandamálið við málflutning DT -- að enginn hefur í reynd hugmynd um hvað hann akkúrat er að biðja um -- en mundu Bandar. í raun vera sátt við það, ef í ímynduðum heimi, Evr. mundi koma sér upp sambærilega sterkum her og Bandar. - það ásamt flugmóðurskipadeildum; en það þíddi að Evrópa væri þá einnig, risaveldi?
- Evr. væri þá "rival power." Það er innan þess tæknilega mögulega, en ef Evr. ætti að verja 4,3% fjárlaga til hermála, þá mundi það skila herafla á stærð við herafla Bandar. Þ.s. heildarhagkerfi Evrópu er sambærilegt að umfangi við hagkerfi Bandar.
Nú lítur þetta meir út fyrir að vera girðing -- sbr. mynd að ofan sem DT sjálfur póstaði inn á netið undir einu af hans Twítum.
--Til staðar er Twít sem ég birti ekki þ.s. DT segir Erodgan hafa lofað að ganga milli bols og höfuðs á því sem eftir sé af ISIS innan Sýrlands - ef rétt, þá þíðir það væntanlega að hernaðaraðgerð Tyrkja framundan er heldur betur umsvifamikil.
- Árásir Tyrklandshers á Kúrda hefjast líklega fljótlega á nýárinu. Það er hvað ákvörðun DT er gagnrýnd fyrir, að veita Erdogan í reynd skotleyfi á Kúrda -- sem voru í þjónustu Bandar. í 3 ár sem byssufóður við það að berja á ISIS, en eru nú yfirgefnir - líklega til að vera strádrepnir.
Það sem er kannski merkilegast, er tal hans um bandamenn Bandaríkjanna - að þeir séu ekki að verja nægu fé til hermála -- notaði DT 4,3% af fjárlögum til hermála í Bandar. sem sönnun.
Hinn bóginn, blasir ekki við mér akkúrat hvað DT vill - en ef Evr. verði sambærilegu fé, væri Evr. risaveldi á við Bandaríkin í hermálum. Mundu Bandar. í raun vilja það?
--Kannski er merkilegast Twítið þ.s. DT kallar sjálfan sig "tariff man."
Kannski felst í því besta vísbendingin um framtíðina.
Að á nk. ári, fari hann af auknum krafti í að þrýsta á bandalagslönd Bandar.
Nú um stundir virðist vopnahlé í viðskiptaátökum við Kína.
Kannski benda þessi Twít til þess að vænta megi aukinnar áherslu á viðskiptaátök við bandalagsríki Bandaríkjanna á útmánuðum nk. ár.
Gleðileg jól!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 25.12.2018 kl. 21:25 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 857479
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er auðséð á þessum pistli að ekki þekkir þú vel til aðstæðna við landamæri Mexikó og USA.
Svo er það algjör misskilningur að veggurinn sé eitthvað sem Trompinu datt í hug að reisa, heldur var og er það yfir 65 milljónir kjósenda sem vilja fá vegginn og Trompið lofaði að koma því í gegn.
Það er svo sem auðskiljanlegt að þú skiljir ekki að stjórnmálamaður standi við kosningaloforð, því að það er aldrei gert á Íslandi.
MAGA
Jólakveðja frá Montgomery Texas
Jóhann Kristinsson, 24.12.2018 kl. 22:03
Jóhann Kristinsson, sannast sagna finnst mér afar ósennilegt að þeir sem vilja vegginn - séu meirihluti kjósenda þó einungis sé talað um í samhengi þeirra er kusu DT -- þvert á móti er klárt að þeir sem kusu DT komu úr margvíslegum áttum; þ.e. veggjarsinnar - þeir sem alltaf kjósa Repúblikana skipti ekki máli hvort það var Trump á miðanum - þeir sem kusu hann því hann lofaði störfum - þeir sem kusu hann út á loforð tengd hæstarétti Bandar. - og þeir sem kusu hann vegna þess hann lofaði að gera Bandaríkin "great again." Veggjarsinnar einungis einn af kjósendahópum Trumps. Mundi ekki treysta mér að meta hlutfall þeirra meðal þess hóps er kaus hann - líklega vel innan helmingur hans kjósenda þó. Veggurinn er auðsjáanlega ekki heitt mál fyrir kjósendur í fylkjum fjær landamærum Mexíkó.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.12.2018 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning