4.12.2018 | 23:04
Úkraína virðist undir nýrri rússneskri árás - þ.e. hafnbanni á hafnir við Azovshaf
Ég bendi fólki á áhugaverðan vef: Marine Traffic sjá traffík Azovshaf. Eins og sjá má á þessum áhugaverða vef - virðast engin skip að sigla frá Mariupol né til Mariupol. Það er auðvitað út í hött miðað við allar eðlilegar aðstæður, þ.s. Mariupol er mikilvæg höfn fyrir Úkraínu.
Rússar virðast vera að nota brú yfir Kerch sund, til að hindra úkraínska skipa-umferð til og frá höfnum við Azovshaf!
En einfalt er að hindra tiltekin skip í að sigla þar í gegn, þ.s. brúin hefur einungis eitt haf nægilega stórf fyrir skip að sigla undir og í gegn!
Sést á MarineTraffic vefnum að engin úkraínsk skip eru að sigla þessa leið.
Það er auðvitað hrikalega grunsamlegt að sjálfsögðu!
Ukraine ports feel squeeze from tensions with Russia
"Together the two Azov seaports account for almost 6 per cent of Ukraines exports. Mr Omelyan said their standstill threatened to hit living standards and destabilise the region ahead of the elections. He said authorities were preparing contingency plans to address bottlenecks from having to transfer cargo from the Azov sea to Ukraines larger Black Sea ports."
Kort er sýnir dreifingu íbúa er nokkuð gamalt eða frá 2001!
- En ef maður veltir fyrir sér - af hverju er Rússland að beita svæðið við Azovshaf sérstökum þrýstingi.
- Gæti það verið vegna þess, að þar er töluvert hlutfall Rússa er búa þar.
En takið eftir hve umráð Rússa yfir Krím yrðu þægilegri, ef þeir réðu landsvæðinu alla leið þangað, m.ö.o. það væri bein land-tenging!
Mig grunar einfaldlega það, að Rússland hyggist endurtaka leikinn frá því fyrir nokkrum árum, þ.e. fyrst beita efnahags-þrýstingi, síðan - hvetja til uppreisnar, lofa því að mun betra væri að búa í Rússlandi.
Senda flugumenn til svæðisins við Mariupol, með rússn. rúbblur að vopni, og loforð til hvers sem er sem tekur þátt - um stuðning Moskvu við aðgerðir.
Síðan komi í ljós, hvort plottið takist, m.ö.o. takist að skapa uppþot og vandræði á svæðinu.
--Stjórnvöld í Úkraínu eins og kom í ljós nýverið, hafa nú valdheimild frá þinginu til að setja herlög á einstökum svæðum, þau gætu þurt að grípa til slíkra aðgerða á Mariupol svæðinu, ef efnahagslegar þvingunar-aðgerðir Rússa gagnvart svæðinu halda áfram.
Niðurstaða
Það eru vísbendingar að Rússland sé að beita strönd Úkraínu við Azovshaf efnahags-þrýstingi, með því að hindra umferð skipa til hafna á svæðinu sem tilheyra Úkraínu - þau hafa annaðhvort ekki fengið að fara í gegn, eða eftir mjög langt japl jaml og fuður. Það eru enn nokkrir mánuðir til kosninga í Úkraínu. Það má alveg hugsa sér að Rússlands stjórn dreymi um að - svæðið gangi hreinilega í lið með rússn. stjv. - ef rússn. stjv. beita það þrýstingi, samtímis lofa mun betra ástandi, ef íbúar mundu ganga í lið með Rússlandi.
--Rússn. áhrif eru sterk á þessu svæði, það sé því ekki algerlega galið að slík tilraun gæti virkað a.m.k. að einhverju verulegu leiti, m.ö.o. beita svipunni á íbúa - lofa þeim að svipan fari af ef íbúar láta að vilja rússn. stjv.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
Nýjustu athugasemdir
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ásgrímur - Evr. hefur hingað til fjármagnað stríðið að stærstum... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , þess vegna mun NATO krefjast trygginga af ... 2.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: https://www.youtube.com/watch?v=rkA7Fd8XNyQ Það sem líklega ger... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Ég fylgist nokkuð með fréttum frá nýjasta NATO ríkinu Svíþjóð o... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: Grímur Kjartansson , meir en næg orka annars staðar frá. Frekar... 1.1.2025
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok ...: En það gæti nú orðið ESB sem þvingar Selenski loks að samningar... 1.1.2025
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 9
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 179
- Frá upphafi: 858765
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það hafa aldrei verið neinir uppreisnar menn i Austur Úkrainu, heldur var fyrst og fremst um þjoðarmorð að ræða sem að var upphafið á minnihluta hóp í Austur Ukrainu eftir valdaskiptin og sá minni hluta hópur var af Russneskju bergi brotinn og þurfti svo sannanlega að verja hendur sínar fyrir þessum ógeðslega Austurísk ættaða fasista evropu lýð sem að áður í sögunni hafði farið fram í Ukrainu með ofbeldi gegn fólki og þegar að Hitler komst til valda, sem að var jú Austurríkismaður að þá tóku ukrainu menn honum fagnandi og hálpuðu Nasistum að halda áfram morðum á fólki af Russneskubergi brotnu, og það sem að eftir stoð og þeir sem að lifðu af var síðan Fólk af Russneskku bergi brotni í Austurhlutanum, sem átti síðan að halda áfram að þjóðernishreina út úr Úkrainu og koma Úkrainu allri undir stjórn Evropusambandsins, og þar á meðal þá VATIKANSINS, þvi ESB er Vatikanið ! Fremmstur í flokkið fór Joe Biden varaforseti Kaþolikkin mikli. Búrisma Holding er fyrirtæki sem að búið að sisla undir sig GAS FYRIRTKIÐ Í UKRAINU, og ætti fólk að skoða hverjir eru eigendur af þvi, enda einn af þeim SONUR JOE BIDENS.
Uppreisnarmenn í Ukrainu voru einungis þeir sem að FRÖMDU VALDARÁNIÐ SJÁLFT allt annað eru FORNARLÖMB og þar á meðal fólkið í Austurhlutanum.
það er endalaust verið að nota orðræðu þar sem að hvítt er látið út fyrir að vera svart og svo öfugt og þá sérstaklega þegar að kemur að Russum.
Fólk byrjar líka söguna um KRIMSSKAGAN á vitlausum stað og og talar um yfirtöku russsa á krímskaganum með hervaldi, þegar að lýðræðsilegar kosningar fóru fram á skaganum og engu hervaldi þurfti að beita til þess að þær færu fram og enginn hvorki hér né annarstaðar minnnist á Joe Niden og John Maccain í Ukrainu og heldur ekki son Joe Bidens í Ukrainu, heldur er gengarlaus andrússneskju áróður í gangi þar sem að eigendur allra helstu fjölfmiðla vestanhafs eru ju innvinklaðir inn í hagsmuna klíkina og þá samanber Eiginmaður Thersa May sem að að vinna fyrir sjóð sem að á í öllum helstu fjölmiðlum bretlands, sem að líka ástæða fyrir þvi af hverju Skripal málinu er haldið gangandi af breskum fjölmiðlum og líka ástaðan fyrir þvi af hverju ZIZZI veitingarstaðar keðjan var notuð í skripal málinu, þar liggja þræðir til fjárfestingarsjóðs þess sem að eiginmaður Thersa May er í ákveðnu forsvari fyrir
kv
LIG
Lárus Ingi Guðmundsson, 5.12.2018 kl. 18:28
Lárus Ingi Guðmundsson, ótrúlegt bull, segjum að kosið yrði til Alþingis með sama hætti og kosningin á Krím fór fram!
--Þá yrði einungis einum flokki heimilað að bjóða sig fram.
--Hver sá sem reyndi að mótmæla fyrirkomulaginu, væri snarlega handtekinn.
__Síðan yrði stöðugt básúnað í fjölmiðlum - eingöngu prógramm þessa eina flokks er væri heimilað að bjóða fram.
__Engum öðrum væri heimilað, að koma upplýsingum á framfæri, eða koma á framfæri öðrum sjónarmiðum.
___________________
Þetta er svokölluð -- rússnesk kosning, eins og það nefndist í Kalda-stríðinu.
Það er kosningafyrirkomulag -- er notast var við í gamla Sovét.
Að það hafi staðið til að framkv. þjóðernis-hreinsanir í A-Úkraínu, er fullkomin lygaþvæla, eða að Kíev stjórnin hafi verið fasista-skríll.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.12.2018 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning