Trump virðist hafa blikkað í viðskiptastríði við Kína -- kosningaskjálfti kominn í Trump?

Eins og heimurinn hefur lært þá hafa Trump og Xi líst yfir 90 daga vopnahléi í viðskiptastríði landanna.

U.S., China agree on trade war ceasefire after Trump, Xi summit

  1. Trump frestar um 90 daga fyrirhugaðri 25% tolli á 200ma.$ að andvirði kínverks innflutnings - sem átti að taka gildi nk. áramót.
  2. "China will agree to purchase a not yet agreed upon, but very substantial, amount of agricultural, energy, industrial, and other product from the United States to reduce the trade imbalance between our two countries,"
  3. "China has agreed to start purchasing agricultural product from our farmers immediately."

Þó svo að - talað sé um það, að viðræður haldi áfram um - aðrar umkvartanir Bandaríkjanna.
Þá á ég ekki von á því að Xi Jinping gefi neitt eftir!

  1. En allt og sumt sem mér virðist að Xi þurfi að gera til þess að Kínverjar kaupi aftur soijabaunir frá Bandaríkjunum -- er að lækka aftur tolla á bandarískan útflutning landbúnaðarvara.
  2. Varðandi kaup á olíu, gasi jafnvel kolum, þá þarf Kína hvort sem er að flytja inn a.m.k. olíu og gas í miklu magni ár hvert.
    --Hlutfall þeirra kaupa, geta allt eins verið frá Bandaríkjunum.
    --Orkufyrirtæki Kína held ég sé rétt að séu í ríkis-eigu.

 

Mér virðist Xi hafa unnið viðskiptastríðið a.m.k. í bili!

Donald Trump hefur verið undir vaxandi þrýstingi frá bændum í Suður-ríkjum Bandaríkjanna, og hann er líklega farinn að velta fyrir sér nk. ári sem er 2019 -- sem er árið sem DT þarf að keppa um endurkjör.
--Þá greinilega vill hann að landbúnaðarsvæðin kjósi hann aftur.

Ég held að í þessu liggi svarið -- þvert á það sem margir héldu fram, hafi það reynst vera Bandaríkin sem stóðu hallar fæti í þeim viðskipta-átökum.
--Xi þarf ekki að hafa áhyggjur af endurkjöri.

Þetta að tolla sérstaklega kjósendur Trumps - hafi virkað!

Viðræður um útistandandi deilumál - skulu standa yfir á meðan.
Hinn bóginn á ég ekki von á því - að Trump starti tollastríðinu aftur fyrir nk. forsetakjör.
--Enda ef hann það gerði, mundu kínversku tollarnir detta aftur á bandar. landbúnað -- auðvitað Kína hætta þeim kaupum á olíu og gasi sem um væru hafnir.
--Trump örugglega vill ekki sjá neitt slíkt gerast, fyrir kosningar.

Þannig að þó svo að sagt sé í samkomulaginu skv. tilkynningu Hvíta-hússins, að ef ekki semst innan nk. 90 daga -- hefjist tollastríðið af fullum þunga á ný.
--Á ég frekar von á því, að DT finni ástæður til þess að láta viðræður við Kína - þó líklega árangurslausar viðræður fram að þeim tíma, halda áfram a.m.k. fram yfir kosningar.

  • Síðan auðvitað, ef hann nær endurkjöri -- gæti tollastríð aftur hafist.
    --Enda væri DT þá væntanlega sama úr því um afstöðu kjósenda.
    --Ekkert annað endurkjör í boði.

 

Niðurstaða

Auðvitað get ég ekki sannað kenningu mína - en ég held ég hafi á réttu að standa. Trump sé sennilega farinn að hugsa um nk. forsetakosningar. Hann eins og ég íja að, vill geta auglýst að hann hafi gert vel fyrir sínar kjósendur - í landbúnaðarhéröðum, og í héröðum þ.s. olía- og gas-vinnsla er mikilvæg.
--Hann vill að auki hafa sterkan efnahag, en viðskiptastríð ef harnaði, gat ógnað honum.

Þannig að ég ætla að gerast svo grófur að spá því, að framhaldi viðskiptastríðs verði frestað framyfir forsetakosningar -- það standi síðan á því hver verður rétt kjörinn forseti næst.
--Ef það verður Trump í annað sinn, gæti hann þá ræst viðskiptastríð að nýju í trausti þess að eiga ekkert í húfi alveg eins og Xi.

Þá a.m.k. stæðu þeir jafnir hvað það varðar - nema að Trump ætti þá einungis 4 ár. En mig grunar að Xi muni endast töluvert lengur í embætti en það.
--En það er grunar mig einmitt hvað Xi hyggst fyrir - þæfa og tefja málið, þar til annar en Trump er í brúnni í Hvíta-húsinu, í vonu um að næsti forseti verði þægilegri.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 824
  • Frá upphafi: 858751

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 746
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband