Trump hótar að loka bandaríska ríkinu - ef hann fær ekki vegginn sinn fjármagnaðan!

Já - þetta hljómar sem gamalt mál - vegna þess að Donald Trump virðist ætla að endurtaka drama sem var í gangi - haustið og fyrri hl. vetrar 2017: Trump warns of government shutdown next month over border security

Rétt að benda á hvernig mál fóru síðast -- Trump fékk ekki vegginn fjármagnaðan.
--Ég veit ekki til þess, að enn hafi verið hafin bygging á - veggnum.
En Trump hélt þá umræðu um fjárlög í spennu, en hann a.m.k. í 3-skipti neitaði að skrifa undir fjárlagafrumvarp án þess að veggurinn væri fjármagnaður.

Hinn bóginn á enda varð hann undir!
En þingmenn Repúblikana og Demókrata fyrir rest, náðu samkomulagi er hafði það mikinn stuðning innan þingsins, að DT átti engan annan kost en að skrifa undir!
--M.ö.o. þingið hafði náð 2/3 meirihluta, sem þíddi að neitun um undirritun, hefði verið án tilgangs.

Donald Trump: "Could there be a shut down? There certainly could and it will be about border security, of which the wall is a part,..."

Mig grunar að Trump eigi ekki mikla möguleika á að fá vegginn sinn fjármagnaðan fyrir nk. ár.
Eins og allir vita, þó Repúblikanar hafi aukið meirihluta sinn í Öldungadeild - misstu þeir meirihluta í Fulltrúadeild yfir til Demókrataflokksins.
--Það er afar afar afar ólíklegt, að Demókratar er á sl. ári neituðu veggnum fjármögnun, samþykki vegg fjármögnun fyrir nk. ár.

  • Þannig, að ég sé ekki annan tilgang fyrir Trump - að endurtaka leikinn, en þann.
    --Að senda skilaboð til þess stuðningshóps hans sem vill vegginn.
    --Að það sé ekki honum að kenna, að ekki sé verið að reisa vegginn.
  • OK, DT - beitir þingið þrýstingi.
    --En hann alveg örugglega fær ekki vegginn fjármagnaðan í þetta sinn fremur en síðast.

Aftur eins og síðast, er það afar sérstakt - að það sé forsetinn sem sé að hóta - lokun eigin stjórnar.

Þegar Obama á sínum tíma var undir þrýstingi, var það þingið sem var að hóta forsetanum - lokun á hans ríkisstjórn.

En Trump hefur snúið þessu algerlega við - virðist nota þá hótun, sem nokkurs konar hótun á þingið.

--Hinn bóginn, eins og kom í ljós á sl. ári - virkar það einungis takmarkað, eða þangað til að þingið nær tilskildum meirihluta til að knýja fram frumvarpið burtséð frá hugsanlegri neitun forseta.

--En sjálfsagt, vinnur Trump einhverja punkta hjá þeim stuðningsmannahóp er styður vegginn - að viðhalda þannig séð, baráttunni.

En á endanum, held ég að hann muni aldrei fá veggnum framgengt. Hann verði aldrei reistur.

 

Niðurstaða

Fyrir mér er þetta nánast eins og vindmylluslagur, það sé svo augljóst DT muni aldrei geta þvingað bandaríska þingið til þess að fjármagna vegginn hans. Hinn bóginn, sendir hann skilaboð til þess stuðningsmannahóps sem vill vegginn - að forsetinn standi með þeim. En það sé nánast það eina sem ég get komið auga á, sem hugsanlegur nytsamur tilgangur fyrir Donald Trump að endurtaka sama dramað og hann lék í fyrra.
--Eins og ég sagði, þessi veggur verður alveg örugglega ekki reistur.
--En sjálfsagt svo lengi sem DT er forseti, mun hann halda áfram að tala um hann.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Einar við megum ekki segja að Trump fá veggin heldur þjóðin fái örugg landamæri og eina leiðið er vopnaður her eða veggur eins og tíðkast í Evrópu já og hinn frægi Kína veggur.

Það er veggur við suðurlandamæri Mexico ef ég man rétt.? Bandaríkjamenn verða að stjórna sínum landamærum eins og önnur lönd og það eru ekki nema verstu óvinir þjóðarinnar sem myndu stoppa það.

Valdimar Samúelsson, 23.11.2018 kl. 09:49

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar Samúelsson, Kína veggurinn hindraði ekki að Kína yrði endurtekið fyrir innrásum. Veggurinn hans Trumps mun alveg örugglega hafa sára lítil áhrif á aðstreymi ólöglegra innflytjenda þó hann væri reistur. Því raunverulega vandamálið er -- "criminal gangs" sem ráða beggja vegna landamæranna á stórum svæðum, sem standa fyrir mjög víðtæku þrautskipulögðu smyggli, og eru í reynd risafyrirtæki sem eru með þúsundir manna á launum - eru yfirleitt einnig, þrælvopnuð. Þessi gengi hafa stundað eiturlyfjasmygl áratugum saman, ca. 100 milljarða dollara markaður per ár innan Bandar. með eitur tryggir þeim stöðuga innkomu, sem fjármagnar þeirra starfsemi - þessi gengi stunda smygl á fólki einnig til hliðar við annað smygl, nota gjarnan sömu smygl leiðir. Þessi gengi ráða yfir svo miklu fjármagni, það mörgum starfsmönnum beggja vegna landamæra, að þau eiga í engum vandræðum með að finna leiðir framhjá slíkum hindrunum. Það eru þessi -gengi- sem eru raunverulega vandamálið -- samfellt stríð Bandar. gagnvart eiturlyfjum síðan í tíð Nixon hefur einfaldlega alls ekki virkað, en það eru þessi gengi sem tryggja að smygl gangi fyrir sig, eins og smurð vél. Þessi veggur mun ólíklega vera fyrir þau hin minnsta hindrun. Gengin fyrir utan þetta, eru að grada undan ríkjunum Sunnan landamæra Mexíkó - ef þú manst eftir þó steyptu Bandar. ekki fyrir mjög mörgum árum forseta eins þeirra landa, því sá var talinn á bandi eiturgengja - þeirra maður; en þ.e. veruleg hætta á að eiturgengi nái stjórn yfir einhverju þeirra landa. Þau ráða yfir það miklu fjármagni, geta verið betur vopnuð en stjórnarher sumra þeirra landa - þ.e. þess vegna sem Bandar. verða áfram að fjármagna stjv. þeirra tilteknu landa - því án slíkrar aðstoðar gætu þau lönd fallið undir stjórn eiturgengja. Eiturgengin grafa undan efnahag þeirra landa -- og eru því stór ástæða þess, að fólk streymir stöðugt í Norður átt til Mexíkó -- síðan láta eiturgengin aumingja fólkið borga þeim fyrir að smygla því yfir landamærin til Bandar. M.ö.o. er þetta mjög fjöþætt vandamál - en án þess að ráða niðurlögum eiturgengjanna, mun enginn veggur skipta hinu minnsta máli.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.11.2018 kl. 11:11

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Trump er yfirmaður hersins. Hann getur látið herinn loka landamærunum alveg án veggs og líklega ódýrar

Halldór Jónsson, 23.11.2018 kl. 11:21

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Hann verður að gera það hvort sem er þegar caravaninn kemur

Halldór Jónsson, 23.11.2018 kl. 11:22

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Halldór Jónsson,  og það mundi nær engin áhrif hafa - eða heldur þú virkilega að milljón dollar mútur mundu engin hugsanleg áhrif geta haft innan hersins; glæpaklíkurnar mundu finna þá einstaklinga sem standa veikir fyrir af einhverri ástæðu - tæki kannski einhverjar vikur eða mánuði -- færu síðan að bjóða þeim peninga, síðan þegar þeir hafa sökkt sér í ólöglega iðju, hafa þeir þá. Eins og Nebucadnessar sagði fyrir meir en 3000 árum, asni klyfjaður gulli kemst yfir vegginn, hann meinti annan vegg en hugmyndin virkar eins vel í dag. Innan örfárra ára, væru klíkurnar búnar að sá meini spillingar innan hersins, væntanlega orðnar hluti af hernum. 
--Það má vel vera DT muni setja upp sjónarspil, að stoppa þann tiltekna hóp - lísa yfir einhverjum sigri. En til lengri tíma litið, mun það nákvæmlega engu máli skipta - vera algerlega innantómur "gesture."
**Vandamálið er -- hve smygl er fjárhagslega aðlaðandi, hve fyrir bragðið - miklir peningar eru í smygli til Bandar. af öllu tagi -- og síðan hve peningar auðveldlega spilla fólki, peningar í bland við hótanir.
**Þessar klíkur kunna sína vinnu vel, þess vegna þrátt fyrir stríð gegn þeim síðan í tíð Nixon - ef e-h hafa þær aldrei nokkru sinni verið sterkari.
--------------
Þetta er miklu dýpra vandamál en svo það verði leyst með vegg, eða með því að senda herinn til landamæranna.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.11.2018 kl. 12:41

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég er ekki nógu kunnugur Kínamúrnum,en ég hygg samt að hann hafi verið töluverð vörn fyrir Kínverja á sínum tíma.

Bygging hans stóð með hléum í 2000 ár að talið er ,svo það verður að teljast líklegt að Kínverjar hafi talið hann mikilvægann í varnarskyni.

Reyndar hafði Kínamúrinn margskonar tilgang,meðal annars var hann vegur yfir afar torfært land (væntanlega með vegtollum),hann var notaður til að beina umferð á ákveðna staði svo hægt væri að tolla vörur ,og hann var notaður til að hafa stjórn á þjóðflutningum eins og Trump múrinn ógurlegi.

En við eigum miklu nýlegri dæmi um múra sem hafa virkað ágætlega. Þarna er ég að tala um járntjaldið,sem Berlínarmúrinn var hluti af. Það fóru ekki margir þar í gegn.

Sama gegnir um "múr" Ungverja á sínum landamærum. Hann virðist virka ágætlega.

Alltaf er það samt þannig að einhverjir komast í gegn,en það er enginn vafi að múrar eru afaráhrifamikil og gagnleg mannvirki ef menn vilja takmarka þjóðflutninga.

.

Ótti við þjóðflutninga er ekkert nýtt fyrirbæri. Hann er sennilega jafngamall mannkyni.

Þessi ótti er alls ekki ástæðulaus,af því að þjóðflutningar hafa alla tíð leitt til hörmunga á svæðinu sem verður fyrir þeim.

Þessar hörmungar geta verið með ýmsu tagi.

Stundum ofsækir og útrýmir hinn aðvífandi hóp þá sem fyrir eru. Það eru þó nokkur tiltölulega vel skráð dæmi um það úr ekki svo fjarlægri fortíð.

Stundum útrýmir eða þrælka hinir innfæddu hinn aðvífandi hóp sem er líka ágætlega þekkt.

.

Ágætt dæmi um þetta úr samtímanum er Israel. Þar standa yfir gríðarleg átök sem eiga rætur sínar í þjóðflutningum.

Mönnum sýnist sitt hvað um hverjum er um að kenna,en rót vandans er augljóslega þessir þjóðflutningar.

Sama gegnir um Evrópu ,þjóðflutningarnir þangað eiga eftir að leiða til hörmunga að lokum.

Hvernig þeim verður háttað og hvenar þær verða, verður framtíðin að skera úr um,en það eina sem er öruggt er að það verða stórkostleg vandamál,mjög líklega miklar hörmungar.

Sagan segir okkur það aftur og aftur,en sumir vilja ekki hlusta.

Borgþór Jónsson, 24.11.2018 kl. 21:20

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, ég er ekki alveg með fjöldann - en á þeim áratugum sem múrinn milli A-Þýskal. og V-Þýskal. stóð, tókst einhverjum þúsundum að sleppa yfir -- þrátt fyrir jarðsprengjusvæði og verði með skotvopn, og skipanir um að beita þeim.
Línan á landamærum sem forsætisráðherra Ungverjalands er með -- skiptir sára litlu máli, þ.s. Ungverjaland er landlukt land lengst inni í Evrópu; þ.s. máli skiptir er að samningurinn við Tyrkland enn virkar, síðan hefur dregið verulega úr flæði yfir Miðjarðarhaf þó það sé enn verulegt; þá eru það takmarkanir sem Austurríki viðhefur sem skipta máli í þessu samhengi.
--Tal forsætisráðherra Ungverjalands - að bjarga landinu, er fyrst og fremst -- innihaldslaus sjálfhælni.
Hinn bóginn, eru enn ekki til staðar eins þraut skipulagðir smyglhringir við Miðjarðarhaf -- og þeir smyglhringir sem til staðar eru á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó. Það sem skiptir mestu máli, er eitursmyglið - sömu aðilarnir smygla einnig fólki.
Ef það skapaðist verulegt eitursmygl yfir Miðjarðarhaf, væri Evr. í vanda -- en flóttamannasmygl eitt og sér felur ekki í sér eins mikla peninga, þannig ekki grundvöllur eins umsvifamikilla aðila - með sambærilegan fjárhagslegan styrk.
--Hinn bóginn, þá hefur streymið yfir til Evr. ekki neitt hætt - þó það hafi minnkað.
"
Alltaf er það samt þannig að einhverjir komast í gegn,en það er enginn vafi að múrar eru afaráhrifamikil og gagnleg mannvirki ef menn vilja takmarka þjóðflutninga."
Sagan sýnir, enginn múr heldur -- ef nægir peningar eru í spilum. Hinn bóginn er þetta tal um - þjóðflutninga, absúrd. Heilu þjóðirnar eru ekki að flytjast um set -- aðstreymi til Evr. er ekki slíkt - að það setji Evr. í nokkra sennilega hættu.
"
Sama gegnir um Evrópu ,þjóðflutningarnir þangað eiga eftir að leiða til hörmunga að lokum."
Af hverju? Ég heyri þessu haldið ítrekað fram -- en þetta er ósönnuð fullyrðing. Samanlagt hefur Evr. yfir 600 millj. íbúa. Það sé þannig séð ekkert mál að taka við ca. milljón per ár.
Það er nefnilega ekki svo auðvelt að komast til Evr. fyrir fátæka Afríkubúa - það þíðir, að þá leið fara einungis þeir sem eru ungir og hraustir, allir aðrir bera beinin á leiðinni -- það þíðir, að straumurinn getur ekki mögulega verið nema tiltölulega örfáir -- m.ö.o. yfir Sahara - síðan yfir Miðjarðarhaf. Ef við gerum ráð fyrir eftirliti - strandgæslu.
--Þá er allt tal um þjóðflutninga klárlega augljós della. Íbúar Mið-Austurlanda, eru einfaldlega ekki það fjölmennir. Þó auðveldar sé tæknilega að leita til Evr. frá Mið-asíu, eru þau lönd ekki neitt svakalega fjölmenn heldur.
--Meint hætta sé ákaflega út blásin af umtali.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.11.2018 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 824
  • Frá upphafi: 858751

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 746
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband