21.11.2018 | 21:58
Breskur stúdent dæmdur í æfilang fangelsi í Sameinuðu-arabísku-furstadæmunum, fyrir þann glæp að vinna að ritgerðarsmíð
Ég er að tala um, Matthew Hedges, sem hefur nú lent í afar sérkennilegri lífsreynslu -- en hann vann að lokaritgerð, rannsaka fyrir doktórsritgerð. Þess vegna hafði hann ferðast um Sameinuðu-arabísku-furstadæmin, tekið fjölda viðtala. En þetta gera menn einmitt gjarnan ef þeir vinna rannsókn fyrir ritgerð - að taka viðtöl.
- Málefni lokaritgerðar virðist hafa verið óheppilegt:
Það er, hann virðist hafa verið að rannsaka - hlutverk hers- og öryggissveita "U.A.E." í svokölluðu, arabísku vori.
Síðan ferðast um landið, beint spurningum að fólki - væntanlega í störfum tengdum þeim greinum. Einmitt sú týpa af fólki, sem er líklegt að fyllast tortryggni af litlu tiltefni.
--Þetta hljómar ótrúlega "næívt."
Matthew Hedges: British academic accused of spying jailed for life in UAE
UAE appeals court sentences Matthew Hedges to life in prison
Hann er sem sagt - dæmdur fyrir njósnir fyrir bresk yfirvöld.
Væntanlega nóg í augum yfirvalda í Dubai - að háskólinn breski sé ríkisrekinn.
Hedges virðist hafa verið haldið mánuðum saman í einangrun.
--Síðan látinn undirrita plagg á arabísku - sem hann skilur víst ekki.
--Því plaggi síðan hampað, sem játningu hans.
Síðan er hann sagður hafa játað í réttarhöldum.
Hinn bóginn, þá er þekkt að fólk brotni niður eftir margra mánaða vist í einangrun.
--Þetta kom t.d. vel fram í - Guðmundar og Geirfinns máli á Íslandi.
--Eftir langa einangrun, fóru sumir sakborningar að játa það sem þeir ekki gerðu.
Mörgum, mörgum árum seinna - hefur verið sínt fram á, þær játningar voru ómarktækar.
Líklegast virðist að Hedges sé ekki sekur um meira - en ótrúlega einfeldni.
Manni rennur í grun hugsanlega séu yfirvöld í Dubai að senda skilaboð til vestræns fólks.
En 100þ. breskir ríkisborgarar kvá vera í Sameinuðu-arabísku-furstadæmunum.
Furstunum finnst hugsanlega að Bretland sé í of veikri stöðu til að geta gert nokkurt.
En bresk yfirvöld eru að leitast við að beita fortölum til að fá Hedges látinn lausan.
Niðurstaða
Ætli mál Hedges sýni ekki fram á einn sannleik, m.ö.o. -- ekki fara til einræðisríkis, síðan ítrekað spyrja aðila sem starfa í her eða öryggissveitum landsins, eða hafa starfað innan þeirra - spurninga um mál, sem innan þess lands líklega eru enn álitin viðkvæm m.ö.o. ekki fyrir eyru hvers sem er.
Menn geta gert þetta í líðræðislandi - en í einræðislandi geta slíkar spurningar haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi, því í einræðisríkjum vilja aðilar tengdir öryggissveitum og her - yfirleitt ekki svara viðkvæmum spurningum, og helst ekki vera spurðir heldur viðkvæmra spurninga.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:00 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það gæti alveg verið að þetta sé eins og þú rekur.
Samt er þetta ekki einsýnt í ljósi þess að yfirvöld ú Dubai sýna vesturlöndum ekki neinn sérstakann fjandskap svo ég viti.
Hinn möguleikinn er að maðurinn sé hreinlega njósnari. Annað eins hefur nú gerst,samanber James Bond.
Það er ágætlega skjalfest að Bretar stunda njósnir og hafa gert lengi.
Rannsóknarverkefni mannsins væri einmitt frábært yfirvarp fyrir njósnara. Þarna getur hann sniglast innan um allt lögregluliðið og dátana og spurt þá spjörunum úr.
Það eru ekki bara einræðisríki sem eru viðkvæm fyrir herjum sínum. Ég gæti alveg séð fyrir mér að Rússneskur eða Sýrlenskur doktorsnemi mundi hljóta svipuð örlög ef hann settist upp hjá Breska hernum og Scotland Yard og færi að pumpa þá um einstakar aðgerðir þeirra.
Við skulum vona að þetta verði ekki örlög mannsins. Það væri mikil sóun.
Vonandi kemst hann heim í einhverjum skiftum ,eins og algengt er.
Borgþór Jónsson, 22.11.2018 kl. 01:39
Borgþór Jónsson, hvað ættu Bretar vilja njósna um þarna, þeir hafa selt mikið af þeim vopnum sem ríkið þarna á svæðinu beitir, þekkja þau vopn því vel, vopn sem Kanar selja eru oft sömu vopnin og Bretar sjálfir kaupa af Könum, svo vart heldur ástæða að njósna um það - landið er ekki með sína eigin þróun á vopnum eða annarri tækni eftir því sem ég best veit, þannig vart skapast ástæða til njósna út af því; eiginlega það eina sem vert væri að fylgjast með væri hegðan ríkisins í átökum í Yemen, en þá mundi væntanlega njósnari vera staddur í Yemen - ekki í Sameinuðu-arabísku-furstadæmunum sjálfum. Síðan virðist mér aðferð ólíkleg til að vera aðferð njósnara, að óska eftir viðtölum, mæta á staðinn með upptökutæki án þess að fara með það í felur að verið sé að taka upp, spyrja spurninga -- eins og menn gera þegar verið er að undirbúa ritgerð. Hugsa að alvöru njórnarar mundu beita sér með öðrum hætti, fyrir utan að mér virðist trauðlega nokkuð þess vert að njósna um fyrir Breta í landinu sjálfu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.11.2018 kl. 11:08
Ég veit um hvað þeir eru að njósna þarna en get ekki sagt það af ótta við að Breska leyniþjónustan ráði mig af dögunum.
Ég er hinsvegar með umslag í bankahólfi sem verður sent Rússneska sendiráðinu ef ég verð fyrir óvæntu andláti af einhverju tagi. Þar með talið "vinnuslys".
.
En svona án gríns. Að sjálfsögðu veit ég ekki um hvað þeir ættu að vera að njósna,en það er njósnað um allskonar hluti. Viðskifti,hermál og það er njósnað um fyrirtæki.
Og það er njósnað um alla. Minnug þess að Obama lét njósna um Merkel og Frönsk fyrirtæki,til dæmis.
Samt hefur Mamma Merkel örugglega sagt Obama allt sem hún vissi. En Obama vildi samt vera alveg viss um að Merkel væri honum trú í einu og öllu.
Ég hef reyndar aldrei skilið hvernig Obama datt í hug að Merkel væri honum ótrú. Hún gersamlega mændi dáleidd á hann eins og smápíka þegar hann talaði.
Ég hef ekki séð neitt þessu líkt í alþjóðapólitik,nema þega Macron er að stíga í vænginn við Trump
Svona eru njósnir margvíslegar.
.
Ef menn vilja njósna um eitthvað er reynt að koma mönnum fyrir á stöðum þar sem þeir hafa góðann aðgang að viðfangsefninu.
Til dæmis var ég nýlega að horfa á mynd um Sovéska njósnarann sem nappaði upplýsingunum um kjarnorkusprengu Bandaríkjamanna. Hann hafði ekki hundsvit á kjarnorku,en var útsmoginn njósnari.
Hann fékk nokkurra mánaða þjálfun í kjarnorkumálum og fékk síðan vinnu við Bandaríska kjarnorkusprengjuiðnaðinn.
Hann lést fyrir aldur fram vegna geislunar sem hann varð fyrir.
Að sama skapi væri einmitt frábær leið til að komast inn í innsta hring Dubaiiska hersins, að njósnarinn væri að skrifa doktorsritgerð um herinn og lögregluna.
Ég er ekkert endilega að segja að hann hafi verið njósnari,enda veit ég ekkert um það,en annað eins hefur samt gerst.
En vonandi kemst maðurinn til síns heima sem fyrst. Það eru örugglega ekki gæfuleg örlög að sitja í fangelsi í miðausturlöndum til lífstíðar.
Það mun vera nokkuð algengt að háskólanemar og blaðamenn séu þjálfaðir sem njósnarar.
Borgþór Jónsson, 22.11.2018 kl. 12:08
Borgþór Jónsson, þ.e. töluvert um það - að "autocratic" m.ö.o. einræðisríki, sendi stúdenta sem raunverulega eru njósnarar. En ég stórfellt efa að Vesturlönd noti stúdenta með þeim hætti - yfir höfuð. En þú þarft að íhuga, hvaða áhrif það hefði á traust gagnvart Vestrænum menntastofnunum - ef slíkt væri gert. En þ.e. einmitt mikilvægt atriði fyrir fjármögnun stórra háskóla -- að fá nemendur að utan. Ef önnur ríki teldu að Vestrænir háskólar - væru "security risk" væru þau mun síður líkleg, að heimila eigin fólki að nema þar - í fyrsta lagi, og í öðru - mun tregari til að hafa samvinnu við þær menntastofnanir, m.a. heimila þeim að stunda rannsóknir í þeirra landi.
--M.ö.o. væri það einfaldlega ekki þess virði fyrir Vesturlönd að beita þess lags aðferð, það mundi skaða Vesturlönd meir en nokkur hugsanlegur gróði sem af fengist. Það sé of nytsamt fyrir Vesturlönd, það traust sem þeirra menntastofnanir hafa - víða um heim, til að þau lönd væru líkleg til að setja það í hættu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.11.2018 kl. 21:56
Þetta er vel þekkt fyrirbæri,til dæmis í Bretlandi.
Auðvitað má segja að bretland sé einskonar einræðisríki.
Borgþór Jónsson, 23.11.2018 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning