Er kreppa á næsta leiti í Bandaríkjunum? Er bólusprenging að hefjast í Bandaríkjunum?

Ég sá þessa grein í Finanical-times þar sem vitnað er í Paul Tudor Jones, sem er þekktur innan geira sem nefnist - vogunarsjóðir. Slíkir sjóðir þurfa að búa yfir þekkingu á því hvað líklegt er að hreyfa markaði, því starfsemi þeirra byggist á -- veðmálum.
--M.ö.o. hvort tiltekin bréf hækka vs. lækka, tilteknir gjaldmiðlar - eða nánast allt milli himins og jarðar sem er seljanlegt á alþjóða-fjármagnsmörkuðum.

Vegna sérstaks fókus aðila í þessum geira!
Geta aðvaranir einstaklings sem hefur lengi rekið slíka sjóði - verið áhugaverðar!

Image result for paul tudor jones

Tudor Jones sees peril in corporate credit ‘bubble’

  1. "If you go across the landscape you have levels of leverage that probably aren’t sustainable and could be systemically threatening if we don’t have . . . appropriate responses,"
    --Skv. greininni, hafa skuldir bandarískra fyrirtækja vaxið um - eina bandaríska trilljón per ár síðan 2010. Þetta sé vegna ofurlágra vaxta sem hafa verið í Bandar. síðan "sup-prime" keppan skall yfir ca. 2008.
  2. "These zero rates and negative rates encourage excess lending and that’s of course why we’re in such a perilous time right now, because if you just think about how repressed and how depressed interest rates have been for so long, the consequence of that is we have an enormous corporate credit bubble here in the United States, the largest corporate credit as a percentage of GDP ever,..."
    --í greininni kemur fram, að skuldamarkaður fyrirtækja í Bandaríkjunum hafi stækkað í 9 bandarískar trilljónir undanfarin áratug, og markaður fyrir áhættuskuldir í liðlega 1 bandaríska trilljón yfir sama tímabil.
  3. "I don’t know whether we’re supposed to run for the exits but we are at a point in time that I think is really challenging to that paradigm of an ever-growing debt relative to the carrying capacity."
    --Vextir í Bandaríkjunum eru loksins aftur á uppleið - þá getur skapast hætta, en ef maður gerir ráð fyrir - útbreiddir ofurskuldsetningu, auðvelt að ryfja upp íslensku bankana áður en þeir hrundu - að þegar kostnaður við endurnýjun lána óx; þá fór hratt að fjara undan þeim.
    --Það var þá sem þeir fóru að snapa lausafé - hvaðan sem þeir gátu fengið það, sbr. Ice-save, hreinn þjófnaður á sparifé fólks.
    **En þegar er til staðar - ofurskuldsetning, geti lítil sveifla í vaxtagjöldum -- haft gríðarleg áhrif á sjálfbærni skulda.
  4. "The end of this 10-year run is going to be a really difficult time for policymakers going forward,..." - "I think inadvertently, the tax cut, we’re going to look back and say that may have been what pricked the bubble."
    --En það má alveg rökstyðja það - þ.s. skattalækkun Trumps myndaði hagvaxtar-aukningu á þessu ári, samtímis aukningu á þenslu í hagkerfinu -- við það myndaðist aukinn verðbólguþrýstingur; og sá aukni þrýstingur virðist vera flýta vaxtahækkunum.
  5. "I would say just in the past three or four days we’ve seen a variety of credit indices break down,..."
    --Hann bendi á að meðalvextir á nýjum fyrirtækja-lánum hafi snögglega hækkað, séu nú komnir á markaði í 4,3% í þessum mánuði.
  6. "the slide and collapse in investment grade credit has begun..."
    --Hann telur sig sjá fyrstu merki þess að það hrikti undir!

Hann vísar einnig til lækkana á mörkuðum undanfarið, hvernig markaðurinn hafi í síðustu tíð - metið niður væntingar um stöðu nokkurra þekktra lykilfyrirtækja.

 

Niðurstaða

Er ný lánabólusprenging að skella yfir heimsbyggðina fljótlega, eins og Paul Tudor Jones óttast? Síðast er lánabóla sprakk í Bandaríkunum orsakaði það alvarlega fjármálakreppu - sú fjármálakreppa barst til Evrópu, og þar hrikti einnig undir stoðum fjármálakerfis.

Í þetta sinn, virðist um að ræða -- lánabólu fyrirtækja. Kannski er sú bóla að springa á næstunni. Ef það gerðist, gæti hagvöxtur í Bandaríkunum -- mjög snögglega koðnað niður.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svakaleg ósk þín verður vonandi ekki að veruleika.

Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2018 kl. 03:54

2 Smámynd: Örn Einar Hansen

Ísland, er á hausnum ... Kína, er á hausnum ... Evrópa, er berrössuð og á hausnum. Landið, sem bjargaði Íslandi úr vosbúð, vonast Einar til að endi án tafar ...

Örn Einar Hansen, 16.11.2018 kl. 23:39

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er með þessum hætti sem inngrip ríkisins á fjármálamarkaði magnar alltaf upp sveiflurnar.

Þorsteinn Siglaugsson, 17.11.2018 kl. 22:58

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn Siglaugsson, góð spurning - hafðu í huga að ef ekki hefði verið gripið inn, hefði kreppan líklega orðið dýpri. Inngrip sennilega héldu hagkerfinu nokkuð uppi, takmörkuðu niðursveifluna.

Það sem virðist vera að gerast, hefði verið unnt að takmarka með -- strangari lánareglum af miklu leiti.
En núverandi ríkisstjórn er einmitt að þynna þær mjög verulega út -- sem sennilega er að magna það ástand sem þegar hafði myndast töluvert hratt.

--Mig grunar að lexían sé sú, það verði að setja miklu strangari reglur um -- rétt fyrirtækja til að skuldsetja sig að hlutfalli.
--Þá auðvitað rétt til þess að kaupa fyrirtæki og samtímis stórfellt hækka skuldsetningar-hlutfall.

En mér skilst að það sé einmitt nú á fullum dampi -- ofur skuldsettar yfirtökur.
Við þekkjum afleiðingar þeirra hér á Íslandi mæta vel, fengum duglegan skell vegna slíkra aðferða í bankahruninu.

    • Ég held að megin lexían -- sé miklu strangari lánareglur, m.ö.o. fyrirtæki fái ekki heimild til að bæta við skuldsetningu umfram tiltekið hlutfall, burtséð frá því hve ódýr lánin eru.
      --Sambærileg regla við það, að setja á ríkið -- skuldsetningarhlutfalls reglu.

    • Þannig verði einnig lokað á ofurskuldsettar yfirtökur.

    Prentunin sé fyrst og fremst varasöm í samhengi -- slakra lánaregla.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 18.11.2018 kl. 15:39

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Eldri færslur

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (10.1.): 0
    • Sl. sólarhring: 13
    • Sl. viku: 92
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 79
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband