21.10.2018 | 15:12
Trump ætlar að segja upp kjarnorkuafvopnunarsamningi sem gerður var í tíð Ronald Reagan er snerist um afnám meðaldrægra flauga
Þetta er nærri gleymdur samningur í dag, en ástæðan fyrir því að menn vildu leggja af - meðaldrægar flaugar, er vegna hins afar skamma viðbragðstíma sem af þeim hlýst.
--M.ö.o. einungis örfáar mínútur!
Sá ofurskammi viðbragðstími var talinn magna mjög mikið hættuna á kjarnorkustríði.
Því nánast enginn tími frá fyrstu aðvörun gefst til að taka nokkra íhugaða ákvörðun.
--Rétt að ryfja upp, að í eitt skipti a.m.k. varð bilun í eftirlitskerfi Bandaríkjanna er gaf falska aðvörun, það tók nokkurn tíma fyrir það að verða ljóst -- langdrægar flaugar gefa allt að 20 mínútna viðbragðstíma, meðan meðaldrægar flaugar ca. 5 mínútur.
Endanum sömdu risaveldin í tíð Reagan að leggja slíkar flaugar niður alfarið.
Russia hits back at US over withdrawal from nuclear treaty
Trump says U.S. to exit nuclear treaty, Russia warns of retaliation
Donald Trump:
- "Were going to terminate the agreement and were going to pull out,..."
- "Were not going to let them violate a nuclear agreement and go out and do weapons and were not allowed to,..."
- "But if Russia is doing it and if China is doing it, and were adhering to the agreement, thats unacceptable,..."
Nú ætla ég að gera tilraun til að lesa milli orða, en ein staðreynd er sú.
--Kína hefur ekki verið meðlimur að samningnum, er var einungis tvíhliða milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna - síðan samþykkti Rússland eftir 1993 að samningurinn gilti fyrir Rússland.
--Kína er þar af leiðandi ekki að brjóta nokkurn samning, ef þar eru smíðaðar meðaldrægar flaugar er geta borið kjarnavopn.
Ein ástæða sem Kína hefur hugsanlega til að smíða slíkar flaugar, er til að ógna flota Bandaríkjanna -- en kjanrorkubombur að sjálfsögðu mundu þurrka upp heila flugmóðurskipadeild.
Hinn bóginn, viðheldur Kína enn í dag -- mun hlutfallslega færri kjarnorkuvopnum en annars vegar Bandaríkin og hins vegar Rússland.
--Ca. 1/10 hluti á móti hvoru fyrir sig skilst mér.
- Ég ætla varpa fram þeirri kenningu, að DT og John Bolton, dreymi um að fá Kína inn í 3-hliða samning, er mundi læsa stöðu kjarnorkuveldanna þriggja.
--Ég vísa þá til síðustu orða Trumps.
--Og til þess hvernig ríkisstjórn Donalds Trumps, talar um Kína sem hina megin ógn sem að Bandaríkjunum stafar.
Tek fram að Rússland ber til baka allar ásakanir um að hafa brotið samninginn.
Ég hef auðvitað engar forsendur til að meta sekt eða sakleysi þar um.
Fljótt á litið getur litið út fyrir nýtt kjarnorkuvopnakapphlaup
Rétt að muna að í kosningabaráttunni 2016 gagnrýndi Donald Trump stöðu kjarnorkuvopnabúrs Bandaríkjanna. En þó það sé afar stórt -- sennilega eitt og sér nóg til að gereyða öllu lífi á Jörðinni. Og Rússland á ca. álíka stórt kjarnorkuvopnabúr, m.ö.o. önnur gereyðing þar!
--Þá eru mörg vopn orðin gömul, einhver mundi segja - úrelt. Þau eru þó yfirfarin mjög reglulega. En eitt af því sem DT talaði um, var endurnýjun vopna - að skipta gömlum fyrir nýrri. Ný vopn þó þau væru hugsanlega jafnmörg og áður, væru líklega mun nákvæmari.
--M.ö.o. gæti hugsanlegt endurnýjað vopnabúr verið mun öflugra.
Sannast sagna sé ég ekki almennilega mikinn tilgang - ef þú getur eytt öllu lífi einu sinni, að þú sért betur staddur -- ef þú getur eitt því einu sinni og hálf sinnum, eða tvisvar.
**En hugsunin að baki kjarnorkuvopnum finnst manni oft skrítin.
**Þegar menn horfa á akkúrat fjöldann á móti mótherjanum, og virðast hugsanlega leiða hjá sér þann einfalda sannleik - að kannski er ekki raunveruleg ástæða til að hafa sama fjölda af sprengjum.
En má velta því upp hvort Kína hafi ekki verið einfaldlega skynsamt, að halda sig fram að þessu við ca. 1/10 hluta á móti Bandar. og Rússlandi? Þíðir auðvitað minni kostnað.
--En hefur það samt ekki verið - nóg? Mundu Bandaríkin þora að ráðast á Kína, ef Kína hefur samt nægileg vopn til að drepa 20-30 milljón Bandaríkjamenn með háu öryggi?
--Þó að á sama tíma, gætu Bandaríkin tæknilega þurrkað Kína út, og hleypt af stað hnattrænum kjarnorkuvetri - er líklega mundi þurrka út gervallt mannkyn, þar með Bandaríkjamenn einnig.
Þetta leiðir hugann að þeim sannleik að enginn í raun og veru væri sigurvegari.
Niðurstaða
Ég ætla að varpa fram þeirri kenningu, að ákvörðun Trumps snúi að Kína - þó hann gagnrýni nú Rússland. Að baki sé hugmynd um 3-hliða samning, er mundi læsa innbyrðis stöðu landanna.
Meðaldrægar kínverskar flaugar geta auðvitað ekki dregið til Bandaríkjanna, tæknilega ná þær til Japans - en ég efast um að Trump og Bolton væru að þessu út af Japan. Hitt atriðið væri þá bandaríski flotinn er væri hugsanlega staddur fyrir ströndum Kína!
En Kína hefur verið að framleiða flaug sem Kína hefur haldið fram að geti grandað flugmóðurskipum -- sú er sannarlega meðaldræg, þarf ekki endilega vera með kjarnasprengju.
Mig grunar að bandaríski flotinn vilji losna við þá flaug: DF-21 - Wikipedia.
Þegar kemur að Rússlandi, þá líklega hefur það land sennilega ekki fjárhagslega burði til að hefja nýtt kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaup. Einnig í ljósi umtals ríkisstjórnar Donalds Trumps um Kína sem helsta framtíðar keppinaut Bandaríkjanna.
--Virðist mér sennilegra að með ákvörðun sinni, sé Donald Trump í reynd að víkka út slaginn við Kína, en að megin fókusinn sé á Rússland.
En þar væri hann þá kominn í aðra deilu sem líklega í besta falli væri tafsamt að semja um lausn á, m.ö.o. gæti tekið mörg ár --> Trump er þá greinilega sannfærður um úrslit 2020.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 857481
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi samningur, á sínum tíma. Var gerður milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna.
Sovétríkin, eru ekki til lengur ... Rússum ber enginn skylda að standa við þennan samning. Bandaríkjamenn virða hann ekki heldur, því þeir hafa sett upp eldflaugapalla um gervalla Evrópu, sem brýtur í bág við samninginn.
Auðvitað á Trump að segja honum upp ... aðeins þannig, er hægt að komast að öðrum.
Síðan er stærsta málið, og það er Evrópu ... Af hverju á Evrópa að fylgja þessum samningi?
Segjum sem svo, að "draumur" þinn rætist og Rússar ráðast á Evrópu. Með hverju á Evrópa að skjóta til baka, með sænskum baunabyssum? Og hverjir eiga að stjórna þessum "baunabyssuleik"? Sænksir "ofvitar", sem hjálpuðu rússum að þróa "hljóðlausan" kafbát, með geðveikri taugaveiklun?
Nei, Einar ... enginn hefur virt þennan samning, vegna þess að Sovét er ekki til. Þetta er það vandamál, sem frammi stendur í heiminum í dag ... rífa ruslið, og semja upp á nýtt.
Örn Einar Hansen, 21.10.2018 kl. 19:32
Bjarne Örn Hansen, Rússland ákvað að standa við samninginn - það var samkomulag milli Bandar. og Rússlands mjög fljótlega eftir hrun, að Rússland tæki samninginn yfir.
"Bandaríkjamenn virða hann ekki heldur, því þeir hafa sett upp eldflaugapalla um gervalla Evrópu, sem brýtur í bág við samninginn."
Nei, þeir eldflaugapallar eru ekki brot á þeim samningi. Þær flaugar bera enga sprengihleðslu. Er eiginlega einungis unnt að nota í loftvarnarskyni.
--Um loftvarnarflaugar af því tagi gilti annar samningur sem er löngu liðið mál.
Svokallaður ABM "Anit Ballistic Missile" samningur!
"Með hverju á Evrópa að skjóta til baka"
Tvö Evrópuríki eiga kjarnorkusprengjuberandi eldflaugar, ef þú ert að vísa til slíkra flauga.
Ef þú átt við hefðbundinn her - þá eru samanlagðir herir V-Evr. þjóða fjölmennari en sá Rússn.
Pólski + Þýski + Franski herinn ætti samanlagt að duga til.
--Evrópa getur ekki varið Eystrasaltlönd.
"Nei, Einar ... enginn hefur virt þennan samning, vegna þess að Sovét er ekki til."
Rússar samþykktu að taka skuldbindinguna yfir. Skv. því völdu þeir í tíð Jeltsín að vera skuldbundnir.
"Þetta er það vandamál, sem frammi stendur í heiminum í dag ... rífa ruslið, og semja upp á nýtt."
DT getur ekki náð því innan núverandi kjörtímabil - hann verður að treysta á að hafa annað.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.10.2018 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning