Spurning hvort að morð á þekktum blaðamanni leiðir til falls krónprins Saudi-Arabíu

Það virðist að konungur Saudi-Arabíu, Salman Bin Abdulazis al-Saud, hafi nú gripið inn í mál. En hann hafði um nokkurra ára skeið falið, Mohamman Bin Salman al-Saud, stjórn landsins - þó hann sé ekki konungur heldur valinn arftaki konungs, með tign - krónprins.
--Hinn bóginn hefur morð á þekktum blaðamanni, Jamal Kashoggi.
--Sem fram fór í sendiráði Saudi-Arabíu í Tyrklandi fyrir tveim vikum.

**Leitt til krísu í samskiptum Bandaríkjanna og Saudi-Arabíu.
Svo mikill hefur þrýstingurinn verið innan Bandaríkjanna, að Donald Trump sem hefur haft afar jákvæð samskipti við krónprinsinn - hefur neyðst til að styðja það að rannsókn á málinu fari fram, auk þess sagt - að ef morðið er staðfest að hafi verið fyrirskipað á æðstu stöðum.
--Verði afleiðingar alvarlegar -- þó DT hafi látið vera að skilgreina þær afleiðingar.
--Síðan segir hann yfirleitt alltaf í næsta orði, að ekki megi ógna fyrirhuguðum vopnasamningum.
Sem manni virðist slá nokkuð á það hvaða alvara geti legið að baki orðum DT um - afleiðingar.

Saudi Arabia says journalist Khashoggi died after fight in consulate

Trump says Saudi explanation on Khashoggi's death credible

Saudi Arabia admits Khashoggi died in consulate, Trump says Saudi explanation credible

Senator Graham says he's skeptical of Saudi explanation on Khashoggi

As Khashoggi crisis grows, Saudi king asserts authority, checks son's power

Saudi King Salman orders formation of committee headed by crown prince

Verð að tala undir með Lindsey Graham - að skýring Saudi-Araba sé ekki trúverðug.
En hún er á þá leið, að sextugur fremur feitlaginn Kashoggi - hafi lent í stimptingum við hóp sérþjálfaðra einstaklinga úr öriggissveitum Saudi-Arabíu, er höfðu fyrr sama dag lent á einkaþotu og virðast hafa setið fyrir Kashoggi er hann mætti til sendiráðsins.
--Greinilega yfirbugar hópur sérþjálfaðra einstaklinga eldri mann á augabragði, enginn möguleiki á átökum.

Það sem er helst áhugavert:

  1. Saud al-Qahtani, virðist hafa verið settur af. En sá kvá hafa verið, fyrsti ráðgjafi krónprinsins -- nokkurs konar næstráðandi.
  2. Ahmed Asiri, sem virðist hafa verið sá maður innan öryggisstofnana konungsdæmisins, sem krónprinsinn vann helst með.
  3. Konungur Saudi-Arabíu,virðist hafa sent sinn nánasta ráðgjafa - sem fer með stjórnun Mecca helstu helgidóma Íslam - Prince Khaled al-Faisal, til Riyadh.
    --Fer Khaled al-Faisal þá líklega með stjórn landsins, og krónprinsinn einungis að nafni til.
    --En skv. fréttum, hefur snögg breyting orðið á orðalagi yfirlýsinga og tilkinninga frá, Riyadh -- hættar t.d. hótanir um mótaðgerðir konungsdæmisins gegn hugsanlegum refsiaðgerðum t.d. frá Bandaríkjunum.
    --Það virðist mér sterklega benda til þess, að krónprinsinum hafi raunverulega verið - skóflað til hliðar, þó hann sé ekki formlega hættur að vera krónprins.

Það er auðvitað of snemmt að segja nokkurt ákveðið um það að ferill krónprinsins sé á enda!
En augljóslega hefur sá ferill ekki verið sérstaklega glæstur!

Eiginlega verð ég að segja, að hvert axarskaftið hafi komið í kjölfarið á því næsta.
Hann er aðalhvatamaðurinn að baki stríðaðgerðum Saudi-Arabíu í Yemen, óskaplega kostnaðarsamt stríð og ákaflega grimmt - a.m.k. tugir þúsunda almennra borgara hafa verið drepnir af loftárásum flughers Saudi-Arabíu. Orðið stríðsglæpur - er ekki of grimmt.
Og hann hefur staðið fyrir atlögu gegn Quatar, sem hefur ekki heldur heppnast.
Utanríkisstefna Saudi-Arabíu hefur fengið óskaplega hrokafullan tón, þar sem landið beitir nú ítrekað hótunum, þegar einhver vogar sér að gagnrýna stjórn landsins.
--Síðast, var hótað gagnaðgerðum á hugsanlegar bandarískar refsiaðgerðir - fyrir einungis örfáum dögum.
--En nú snögglega, virðist nýjan hófsamari tón kveða að.

  • Málið er að stjórn krónprinsins er líklega algerlega rúin trausti.
  • Erfitt að sjá hvernig hann getur mögulega haft nokkurt traust sem konungur.

Þar með sé ég ekki nokkurn annan möguleika fyrir konunginn.
En að velja annan arftaka!

 

Niðurstaða

Mohamman Bin Salman al-Saud, virðist hreinlega ekki hafa haft næga skynsemi til að bera. Þó hann njóti nokkurra vinsælda heima fyrir meðal hóps fólks er fagnaði sumum aðgerðum hans, sbr. er hann réðst að tilteknum klíkutengdum viðskiptatengslum er lengi höfðu grasserað, og heimilaði konum loksins að aka bifreiðum.

Þá er ekki unnt að líta hjá afar aggressívri utanríkisstefnu hans, gríðarlegu mannskæðum stríðsaðgerðum sem hann hefur fyrirskipað í Yemen, aðgerðum gegn Quatar -- og nánast ofstækiskennt hatur sem hann virðist hafa gagnvart Íran.
--Síðan hefur hann í stjórnarháttum virst einkar lítt umburðalyndur gagnvart gagnrýni hverskonar, beitt löndum t.d. nýlega Kanada hótunum, þegar stjórnin í Saudi-Arabíu hefur fengið gagnrýni. M.ö.o. hefur hegðan hans virst mér ruddaleg með afar hrokafullum blæ.

Það er auðvitað áhugavert, hversu vel virðist hafa farið með krónprinsinum og Donald Trump.
En þegar virðist sem að fyrsti ráðgjafi konungs hafi tekið stjórnina yfir.
--Þá velti ég fyrir mér hvort að krónprinsinn sé þá ekki greinilega á útleið.
--Erfitt að sjá hvernig hann geti verið annað en rúinn öllu trausti.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Svarið við fyrirsögninni, að mínu mati, er Nei.

En, kanski fólk á Vesturlöndum vakni upp við þá staðreynd, hversu gerspyllt stjórnmálin hér eru. Saudi Arabar, meira and-lýðræði finnst ekki ... þetta eru ótýndir lögleysingjar og glæpamenn. Þessir menn, eru "great ally" ... vesturlanda.

Kominn tími til, að horfa á staðreyndirnar.

Örn Einar Hansen, 20.10.2018 kl. 09:20

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen, það bandalag hefur alltaf snúist um - hagræði. Ég á ekki von á að það bandalag taki enda. Vegna mikilvægir Sauda. En ég er 100% viss um það að Kína mundi leita bandalags við þá - ef Vesturlönd hyrfu á brott. Saudar séu slíkt lykilríki, þeir geti alltaf tryggt sér öruggt bandalag við öflugt herveldi. Og haft sambærileg samskipti við það.
--Það eina sem geti breytt því er - ef heimurinn hverfur frá því að nota olíu.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.10.2018 kl. 13:20

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Sammála þér hér, vil sjálfur sjá að "heimurinn hverfi frá því að þurfa olíu" ...

Örn Einar Hansen, 20.10.2018 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 857481

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband