779 milljarða dollara halli virðist staðfesta fullkomlega óábyrga fjármálastjórn núverandi stjórnvalda í Washington

Rétt að nefna að í ár, náði hagvöxtur 4% - þetta kom nýlega fram í greiningu US Federal Reserve, hinn bóginn spáir stofnunin 2,5% vexti nk. ár, og einungis 1,8% 2020.
--Skv. þeirri greiningu, er skýring hagvaxtar í ár umfram 3% skattalækkun er kom inn á útmánuðum þessa árs, og aukning ríkisútgjalda fyrst og fremst til hermála!

  1. Þetta er skv. þeirri greiningu - ekki nokkurt efnahagsundur - heldur verða áhrifin liðin hjá þegar á nk. ári!
  2. En punkturinn í því hjá mér að nefna þessa hagspá - er að þetta þíðir væntanlega að fjárlagahalli nk. árs -- líklega verður enn hærri.

Það sé að sjálfsögðu vegna þess, að minnkun hagvaxtar sem spáin gerir ráð fyrir, rökrétt leiðir til - minnkaðra veltutekna ríkissjóðs!
Þar með rökrétt til frekari aukningar hallarektrar, nema að Repúblikanar hækki skatta, eða skeri frekar niður!

  • Það að ég segi ofangreint dæmi um afar óábyrga fjármálastjórnun - ég meina alvöru, getur nokkur heilvita maður efast um það atriði?
    --Við erum að tala um stórfelldan hallarekstur á sjálfu árinu er hagvöxturinn toppar.
    --Það ár ætti ríkissjóður tekjulega að standa best.
    --M.ö.o. það ár ætti ríkissjóður að skila afgangi - ekki halla.
  • Hættan er augljóslega sú, að - að óbreyttu - þróist þessi hallarekstur í hættulega átt.
    --Eftir því sem hagvöxtur rénar frekar.

Bendi á að það er vinsælt meðal sumra bandarískra hagfræðinga, að spá upphaf kreppu 2020.
Þó slíkt sé frekar getgátur en eiginleg hagfræði - þá er rétt þó að hafa þann möguleika í huga, að ef hagvöxtur verður lakari 2020 en US Fed miðar við, þá að sjálfsögðu verður hallinn að óbreyttu ennþá verri!
--Og að sjálfsögðu, ef viðsnúningur yrði raunverulega yfir í samdrátt, þá þarf ég væntanlega ekki að nefna - að þá mundi hallinn aukast enn enn frekar.

Annual US budget deficit hits six-year high of $779 bn

US budget deficit hits $779bn in Trump’s first full fiscal year

  • "In the 2018 fiscal year, which ended September 30, the United States took in $3.3 trillion but spent $4.1 trillion."
  • "That sent the deficit up 17 percent or $113 billion, to its highest level since 2012, according to the Treasury report."
  • "The deficit also grew as a share of the economy, rising to 3.9 percent of GDP, up from 3.5 percent in the 2017 fiscal year, the report showed."
  • "Receipts grew by 0.4 per cent compared with the previous fiscal year..." - "...in part due to higher tax payments from individuals..."
  • "...spending was up 3.2 per cent..."
  • "Military spending ... rose by six percent or $32 billion..."
  • "...while the cost of Social Security, the US national retirement system, rose four percent."
  • "...net corporation income tax receipts ... fell 22 percent,..."
  • "Total government borrowing increased by $1 trillion in the latest fiscal year to $15.75 trillion, including $779 billion to finance the deficit."
  • "Interest expense on government debt increased 14 percent or $65 billion due to the higher debt level as well as rising interest rates..."

Maya MacGuineas president of Committee for a Responsible Budget: "This year's deficit amounts to $6,200 per household and is more than we spend each year on Medicare or defense,"

Þetta getur raunverulega þróast yfir í alvarlega stöðu! Ég sé í raun ekkert fært annað í stöðunni. En að hækka skatta og það verulega!
En stuðningskerfi við almenning í Bandaríkjunum er í raun verulega minna rausnarlegt en í V-Evrópu. Samt er sá útgjaldaliður sá stærsti einstaki - næst kemur Medicare síðan hermál.

Aftur á móti er það hlutfall sem tekið er með skattlagningu mun lægra heilt yfir í Bandaríkjunum en almennt í Evrópu.
--Með sambærilega skatta, væri enginn halli á ríkissjóð Bandar. heldur rausnarlegur afgangur.

En það er auðvelt að framreikna, að ef þessi hraða skulda-aukning heldur áfram.
Það gerir ekki bandaríska ríkið beint gjaldþrota - en þetta getur ógnað stöðu dollarsins í heiminum, ekki síst vegna þess - að ef skattar eru ekki hækkaðir og ef maður gerir ráð fyrir vaxandi hallarekstri með minnkandi hagvexti - síðan að fyrir rest kemur kreppan.
--Þá væri nánast ekkert annað eftir fyrir bandaríska ríkið, en að hleypa málinu upp í verðbólgu - og minnka raunverðmæti skulda með þeim hætti.

En slíkt gæti einnig eyðilagt verulega traust dollars. Þó það gæti bjargað ríkinu.

Og hverjir eru að spila þetta hættuspil með stöðu peningamála- og skuldamála í Bandaríkjunum? Hverjir hafa meirihluta í báðum þingdeildum? Hverjir ráða ríkisstjórninni í Washington?

 

Niðurstaða

Það er greinilega búið að Repúblikanar standi fyrir ráðdeild og ábyrga stjórnun á ríkissjóð Bandaríkjanna. En núverandi stjórnun ríkisfjármála í Washington virðist mér sú minnst ábyrga sem ég hef séð. 

Það er áhugavert sérstaklega í ljósi þess, að núverandi ráðamenn eru mjög miklir þjóðernissinnar. En þó eru þeir með í gangi fjármálastefnu er raunverulega getur sett stöðu dollarsins í hættu ef svo heldur áfram sem horfir.

En á sama tíma, horfa þeir til stöðu hans sem enn er mjög sterk - með stolti.
Það er eitthvað að, þegar þeir sem telja sig vörslumenn hagsmuna landsins - eru akkúrat þeir sem eru að naga greinina undan einu helsta tákni þeirra þjóðarstolts.

--Þetta virðast greinilega pópúlískir stjórnunarhættir - öfugt við skynsemisstjórnun.
--Ég sé í raun og veru ekkert íhaldssamt við þessa stjórnunarhætti!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Ekki annað eins sézt síðan Óbama var og hét...

Guðmundur Böðvarsson, 16.10.2018 kl. 05:29

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Guðmundur Böðvarsson, ha - ha - ha, og nettilega lýtur framhjá því, að á fyrra kjörtímabili hans hófst mesta kreppa sem Bandar. hafa gengið í gegnum eftir Seinna-stríð - fljótlega í kjölfar þess hann sór embættis-eið.
--Það telst á mannamáli, gild afsökun.
Meðan, að hafa halla eftir 6 ár samfelldan hagvöxt og auk þessa árið sem vöxturinn er í hámarki, telst óafsakanlegt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.10.2018 kl. 08:29

3 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Kinverjar hafa verið stærstu kaupendur af Oliu frá Usa un skeið og þurft á sama tima að sitja undir hotunum eða ærumeiðingum frá Usa eins og má sjá nýlega, en kínverjar ákváðu þá að nota eitt vopn sitt og HÆTTA AÐ KAUPA OLIU FRÁ USA ! það eykur viðskiptahallan enn meira og minnkar  vægi dollarans enn frekar. Usa skilur ekki að stríðið við austrið er tapað. 

Lárus Ingi Guðmundsson, 16.10.2018 kl. 13:15

4 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta er einfalt.

Þeir þurfa bara að skera niður til hermála sem nemur 500 milljörðum. Bandaríkjamenn þurfa afar litlar varnir ,vegna þess að það eru aðeins tvær vinveittar þjóðir sem eiga landamæri að þeim.

Svo þarf að skera niður um 200 milljarða í undirróðursstarfsemi gegn öðrum ríkjum og málið er dautt.

Ókosturinn við þetta er að sjálfsögðu að þá missa þing og embættismenn mútuféð,en það verður að fórna einhverju á samdráttartímum.

Þúsundir manna og kvenna eyða líka allri starfsævinni í að kynda undir ófriði, á sverum launum.

Með öðrum orðum,Bandaríkjamenn þurfa að láta af heimsyfirráðastefnunni og láta aðrar þjóðir í friði.

Þeir hafa ekki efni á þessu lengur og aðrar þjóðir eru sífellt tregari að bera kostnaðinn af þessu ofbeldi.

Borgþór Jónsson, 16.10.2018 kl. 22:40

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson,  passar ekki við þekktar staðreyndir eins og vanalega á við þínar fullyrðingar -- eða útskýrðu af hverju Bandar. fóru ekki á hausinn í Kalda-stríðinu? En hernaðarútgjöld þeirra voru um helmingi hærri en í dag til 1993. Bandar. hagkerfinu hefur ekki hnignað - skv. tölum hækkar iðnframleiðsla flest ár frá 1993. 

Það sem hefur aftur á móti gerst, er röð skattalækkana þegar Repúblikana-forseti hefur verið við völd síðan 1993.
Það er eins og elítan i Bandar. vilji ekki lengur borga fyrir - eigið ríki.
Sama tíma vill hún ekki heldur - skera það niður.
**M.ö.o. vill eiga kökuna samtímis éta hana.

Ef skattar væru þeir sömu og í Kalda-stríðinu, væri enginn halli og engin veruleg skuldasöfnun hefði átt sér stað seinni ár.

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.10.2018 kl. 13:27

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þú ættir að vera búinn að læara að treysta mér þegar tölur eru annarsvegar.

Nú verða til dæmis gleðileg timamót um áramótinn þegar gjaldeyrissjóður Rússa verður orðinn stærri en þjóðarskuldirnar. Ég er búinn að vera að segja þér í þrjú ár að þetta muni gerast ,en þú skammast alltaf og segir að ég sé hálfviti. En nú er komið að þessum tímamótum og ef erlendar skuldir allra Rússa,einstaklinga,fyrirtækja og ríkis verða gjaldfelldar á morgun, skrifa þeir einfaldlega ávísun. Þeir eiga nóg af peningum. Gaman að segja frá því. Rússneski seðlabankinn lokaði fyrir kaup á gjaldeyri fyrir mánuði síðan. Þeir eiga einfaldlega orðið nóg af honum.

.

Sama gegnir með útgjöld Bandaríkjanna til hermála.

Þessi útgjöld eru í dag meira en 50% hærri í dollurum talið en þau voru að meðaltali á kaldrastríðstímunum. Leiðrétt fyrir verðbólgu.

.

Ef við horfum á skatta frá sjónarhóli ríkisins skiftir engu hvaðan skattarnir koma. það sem skiftir máli er upphæðin.

Skattaupphæðin hefur aldrei í sögunni verið hærri í Bandaríkjunum .

Og alríkis skatturinn hefur verið nokkuð stöðugur frá árinu 1954 sem prósent af þjóðarframleiðslu. Það hafa verið sveiflur í þessuen ekki meira en 10% til eða frá. !0% en ekki 10 prósentustig.

Allt tal um aukna skatta fyrirtækja er þess vegna réttlætismál,en ekki vaandamál ríkissjóðs í sjálfu sér.

Bandaríski ríkissjóðurinn stendur því ekki frammi fyrir tekjuöflunarvandamáli ,heldur útgjaldavandamáli. 

Aðal ástæðan fyrir þessu útgjaldavandamáli er hömlulaus spilling sem grasserar í opinbera kerfinu veggjanna á milli. Það fæst sífellt minna fyrir hvern dollar sem er eytt.

Það eru mörg braggamálin í Bandaríkjunum,ekki síður en hér. Flestar opinberar framkvæmdir í Bandaríkjunum eru Braggamál. Vanhæfni,leti,sóun og fjárdráttur hjálpast þarna að eins og víðar.

Verst af öllu er herinn og hergagnaiðnaðurinn sem dregur til sín hátt í þriðjung skattekna alríkisins með sífellt minnkandi árangri.

.

Frá gjaldþroti Bandaríkjanna árið 1973 má segja að Bandaríski herinn hafi verið það eina sem hélt Dollarnumm gangandi. Nú gerist þetta sífellt erfiðara af ýmsum ástæðum. Fjöldi ríkja er nú farinn að fara sínu fram í þessum efnum ,án þess að ráðgast við  Bandaríska hersinn.

Árið 1973 urðu vatnaskil í Bandaríkjunum. Það var árið sem kaupmáttarauknng stöðvaðist algerlega og hnignun hófst. Síðan þá hefur engin kaupmáttaraukning átt sér stað og skuldasöfnun almennings og ríkisins hófst á fullum krafti.

Það er þetta sem Bandarískur almenningur finnur. Það er sífellt erfiðara að ná endum saman ,þrátt fyrir að allar hagtölur séu góðar. Þrátt fyrir að hagtölur sýni launahækkanir.Það er einfaldlega ítrekað búið að fikta í verðbólguútreikningi til að fela verðbólgu.

Það var líka árið sem Petro Dollarinn varð til. 

Þó að Petro Dollarinn hafi verið góður á sínum tíma,kemur alltaf að skuldadögunum. Og skuldadagarinir eru núna.

.

Bandaríkjamenn þurfa nú að gera tvennt. Þeir þurfa að skrúfa niður í spillingunni og sleppa tökunum á draumnum um að drottna yfir öllum heiminum.

Ef þeir fara að mínum ráðum mun þeim farnast vel.

Það er miklu betra fyrir fólkið að þeir séu bara eðlilegt ríki, í stað þessa skrímslis sem við sjáum í dag.

.

.

Borgþór Jónsson, 18.10.2018 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband