9.10.2018 | 23:50
Komin nálgun á dagsetningu leiðtogafundar Donalds Trumps og Kims Jong Un
Sá þessa frétt á vef Reuters - Trump: summit with North Korea's Kim will be after U.S. elections on November 6. Ekkert annað var haft eftir Trump.
Það er á hinn bóginn óhætt að segja að verið sé að byggja upp væntingar fyrir þennan fund, en Pompeo hefur sérstaklega verið yfirlýsingaglaður sl. daga!
Pompeo: can see a path to North Korea denuclearization
--Hinn bóginn hefur mér innihald þeirra yfirlýsinga virst mér afar rýrt.
--Þannig séð virðist manni fullkomlega hanga í lausu lofti, um hvað fundurinn verður akkúrat.
En þó Pompeo ítrekað segi árangur góðan af viðræðum, hann sé vongóður - o.s.frv.
Hefur sjáanlega ekki neitt komið fram um hugsanlegar nýjar tilslakanir Norður-Kóreu eða loforð, einungis ítrekað sagt af Pompeo - að vel gangi!
Fyrr sama dag, var Donald Trump yfirlýsingaglaðari en hann var um kvöldið, en ekki gat ég séð samt út úr þeim heldur mikið raunverulegt innihald --sbr: Trump says next meeting with North Korea's Kim being set up.
Donald Trump - "You got no rockets flying, you have no missiles flying, you have no nuclear testing," - "Weve made incredible progress - beyond incredible."
Mín mælistika á hvað er -incredible- er greinilega önnur en Donalds Trumps.
En fram til þessa hefur Norður-Kórea engu lofað sem með nokkrum umtalsverðum hætti skaðar þeirra kjarnorku- eða eldflaugaprógrömm.
Einn Suður-kóreanskur sérfræðingur í málefnum NK - benti á að Kim Jong Un, hefði í reynd selt Washington sömu loforðin tvisvar -- en um daginn þegar gengið var á Pompeo, benti hann blaðamanni á að Kim Jong Un hefði lofað að Bandaríkin fengu að senda eftirlitsmenn til Yongbyon kjarnorkuversins, og að kjarnorkutilraunasvæði yrði eyðilagt.
Hinn bóginn, man ég a.m.k. eftir því að Kim Jong Un hafði lofað frystingu kjarnorkuprógramms NK og eyðingu tilraunasvæðisins -- fyrir fundinn með Donald Trump.
--Skv. því er eina viðbótar loforð NK sem fram hefur komið síðan, það að Bandaríkin fái að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með - Yongbyon.
--En Kim, skilyrti það loforð því, að Bandaríkin slökuðu á móti á refsiaðgerðum.
- Ég er nokkuð viss að ef Kim Jong Un -- væri búinn að lofa Bandaríkjastjórn einhverri sögulega stórri tilslökun.
- Væri Donald Trump og Pompeo - löngu búnir að básúna það um víðan völl.
Þannig að manni rennur sá grunur til hugar, að Kim Jong Un sé í raun og veru að reynast, hálli en állinn sjálfur við samningaborð -- en NK er þekkt fyrir samningssnilld.
Ein viðbótar frétt sem vakti áhuga, er af mjög alvarlegu ástandi í Norður-Kóreu.
En þar virðist vannæring útbreitt vandamál, fjöldi barna með skertan vöxt!
North Korean food supply still precarious as donors stay away, U.N. says
Það er ekkert víst þetta sé refsiaðgerðunum að kenna, en ofur fátækt er búið að vera lengi þekkt ástand þeim sem hafa veitt ástandinu í NK athygli í gegnum árin.
--Það er að sjálfsögðu rétt að benda á, að leiðtogar NK - eru augljóslega í gegnum árin að nota mjög hátt hlutfall þjóðartekna til þróunar eldflauga og kjarnavopna.
--Fyrir hagkerfi sem er miklu smærra en hagkerfi SK - hlýtur sá kostnaður að vera gríðarlega þung byrði -- mig grunar að NK þurfi ekki að hafa vannæringar-ástand, ef björgum þeim sem landið ræður yfir væri varið að mun hærra hlutfalli til þarfa íbúa landsins.
Niðurstaða
Það sem er áhugaverðast við viðræður ríkisstjórnar Bandaríkjanna og við leiðtoga Norður-Kóreu, er hve lítið leiðtogi Norður-Kóreu virðist í reynd hafa komist upp mað að gefa eftir. En á 6 mánuðum, hefur hann að virðist einungis hreyfst sig frá upphaflegu loforði um að eyða kjarnorkutilraunasvæði sem loftmyndir sýna að hafði orðið fyrir miklu tjóni, sennilegast í síðustu kjarnorkutilraun og frysta kjarnorkuprógramm NK og eldflaugaprógramm NK. Yfir í að bæta því við að Bandaríkin gætu fengið að senda eftirlitsmenn til Yongbyon.
--Mín tilfinning er nefnilega sú, að þeir félagar Trump og Pompeo séu ekki þess konar að ef þeir hefðu fengið einhverja stóra tilslökun frá leiðtoga NK - að þeir væru að þaga yfir henni. Þannig að mín ályktun er einfaldlega sú, að sennilega hafi Kim Jong Un í reynd nánast ekki nokkurn skapaðan hlut sem máli skipti gefið eftir.
Þess vegna virðist manni alveg í þoku til hvers þessi leiðtogafundur á að vera!
Ef hann er ekki bara "photo op" eins og neikvæðir gjarnan segja!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 857482
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning