30.9.2018 | 18:09
Kína tekur upp nýja stefnu um beitingu hernaðarmáttar á erlendri grundu
Sannast sagna hljómar þessi nýja stefnumótun svipað hinni bandarísku - það að Bandaríkin hafa alltaf tekið sér þann rétt að beita herafla sínum við og við til að verja sína viðskiptahagsmuni - má líta á Ísrael sem vasa útgáfu af Bandaríkjunum, eins og við þekkjum beitir Ísrael herafla sínu reglulega, til að verja skilgreinda hagsmuni sína!
--Þannig séð, virðist rökrétt að Kína geri svipað og Vesturlönd lengi hafa, að verja sína viðskiptahagsmuni í svokölluðum veikari löndum - þ.s. innanlands átök, eða innanlands deilur geta ógnað hagsmunum fyrirtækja!
--Kína sannarlega hefur nú mjög stórfellda hagsmuni í fjölda landa, þannig að þessi nýja stefnumótun er sennilega þannig séð - rökrétt afleiðing þess að Kína hefur nú efnahagsáhrif risaveldis; að Kína fari þá að haga sér sem slíkt einnig í hernaðarlegu tilliti.
China seeks global role for elite counter-terrorism forces
Nýi sólkonungurinn, Xi Jinping - á þessari mynd setur hann upp svo vinalegan svip :)
Tískuorðalagið í dag - er and hryðjuverka!
Áður var notað orðalagið - "counter insurgency" nú heitir sama hegðan "counter terror" eða "anti terror." En það sama er í gangi, að hernaðarveldi er að verja sína hagsmuni.
Ef ég miða út frá því hvernig svokallaðri - and hryðjuverka-starfsemi er beitt af löndum - virðist orðalagið komið í stað þess sem áður var kallað "counter insurgency."
En nú virðist öll vopnuð andstaða við stjórnvald - sem öflugt herveldi styður.
Fá hryðjuverka-stimpil og aðgerðir nefndar, and-hryðjuverka!
--M.ö.o. er orðalagið "and-hryðjuverka" orðið pólitískt.
Beiting þess orðin að allsherjar orðalagi gegn vopnaðri andstöðu hverskonar að því virðist.
- "Counter-terrorism preparations must follow the expansion of the countrys strategic interests," - "Zhang Xiaoqi, the head of intelligence for Chinas Peoples Armed Police, which runs the countrys counter-terrorism forces, told Xinhua, the national news agency, at the weekend."
--Slíkur einstaklingur, mun ekki tjá slíkt í opinberri fréttastofu, nema að það hafi verið samþykkt á æðstu stöðum! - "We must strive to become a deterrent force to safeguard national security, a pioneering force to protect overseas interests and an elite force for universal fighting."
--Skýrara getur orðalagið ekki verið, okkar herafli á að verja okkar hagsmuni heiminn vítt. Við þurfum að þróa okkar herafla með þeim hætti. - "Mr Zhang of the Peoples Armed Police said that Chinas counter-terrorism forces were also upgrading, to ensure they can handle the increased complexities of operating overseas." - "He said the special forces had been trained to not fear suffering and not fear death as they take on their expanded responsibilities."
--Ég velti fyrir mér tilgangi kínverskra stjórnvalda að senda slík skilaboð -- óvist gegn hverjum þeim er beint.
--En þetta virðist beinlínis skilaboð um að, kínversk stjórnvöld séu í dag -- tilbúin til að beita herafla sínum á erlendri grundu. - "Zhang Baohui, a professor of political science at Lingnan University in Hong Kong, said China is entering the final phases of its going global strategy and that it will get drawn into defending its interests , particularly in restive parts of Central Asia and Africa." - "It is merely a matter of time before China starts to conduct overseas military operations to protect its national interests,"
- Vakin var athygli á lögum sem sett voru í Kína 2015 sem heimila beitingu herafla Kína erlendis: China approves controversial antiterrorism law.
- "Li Wei, who heads counter-terrorism research at the China Institutes of Contemporary International Relations, a state-run think-tank, said that any overseas operations would be conducted alongside local governments." - "It wouldnt be unilateral but must be in collaboration with the local government, unlike the US militarys counter-terrorist activities,
Sem gæti t.d. þítt, að Kína sendi herlið til lands - sem glýmir við innanlands uppreisn. Með heimild þess stjórnvalds, og kínverska herliðið tæki að sér að verja eigur kínverskra fyrirtækja í landinu - kínverja starfandi þar, og kannski að einhverju leiti að aðstoða stjórnarhernn við að berjast við viðkomandi uppreisn.
Slík aðgerð gæti að einhverju leiti minnt á aðgerðir Bandaríkjanna snemma á 20. öld í Mið-Ameríku, að bandarískt herlið var oft að verja óvinsælar ríkisstjórnir -- því var nákvæmlega beitt til að verja hagsmuni stórra bandarískra fyrirtækja.
Höfum í huga mjög áhugaverða breytingu á völdum í Zimbabwe á sl. ári - þegar Robert Mugabe var steypt, dögum fyrir þann atburð - kom yfirmaður herafla landsins við í Pekíng.
Síðan eftir heimkomuna, steypir hann Mugabe! Tilviljun?
--Opinberlega skv. kínverskum fjölmiðlum hafði Kína - alls engin afskipti.
--En vonaðist til að valdaskiptin í landinu hefðu jákvæð áhrif.
Ef maður hefur þessa sem ég geri ráð fyrir að hafi verið kínversk aðgerð í huga.
Þá virðist mér greinilega inni í myndinni - að búa til eitt stykki valdarán til að verja hagsmuni kínverskra fyrirtækja!
--Þannig séð virðist aðgerð Kína í Zimbabwe fullkomlega heppnuð, sá sem hefur tekið við kemur manni fyrir sjónir sem betri stjórnandi - ef líklega ekki lýðræðis-sinni. En það væri að biðja um of mikið, að ætlast til að Kína setji lýðræðislega stjórn til valda.
--Kína hagsmuna sinna vegna í Zimbabwe - sennilega vildi skilvirkari landstjórn.
- Ég velti fyrir mér hvar Kína beitir sér næst.
- En stórfelldir kínverskir hagsmunir eru greinilega í hættu í landinu Venezúela.
En Kína á útistandandi stór lán til stjórnvalda þar - þannig þar virðist mér augljósa dæmið, þar sem Kína sé líklegt að beita sér næst til að verja sína hagsmuni!
--Hallarbylting í Caracas, kínverskur her sendur til landsins að beiðni nýs landstjórnanda, til að aðstoða við að koma á röð og reglu.
--Kínversk fyrirtæki taka yfir stjórnun olíulynda - til að tryggja öruggar áframhaldandi greiðslur þeirra miklu skulda, sem ríkið í Venezúela skuldar. Olíuframleiðslu landsins á skömmum tíma komið aftur í fyrra horf.
**Kína er þó ekki líklegt, að setja lýðræðislegan landstjórnanda yfir landið.
**Einhver þægur herforingi virðist mér sennilegast.
Og það gætu verið alfarið kínverskir starfsmenn sem þá mundu reka olíuiðnað landsins.
Og þá væri Kína komið með raunverulegt leppríki í S-Ameríku.
Þetta eru auðvitað vangaveltur - en ef maður horfir yfir heiminn, Kína nýlega virðist hafa komið hagsmunum sínum í Zimbabwe í öruggari farveg -- greinilega er hagsmunum þeirra ógnað af lélegri landstjórn í Venezúela.
--Þannig ég gruna að það verði Kína, sem taki sig til - og skipti út Nicolas Maduro.
--Það gæti verið stutt í þá aðgerð!
Auðvitað er sá möguleiki til staðar til viðbótar að t.d. ríkisstjórn Írans gæti óskað aðstoðar Kína -- ég hef bent á þann möguleika, að með því að beita Íran vaxandi þrýstingi, auki Trump líkur þess að Íran falli í faðm Kína.
--Ég hugsa samt að þetta sé ekki að gerast endilega akkúrat núna, beini frekar sjónum að Venezúela.
Það má auk þessa einnig velta fyrir sér - Nicaragua, en forseti landsins hefur sætt ámæli meðal íbúa; en Kína hefur haft áhuga á hugsanlega reisa skipaskurð í gegnum landið. Ekkert sjáanlega enn orðið af þeirri framkvæmd. Nicaragua a.m.k. hugsanlegt annað leppríki.
Frá 2014: Dularfullur kínverskur kaupsýslumaður hyggst reisa skipaskurð í gegnum Nigaragua.
Niðurstaða
Eitt og annað bendir til þess að Kína hafi hug á að taka upp hegðan meiriháttar herveldis. Þó að sennilega meðan að hernaðarmáttur Kína er ekki enn orðinn yfirngæfandi þá stígi Kína varlega til jarðar um hugsanleg inngrip á sviði hernaðar.
Á hinn bóginn, eftir því sem hernaðarmáttur landsins vex, þá má kannski vænta þess að Kína verði tilbúið til að taka vaxandi áhættu þegar kemur að slíkum inngripum í önnur lönd.
Hið minnsta má segja, að Kína virðist nú láta heiminn vita af því fyrirfram, að slíkra inngripa sé hugsanlega að vænta - kannski í náinni framtíð.
Þess vegna velti ég fyrir mér ástandinu í Venezúela. En Kína gæti hugsanlega verið best þannig séð statt, til þess að beita sér snögglega í því máli. Hafandi í huga hvað gerðist í Zimbabwe mundi ég reikna með - hallarbyltingu og að Maduro, og stuðningsmönnum hans, verði skóflað til hliðar. Hvenær það hugsanlega gerist er annað mál.
--En kannski benda orð Zhang Xiaoqi um helgina til þess að þetta sé hugsanlega yfirvofandi.
Ég mundi ekki sakna Maduro að nokkru leiti - það gæti verið greiði við landið ef Kína skiptir um landstjórnanda, kemur til valda hæfari einstaklingi - þ.e. auðvitað ekki fyrirfram gefið að sá væri hæfari.
En hið minnsta mundi maður vænta að aðili sem Kína setti til valda, mundi vera til í að veita kínverskum aðilum aðstöðu í landinu, m.a. til að tryggja örugga greiðslu skulda.
Það gæti leitt til þess, að snögglega mundu birtast fjöldi kínverskra verkamanna ásamt kínversku risafyrirtæki, er tæki olíu-iðnað landsins yfir.
--Kínverskur herafli er fengi heimild nýs landstjórnanda, gæti þá varið þá hagsmuni Kína - gegn íbúum landsins er hugsanlega yrðu óánægðir, slíkir fengu þá væntanlega skilgreininguna - hryðjuverkamenn ef miðað er út frá nýlegum beitingum slíkra skilgreininga.
Það á væntanlega allt eftir að koma í ljós - hvað Kína ætlar sér að gera á næstunni. Og hvernig akkúrat sú beiting afls mun fara fram. Ekki síst hvernig Kína mun síðan hegða sér í því landi, eða þeim löndum - þar sem Kína beitir sér.
Ef Kína beitti sér eins og ég lýsti hérna - væri það nokkurs konar, ný-nýlendustefna.
Það verður forvitnilegt að sjá hvort Kína endurtekur aðferðir evrópsku nýlenduveldanna.
--Óþarfi að gefa sér slíkt fyrirfram, en möguleikinn er sannarlega til staðar.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 1.10.2018 kl. 00:53 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 859317
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér hérna.
Kína er stórt land, og ef við getum fengið Kína að sjá hlutina frá "vesturlensku" sjónarhorni, yrði bara gott mál út úr því.
Þó myndi ég halda að Kína ætti að beita sér meir í Asíu. Manni ber einnig að hafa í huga, að Kína er ekki "kommúnistaríki" lengur. Það er minni sócíalismi í Kína, en á Íslandi. Sama á við Rússland, þessi lönd breittu stefnu sinni ...
Örn Einar Hansen, 30.9.2018 kl. 19:37
Bjarne Örn Hansen, eins flokks kapítalískt einræðisríki - á meir skilt í dag við stjórn Francos sáluga eða Pinochets.
Á hinn bóginn, er augljóslega ekki fyrirfram vitað að þeirra aðgerðir muni fara vel - það eru alltaf margar hættur mögulegar þegar lönd fara að beita herafla sínum á erlendri grundu. Það á örugglega ekki eftir að vera - bara hamingja.
--T.d. ef Kína mundi kjósa að eiga afskipti af Venezúela, skipta óhæfum landstjórnanda út, ef þ.e. allt og sumt sem gerist, gætu mál vissulega farið til muna betri vegar -- en hinn bóginn, ef maður ímyndar sér að kínversk fyrirtæki streymi til landsins, þau taki sína verkamenn með -- sérstaklega ef í hlut ættu olíumannvirki landsins og framleiðsla; þá gæti slíkt skapað smám saman andstöðu íbúa þar í landi, í slíku samhengi gæti risið upp andstöðu hreyfing er væri vopnuð.
--Það á eftir að algerlega koma í ljós, hvernig Kína kemur akkúrat fram við slík lönd, þ.s. kínv. her verður hugsanlega áfram til staðar, til að glíma við innri öryggisvandamál -- en slík tilvik geta alltaf snúist upp í langvarandi átök sýnir sagan.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.9.2018 kl. 19:55
Já ,það verður athyglisvert að fylgjast með hvernig þeim löndum vegnar sem lenda undir áhrifavaldi Kína í framtíðinni. Þetta er algerlega óskrifað blað.
Mér finnst líklegt að við eigum eftir að sjá atburðarás sem er í líkingu við það sem þú nefnir.
Þetta er frekar ónotaleg tilhugsun,sérstaklega eins og heimsmálinn standa í dag.
Það er hugsanlegur einn möguleiki sem þú nefnir ekki,en það er að Kínverjar séu að hugsa um að taka þátt í lokasókninnii í Idlib.
Idlib er orðið Rússlandi mjög erfitt pólitískt séð og Kínversk aðstoð mundi breyta miklu. Jafnvel þó hún sé bara minniháttar. Það vantar ekki hernaðarmátt,heldur pólitíska vikt.
Kínverjar vilja líka örugglega tryggja að Kínverskir hryðjuverkamenn snúi ekki heim. Þetta er möguleiki ,þó hann virðist fjarlægur í dag. Kannski hefur Putin nefnt við Kínverja að það væri kominn tími til að deila byrðunum.
.
Það eru tvö ríki sem hafa á síðustu árum hvatt sér hljóðs á alþjóðavettvangi sem eru Kína og Rússland. Indland er á leiðinni ,sérstaklega ef þeir eignast betri leiðtoga en Modi. Hann virðist vanta stefnufestu og er einhvernveginn ekki búinn að hrista af sér nýlenduhugsunarháttinn eins og fleiri Indverjar.
Mestu og örlagaríkustu mistökin sem Evrópskir stjórnmálamenn gerðu ,var að kasta frá sér Rússlandi. Rússland gæti auðveldlega verið í okkar herbúðum,ef ekki hefði komið til hroki og heimska Evrópskra stjórnmálamanna. Rússneskir stjórnmálamenn voru afar Evrópusinnaðir en því var klúðrað af hendi okkar manna,vegna þröngra hagsmuna vestrænna oligarka.
Þeir voru haldnir þeirri heimskulegu firru að þeir gætu endalaust rænt Rússland frekar en að versla við það.
Það var eins og þeim væri um megn að skilja að þessi tvö ríki mundu rísa upp ,hvernig sem þeir létu.
Til að gera illt verra komu fram í báðum þessum löndum ,afar færir þjóðhöfðingjar ,á sama tíma. Þeir hafa allt til að bera til að ná árangri. Þeir eru báðir þjóðernissinnaðir,vel menntaðir,og hafa eindreginn stuðning frá eigin landsmönnum. Þetta getur ekki mistekist.
Kína hefur yfirtekið iðnframleiðsluna og Rússland er vaxandi risi á hernaðarsviði,orkumarkaði og matvælamarkaði.
.
Á sama tíma eru Evrópuríkin með afar veika og sundurþykka forystu. Merkel,sem er aðal foringi Evrópu og hefur stjórnað með sæmd á friðartímum,lendir svo í því að gera hvert axarskaftið á fætur öðru þegar á reynir. Úkraina,innflytjendamál og fleira. Afskaplega örlagarík mistök. Úkraina er tifandi tímasprengja sem á eftir að springa í andlitið á henni og innflytjendur eru hægvirk sprenging sem þegar er komin af stað og enginn sér fyrir endann á.
.
Bandaríkin eru svo sér kapítuli.
Ofur skuldsett ríki
Þriðjungur fyrirtækja með lánshæfismat BBB eða verra.
Ofurskuldsettur almenningur.
Vaxandi fátækt.
Innanlandsófriður sem jaðrar við borgarastyrjöld og gæti auðveldlega endað með vopnuðum átökum að einhverju marki.
Olíu og gasiðnaður ,þar sem helmngur framleiðslunnar er knúinn áfram eingöngu á lánum. ( illu heilli sennilega Íslenskumm lífeyrissjóðum,meðal annars) Þar er 200 milljarða stabbi af lánumm sem bíður þess að springa. Til samanburðar var vandamál Lehmanbrothers 70 Milljarðar. Það var nóg til að valda keðjuverkun sem endaði með ósköpum. Þetta sýnir einfaldlega hvað Bandaríska hagkerfið er veikt. Smávægilegt áfall verður að katastrófu,enda hver dollar margveðsettur. Ástandið núna er miklu verra en 2008.
.
Ofan á þetta bætist að Bandaríski herinn sem hefur fram að þessu verið aðal valdatæki Bandaríkjanna ,er ekki lengur einráður á heimsvísu. Þeir geta ill beitt hernum lengur til að ná sínum markmiðum. Sýrland er ágætt dæmi um þetta. Þar gátu þeir ekki klárað málið vegna minniháttar afskifta Rússa. Það var athyglisvert hvað það þurfti lítinn herafla til að stöðva aðgerðir þeirra. Þarna breytir engu þó að Trump hafi í ráðaleysi sínu bætt 70 Milljörðum í hítina. Vagninn er einfaldlega farinn hjá.
.
Litabyltingar eru sífellt að verða erfiðari í framkvæmd. Stjórnmálamenn eru búnir að átta sig á hvernig taktíkin er,hverjir eru leikendurnir og hvernig er hæt að bregðast við.
Almenningur er líka tregari í taumi,enda er hann búinn að sjá hvernig þetta leikur þjóðir. Mér kæmi ekki á óvart þó að valdaránið í Úkrainu væri ein síðasta vel heppnaða íhlutun af þessu tagi,allavega í Evrópu.
.
Niðurstaðaner sú að stjórnmálamenn okkar hafa algerlega brugðist okkur. Þeir hafa í skammsýni sinn gert þessi rísandi veldi óvinveitt okkur að ástæðulausu.
Þeir hafa löngu hætt að stjóna með hagsmuni eigin landsmanna í huga,heldur láta stjórnast af alþjóðlegum oligörkum og stundarhagsmunum þeirra.
Okkar hagsmunir eru að lifa í sátt við þessar þjóðir og íbúa þeirra. Hagsmunir oligarkanna eru að brjóta undir sig auðæfi þeirra hvað sem það kostar.
Við eigum eftir að súpa seyðið af þessu þannig að við gleymum því seint.
Borgþór Jónsson, 1.10.2018 kl. 00:00
Borgþór Jónsson, Boggi minn - það var Rússland sem valdi að kasta frá sér Evrópu -- ekki Evrópa sem valdi að kasta frá sér Rússlandi. En Pútín sem var árum áður KGB yfirmaður í A-Þýskal. sömu ár og deilan um svokallaðar meðal drægar flaugar stóð yfir, þegar svokallaðar friðarhreyfingar voru mjög háværar í V-Evr. en tókst ekki að stöðva að meðaldrægar flauga væru einnig settar upp í V-Evr. í kjölfar uppsetningar Sovétríkja á meðaldrægum flaugum í E-Evr. Á þeim árum, var Pútín einn af rýnum Sovétríkjanna á málefni Vesturlanda; og kjölfar þess hann var þarna um nokkurt árabil - lærði hann þýsku reiprennandi.
--En punkturinn er sá, að hann gat ekki annað en vitað nákvæmlega fyrirfram -- hvernig Vesturlönd og V-Evr. mundu bregðast við tveim innrásum hans í Úkraínu.
--Þar sem hann vissi það fyrirfram - hann tók þá ákvörðun að ráðast á Úkraínu samt sem áður; er algerlega fáránlegt þ.s. þú heldur fram, að það hafi verið V-Evr. sem valdi að kasta frá sér Rússlandi --> Það var allt, þveröfugt.
--Sú ástæða sem ég get komið auga á, hvað Pútín gekk til -- kemur helst frá munnmælum frá þeim tíma sem ég varð var frá Rússl. í kringum þá atburðarás --> Sem sagt, meintur ótti við alls kyns sjálfstæðar hreyfingar á Vesturlöndum sem berjast fyrir mannréttindum, sem Pútín hefur kosið að líta handbendi Vesturlanda; og ótti við það að áhrif Vesturlanda m.a. frá slíkum samtökum, mundi geta grafið undan völdum hans.
--Pútín hafi vísvitandi tekið þá ákvörðun - til að verja sín völd - að skapa fjarlægð við Vesturlönd - - til að takmarka áhrif þeirra innan Rússlands, af ótta við það að Vesturlönd, mundu að hans mati - skapa sambærilega rás atburða innan Rússlands.
--Mikið tal um meinta hættu af svokölluðum - flauelsbyltingum, tal um atburði í Úkraínu - lyga á þann veg að Vesturlönd hafi búið það allt til; þetta hafi lýst ótta Pútíns, við það að nálgun við V-Evr. og Vesturlönd almennt, mundi grafa undan hans völdum.
--Hann hafi því ákveðið að -- að hefja átök v. Vesturlönd um Úkraínu, til þess einmitt -- að Vesturlönd mundu loka á Rússland, og V-Evr. einnig. Auðvitað, samtímis vegna þess að hann er meistari lyga sem gamall njósnari -- að ljúga þeirri sögu, að Rússl. væri fórnarlamb Vesturlanda -- þó þetta hafi allt verið hans ákvörðun.
Afar ósennilegt að Kína hafi nokkurn áhuga á Sýrlandi - það er mál Rússlands. Lofum Rússlandi að kynnast því - hvernig endalaust stríð virkar fyrir Rússland.
--Sumir hlægja af Bandar. í Afganistan - en Rússl. er komið með sambærilegt vandamál.
--Pútín eftir segjum önnur 10 ár, enn að berjast í Sýrlandi - enn engir endir í sjónmáli, mun þá væntanlega vita hve fyrrýskur sá sigur reyndist vera.
--Hann hefur staðið sig miklu mun betur en ég átti von á.
--Hef miklar vonir til Indlans undir hans stjórn.
--Það verður örugglega ekki bandamaður Rússlands eða Kína, ekki endilega Vesturlanda heldur.
--Það þíði ekki að Indland sé óvinur einhverra þeirra aðila.
--En Indland líklega fetar sína eigin braut.
Þó samt, virðist mér það - nær Vesturlöndum. Enda raunverulega Indland sem er mesta lýðræðisland heims. Ég er fullur aðdáunar á Modi. Hann er að gera mikla hluti fyrir Indland.
--Indland er það land í heiminum með mesta mælda hagvöxt, þ.e. það stóra land.
--Modi er að takast að ná Indlandi á flugferð.
Meðan heldur Pútín áfram að vera sem dauð hönd á Rússlandi.
Gersamlega misheppnaður landstjórnandi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.10.2018 kl. 01:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning