Af ræðu Trumps er ljóst að hugtakið sjálfstæði er honum mikilvægt! Í upphafi ræðu sinnar segist hann virða sjálfstæði annarra - en óskar þess þeir virði sjálfstæði Bandaríkjanna á móti.
Síðar í ræðu hans er skýrt, að hann meinar þetta gegn alþjóðaskuldbindingum hvers konar!
Eins og fram kemur í ræðu hans, hann hafnar því sem bindur Bandaríkin með hætti sem takmarkar ákvarðanatökuvald þings og ríkisstjórnar Bandaríkjanna!
--Það virðist m.ö.o. þíða, mikla takmörkun á hvað unnt væri að semja um við Bandaríkin.
--A.m.k. meðan Trump er við völd!
Ræða Trumps í fullri lengd á allsherjarþingi SÞ
- Takið eftir því, að hláturinn stendur stutt - er skömmu eftir hann hefur ræðu sína!
En auðvitað, það sem hann sagði var fullkomlega absúrd!
--En hann sagði hreinlega að hans ríkisstjórn hefði afrekað meir á tveim árum, en nánast nokkur önnur ríkisstjórn í sögu Bandaríkjanna!
--Þá heyrðist lágvær hlátur.
Að sjálfsögðu var hlegið að þessum orðum Trumps! Þetta var ekki virðingarvottur - eins og Nikky Haley virðist túlka þetta: World Leaders Laughed at Trump at the UN Out of 'Respect'.
**Þetta er á hinn bóginn lítiðfjörlegt atriði. - Það sem miklu meira máli skiptir, eru alvarlegar hótanir gegn Íran - þ.s. hann segist í samskiptum við ríki er eiga viðskipti við Íran, að stefnt sé að því að koma Íran af olíumörkuðum.
--Hvernig hann kallar Íran mestu hryðjuverkaógn heimsins. Og virðist kenna Íran um allt þ.s. miður fer í Mið-Austurlöndum.
--Hvernig hann talar um forystu Bandaríkjanna um bandalag ríkja í Mið-Austurlöndum, gegn Íran.
Þetta er allt mjög alvarlegt og hugsanlega mjög hættulegt!
Það er mjög áhugavert að sama dag og Trump talar í New York, þá kynnir ESB - Kína og Rússland, sameiginlegar aðgerðir til aðstoðar Íran: EU, Russia and China agree special payments system for Iran.
Þetta mun augljóslega valda veseni í samskiptum ríkisstjórnar Trumps og ESB ríkja.
"Federica Mogherini, the EUs top diplomat, said the financial tool known as a special purpose vehicle would allow for legitimate financial transfers between European and Iranian companies."
Augljóslega mun Trump beina reiði sinni að ESB - þegar þetta nær eyrum hans.
En með þessu, ætla ríkin greinilega tryggja - að Íran geti haldið áfram að eiga alþjóðleg viðskipti með sína olíu. Burtséð frá því hvað Bandaríkin leitast við að gera!
--M.ö.o. verið búin til leið fyrir viðskipti við Íran - sem ég geri ráð fyrir að komi bandarískum dollar við hvergi á nokkrum punkti, annars gæti kerfið vart virkað.
--Áhugavert þetta er kynnt formlega sama dag, og Trump flytur sína ræðu.
--Einhver skilaboð til Trumps liggja í þeirri tímasetningu. - Síðan kemur merkileg roka frá Trump - um olíuverð!
"We defend many of these nations for nothing and then they take advantage of us by giving us high oil prices, not good. We want them to stop raising prices, we want them to start lowering prices, and they must contribute substantially to military protection."
Þetta eru þannig séð áhugaverð skilaboð til Saudi-Arabíu.
--En þarna skýn nánast nokkurs konar -tribute- krafa, spurning hvað hann akkúrat á við, þegar hann talar um það - að bandamenn Bandar v. Persaflóa eigi að leggja verulega til framlagðra varna.
--Hinn bóginn, er kvörtun Trumps varðandi olíuverð áhugaverð --> Þar sem hún kemur skömmu eftir að hann heitir því að, þvinga Íran af olíumörkuðum --> Eins hann hann geti ekki lagt tvo og tvo saman - að það að hóta því að þvinga Íran af olíumörkuðum --> Leiðir einmitt til ótta á olíumörkuðum um framtíðar stöðugleika framboðs af olíu.
--Þá fara auðvitað margir að kaupa, til að auka við sína birgðastöðu.
**M.ö.o. eiga aðgerðir Trumps sjálfs mikinn hlut þarna að máli.
Maður á kannski von á því, að Trump leggi í - tvíhliða viðræður um viðskipti við Saudi-Arabíu. Spurning, hver hótun Trump mundi vera, ef Saudi-Arabía væri hikandi.
--En kannski mundi Trump fara fram á, fast verð á olíu til Bandar. verulega undir markaðsverði --> Það gæti verið ákveðið form á -tribute.- - Síðan rasar hann um - meint ósanngjörn viðskipti. Endurtekur sína forkastanlegu kenningu - að þjóðir heims hafi sameinast um að, fara illa með Bandaríkin og bandarísk fyrirtæki í viðskiptum.
Bendi á að orð hans um milljónir tapaðra starfa innan Bandar. eru gríðarlega villandi - þó þau geti verið rétt að milljónir starfa hafi tapast, þá á sama tíma hefur iðnframleiðsla í Bandaríkjunum aukist nánast sérhvert ár.
Þannig að þá er fækkun starfa ekki -- út af hnignun í iðnaðinum.
En hann virðist virkilega halda að þar fari sönnun um hnignun. Sönnun um ósanngjörn viðskipti. Heldur er annað líklega í gangi -- þ.e. róbótvæðing.
--Og hann segir, að sú hegðun verði ekki umboðin frekar, hún taki enda.
Það er eiginlega ekki hægt annað en líta á þau orð, sem hótanir um frekari viðskiptastríð.
Hann auðvitað beinir megin hluta reiði sinni að Kína.
**Hann sjálfsögðu tönnslast á sinni kenningu - að viðskiptahalli sé sönnum um, ósanngjörn viðskipti.
**Fullkominn þvættingur!
Viðskiptahalli er í megin atriðum - neysla umfram efnahagslega getu viðkomandi lands.
Hann bendir einfaldlega til þess - að eftirspurn í því hagkerfi, sé meiri en nemur framleiðsluverðmætum þess lands.
--M.ö.o. að innlend framleiðsla anni ekki eftirspurn heima fyrir.
Tæknilega getur þú stöðvað viðskiptahalla -- með því að setja upp tollmúra!
En ástæða þess að það stöðvar viðskiptahalla -- er sú að tollarnir þurrka upp eftirspurn.
Það gera þeir með því að hækka verð þeirra vara sem eru innfluttar, þannig færri í landinu hafi efni á þeim vörum!
--Þú getur náð fram sömu áhrifum, með því að auka skattlagningu á neyslu!
--Sleppt viðskiptastríðum!
**En tollar eru í raun og veru - skattlagning á eigin neytendur, eigið fólk.
En ef Trump mundi hækka neysluskatta -- mundi reiðin beinast að Bandaríkjastjórn.
En Trump - beinir reiði Bandaríkjamanna út á við, með því að segja aðgerðir sínar gegn vondum erlendum löndum - en tollar hans hafa sömu áhrif; að minnka neyslu heima fyrir!
**Það virkar auðvitað ekki fyrr en þeir eru orðnir nægilega háir og nægilega víðtækir til þess að bæla neyslu niður að nægilegu marki.
**Sem þíddi væntanlega einnig þ.s. neysla er stór þáttur í hagkerfinu bandaríska í dag - að þeir hefðu þá verulega bælandi áhrif á hagvöxt.
--En til þess að þetta virki almennilega, þarf hann eiginlega að tolla öll lönd sem eru stór viðskiptalönd - en annars færist neyslan bara til, án þess að viðskiptahallinn minnki endilega að nokkru verulegu leiti heilt yfir.
--En þá að sjálfsögðu á sama tíma, lækkar hann kjör neytenda almennt innan Bandar.
**En það væri að sjálfsögðu afar óvinsælt ef hann segði þeim, að þetta væri þ.s. hann raunverulega ætlaði sér að hrinda í framkvæmd.
--Svo Trump talar um - vonda útlendinga í staðinn, sbr. "diversion."
Fed raises rates, sees at least three more years of economic growth
"The Feds latest projections show the economy continuing at a steady pace through 2019, with gross domestic product growth seen at 2.5 percent next year before slowing to 2.0 percent in 2020 and to 1.8 percent in 2021, as the impact of recent tax cuts and government spending fade."
--Það sem er áhugavert við þetta, er að US Federal Reserve - segir að langtíma vöxtur Bandaríkjanna sé ca. 1,8%. Að vöxturinn í ár, hafi verið út af skammtíma "stimulus" vegna aukinna framlaga til hermála - og skatta-lækkana er duttu inn á þessu ári.
--Það eiginlega virðist slá á fullyrðingar Trumps í upphafi ræðu, um stórkostlegan árangur m.a. í efnahagsmálum.
--En rétt er að benda á að hagvöxtur var búinn að vera ofan við núll í 6 ár samfellt, árið sem Trump tekur við embætti. Það eru töluverðar íkjur, að Trump sé að leiða eitthvað, efnahagsundur. - Að öðru leiti í ræðu Trumps virðist ljós - almenn andstaða við alþjóða samninga. Að hann hafnar öllu því sem skuldbindur - hann talar um fullveldi í því samhengi.
Niðurstaða
Þó Trump notar orðið - friður - í fjölda tilvika í sinni ræðu. Þá virðist mér stefna sú sem fram kemur í hans ræðu -- stefna um átök. Sérstaklega virðist ræða hans benda til frekari átaka um viðskipti við önnur lönd.
Greinilega á að sverfa að Íran - og að Kína. En miðað við ræðu hans, sé ég ekki að nokkurt viðskiptaland Bandaríkjanna - sé öruggt. Hann á örugglega eftir að leggja fram kröfur sínar gegn öllum mikilvægum viðskiptalöndum. Og krefast þess sem hann kallar - sanngjörn viðskipti.
Hinn bóginn, eins og ég bendi á, er engin leið fyrir Trump að enda viðskiptahalla Bandaríkjanna -- nema með því að draga úr neyslu innan Bandaríkjanna sjálfra.
--Það sé tæknilega unnt að gera það, með því að skella á tollum.
--En þá þurfa þeir eiginlega vera gegn öllum meiriháttar viðskiptalöndum samtímis.
En það væri raun og veru aðgerð - að bæla neyslu innan eigin lands.
Því fylgdu að sjálfsögðu veruleg samdráttaráhrif á bandarískan efnahag.
Og þó að einhverju leiti geti hann beint reiði sinna þegna gegn öðrum þjóðum, með tali um meint ósanngjörn viðskipti - þá efa ég að hann geti fyrir rest sloppið við neikvæða athygli eigin þegna, ef hann raunverulega mundi ganga það nægilega langt sem mundu til þurfa ef hann raunverulega ætlar sér að enda viðskiptahallann með -- tollaaðferð.
Unnt væri að ná sömu bælandi áhrifum fram með hækkun neysluskatta. Því fylgdu ekki deilur við önnur lönd. Það mundi ekki leiða til tjóns fyrir útflutning Bandaríkjanna!
--En önnur lönd munu óhjákvæmilega svara með tollum á móti.
M.ö.o. sé tollastefna sem aðferð við að minnka innanlands neyslu líklega mun efnahagslega skaðlegri.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 859319
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning