Kim Jong Un virðist staðráðinn að fá annan leiðtogafund með Trump

Trump var greinilega mjög ánægður með yfirlýsingar Kim Jong Un meðan á fundi hans með Moon Jae In forseta Suður-Kóreu stóð yfir, en þá virtist Kim tala um að stefna að kjarnorkuvopnalausum Kóreuskaga, og einnig nefndi hann eyðileggingu kjarnorkutilraunasvæðis - ásamt því að loka helsta kjarnorkuveri Norður-Kóreu!

Donald J. Trump@realDonaldTrump
Kim Jong Un has agreed to allow Nuclear inspections, subject to final negotiations, and to permanently dismantle a test site and launch pad in the presence of international experts. In the meantime there will be no Rocket or Nuclear testing. Hero remains to continue being........
 
Donald J. Trump@realDonaldTrump
More....returned home to the United States. Also, North and South Korea will file a joint bid to host the 2032 Olympics. Very exciting!
 
Donald J. Trump@realDonaldTrump
More“North Korea recommits to denuclearization - we’ve come a long way.”

Rétt að nefna að sérfræðingar hafa nefnt að tilraunasvæði NK - virtist hafa orðið fyrir verulegu tjóni, líklega af síðustu kjarnorkutilraun, vísbendingar að það væri fallið saman a.m.k. að hluta.
--Sumir hafa viljað meina, að það væri hvort sem er orðið - ónýtt.

Síðan, talaði Kim um að heimila eftirlitsmenn frá SÞ - talaði um að loka kjarnorkuveri sem notað hefur verið til að framleiða kjarnorkusprengjur.
--En hvergi var að sjá að hann hefði áhuga á að - eyðileggja það.
--En Kim, sagði að sú aðgerð kæmi ekki til greina, nema að Bandaríkin mundu koma til móts við Norður-Kóreu.

  1. Rétt að nefna að í tíð Bill Clinton, var samið við NK um frystingu kjarnorkuáætlunar - það leiddi til þess að innsigli voru sett á helstu mannvirki, og skoðunarmenn frá IAEA komu reglulega við til að tékka á því að innsigli væru óskemmd.
  2. Það hljómaði sem að þessi gamli samningur væri sú fyrirmynd sem Kim hafði í huga.

U.S. ready to restart talks with North Korea, seeks denuclearization by 2021

North Korea pledges to scrap missile site and allow inspections

Rétt að taka fram, að ef Trump samþykkti samkomulag í líkingu við þetta.
Væri það stór eftirgjöf gagnvart Norður-Kóreu miðað við fyrri afstöðu ríkisstjórnar Trumps.

En frysting er ekki að - eyðileggja mannvirkin, heldur það - að varðveita þau.
Varðveitt mannvirki er hugsanlega hægt að taka aftur í notkun síðar.
Sem einmitt gerðist nokkrum árum eftir að Clinton samdi við NK.
--Þ.e. í tíð Georga Bush, steig NK frá samkomulaginu er gert var í tíð Clinton, og sprengdi sína fyrstu kjarnasprengju í tíð Bush forseta!

Eins og mál Kims hljómaði - þá kemur greinilega til greina að endurtaka samkomulagið a.m.k. að einhverju leiti sem gert var í tíð, Clintons.
--Ég efa að sú útkoma muni geta skoðast sem sigur fyrir Trump.

En kannski samþykkir hann slíkt samkomulag samt sem áður, í von um að uppfylla draum um - Nóbel. Það gæti vel orðið, ef Trump - Moon - Kim, brosa þrír framan í heiminn, og tala um frið og betri framtíð.
--Jafnvel þó innihald samkomulags, væri lítið meira en þ.s. Bill Clinton náði fram á sínum tíma.

"On the basis of these important commitments, the United States is prepared to engage immediately in negotiations to transform U.S.-DPRK relations,” Pompeo said in a statement, referring to the acronym used to describe North Korea."

Erfitt að skilja þau orð með öðrum hætti, en fundurinn sé yfirvofandi þó dagsetning liggi ekki enn fyrir.
--Þó Kim tali um að stefna að kjarnorkulausum Kóreuskaga, hljómar það ekki sem loforð.
--Og eins og ég benti á, hafa Bandaríkin áður verið á þeim stað, með fryst prógrömm og reglulegt eftirlit.

Það væri langt frá margítrekuðum kröfum Pompeo - um það að gereyða öllum mannvirkjum sem unnt er að nota við framleiðslu langdrægra eldflauga og kjarnorkusprengja, sem og sprengjunum - og flaugunums sjálfum.
--En það mátti áður skína í orð Pompeo að full afvopnun væri skilyrði þess að nokkur tilslökun væri í boði frá Bandaríkjunum.

En nú virðist hann og Trump vera til í að ræða málið formlega út frá tillögu NK - um eyðingu laskaðs tilraunasvæðis, og frystingu Yongbyon kjarnorkuversins. 
--Að það væru nægar tilslakanir til að unnt væri að ræða bandarískar tilslakanir á móti.

"Tit for tat" með eftirliti - er einmitt það sem NK vill.
Því slíkt samkomulag væri mjög tafsamt í framkvæmd!
--Þar sem að næsta skref væri ekki stigið fyrr en eftirlit hefur staðfest á bóða bága að hinn aðilinn hafi uppfyllt fyrsta skref.

  • Munum, einungis 2 ár eftir af kjörtímabili Trumps.
    --NK vill sleppa með sem minnstar tilslakanir.
    --Þ.e. hugsanlegt að NK sé að veðja á að Bandaríkin hafi annan forseta í jan. 2021.

 

Niðurstaða

Kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið. Þetta gamla máltæki á mjög vel við. En samningar við NK í gegnum tíðina hafa sínt. Að NK er gjarnan mjög lipur við samningaborð. NK hefur fram að þessu alltaf tekist að komast frá samningaborði - án þess að gefa nokkuð óafturkræft.

Það verður forvitnilegt að sjá - hvort að niðurstaðan hjá Trump verður virkilega, stórt bakk. En það yrði að líta á það sem stóran dyplómatískan sigur fyrir NK - ef NK sleppur einungis með frystingu sinna prógramma, m.ö.o. mannvirki öll yrðu varðveitt fyrir utan laskaða tilraunasvæðið. Sem kannski NK hvort sem er ætlaði sér að eyðileggja.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Varðandi mál N-Kóreu þá sýnist manni að þetta sé algjörlega breytt lndslag, því forystumenn Norður og Suður Kóreu faðmast og friðmælast og setja upp áætlanir um að sameina landið.

Þetta finnst mér alveg meiriháttar! Hugsaðu þér að Norður Kórea hefur verið algjörlega lokað ríki og þegnarnir hafa ekki mátt hugsa sjálfstætt - hvorki málfrelsi né athafnafrelsi.

Frá þeim veruleika og yfir í þann sem nú má sjá er auðvitað himinn og haf.

Eigum við ekki að opna fyrir smá jákvæðni og þakka fyrir að stríðsástandi sé aflýst?

Eigum við ekki að þakka fyrir að löndin gætu sameinast?

Við megum ekki gleyma því að okkar viðhorf geta dregið úr eða aukið við, allt eftir því hvaða hugsunum við gefum vægi og lyftum undir.

Ég óska þér og okkur öllum þessa breyttu stefnu í Norður Kóreu, það er virkilega friðsamlegri vindar sem blása nú um stundir.

Það er allt annað að vera neyddur að samningaborði og vera með hatur í sálinni, eða vera tekið á móti manni sem jafningja á þann hátt að menn tala saman eins og að Norður Kórea hafi leyfi til að hafa sjálfstæðan vija. Svo kemur yfirvaldið frá Norður Kóreu með bros á vör og vill ganga til sameiningar og friðar. Þetta ættum við að ýta undir að verði að veruleika, og leyfa svo framvindunni að eiga sér stað og drepa hana ekki í fæðingunni. Allt tal um að menn hafi illan ásetning setur málið í frost, en tal um að málið hafi tekið nýja og jákvæða stefnu lyftir því á flug.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 21.9.2018 kl. 09:52

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sigurður Alfreð Herlufsen, hmm - að fallast í faðma felur ekki í sjálfu sér í sér ákvörðun um einhverja tiltekna tilslökun, þó það sé mjög táknræn ákvörðun. Hafðu í huga, að sameining er óhugsandi meðan NK - ræður yfir kjarnavopnum. Nema NK væri tilbúið að setja vopnin á stað undir stjórn - hlutlauss aðila. Því meðan NK - ræður yfir kjarnavopnum, er viðvera hers Bandar. nauðsynleg fyrir SK. Þ.s. að svo lengi sem NK hefur kjarnavopn, getur - tæknilega séð, sem SK getur samt ekki leitt hjá sér, NK ráðist á SK og haft fullann sigur - svo fremi að 3ja land utan svæðis mundi ekki skipta sér af. Fyrir utan að sameining væri augljós ógn við völd þess hóps sem ræður í NK - höfum við einhverjar skýrar vísbendingar þess að þeir hyggist leggja niður völd? Hafðu í huga, Kim Jon Un lét myrða hálf bróður sinn í Malasíu fyrir nokkrum árum, og nokkru undan því lét hann drepa frænda sinn - og að auki lét hann drepa nokkurn fjölda háttsettra embættismanna. Sannarlega hluti af valdabaráttu -- Monn Jae In vill nú meina að það hafi verið, nauðsynleg valdabarátta. Að Kim Jong Un sé eftir allt saman - umbótamaður. Hinn bóginn hefur Kim ekki á þessum punkti gefið neitt það eftir sem hann enn getur ekki tekið aftur til baka. Enginn veit í raun og veru, hvort hann meinar þessi faðmlög -- mundu maður sem einnig fyrirskipaði dráp hluta eigin ættingja. Hann getur vel verið það kaldlyndur - hann geti brosað og faðmað - og sama tíma íhugað hvernig hann geti síðar rekið rítinginn í bakið á viðkomandi. Á núverandi punkti sé engin leið að vita -- hver Kim Jong Un raunverulega er! Að hann er morðingi er enginn vafi. En er hann meira en morðingi -- er opin spurning, sem ekki er enn hægt að svara. Þannig að ég sé enn ekki góðar ástæður til annars en að nálgast samninga við NK - með fyllstu varfærni. Vantraust sé eðlilegt, vegna þess verði líklega einungis klifrað frá núverandi stöðu yfir í eitthvað verulega betra - í mörgum skrefum. Nema auðvitað Kim komi öllum á óvart - með einhverju dramatísku skrefi sem erfitt væri að bakka frá. Kannski sannar hann sig sem sá sem Moon Jae In telur hann vera, en á þessum punkti ætla ég að taka öllu sem gerist með saltkornum. En þ.e. enn hægt að fullkomlega útskýra hvað sé í gangi, sem aðgerð til að - teyma Trump áfram, til að halda Trump góðum út kjörtímabilið -- en stjv. NK hafa sannarlega náð því fram að Trump hefur ekki fyrirskipað árás, og þ.s. meira er, hann virðist ekki líklegur að fyrirskipa árás, meðan hann viðhelst vongóður um Nóbel. Það geti vel verið að Kim Jon Un sé einfaldlega að spila ískalt og fullkomlega kaldhæðinn leik í von um að halda öllu sínu fyrir rest. Á núverandi punkti sé einfaldlega ekki mögulegt fyrir utanaðkomandi að vita hvað sé hinn eiginlegi raunveruleiki.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.9.2018 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband