17.9.2018 | 23:36
Trump skellir tollum á 200 milljarða dollara að árlegu andvirði af útflutningi Kína til Bandaríkjanna!
Trump virðist greinilega stefna að því sem hann væntanlega telur - "ippon." En hann fyrirskipar 200ma.$ sem tekur gildir strax - en ef Kína svarar fyrir sig sem Kína líklega gerir, þá hótar hann að bæta þá þegar við tollum á 267ma.$ að andvirði þar á ofan.
--Það þíddi skilst mér, að nokkurn veginn allur útflutningur Kína til Bandaríkjanna væri þá kominn með refsistoll Trumps.
Trump slaps tariffs on $200 billion in Chinese goods, threatens $267 billion more
White House prepares list for new China tariffs
Trump imposes tariffs on $200bn of Chinese goods
- Trump tók greinilega eitthvað tillit til hagsmuna stórfyrirtækja - en 200ma.$ tollurinn, verður framanaf 10% álagning - en fer fyrir árslok í 25%. Sem veitir bandarískum fyrirtækjum - einhvern undirbúningstíma. Þó ég persónulega efa það dugi til!
- Að auki, verður varningur framleiddur af Apple.inc. undanskildur tolli, auk reiðhjólahjálma og barnabílstólar.
Vinna við það að búa til nýjan toll-lista fer strax af stað skv. DT.
Þetta er stórfelld stigmögnun tollastríðs gagnvart Kína, greinilega telur Trump sig hafa málið í hendi - að Kína sé nauðbeygt til að beygja sig í duftið fyrir hans kröfum.
--Sennilega, hótunin að 277ma. tollurinn bætist þegar við, ef Kína svarar nýja tollinum.
Hinn bóginn grunar mig að það veiki töluvert þá hótun Trumps, að þó svo að Kína mundi tæknilega hugsanlega láta vera að svara strax - eins og Kínastjórn hótar.
--Hefur Kína stjórn líklega enga tryggingu fyrir því, að DT mundi samt ekki innleiða 267ma.$ tollin hvort sem er síðar.
Eiginlega grunar mig persónulega að það sé nær öruggt!
Miðað við hvernig hann spilar þetta spil, virðist hann halda - að bæta í sé leiðin til öruggs sigurs, m.ö.o. ef Kína hefur ekki enn gefist upp - bæta enn í.
--Þannig að 267ma. tollurinn kemur örugglega hvort sem er - fyrr eða síðar.
Punkturinn er sá, að þá virðist mér tilgangslítið fyrir Kínastjórn, að láta vera að svara strax 200ma. hótuninni nú þegar henni er hrint í framkvæmd - eins og hún hefur hótað.
--Þannig ég reikna með því að svo verði einmitt akkúrat.
Niðurstaða
Það virðist stefna í að Donald Trump líklega tolli fyrir árslok - allan útflutning Kína til Bandaríkjanna, skv. því er virðist hans hugmyndafræði - að gefa stöðugt í sé leiðin til sigurs. Hinn bóginn er ég á því að Trump stórfellt ofmeti stöðu Bandaríkjanna í þessari deilu, og þar með líkur þess að sú leið sem Donald Trump og hans ríkisstjórn virðist staðráðin í að feta - leiði til þess sigurs sem þeir vænta, og DT hefur eiginlega lofað sínum kjósendum!
Sannast sagna verða samskipti Kína og Bandaríkjanna þá komin - í algerlega nýjan kafla.
En á sama tíma, blasir ekki við mér hvað frekar Trump gæti gert - þegar Kína mundi samt ekki gefa eftir eins og væntingar Trumps virðast um.
Stóra spurningin er hvað Kína gerir - þegar Trump hefur lokið við að skella tolli á allan þeirra útflutning til Bandaríkjann! Hvað sem það verður, þá væntanlega verður það skv. mati Kína stjórnar á því, hvað séu hagsmunir Kína.
En tæknilegir möguleikar eru margvíslegir!
--Einn gæti t.d. hreinlega verið, að setja bandarískum fyrirtækjum með stórfellda starfsemi innan Kína stólinn fyrir dyrnar - þ.e. annaðhvort færast höfuðstöðvar til Kína, eða þeirra starfsemi í landinu verði tekin eignarnámi!
--En það má vera að slíkt væri of langt gengið að mati Xi Jinping. Enda mundi stjórn DT væntanlega taka slíku sem - endanlegum sambandsslitum. Það má einnig vera, að Xi ákveði einfaldlega að bíða Trump af sér, í von um að annar skárri forseti að mati Kína taki við í jan. 2021. Þá gæti Kína miðað við að - miða aðgerðum sínum sérstaklega gegn þeim fylkjum er hefðbundið styðja Repúblikana. En hugsanlega undanskilji svokölluð - blá fylki.
Það kemur að sjálfsögðu allt í ljós síðar.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859323
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Trump má það - og getur það. Það er sorglegt að jafnvel í dýrustu tískuhúsunum vestra eru flestar flíkur merktar "Made in China". Það hef ég séð sjálf. Að auki hafa kínverjar stolið hugmyndum í Evrópu,ekki síst frá Ítalíu sem á marga bestu hönnuði heims.
Kolbrún Hilmars, 18.9.2018 kl. 14:40
Kolbrún Hilmars, ekki gleyma því Trump sjálfur á vörumerki sem framleidd eru í Kína.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.9.2018 kl. 23:33
Karlinn er þá greinilega ekki að tolla vörur þaðan í eiginhagsmunaskyni :)
Kolbrún Hilmars, 19.9.2018 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning