13.9.2018 | 22:20
Þýskaland að starta risastóru járnbrautarverkefni í Tyrklandi
Þetta kemur fram í Der Spiegel: Berlin Courts Prestige Project with Turkey Amid Tensions. Algerlega án nokkurs hávaða virðast samskipti Tyrklands og Þýskalands fara snarbatnandi. Einungis fyrir ári síðan, vöruðu þýsk stjórnvöld við ferðum til Tyrklands í kjölfar handtöku nokkurra Þjóðverja þar - í farvatninu byrtu tyrknesk stjórnvöld lista yfir 681 þýska aðila, sem þau sögðust tengjast stuðningi við hryðjuverk í Tyrklandi.
--Samskiptin virtust á hraðri leið í ruslið.
En síðan dróg Erdogan listann til baka, sagði hann misskilning.
Síðar var þjóðverjunum sleppt án nokkurra skýringa opinberlega í Tyrklandi.
--Við getum einungis gískað að rætt hafi verið saman að tjalda baki.
Mynd frá 1910 af járnbraut í Tyrkjaveldi lögð fyrir Fyrrastríð af þýskum aðilum!
Á þessu ári hafa tyrknesk stjórnvöld beint þeirri spurningu til þýskra stjórnvalda, hvort Þjóðverjar eru til í að endurnýja - nokkurn veginn gervallt járnbrautakerfi Tyrklands!
Tyrknesk stjórnvöld virðast hafa hreyft sig af fyrra bragði - en höfðu áður fengið kínverskt tilboð í framkvæmd af sambærilegu tagi, en ef marka má Spiegel - þá líst Tyrkjum betur á að starfa með Þjóðverjum!
Utanríkisráðherra Þýskalands, hefur þegar rætt málið með formlegum hætti við Erdogan.
Á myndinni er Heiko Maas að ræða við utanríkisráðherra Tyrklands Mevlut Cavusoglu meðan heimsókn Mas stóð yfir í sl. viku.
Von er á Erdogan í formlega heimsókn til Þýskalands -- síðar í þessum mánuði, þá er vonast til þess að unnt sé að ganga þannig frá málinu, að það sé algerlega örugglega á koppinn komið.
- Skv. fréttum, buðu Kínverjar 35ma. vaxtalaust lán er átti að greiðast á 10 árum.
- Skv. kínverska tilboðinu átti að framkvæma verkið af kínverskum verktaka er mundu mæta með sitt fólk - og allur búnaður átti að vera kínverskt smíðaður.
- Þessu höfnuðu Tyrkir, og vonast eftir betri samningi frá Þjóðverjum.
--Líklegt virðist mér að Tyrkir vilji ganga þannig frá málum, að sem mest af nýjum búnaði yrði fyrir rest smíðaður í Tyrklandi - er mundi tóna við stefnu Erdogans að efla sem mest iðnað innan Tyrklands.
--Það mundi einnig þíða, að Tyrkland mundi fullkomlega sjálft síðar meir geta viðhaldið kerfinu án utanaðkomandi aðstoðar til frambúðar.
--Þeir virðast vilja, að Þjóðverjar geri þeim tilboð í fjármögnun - væntanlega vilja þeir hagstæðari fjármögnun en þá er Kínverjar buðu.
- Allt í einu blasir við nokkurs konar "strategic partnership" - en þarna virðast Tyrkir sjálfir hafa tekið snögga ákvörðun!
Sennilega virðist þeim samningur við Þýskaland - minna ógnandi.
Og síðan hitt, að þeir líklega telja sig geta náð - hagstæðari útkomu, hugsanlega til muna.
Þýskaland fær auðvitað stórt verkefni fyrir þýsk verktakafyrirtæki og framleiðendur búnaðar fyrir lestir - en þó svo að stefnt yrði að því að búnaður yrði fyrir rest framleiddur innan Tyrklands, fæli slíkur samningur alltaf í sér að fyrst mundi búnaður koma frá Þýskalandi.
--En Tyrkland smám saman taka yfir, með aðstoð þýskra tæknimanna.
Í greininni er metið svo, að þýsk stjórnvöld sjái að auki í þessu það, að það þurfi að halda í Tyrkland - þó svo að Tyrkir seinni árin séu sífellt erfiðari í samskiptum.
Það þurfi að forða nokkurs konar samkiptarofi!
--Í ákveðinni kaldhæðni gæti verið að gagnrýni Donalds Trumps á stjórnvöld Þýskalands, og Þýskaland - hafi gert Tyrkjum auðveldara fyrir, að leita til Þjóðverja.
--Enda hafa samskipti Tyrklands og Bandaríkjanna versnað til muna seinni árin.
- Það má líka segja, að í gangi sé máski -- visst reipitog um Tyrkland.
Niðurstaða
Því má auðvitað velta fyrir sér, af hverju Tyrkir greinilega taka þá ákvörðun að snúa til Þýskalands. Þeim greinilega líkaði ekki tilboð Kínverja - en þeir hefðu t.d. alveg hafa getað rætt við Rússland. Hinn bóginn, þá er líklega sá búnaður sem Kínverjar bjóða annars vegar og hins vegar Þjóðverjar - betri og fullkomnari.
Eins og flestir hljóta að vita, hafa samskipti Bandaríkjanna og Tyrklands verið mjög erfið í senni tíð - og samskipti Tyrklands og Þýskalands hafa einnig verið brokkgeng. Hinn bóginn virðast Þjóðverjar hafa farið töluvert fínna í sínar deilur um - einstaklinga í haldi Tyrkja, en Bandaríkin hafa gert.
--M.ö.o. verið með færri hástemmdar yfirlýsingar, meira af hljóðlátu tali að tjalda baki.
Það getur einfaldlega verið það, að það hafi blasað við Tyrkjum, að þeir hafa ekki endalausa möguleika um þá aðila sem þeir geta snúið til - ef þá vantar bestu tækni í boði. Fyrir utan ef þeim vantar hagstæða fjármögnun!
--Hörð deila við Bandaríkin - þíði, Bandaríkin út.
--Tilboð Kínverja ekki nægilega hagstætt.
--Tæknilega getur Japan framleitt sambærilegan búnað, en Þýskaland er þægilegra nær - Tyrkir þekkja væntanlega vel til Þýskalands enda margir Tyrkir búið þar; og það auk þessa má vera að Tyrkir telji sig eiga hönk í bakið á Þjóðverjum.
Enda margvísleg önnur mál í gangi, t.d. málefni milljóna flóttamanna frá Sýrlandi, sem Tyrkir halda uppi heima fyrir. Það má vera hluti af ástæðunni, af hverju þeir telja að þeir geti gert hagstæðan samning við ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 14.9.2018 kl. 02:44 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Silki Leiðin, hvort "Kínverjar" reisi hana eða þjóðverjar ... skiptir engu. Hún er alltaf í hag beggja.
Örn Einar Hansen, 14.9.2018 kl. 18:30
Bjarne Örn Hansen, Kína er frekar langt frá Tyrklandi - ættir kannski að líta á kort. Málið snýst um, járnbrautir innan Tyrklands.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.9.2018 kl. 21:09
Silkileiðin er ekki bundin við Kína, hún er alþjóðlegt verkefni.
Það eru svo miklar sviftingar í kringum Tyrkland að það er engin leið að átta sig á hvert stefnir í þessu aumingja landi.
Sagan er löng.
Fyrst dæla Tyrkir hryðjuverkamönnum inn í Sýrland í samvinnu við Bandaríkjamenn,Breta og Sauda. Hluti af þessu liði eru Rússnneskir og annar hluti harðsvíraðir glæpamenn frá Kína.
Svo verður Erdogan það á í einhverju stórmenskubrjálæði að skjóta niður Rússneska herþotu.
Putin tekur alvarlega í bakið á Erdogan ,sem endar með því að Erdogan verður að fara skríðandi til Moskvu og biðja um vægð,en neyðist til að loka á hryðjuverkamennina.
Þetta ergir Bandaríkjamenn.
Það er reynt að steypa Erdogan en Putin hjálpar honum. Erdogan fær þá flugu í höfuðið að Bandaríkjamenn hafi staðið að baki þessu,sem er sennilega rangt.
Erdogan byrjar að manga til við Putin og gengur í ýmiskonar félagsskap því tengdu og vill kaupa Rússnesk vopn.
Bandaríkjamenn, sem þola enga óhlýðni gera tilraun til að leggja efnahag Tyrklands í rúst, að venju.
Kínverjar bjarga Tyrklandi frá hruni á síðustu stundu.
Nú er Erdogan bæði skuldbundinn Kína og Rússlandi,en samskiftin við Bandaríkin í rúst.
Svo kemur að skuldadögunum. Bæði Kínverjar og Rússar vilja fara inn í Idlib og gjöreyða hryðjuverkaliðinu þar. Í Idlib eru bæði hryðjuverkamenn af Rússneskum og Kínverskum stofni sem þessi ríki vilja gjöreyða. Lóga hverju einasta kvikindi.
Menn ættu ekki að láta blekkjast þó það heyrist lítið í Kínverjum. Þeir hafa sína gæðaeftirlitsmenn í Sýrlandi sem líða ekkert hálfkák.
.
Nú er Erdogan vandi á höndum,af því að hluti af þessu liði eru hryðjuverkamenn sem tilheyra hans hermaskínu.
Hann getur ekki svikið þá, af því að þá snúast þeir gegn honum og fara að stunda iðju sína í Tyrklandi.
.
Það er ekki ósenniegt að Erdogan sé nú að leita nýrra bandamanna og hafi nú snúið sér aftur að Evrópu í von um aðstoð.
Kínverjar eru harðir á að ganga frá hryðjuverkaliðinu í Idlib ,og Rússar líka. Kínverjar munu ekki ljá máls á að halda Tyrklandi á floti,nema að Erdogan gefi eftir krimmana.
Það er ekkert sem fær stöðvað það.
Erdogan er nú vinafár.
Þjóðverjar gera hinsvegar allt fyrir peninga og eru tilbúnir að semja einhverskonar vopnahlé við Tyrki.
Það verður fróðlegt að sjá hvað þessi vinskapur heldur lengi. Erdogan er hinsvegar í afar slæmri stöðu og líklega geta Þjóðverjar sett honum afarkosti.
Erdogan hefur spilað illa á sín spil. Það er ekki langt síðan hann setti Þjóðverjum afarkosti og fékk sendann pening frá ESB.
.
Það er komin upp býsna merkileg staða.
Evrópubúar og Bandaríkjamenn gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að verja hryðjuverkabælið Idlib.
Eitt af því sem gæti skýrt þetta er, að eins og utanríkisráðherra Frakklands sagði á dögunum, getur fall Idlib orðið til þess að þessir hryðjuverkamenn dreyfist um vesturlönd og fari að gera óskunda þar.
Þetta hefðu þeir átt að hugsa út í fyrr,þegar þeir voru að þjálfa þetta lið,gefa þeim vopn og peninga.
Það mætti halda það þetta fólk sé einhverskonar vanvitar að hafa ekki skilið þetta frá byrjun.
Ég held hinsvegar að þeir séu það ekki. Þeim er einfaldlega sama. Þeir hafa algerlega misst allt samband við almenning í eigin löndum ,og líta á þetta sem ásættanlegann fórnarkostnað svo þeir geti haldið völdum áfram og auðgast enn frekar. Meiri völd.
Þeir halda ræður á minningarathöfnum og gráta krókódílstárum. Svo skríða þau inn í fylgsni sín og senda meiri vopn til þeirra sem sprengdu upp samlanda þeirra.
Þvílíkur dj. viðbjóður.
Borgþór Jónsson, 14.9.2018 kl. 22:23
Borgþór Jónsson, þú ruglar slíkt að athugasemd þín verður hlægileg eina ferðina enn -- an sannleikurinn með Idlib er; að Rússland er við það að senda -- ca. 3 milljón flóttamenn að landamærum Tyrklands.
--Þ.e. hvað málið snýst um frá sjónarhóli Tyrkja.
--Að þeim lýst ekki á þá holskeflu.
Erdogan er þannig að sjá hvað hann fær úr út vinskap við Rússland --> Minna en ekki neitt er svarið, þ.e. Pútín ætlar greinilega ekki að hjálpa Erdogan, heldur að fjölga heilmikið flóttamönnum í umsjá Tyrklands.
--Það auðvitað skýrir af hverju Erdogan leitar til Þýskalands - eða sennilega gerir það, að frá ESB er nánast eina von Erdogan um aðstoð þegar snýr að því að sjá 2-3 milljón viðbótar flóttamönnum fyrir viðurværi.
En þ.e. greinilegt að Pútín - ætlar að aðstoða Assad, við að klára það verk að hreinsa út sem flesta, súnní-araba úr landi.
En það lýtur úr fyrir að landsmönnum fækki á bilinu 8-9 milljón manns.
-Nær allt, súnní-arabar er risu upp gegn ógnarstjórn Assads.
-Mig grunar veðmál Assad sé, með því að reka meir en helming súnnía úr landi, þá verði það auðveldara fyrir minnihluta-stjórn Alavíta, að stjórna landinu.
Þetta er auðvitað mikill misskilningur hjá honum --> Hlutverk Rússlands í því að aðstoða við umfangsmestu landhreinsun sem sést hefur í heimssögunni síðan ca. 1945 --> Er auðvitað einn stærsti stríðsglæpur sem framinn hefur verið í veraldar-sögunni síðan þá.
--Þ.s. þér fynnst aldrei neitt athugavert við stórfellda stríðsglæpi, svo fremi að þeir eru framdir af Pútín og þeim sem Pútín styður.
**Tek ég aldrei í nokkru alvarlega þitt væl, um striðsglæpi annarra.
**En þú ert greinilega haldinn fullkominni siðblindu.
Þ.e. alveg ljóst, að fyrir þig - snýst allt um fylgis-spekt við sérhvern þann er ræður í Kreml.
--Ekkert annað skipti máli. M.ö.o. þú ert til í að horfa framhjá sérhverjum glæp óháð alvarleika - endurflytja sérhverja lýgi óháð alvarleika hennar; í stuðningi við þann er ræður í Kremls hverju sinni.
**Þetta gerir þig einfaldlega að - fullkomlega siðblindum fylgismanni.
Þ.e. algerlega ljóst -- þú ert ekki á móti stríðsglæpum - ekki innrásum -- ekki morðóðum ógnarstjórnum -- --> Ef þú værir það, værir þú eins gagnrýninn á Rússland og ég er.
--Það krefst að sjálfsögðu ekki fylgisspekt við hitt risaveldið.
**Þú greinilega heldur að heimurinn snúist um að -- fylgja einhverju risaveldi í blindni, styðja allt sem það gerir - horfa hjá sérhverjum glæp þess eða lýgi.
**Auðvitað gegn öðru!
Þess vegna er líka gagnrýni þín almennt algerlega ómarktæk því hún er alltaf í gegnum - áróðursgleraugu eins stórveldir gegn öðru.
Þetta er hvað gerir viðræður við þig alltaf þreitandi - þessi fullkomna blinda fylgi-spekt. Allt séð í gegnum þá heims-sýn sem kremlverjar varpa upp. Og þeirra lygar!
Pútín bjargaði ekki Erdogan -- hann beitti Tyrkland efnahagslegum hótunum, sem virkuðu! Það er ekki það - að bjarga. Þ.e. einfaldlega að hóta - þangaið til hinn aðilinn, gefur eftir.
--Bandaríkin beita nákvæmlega þannig taktík.
--Alltaf gagnrýnir þú slíkt, er Bandar.beita slíku - þá eru það alvarlegir glæpir.
--En þegar Pútín beitir slíku, -- eer -- þá bjargaði hann Erdogan.
"Evrópubúar og Bandaríkjamenn gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að verja hryðjuverkabælið Idlib."
Allar aðgerðir Evrópu - hafa snúist um, að lágmarka flótta-mannastraum. Auðvitað, kallar þú 3 milljónir - hryðjuverkamenn.
--Alveg eins og þú kallaðir alla Téténa hryðjuverkamenn á sínum tíma.
--Af því, Pútín kallaði þá - hryðjuverkamenn.
Þú hefur kannski ekki tekið aftir, að Assad hefur verið að senda hópa til Idlib -- hann hefur gert það nokkrum sinnum, og einn þeirra hefur tekið svæðið yfir, einn þeirra sem Assad þangað sendi.
Þú leiðir hjá þér, að holskefla flóttafólks skqall yfir Evrópu -- það var einmitt þegar hún hófst ca. 2012, að Evrópa hóf lítilsháttar stuðning við valda hópa.
--Í von um að það mundi duga til að hægja á aðstreyminu.
En nú ætlar Pútín að reka milli 2-3 milljón úr landi.
Til viðbótar milli 5-6 þegar í útlegð.
Auðvitað eru þetta allt hryðjuverkamen - vegna þess Pútín segir það.
--Þú sérð ekki að þarna er verið að klára einn ógeðslegasta glæp í heimssögunni -- hreinsun á milli 8-9 milljón manns.
--Til að gera Assad hugsanlega auðveldara með að stjórna sínu landi til frambúðar.
Liðið sem reis upp - rekið úr landi.
"Ég held hinsvegar að þeir séu það ekki. Þeim er einfaldlega sama. Þeir hafa algerlega misst allt samband við almenning í eigin löndum ,og líta á þetta sem ásættanlegann fórnarkostnað svo þeir geti haldið völdum áfram og auðgast enn frekar. Meiri völd."
Magnað hvernig þú gersamlega sérð ekki einn mesta glæp heimssögunnar -- skamm.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.9.2018 kl. 11:05
Þetta er stórfengleg ræða,en gallinn er að hún passar engann veginn viðð það sem er að gerast á svæðinu. Hún er bara heilaspuni.
Það er ekki verið að reka Sunni muslima úr landi.
Þegar Aleppo og aðrar borgir hafa verið frelsaðar úr höndum hryðjuverkamanna sem njóta stuðnings vesturlanda,hafa íbúarnir byrjað að snúa heim. Jafnvel þeir sem eru í Evrópu.
Þetta á jafnt við um Sunni muslima sem aðra.
Assad er augljóslega ekki vandamálið,fólk mundi ekki snúa heim ef svo væri.
Vandamálið er að vesturlönd jusu vopnum og peningum í öfgamuslima og málaliða sem Sýrlenskur almenningur hatar út af lífinu.
.
Þú getur barið hausnum við steininn þangað til þú rotast,en " Evrópa hóf lítilsháttar stuðning við valda hópa 2012" er ekkert nálægt sannleikanum
Stuðningur við þessa hópa byrjaði ekki 2012 heldur 2011 og var ekki lítill heldur mikill
Þessar æfingar leiddu svo til þess að fáeinir Bandarískir sendiráðsmenn voru drepnir í Libyu þegar þeir voru að smygla vopnum til Sýrlands.
Þú getur lesið um þetta í póstunum hennar Hillary á Wilileaks. Í þessum póstum eru menn að plotta hvernig best sé að koma Assad frá völdum,og niðurstaðan er sú að það sé árangursríkast að etja saman trúarhópum.
Eins og ég segi,þú getur lamið hausnum við steininn til eilífðar nóns,en þetta verður þarna svart á hvítu um ókomna framtíð.
Þú ert af einhverjum ástæðum ófáanlegur til að ræða staðreyndir,en heldur þig sífellt við eigin heilaspuna.
.
Ég veit ekki hvaðan þú hefur þínar heimildir,en Erdogan hefur sjálfur sagt að Putin hafi látið vara hann við þegar valdaránstilraunin var gerð.
Putin bjargaði Erdogan að hans sögn,og það er ástæðan fyrir að Erdogan var svona hændur að honum á tímabili.
Alveg þangað til Putin lét til skarar skríða gegn Idlib.
Trúlega hefur Erdogan einhverjar áhyggjur af flóttamönnum,en aðal áhyggjur hans eru án vafa af 70.000 þungvopnuðum hryðjuverkamönnum sem bíða örlaga sinna í Idlib.
Sama gegnir um vesturlönd.
Hryðjuverkamönnum sem vesturlönd sjálf komu fótunum undir.
En stuðningur vesturlanda er ekki einungis fjárhagslegur ,heldur líka móralskur.
Það er þegar hafin herferð í Bandarískum fjölmiðlum til að sýna Al Kaida,Nusra Front og aðra öfgahópa í jákvæðu ljósi. Þeir eru sýndir dreyfa matvælaaðstoð.
Hið rétta er að þeir stela matvælum af fólki til eigin nota og dreyfa svo smávegis til annarra til að gíslarnir haldi lífi.
Sýrlendingar eru augljóslega ekki á flótta undan stjórnvöldum eins og reynt er að telja okkur trú um.
Þeir eru á flótta undan afhausurunum sem við siguðum á þetta varnarlausa fólk.
Refsiaðgerðir Putins gegn Tyrklandi í tilefni af því að Erdogan lét skjóta niður Rússnesku þotuna er svo annar kapítuli.
Þessar aðgerðir voru afar hófstilltar eins og Putins er von og vísa,en árangursríkar.
Ef þetta hefði verið Bandarísk þota væri Erdogan dauður og reykurinn einn mundi gefa til kynna að Tyrkland hafi einhventíma verið byggð fólki.
.
Það eru ekki og hafa aldrei verið neinir "moderate rebels" í Sýrlandi.
Það hafa eingöngu verið öfgasinnaðir Sunni muslimar sem vilja breyta Sýrlandi í Islamst ríki,í andstöðu við megin þorra íbúanna.
Sýrlendingar vilja alls ekki Islamskt ríki,enda eru þar mjög margir trúarhópar.
Sama gegnir um Téténíu,úr því að þú minnist á það.
Það var aldrei vilji almennings í Téténíu að verða Islamst ríki,eins og var þröngvað upp á þá með valdi á tímabili.
Téténar eru Putin ævarandi þakklátir fyrir að bjarga þeim úr klípunni og kjósa hann í meiri mæli en aðrir Rússar,að Krímverjum undanskildum.
Það er athygliisveert að þessi tvö tilfelli eru einmitt þau sem vestræn stjórnvöld djöflast hvað ákafast út í Putin. Þar sem íbúarnir eru ánægðastir.
Það sýnir bara að elítan okkar hefur ekkert siðferði. Hún gerir hvað sem er til að halda heimsyfirráðum,alveg sama þó að það þýði ósegjanlegar þjáningar fyrir heilu þjóðirnar.
Það eru ósegjanlegar þjáningar fyrir fólk að vera undir stjórn öfga Muslima,sérstaklega fyrir fólk sem hefur vanist aðskilnaði túarbragða og stjórnmála.
.
Gallin við vestræn stjórnvöld í dag ,er að það er ekkert siðferði. Þau tengjast alveg hiklaust við hvaða glæpalýð sem er til að ná markmiðum sínum. Í þessu tilfelli að steypa ríkisstjórn Sýrlands með aðstoð blóðþyrstra afhausara.
Það eru engin takmörk.
Í annan tíma eru það Nasistar,eða bara hver sem er.
Borgþór Jónsson, 15.9.2018 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning