8.9.2018 | 02:10
Donald Trump með nýjar stórar tollhótanir gagnvart Kína, auk hótana um að innleiða áður hótuðum tollum fljótlega!
Það sem mér finnst áhugaverðast við þessar hótanir er tímasetning, en undanfarna daga er búið að vera mikið drama út af -- aðsendri nafnlausri grein í NyTimes, þar sem nafnlaus höfundur segist vera einn af starfsmönnum Donald Trumps sjálfs í Hvíta-húsinu, og heldur því á lofti að hann ásamt hópi starfsmanna þess, hafi sammælst um að - passa upp á Donald Trump forseta með þeim hætti að leitas til við að passa upp á það að Donald Trump í snöggri bræði eða vanhugsað, taki ekki hættulega rangar ákvarðanir Bandaríkjunum og heimsbyggðinni til hugsanlegs tjóns.
--Trump hefur síðan greinin var birt í NyTimes mjög greinilega verið haldinn ofsareiði út af því sem þar er haldið fram -- Trump virðist hafa fyrirskipað tilraun til að leita þann starfsmann uppi, þó viðkomandi komi ekki fram undir nafni.
--Röð háttsettra starfsmanna Hvíta-hússins hafa síðan borið af sér sakir og fordæmt hina nafnlausu grein --: Að sjálfsögðu mun sá nafnlausi vera einn þeirra, ef sá hefur vit í kollinum.
Við þetta bætist að Donald Trump virðist lentur í óvæntum vandræðum með NAFTA viðræður - en öfugt við það sem virðast hafa verið væntingar Trumps, Lighthizer og ríkisstjórnarinnar almennt.
--Hefur ríkisstjórn Kanada þverneitað að bakka frá því sem af þeirri ríkisstjórn er talið ófrávíkjanlegt, en síðustu fréttir af þeim samningum - benda til óbreyttrar pattstöðu.
**M.ö.o. að ríkisstjórn Kanada tekur ekki nýlegri stórri eftirgjöf Mexíkó - sem ástæðu til þess að gera slíkt hið sama, virðist standa við sinn keyp.
- Það má því velta því fyrir sér, að Donald Trump ákveði þessa tímasetningu hótunar sinnar gagnvart Kína.
- Ekki síst til þess að ná sjálfum sér niður -- eftir ofsareiði sl. daga.
- M.ö.o. þetta sé aðferð hans til að ná sér niður --> Að sýna það sem hann lítur á sem, styrk sinn.
--A.m.k. er þetta kenning sem ég nú varpa á loft!
Trump threatens new tariffs on $267bn of Chinese goods
Trump ups ante on China, threatens duties on nearly all its imports
Apple warns it may pass on tariff costs to consumers
Tollhótanir Trumps!
- Hann setur fram nýja hótun um 267ma.$ toll, sem hann segist munu hafa í bakhöndinni.
- Hann hótar að áður hótaðir tollar upp á 200ma.$ verði innleiddir fljótlega.
--Rétt að taka fram, að í gildi eru tollar að andvirði 50ma.$.
--Þannig að um er að ræða mjög stórt stökk.
Fram að þessu hafa tollarnir haft afar óveruleg áhrif á efnahag beggja landa - þeir séu einungis ca. 3% af heildarútflutningi Kína. Of lítið til að hafa mælanleg áhrif.
Það er rétt að hægt hefur ívið á hagvexti í Kína - en 6,7% er ekki hægur vöxtur.
En talið er að það tengist ekki - tollastríðinu, heldur yfirstandandi efnahagsaðgerðum Kína stjórnar, sem sé að leitast við að - glíma við ákveðinn efnahagsvanda sem áður er til staðar.
--En fjöldi kínverskra fyrirtækja eru gríðarlega skuldsett, sem stafar af ákvörðun frá sl. áratug þegar fyrri landstjórnendur Kína vísvitandi losuðu um allar hömlur varðandi lán, sem form af "economic stimulus" á sama tíma er kreppa gekk yfir Vesturlönd.
--En því miður bjó sú aðgerð til mikið af slæmum skuldum, sem íþyngir hagkerfi Kína -- síðan Xi tók við, hefur hann og efnahagsráðherra hans, leitast við að glíma við þann vanda - í kyrrþey.
M.ö.o. sé efnahagsstefnan aðhaldsamari nú varðandi aðgengi að lánum til fyrirtækja.
Það hægi ívið á fjárfestingum, samtímis að sumar tegundir af lánum hafa verið bönnuð.
--Hægri sinnaður fjölmiðlar í Bandaríkjunum, hafi oftúlkað er þeir virðast hafa haldið að óverulegir tollar Trump - séu þegar farnir að hafa veruleg efnahagsleg áhrif.
--En það sé ósennilegt, m.ö.o. ekki nema ca. 3% af heildarútflutningi Kína.
- Hinn bóginn gildir allt annað um hótanir að innleiða 200ma.$ og síðan líklega annan 267ma.$ toll -- þar sem ef hvort tveggja væri innleitt, væri Trump nokkurn veginn kominn með toll á allan útflutning Kína til Bandaríkjanna.
- Þá væru áhrifin sannarlega veruleg <--> En veruleg fyrir bæði ríkin.
--Það er hvað róttæku þjóðernissinnarnir sem nú stjórna Bandaríkjunum - láta sem vind um eyru þjóta, að slík aðgerð væri samtímis verulega efnahagslega skaðleg fyrir Bandríkin.
--Mig grunar að þeir stórfellt vanmeti áhrifin, vegna þess að fram að þessu hafa áhrifin verið - engin mælanleg, þ.e. hagvöxtur í Bandaríkjunum nærri sögulegu hámarki.
Hinn bóginn eru þau áhrif - eðlilega lítil sem engin - því 50ma.$ sé of lítið til að skipta máli fyrir tvö slík risahagkerfi!
Hinn bóginn væri 467ma.$ + 50ma.$ tollur samanlagt ekki óverulegt í slíku samhengi.
--Þess vegna færu þá neikvæð áhrif á bandaríska hagkerfið óhjákvæmilega að koma fram.
--Auðvitað það kínverska á sama tíma!
Tollar eru skattur á eigin landsmenn!
- Tollar virka þannig að innfluttur varningur hækkar í verði, þannig að þá hækkar sú vara gagnvart bandarískum neytendum.
- Vandinn í samhenginu er þó sá, að mikið af varningi í dag - kemur eingöngu frá Kína, eða að Kína er í dag það ráðandi í framleiðslu varnings X - að engin leið sé fyrir annan aðila að taka markaðinn með fljótum hætti af Kína.
Þannig að það er rétt eins og forsvarsmenn Apple Inc. benda á í bréfi til Lighthizer - sem engar líkur eru á að Lighthizer muni gera annað en að hundsa, að kostnaður af slíkum tollastríðum lendi óhjákvæmilega harkalega á almenningi.
Það liggur ekki fyrir með hvaða hætti Kínastjórn mundi svara slíkum aðgerðum.
En það virðist gæta þeirrar hugsunar í ríkisstjórn Bandaríkjanna - að þar sem verðmæti útflutnings Bandaríkjanna til Kína sé miklu minna, þá sé lítið sem Kínastjórn geti gert!
--Eftir hún hefur tollað allan útflutning Bandaríkjanna til Kína.
Hinn bóginn þá eru mörg bandarísk fyrirtæki starfandi í Kína, með mikla starfsemi þar - þar á meðal, Apple.
--Þó enginn geti fullyrt nokkuð þar um, þá að sjálfsögðu geta stjórnvöld Kína - beitt sér gegn bandarískum fyrirtækjum starfandi í Kína.
--Hinn bóginn væri það að sjálfsögðu - tíeggjuð aðgerð - en það gildir einnig um tollastríð.
Hinn bóginn þá held ég að Xi Jinping einfaldlega geti ekki bakkað í málinu, eins og virðist að Donald Trump haldi að hann geri. En slíkt væri "loss of face."
--Slíkt kvá vera lítið alvarlegum augum í Kína.
Því má síðan við bæta, að Kína á viðskipti um allan heim --> Punkturinn þar um er sá, að Kína gæti haft áhyggjur af afstöðu slíkra þriðju landa, sem samanlagt skipta Kína meira máli.
--Ef Kínastjórn mundi veita stórar eftirgjafir gagnvart Bandaríkjunum.
Bandaríkin eru samt - ekki nema rúmlega 20% af heimshagkerfinu.
ESB sem heild samanlagt - er ca. svipað hlutfall heimshagkerfisins.
--ESB hefur ekki virst líklegt að ganga í lið með Donald Trump.
**A.m.k. ekki meðan hann hefur ekki fellt niður hótun um að leggja stóra tolla á bifreiða innflutning frá ESB löndum og innflutning íhluta í bifreiðar frá sömu löndum.
**Hún er ekki formlega niður felld enn - ESB og ríkisstj. Bandar. hafa verið að ræðast við um nokkra hríð síðan pása var gerð í því viðskiptastríði, en þ.s. heyrst hefur um þær viðræður - bendir ekki til þess að samkomulag sé líklegt.
Vandinn er sá að kröfur ríkisstjórnar Bandaríkjanna einfaldlega virðast ekki sérdeilis raunhæfar -- t.d. held ég að aðildarríkisstjórnir ESB landa mundu aldrei samþykkja að galopna ESB fyrir bandarískum landbúnaðarvörum.
--Ástæða hörð andstaða víða meðal almennings í ESB löndum við - genabreyttar vörur sem og kjöt sem framleitt er með mikilli hormónagjöf.
**Afar ósennilegt að samningur sem innibæri slíka opnun, mundi komast í gegnum þing aðildarlandanna -- eiginlega algerlega öruggt eitthvert aðildarþingið mundi fella.
**Framkvæmdastjórn ESB er auðvitað ekki að samþykkja eitthvað sem hún fyrirfram veit - að engin leið sé að fá samþykkt.
--En um þær helstu viðskiptahindranir sem eftir eru - eru á sviði landbúnaðarvarnings.
Þegar kemur að Kína - virðist ríkisstjórn Bandaríkjanna ætlast til þess að kínverska ríkið - geri tvíhliða samkomulag er mundi tryggja stórfelld aukin kaup Kína af varningi á landbúnaðarsviðinu - auk kola og gas af Bandaríkjunum.
--Fyrir utan að Kína felli niður alla tolla, aflýsi öllum samvinnu-samningum bandarískra fyrirtækja við kínverks fyrirtæki, felli allar slíkar kvaðir niður til frambúðar.
**Vandinn er ekki síst framsetningin, að Bandaríkin krefjast þess - koma síðan fram með röð af tollum.
**Þessi nálgun, fyrir utan hvernig ríkisstjórn Bandaríkjanna - talar upp hættuna af Kína, það verði að stoppa Kína - o.s.frv. --> Æsir auðvitað allt upp í Kína.
Kínverjar geta einnig verið þjóðernissinnar!
En þ.e. nánast ekki hægt að sjóða saman betri nálgun að því, að gera alla þjóðernissinnaða Kínverja bálreiða!
--Xi hefur verið að setja sig fram sem hinn sterka mann í kínversku samhengi, virst treysta töluvert á stuðning þjóðernissinna innan Kína --> Ef hann í slíku samhengi gæfi stórt eftir, sýndi sig sem - smærri en Donald Trump, gæti reiði kínversku þjóðernissinnanna beinst að honum.
- Xi gæti munað eftir því hvað gerðist í Úkraínu - þegar reiðibylgja af þjóðernis-sinnuðum rótum, gaus upp þegar annað land þ.e. Rússland gerði kröfur til Úkraínu.
- Að síðan er forseti þess lands gaf eftir hótunum - þá beindist sú reiðibylgja að þeim forseta, er þá virtist reiðum múgnum hafa svikið sitt eigið land.
Niðurstaða
Eins og ég benti á, þá virðist mér áhugavert að Trump skuli hafa kynnt ákvörðun um hertar aðgerðir gegn Kína - í kjölfar látanna undanfarna daga í tengslum við grein í NyTimes birt án nafns, sem kvá einungis í annað sinn sem NyTimes heimilar ónafngreinda grein í formi bréfs til blaðsins.
Að auki er áhugavert að Kanada virðist ekki ætla að bogna undan kröfum Trumps, öfugt við það sem hann virðist hafa verið sannfærður um. Það mál gæti einnig verið að pyrra Trump.
Þannig að mér kemur til huga að þetta sé aðferð Trumps til að ná sér niður vegna reiði undanfarinna daga - að sýna það sem hann telur vera styrk sinn!
- Ef hann lætur verða af öllum þeim tollhótunum - þá fer viðskiptastríð hans að hafa raunveruleg mælanleg neikvæð áhrif á hagvöxt innan Bandaríkjanna.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning