Samningaviðræður Kanada og Bandaríkjanna virðast farnar út um þúfur

Samninganefnd Kanada virðist farin heim eftir að fundi var slitið á föstudagskvöld. Vandinn við viðræðurnar núna - virðist að ríkisstjórn Bandaríkjanna, virðist ætlast til þess að Kanada samþykki -- það sem ríkisstjórn Bandaríkjanna leggur til.

Haft eftir Donald Trump - hjá Bloomberg "off the record" þegar Bloomberg tók viðtal við Trump, að skv. mati Trumps hefði Kanada ekkert val en að samþykkja þ.s. Bandaríkin leggja til.
--Trump virtist staðfesta að rétt væri eftir honum haft, þegar hann sagði.

Donald Trump: "I said in the end its OK because at least Canada knows how I feel,"

Politico fjallar um máliðTrump confirms leaked comments

Tónninn í viðræðum ef marka má fréttir - virðist einmitt í samræmi við þetta!
Að ríkisstjórn Bandaríkjanna - setur fram skilyrði, ætlist til að Kanada samþykki.

  • Ríkisstjórn Trumps greinilega telur - eftir að Mexíkó gerði tvíhliða samkomulag, að Kanada hafi ekkert val!

Skv. því verður ríkisstjórn Bandaríkjanna væntanlega - poll róleg þótt Kanadamenn hafi farið heim á föstudagskvöld.
--En aftur verður rætt saman í næstu viku.

Menn hafa greinilega ákveðið að - að Kanadamenn muni sætta sig við framsett skilyrði.
--Þó það taki eitthvað lengri tíma!

Christia Freeland fyrir hönd Kanada!

Image result for chrystia freeland

Nafta talks break up with no deal in sight

U.S. to move ahead with Mexico trade pact, keep talking to Canada

Canada's Freeland says 'win-win-win' trade deal with U.S. within reach

U.S. trade pact with Mexico will be 'fast-track' compliant: official

Freeland lét hafa eftir sér að - jákvæður samningur væri enn mögulegur.
En hún sagði einnig - að slíkur krefðist sveigjanleika á báða bóga.
Áður hafa stjórnvöld Kanada sagt, enginn samningur væri betri en slæmur -- en nú sennilega virkilega reynir á það nk. daga, hvort þau virkilega meina það!

Vandinn fyrir hana er að ríkisstjórn Bandaríkjanna greinilega telur sig þegar hafa allt í hendi, og virðist því ekki áhugasöm um nokkurn hinn minnsta sveigjanleika!
Það sem hún leggur til - virðast raunverulega vera skilyrði í hennar huga!

Nú einfaldlega þekki ég ekki nægilega vel efnahag Kanada til þess að meta það hvort efnahagslega séð - geti Kanada komist hjá því að sættast á kröfur Bandaríkjastjórnar.

T.d. krefst Bandaríkjastjórn þess - að óháð úrskurðarkerfi sem hefur verið hluti af NAFTA.
Verði fellt niður - en t.d. á sl. ári tapaði Bandaríkjastjórn mikilvægu prófmáli.
Er tollur sem Lighthizer hafði lagt á kanadísk smíðaða flugvél - var talinn brot á samningnum.

  1. Vandinn er sá - að ef samningur verður án slíks kerfis.
  2. Er líklegt að Bandaríkjastjórn - túlki öll hugsanleg vafamál sem upp koma, sér í hag --> Eða nána tiltekið, í samræmi við þrýsting bandarískra aðila á sín stjórnvöld, ef kanadískt fyrirtæki og bandarískt fyrirtæki eru að keppa.

En hvernig Lighthizer hegðaði sér þegar Boeing kvartaði yfir nýrri flugvél frá Bombardier - og Lighthizer tók fullkomlega einhliða málflutning Boeing sem sannleik.
--Bendi sterklega til þess, Bandaríkjastjórn muni þá alltaf taka algerlega einhliða hlut bandarískra fyrirtækja líklega fullkomlega óháð um hvað málið snýst.

Þetta er auðvitað ástæða þess að sett eru upp slík - úrskurðakerfi.
Svo löndin taki ekki einhliða ákvarðanir - sem hygla innlendu fyrirtæki, sem t.d. greiddi í kosningasjóð einhvers mikilvægs.

 

Niðurstaða

Ríkisstjórn Bandaríkjanna lítur greinilega svo á Kanada sé upp við vegg, hafi ekki nema tvo valkosti - að sættast við framsett skilyrði Bandaríkjastjórnar, eða labba frá samningum. Ef marka má orð Donalds Trumps sjálfs -- viðtal Bloomberg - þá virðist hann algerlega sannfærður að Kanadamenn "semji" m.ö.o. leggi niður skottið -- spurning einungis um daga til eða frá.

Skv. því stendur kanadastjórn fyrir því vali - hvort hún getur sagt "nei" yfir höfuð.
En þetta er líka spurning um sjálfstæði - ef útkoman er, ekki er hægt að segja "nei" er það eiginlega svarið - að Kanada sé ekki raunverulega sjálfstætt ríki.
--M.ö.o. að ríkisstjórn Bandaríkjanna geti skipað fyrir, og Kanada segi "já meistari."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er samningstrix.

Fyrst gera þeir tilboð sem er fáráðlegt.  Þeir láta það malla aðeins.  Svo gera þeir betra tilboð, eða bíða eftir einhverju líkara því sem þeir vilja í raun frá Kanada.

Sem mun gerast.  NAFTA er búið að vera.  Það var aldrei að fara að vera eilíft heldur, svosem.

Ásgrímur Hartmannsson, 1.9.2018 kl. 04:30

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímur HartmannssonEf þú hefur rétt fyrir þér, á Kanada segja - nei takk. Hætta samningaviðræðum og láta Bandaríkin vera um hríð. Það væri hvort sem er mín ráðlegging hvort sem þetta er trix eða ríkisstj. Bandar. virkilega meinar þetta. Þar sem þú nefnir hlutir séu ekki eilífir - það sannarlega á ekki heldur við þá ríkisstjórn sem nú ræður í Hvítahúsinu.
--Kanada verður þarna áfram hvort sem það verður jan. 2021 eða jan. 2025.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 1.9.2018 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband