Stjórnandi fjölskyldusjóðs Trump fjölskyldunnar - fær vernd frá saksókn, gegnt því að svara spurningum um Donald Trump

Þetta er svakaleg frétt - að stjórnandi fjölskyldusjóðs Trump veldisins, hafi fengið "immunity" gegnt því að svara spurningum er fyrir hann eru lagðar. Við erum að tala um einstakling sem starfað hefur fyrir Trumpana í áratugi - maður sem Donald Trump hefur líklega persónulega þekkt, síðan hann sjálfur var ungur maður!

Trump er örugglega ekki í góðu skapi núna!

Image result for trump scared

Trump empire’s finance chief granted immunity by prosecutors

Prosecutors grant Trump Organization CFO immunity in Cohen probe

  1. "The CFO, Allen Weisselberg, was called to testify before a federal grand jury..."
  2. "A cooperation deal between Weisselberg and prosecutors could be damaging to the president given the executive’s longtime role in Trump’s business affairs. "
  3. "Weisselberg has worked for the Trump family for more than four decades, including as treasurer for the Donald J. Trump Foundation."
  • "Two executives at American Media Inc, which publishes the National Enquirer...reportedly involved in making the payments, have also been granted immunity in the investigation....The executives are company Chief Executive David Pecker, a longtime Trump friend, and Dylan Howard."

Þessi rannsókn virðist tengjast afhjúpunum er komið hafa fram skv. gögnum er tekin voru á skrifstofu Micheal Cohen, nú fyrrum lögfræðings Donalds Trumps - er föstudag í sl. viku gerði "plea bargain" samkomulag við alríkis saksóknara í NewYork.
--Þá viðurkenndi Cohen margvísleg lögbrot sem sögð eru hugsanlega varða samanlagt allt að 63 ára fangelsi af fjölmiðlum -- FoxNews segir, samkomulagið kveða á um 3-ár í mesta lagi, gegnt fullri samvinnu - FoxNews-Michael Cohen admits violating campaign finance laws in plea deal

"Cohen pleaded guilty to five counts of tax fraud, one count of making false statements to a financial institution, one count of willfully causing an unlawful corporate campaign contribution and one count of making an excessive campaign contribution."

Fyrr í þessari viku, komu fréttir varðandi - samning um vernd af hálfu þeirra David Pecker og Dylan Howard - er lengi hafa verið í samskiptum að sögn fjölmiðla við Trump fjölskylduna.
--En athygli hefur vakið, að National Enquirer hafði keypt upplýsingar af einni þeirra kvenna sem Donald Trump hefur átt í deilum við, en ekki birt.
--Það hefur vakið spurningar, hvort Trump borgaði þeim til að kaupa þá frétt.

Sannast sagna er ég ekki klár á því - hvert alríkis-saksóknarar geta farið með málið næst!
En meðan Trump er forseti, hefur hann - vernd skv. lögum.
Einungis þingið getur ákveðið að ákæra sitjandi forseta, slíkt er eðli sínu skv. alltaf pólitísk ákvörðun.

Ég fékk athugasemd á erlendum miðli þ.s. málið var rætt - er ég spurði þeirrar spurningar.
Að alríkis-saksóknarar, gætu beint kastljósinu næst að fjölskyldu Trumps.
--Fjölskyldumeðlimir hafa ekki lögvernd!

Snemma á þessu ári voru nokkur eftirminnileg orð höfð eftir Steve Bannon: 4.1.2018 Bannon virðist hafa afskrifað Donald Trump

"It goes through Deutsche Bank and all the Kushner shit. The Kushner shit is greasy. They’re going to go right through that. They’re going to roll those two guys up and say play me or trade me." - "They’re going to crack Don Junior like an egg on national TV."

Þessi orð komu upp í hugann - eftir að ég fékk athugasemdina á erlenda miðlinum, að næstu skref alríkis-saksóknara gætu verið á þann veg, að hefja málarekstur gegn fjölskyldumeðlimum.

 

Niðurstaða

Ég held að enginn sitjandi forseti Bandaríkjanna í sögu Bandaríkjanna - hafi áður legið svo harkalega í því gagnvart lögsækjendum innan Bandaríkjanna, án þess að vera sjálfur persónulega með formlegum hætti - ákærður.

En eftir að búið er að gera samkomulag um vernd - við sjálfan stjórnanda Trump fjölskyldusjóðsins, þá er saksókn komin inn í sjálfan innsta hring fjölskylduveldisins.

Við lifum greinilega áhugaverða tíma -- næstu skref alríkis-saksóknara eftir þetta.
Verða alveg örugglega með einhverjum hætti -- söguleg!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Kannski það brjótist að lokum út borgarastyrjöld í Bandaríkjunum. Stuðnigngsmenn Trups munu á efa líta á þetta sem valdarán ,sem það er í rauninni.

Það væri að sjálfsögðu ágætis niðurstaða,og best væri að Bandaríkin liðuðust í sundur í kjölfarið. Þá væru búið að tortíma þessu eilífðarvandamáli.

Maður getur alltaf vonað.

Borgþór Jónsson, 24.8.2018 kl. 20:24

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, en hvað það mundi hlakka í þér. Auðvitað, eina leiðin til þess að Rússland geti elfst - er ef því tekst með einhverjum hætti að sundra andstæðingum. Þá kannski næsta plan Pútíns á eftir, að leita leiða til að sundra Kína innan frá.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.8.2018 kl. 21:38

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég veit svo sem ekki hvað þetta kemur Putin við. Þetta er algerlega heimatílbúið. En vissulega mundi það vera Rússlandi og okkur öllum til hagsbóta ef þetta illþýði hefði eitthvað annað að gera en að ofsækja okkur.

Ég held reyndar að þetta sama eigi fyrir Rússneska sambandsríkinu að liggja,og hugsanlega Kína. En það er annar tímaskali. Trúlega yrði það best.

.

Ríki breytast í gegnum tíðina,stundum eru þau "góð" eða friðsamleg,en í annan tíma eru þau "vond" og ofbeldisfull.

Þegar ríki fara frá því að vera "góð" yfir í að vera "vond# eigum við að andæfa,Öll. 

Bandaríkin eru eitt af þessum ríkjum sem hefur umpólast á líðnum áratugum og er orðið Fullkomlega illt ríki. 

Það er ekkert ríki síðan um síðustu heimstyrjöld sem kemst með tærnar þar sem bandaríkin hafa hælana í sambandi við skefjalaust ofbeldi gegn öðrum ríkjum. Það er engin hliðstæða til. Ekkert sem nálgast þetta hið minnsta.

Þá eigum við að rísa upp og mótmæla. Við eigum ekki að gefa eftir í ljósi þess að þetta hafi einhverntíma verið eðlilegt ríki.

Þetta ofbeldi hefur verið réttlætt með ýmsum hætti,en grunnurinn undir þessu ástandi er rótgróinn rasismi sem hefur verið inrættur í Bandarísku þjóðina,kallaður Exeptialismi. Þetta er hræðilegt mein.

Þú ert einniig haldinn þessum exeptionlisma og finnst ekkert athugavert við að Bandaríkjamenn leggi hvert ríkið á fætur öðru í rúst. Þér finnst það fullkomlega eðlilegt og sjálfsagt.Ástæðan fyrir þessu  er að innrætingin á sér ekki bara stað í Bandaríkjunum,hún er ávöxturinn af gríðarlegu fjölmiðlaveldi sem gegnsýrir allann heiminn, hvers hlutverk er að slæva dómgreind fólks ,ljúga upp áróðri um aðrar þjóðir og fá letingja sem ekki nenna að afla sér upplýsinga til að stimpla þessi voðaverk sem góð og gild. í skjóli þessa fremja Bandaríkjamenn hvert ódæðið á fætur öðru.

Ég er nokkuð klár á að þeir fynndist ekki ásættanlegt ef Kína til dæmis stundaði hernað í sjö löndum samhliða. Þér myndi örugglega finnast Kína vera ofbeldisfullt ríki. Eða ef Kína hefði legið í hernaði í tuttugu ár samfleytt.

Það er með eindæmum hvað þú er orðinn sljór að þú skulir ekki sjá neitt athugavert við, að eitthvert ríki leggist í áratuga hernað gegn hverri þjóðinni á fætur annarri,og drepi milljónir manna og kvenna. Af engri ástæððu. Ekkert þessara ríkja ógnaði Bandaríkjunum á neinn hátt.

.

Þetta hafa Bandaríkin gert og miklu meira til. Skepnuskapurinn er algerlega án takmarka og tugir milljóna mannaa eiga um sárt að binda út af þessu..

Grunnstefið í þessu er að þeir "Standa hærra og sjá lengra" en annað fólk.

Grunstefið í þessu ofbeldi er rasismi af verstu hugsanlegu gerð.

Þetta er ástæðan fyrir að þeir geta sofnað á kvöldin. Í brengluðu hugskoti sínu finnst þeir að þeir hafi bæði rétt og skildu til að gera þetta í ljósi þess að þeir eru Exeptional. Einhverskonar fáránlegt tilbrigði við að vera kosnir af guði.

Borgþór Jónsson, 24.8.2018 kl. 22:31

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, þú ert alltaf jafn magnað furðulegur í þínum sögu-skýringum, eins og þú sért í einhverjum öðrum heimi en flestir aðrir. Ég held persónulega, þú hafir aldrei náð þér síðan er þú hefur sem unglingur líklega nærst á Þjóðviljanum - en ég las hann ekki oft, en þau skipti sem ég las hann, sá ég að allar hans skýringar - voru ákaflega á skjön við veruleikann. Þó var þeim trúað sem sannleik, af fylgismönnum Alþýðubandalagsins. Síðan virðist þú fylgja Rússlandi eftir hrun Sovétríkjanna - hafa svissað á Pútín er hann komst til valda; þá virðist þú endurtaka það sama og þú sennilega gerðir árin á undan - að láta sem söguskýringar rússnesku einræðisstjórnarinnar séu sannleikurinn einn, og virðist fullkomlega blindur á stórfellda glæpi þess ráðamanns alla tíð síðan sá maður komst til valda -- t.d. hans skefjalausa og stöðuga alvarlega ofbeldi gagnvart hinni úkraínsku þjóð --> Þar eins og vanalega tekur þú í þinni venjulegu blindu tryggð á skýringar hvers þess er ríkir í Kreml, trúanlegum lygaþvælum þeim sem dreift er þaðan um veraldarvefinn. Þ.s. haldið er fram því lygakjaftæði að allt dæmið sé að kenna einhverri aðgerð Vesturlanda þar, en ekki því sem er sannleikurinn að Pútín bera alla ábyrgð á meira minna gervallri atburðarásinni.
--Mér hefur aldrei dottið í hug að Bandar. séu fullkomin. Enda gagnrýnt aðgerðir sem ég hef álitið mistök.
--En ég hef aldrei séð þig gagnrýna nokkurn skapaðan hlut af grimmilegum aðgerðum Pútíns - og stöku sinnum alvarlegum mistökum, þegar hann tekur sig til og fer að strádrepa fólk.
Vegna þeirrar blindu þinnar, að þú sérð ekki óskaplega grimmd stjórnarinnar í Kreml - grimmd aðgerða þeirrar stjórnar.
Er ekkert mark hægt að taka á kvörtunum þínum um grimmd annarra.
Enda hefur þú alltaf auðsýnt fullkomna lotningu og auðmýkt gagnvart fjöldamorðingjum og harsnúnum blóðhundum í öllum okkar samtölum.
Sem hafa verið fjölmörg!
------------
Aftur á móti hef ég gagnrýnd aðgerðir bandar. stjv. í mjög mörgum tilvikum, þegar þau hafa verið sek um mistök - jafnvel heimsku.
En það hefur sannarlega gerst þegar Bandaríkjamenn hafa kosið einstakling, sem hefur framið axarsköft í embætti.

Hinn bóginn, hafa einnig verið við og við ágætir forsetar - t.d. síðast 2008-2012 Obama. En ég kem auga á fátt gagnrýnisvert við hans athafnir.
--Meðan á móti, að fyrirennari hans, Bush - framdi mörg alvarleg axarsköft.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 24.8.2018 kl. 23:42

5 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Trump skiotir um dómsmálaráðherra í haust og hjólar í þetta pakk.

Guðmundur Böðvarsson, 25.8.2018 kl. 06:18

6 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þú virðist alls ekki skilja hvað orðið mistök þýðir. Mistök eru þegar þú gerir eitthvað óvart ,eða af því þig skortir upplýsingar og tekur rangar ákvarðanir í ljósi þess.

Þessi notkun þín á orðinu mistök er svonefnad Orvellska,en hún stafar af því að þú vilt ekki kalla þessar aðgerðir Bandaríkjastjórnar réttu nafni, sem er glæpir gegn mannkyni,alvarleg og síendurtekin brot á alþjóðalögum og stríðsglæpir. Það er heitið á þessu,en ekki mistök eða heimska.

Innrásin í Irak var ekki mistök. Innrásin var einbeittur brotavilji,brot á alþjóðalögum sem var réttlætt með lygum ,eins og venjulega. Það voru engin mistök gerð. Það var ekki eins og forsetinn hafi sent vitlaust blað á faxinu sem varð til þess að árás var gerð á landið. Það hefðu verið mistök.

Staðreyndin er sú ,að þetta var glæpsamlegur og einbeittur brotavilji sem leiddi til dauða að minnsta kosti milljón manns.

Sama má segja um Libýu. þar voru engin mistök gerð. Þetta var vandlega undirbúinn glæpur,glæpur sem var mörg ár í undirbúningi. Og það voru ekki Bush eða Trump á ferð,heldur Obama og Hillary Clinton.

.

Sýrland var tekið með nákvæmlega sama módeli. Þar voru engin mistök gerð heldur . Einu mistökin sem voru gerð var að það voru nokkrir Bandaískir sendiráðsmenn drepnir þegar þeir voru að smygla vopnum til öfgamanna í Sýrlandi. Engin önnur mistök voru gerð. Landið er í rúst eins og til stóð. Eina ástæðan fyrir að ódæðið hefur enn ekki verið fullkomnað er að Rússar stoppuðu blóðbaðið af,allavega tímabundið.

.

Það er ekki fyrir mistök að Bandaríkjamenn eru þáttakendur í mesta þjóðarmorði samtímans og þó það sé leitað nokkuð aftur í tímann. Þetta er Yemen.

Það er ekki vegna mistaka sem Bandaríkjastjórn heldur flugher Saudi Arabiu í loftinu og gerir honum fært að sprengja upp almennng í Yemen og aðstoða þá við að svelta þjóðina til bana.

Það er ekki fyrir mistök að Bandarískir drónar fara yfir Yemen og velja skotmörk,eða að Bandariskar eldsneytisvélar sjá Saudi Araabiskum orustuþotum fyrir eldsneyti á flugi.

.

Bandaríkjamenn hafa verið í stríði í marga áratugi út um allan heim í marga áratugi. Í öllum tilfellum eru þau árásaraðilar og í öllum tilfellum eru aðgerðir þeirra brot á alþjóðalögum. Það er engin undantekninga þar á. Ofan á þetta verja Bandaríkjamenn milljörðumm dolara til að kjúfa samfélög og koma af stað innanlandsófriði. Þetta er líka brot á alþjóðalögum og hefur valdið óskaplegum þjáningum í fjölda ríkja.

Í engu tilfella stafaði Bandaríkjunum nein ógn af fórnarlambinu,eða lá undir árásum frá þeim.

Það er einna helst að það sé hægt að réttlæta herenað þeirra í Afganista,en þar eru þeir að berjast við hryðjuverkamenn sem þeir sjálfir komu fótunum undir og hafa margsinnis átt vinsamleg samskifti við. Bretar hafa einnig átt sína spretti,til dæmis þegar þeir tóku Alkaida á leigu fyrir 100 millj. dollara til að drepa Gaddafi. 

.

Og þér finnst þetta vera mistök,minniháttar yfirsjón,en það er það ekki. Þetta er kaldrifluð stragetía til að styðja við heimsyfirráðastefnu Bandaríkjanna. Það skiftir engu máli hver forsetinn er,stefnana er ávallt hin sama.

.

Ég er engin glópur sem held að ef Bandaríkin hætti árásarstefnu sinni þá muni ríkja friður. Það er ekkert annað í spilunum en að ríki munu áfram greina á um allskonar atriði og sumar þessara deilna munu enda með stríði.

Það sem einkennir aðgerðir Bandaríkjamanna er að oftast er enginn ágreiningur. Annað einkenni er að ófriðurinn er stöðugur og án nokkurs upprofs.Það sem einkennir þetta líka er stöðug efnahagsleg kúgun.

Það var enginn ágreiningur á milli Libyu,Sýrlands og Yemen anarsvegar og Bandaríkjanna hinsvega,og enn síður að Bandaríkjunum stæði hin minnsta ógn af þessum ríkjum. Ekkert af þessum ríkjum var hryðjuverkaríki,nema síður sé. Hinsvegar gátu Bandaríkin ekki stjórnað þessum ríkjum. Þau voru að fara sínar eigin leiðir,en ekkert þessara ríkja var einu sinni andsnúið Bandaríkjunum hið minnsta.

En heimsveldisdraumurinn getur ekki þolað ríki sem fara sínar eigin leiðir. Það kallar á blóð.

.

Tjónið sem þetta heimsveldisbrölt hefur valdið er óheyrilegt,manntjón og eignatjón. Það eru ekki alltaf stríð,það er ekki síður stöðug kúgun sem þvingar ríki til að vikja frá hagsmunumm sínum ,til að losna við að verða fórnarlömb stríðs eða borgarastríðs.

.

Ekki gamalt dæmi er ,þegar Joe Biden fór til Búlgaríu og þvingaði þá til að hætta við gasleiðslu sem átti að flytja gas frá Rússlandi til Evrópu. Ódýrasta gas sem er í boði fyrir Evrópu

Þetta fátækasta ríki Evrópu var þvingað til að hætta við framkvæmd sem hefði lyft þjóðarframleiðslu landsins um að lágmarki 5% í einu vetfangi. Næstum örugglega hefðu áhrifin orðið meiri til langs tíma.

Af hverju gerist þetta?

Þetta gerist af því að Bandaríkin eiga ógrynni af gasi,sem er ekki samkeppnisfært á heimsmarkaði vegna fjarlægðar frá mörkuðum og þeir vilja koma því inn á þennann best borgandi gasmarkað í heimi.Ástæðan er ekki flóknari. 

Þessi ósköp byrjuðu ekki með Trump,þau hafa staðið í áratugi og gildir engu hver er forseti.

Ég tek bulgaríu sem dæmi af því að það er nýlegt og það er alveg augljóst,en það er alls ekki einstakt. Þetta gerist stöðugt.

.

Það er því brýnt hagsmunamál fyrir alla að reyna að aflétta þessari ógn sem Bandaríkin eru orðin svo heimurinn geti blómstrað að nýju. Fórnarkostnaðurinn fyrkr ríki um allan heim er óheyrilegur. 

.

Margir eru að býsnast yfir tollagleði Trumps og sýnist sitt hverjum. Það er enginn vafi að þessir tollar koma sér afar illa fyrir mörg ríki.

Ég veit ekki hvað skal halda um þetta. breyturnar í þessu máli eru svo óteljandi ,að það er engin leið að átta sig á hver úrslitin verða.

Hinsvegar fæ ég ekki séð annað en að Bandaríkjamenn hafi fullann rétt á að setja upp tollmúra ef þeir telja sér það hagkvæmt.Reyndar ætti þeim að beera skylda til að segja sig úr WTO,af því þetta er brot á þeim saningum sem þeir hafa gert á þeim vettvangi.

Hitt er svo annað mál að þeir hafa engann rétt til að beita önnur ríki kúgunum varðandi viðskifti við þriðja aðila,en það er það sem Bandaríkjamenn eru að gera í vaxandi mæli.

Jafnfram tollamúrunum kúga þeir aðrar þjóðir til að beina viðskiftum sínum til sín, til að kaupa vörur sem eru ekki samkeppnisfærar.

Þetta er alls ekki nýtt,en vegna hrokafulls og ruddalegs persónuleika núverandi Bandaríkjaforseta er þetta meira ábereandi en áður.  

.

Það er mál að linni.

Borgþór Jónsson, 25.8.2018 kl. 10:14

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, óskaplegt samsæris-bull er þetta - innrásin í Írak var að sjálfsögðu mistök; þegar menn taka ákvarðanir sem ganga fullkomlega í útkomu á skjön við allar yfirlýstar fyrirætlanir -- þá hefur útkoma af slíku tagi, alltaf flokkast undir hugtakið - mistök.
--Það skiptir ekki máli, ef aðgerðin er vísvitandi.
--Ef afleiðingar aðgerðar eru af allt öðru tagi og miklu mun verri en gert var ráð fyrir er lagt var af stað.
Þú getur að sjálfsögðu hafið vísvitandi aðgerð - sem reynast mistök.

-----------------------

Hver er glæpurinn í Líbýu? Þar var skollið á borgarastríð - einungis spurning um, afskipti eða ekki afskipti.

Það er engin möguleg leið til þess að vita, að röng ákvörðun hafi verið tekin.
Því til þess að vita að röng ákvörðun hafi verið tekin, þyrftu menn að hafa fullkomnar upplýsingar um það - hvaða akkúrat afleiðingar -- að skipta sér ekki af, hefðu verið.
--Það er fullkomlega ómögulegt að öðlast slíka vitneskju.
**Þú ert þar af leiðandi, með fullyrðingum um glæp -- að láta sem þú vitir hvað annað hefði gerst; án þess að geta mögulega vitað slíkt.
**Þú ert að gefa þér aðra útkomu, sem engin möguleg leið er að vita að hefði spilast með þeim hætti.

Það eina sem við vitum er -- að á þeim punkti var skollin á vopnuð uppreisn, hluta hers Líbýu + hluta af íbúum landsins fyrir utan hluta hersins hafði einnig risið upp og gripið til vopna!
--Hvað hefði getað verið með öðrum hætti - er allt í formi getgátna.

Maður getur allt eins giskað á þann veg, að skárri leiðin hafi verið farin.
Það er ekkert minna líkleg getgáta, en getgátan - að verri leiðin hafi verið farin.

-----------------------

"Sýrland var tekið með nákvæmlega sama módeli."

Þetta er allt þvættingur - enginn utanaðkomandi bjó til sýrlensku uppreisnina, heldur reist upp meirihluti íbúa landsins gegn stjórnvöldum -- vegna áratuga langs misréttis; svipað og að meirihluti íbúa S-Afríku reis á sínum tíma gegn minnihlutastjórn hvítra.

--Það var Assad sjálfur sem studdi stjórnina til þess að hefja borgarastríð, og þar með tók Assad og Pútín hina eiginlegu ákvörðun er lagði Sýrland í rúst.

--Ef maður skoðar atburði í A-Evr. 1989 eða í Túnis nokkrum mánuðum fyrr - hafði Assad greinilega þann valkost, að stíga upp í flugvél og hefja útlegð; þá hefði landið sloppið við alla eyðileggingu -- meirihluti íbúa tekið völdin í landinu, eins og í Túnis - eins og gerðist í A-Evr. eftir hrun A-Evr. 1989.

--Í A-Evr. hefði allt getað farið í bál og brans, eins og í Sýrlandi -- ef einræðisstjórnirnar hefðu skipað her og lögreglu, að hefja skothríð - það var einungis eitt tilvik þ.e. Rúmenía þ.s. einræðisherra gerði sambærilega tilraun; en henni lauk mjög fljótt þ.s. hann var fíflaður til að lenda þyrlu á herstöð þ.s. andstæðingar höfðu tekið yfir og hann aflífaður snögglega!
--Þar létu tvær manneskjur lífið, ella hefðu líklega hundruður þúsundir látið lífið - eins og í Sýrlandi, landið verið lagt í rúst í tilraun einræðishjónanna til að halda völdum.

**Þetta er þ.s. alltaf er skrítið við þig - þú mundir líklega hafa stutt einræðisherra Rúmeníu með ráð og dáð, ef hann hefði lent á herstöð þ.s. stuðningsmenn hans hefðu stjórnað -- og landið þar með verið í óþekktan tíma á eftir í borgarastríði.
**Ef Vesturlönd hefðu stutt - eins og þau líklega hefðu gert - andstæðinga hans, þá er gerðu uppreisn gegn hjónunum -- þá hefðir þú kallað það, glæpamennsku af hálfu Vesturlanda.
**Þetta er þ.s. er með þig, þú ert ekki lýðræðissinni heldur einræðissinni, m.ö.o. styður þú alltaf rétt einræðisherra til að ríkja yfir landi með harðri hendi - og til þess þar með til að brjóta sérhverja uppreisn niður, óháð hve mikið blóðbað það mundi kosta.

--Þú hefur með ráð og dáð, stutt alla tíða sprengjuregn Assads gegn sinni eigin þjóð, meðan hann hefur -- þvingað fram flótta nærri 6-milljóna sinna íbúa úr landi, meðal þeirra er studdu þá uppreisn.
--Þú hefur ætíð stutt lygasögur Assads þess efnis, að uppreisnin hafi verið skipulögð að utan - sem er argasti þvættingur.
--Þú meira að segja stendur með lygaþvættingi, að þetta hafi ekki verið innanlands uppreisn -- heldur einhvers konar innrás.

Þannig styður þú allar þá lygaþvælu sem einræðisherra varpar fram sér til verndar - og greinilega rétt hans til að drepa án nokkurra takmarka íbúa síns lands er rísa upp gegn honum!
--Slíkt kallar þú réttlæti.
--Allar tilraunir til að styðja breytingar yfir í réttlátara stjórnarfyrirkomulag eins og gerðist í Túnis eða í A-Evrópu -- glæpamennsku.
--Því þú sérð allt með augum - einræðisherrans, sá er alltaf þín hetja algerlega burtséð frá því hve mörg hundruð þúsund manns hafa látið lífið á altari þess að sá haldi völdum.

------------------------

"Það er ekki fyrir mistök að Bandaríkjamenn eru þáttakendur í mesta þjóðarmorði samtímans og þó það sé leitað nokkuð aftur í tímann."

Ég hef aldrei stutt stríðið í Yemen - frekar en ég studdi innrásina í Írak 2003.
--Ég lít það sem mistök af hálfu Bandaríkjanna að styðja Saudi-Arabíu.

Þú hefur skrítna sín á fyrirbærið mistök.
Vívitandi aðgerðir geta sannarlega verið mistök.

--Ég hef stutt stefnu Obama um það að stefna að friði innan Mið-Austurlanda.
--Hinn bóginn, hefur ný ríkisstjórn Bandaríkjanna tekið sama pól á þetta og George Bush gerði - að styðja Saudi-Arabíu í átökum við Íran.
**Þar með taka Bandaríkin afstöðu með öðrum stríðs aðilanum í Mið-Austurlöndum - þ.e. afstöðu í því stóra trúarstríði er geisar milli Saudi-Arabíu og Írans.

Það eru að mínu mati, mistök -- þó það sé vísvitandi ákvörðun DT að styðja stríð Saudi-Arabíu gegn Shítum og þar með Íran.

Það er mitt mat, að Vesturlönd græddu mun meir á hinni stefnunni, að leita sátta milli Shíta og Súnníta.

Fyrir sitt leiti, tók Pútín svipaða afstöðu og DT -- nema Pútín hefur tekið inn vænginn í því trúarstríði.

**Sannast sagna varð stríðið í Sýrlandi frá 2013 að bardagavelli í því stærra strúarstríði innan Mið-Austurlanda.
**Eftir að Íran var formlega komið inn í það stríð frá því ári - þannig að proxy stríði milli trúar-fylkinga innan Mið-Austurlanda.

Stríð sem hófst sem innanlands uppreisn gegn Assad!
Var tekið yfir af - annars vegar af innkomu Írans, og hins vegar að innkomu ríkjanna við Persaflóa með sína peninga!

--Stríðið var m.ö.o. tekið yfir!

-----------------------

"En heimsveldisdraumurinn getur ekki þolað ríki sem fara sínar eigin leiðir. Það kallar á blóð." - "Tjónið sem þetta heimsveldisbrölt hefur valdið er óheyrilegt,manntjón og eignatjón."

Þetta er gallinn við þína sín -- þú ímyndar þér Bandar. stjórna öllu sem gerist.

--Stríðið í Sýrlandi hófst sem innan-lands uppreisn meðal landsmanna í Sýrlandi, gegn stjórnvöldum. Bandaríkin áttu engan þátt í því að það stríð hófst. 

--Sama um Líbýu, þar hófst stríð án þess að Bandaríkin gerðu nokkurn hlut til þess að láta það hefjast - þar risu upp eigin landsmenn Gaddhadi gegn honum.

--Þannig séð, eru þeir atburðir svipaðir því er gerðist í Yemen - að þar hófst einnig stríð vegna innanlands þátta; ekki vegna utanaðkomandi afskipta.

Síðan sérðu ekki að Íran er einnig utanaðkomandi aðili.
Og Rússland er það ekki síður - en Bandaríkin.

**Þegar stríð eru hafin - fara þau að hafa margvísleg óæskileg áhrif, burtséð frá því hvort einhver skiptir sér af.
**T.d. er flóttamannabylgja mjög algeng ákvörðun.

1. Það sem þú sérð ekki, að þarna var ekkert - stórt plan í gangi. Ítalir og Frakkar, vildu styðja uppreisn gegn Gaddhafi - vegna þess að þeir sáu það sem tækifæri til að losna við hann.
--Þetta voru viðbrögð gagnvart atburðarás.
Það stríð virðist ekki hafa þróast í proxy-stríð.

2. Það var að skella á flóttamanna-bylgja á Evrópu, hún hófst 2012 - stærsta ástæða hennar, voru stórfelldar sprengjuhríðir hers Assads á svæði í uppreisn. Flóttamenn komu einkum frá svæði þ.s. uppreisn hafði náð völdum.
--Flóttamanna-bylgja var ógn við Evrópu. Aftur viðbrögð, að styðja uppreisnarhópa.
--Ekkert stórt plan, eins og þú ímyndar þér.

Sama var um inngrip Saudi-Arabíu og bandamanna, þeir gripu tækifærið til að vopna uppreisnarhópa sem þeim líkaði við - töldu fylgja sinni línu.
--Þá kom Íran inn einnig, til þess að verja sína stöðu í landinu.
**Og stríðið varð að proxy stríði frá ca. 2013.

3. Síðan, Yemen -- engin ástæða er að ætla að Íran hafi þar skipulagt uppreisn Hútha - fremur en að einhver utanaðkomandi hafi skipulagt uppreisn í Sýrlandi eða Líbýu.
--En Íran hefur greinilega, eftir að Saudi-Arabía hóf aðgerðir gegn þeirri uppreisn, hafið stuðning á móti.
--Þannig aftur verður það stríð að proxy stríði.

"Ekki gamalt dæmi er ,þegar Joe Biden fór til Búlgaríu og þvingaði þá til að hætta við gasleiðslu sem átti að flytja gas frá Rússlandi til Evrópu."

Framkvæmdastjórn ESB - stöðvaði þá leiðslu. Ekki Biden eða Bandar.
--Framkvæmdastjórnin gerði kröfur til GASPROM - sem leiddi til þess að GASPROM hætti við framkvæmdina.
--Sú krafa byggist á samkeppnisreglum ESB, vegna þess að GASPROM væri leiðandi aðili, gerði ESB kröfu til þess - að samkeppnisaðilar GASPROM hefðu jafnan aðgang að leiðslunni - þ.e. hún væri eins og vegur sem allir mættu nota!
**Þá mat GASPROM leiðslan borgaði sig ekki.

Þetta koma Bandaríkjunum nákvæmlega ekki neitt við.

"Þetta er alls ekki nýtt,en vegna hrokafulls og ruddalegs persónuleika núverandi Bandaríkjaforseta er þetta meira ábereandi en áður.  "

Það er mikill munur á stefnu einstakra forseta - Hillary Clinton hefði aldrei hafið þess konar viðskiptastríð.
--Obama var með allt aðra stefnu gagnvart Íran, en Trump.

Þannig má lengi telja!
--Þ.e. engin "consistent" heimsvalda-stefna í gangi.

Heldur er stefna Bandar. um víðan völl, eftir því hvaða forseti er í brúnni.

Margt af því sem þú flokkar undir heimsvalda-stefnu.
Eru atburðarásir - sem Bandaríkin áttu engan þátt í að koma af stað.
--Nokkrum sinnum ákveða þau að skipta sér af rás atburða, eftir að rás atburða er hafin.

Þú tekur alltaf afstöðu gegn Bandaríkjunum.
Algerlega burtséð frá því hvað er í gangi.

Og þú tekur alltaf málstað Rússlands - burtséð frá hvað er í gangi.
**Þ.e. einungis einn blindur fylgismaður hér.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.8.2018 kl. 12:45

8 Smámynd: Borgþór Jónsson

þetta er nákvæmlega það sem ég er að segja. 

Þú sérð hreinlega ekkert athugavert við að Bandaríkin skuli hafa ráðist á aðra þjóð á upplognum forsemdum  og drepið meira en milljón manns. Það eina sem þú harmar ,er að þetta skuli ekki hafa fengið þann endi sem Bandaríkjamenn ætluðust til. Gallinn er sá að þetta stríð fékk nákvæmlega þann endi sem Bandaríkjamenn ætluðust til. Bæði landið og þjóðin eru rústir einar.

Til þess voru hrútarnir skornir.

.

US og Saudar.

"Það eru að mínu mati, mistök -- þó það sé vísvitandi ákvörðun DT að styðja stríð Saudi-Arabíu gegn Shítum og þar með Íran."

Til að beina athyglinni frá átrúnaðargoði þínu Obama reynirðu að láta líta út fyrir að þetta sé til komið vegna stuðnings Trumps við Sauda. Vissulega styður Trump Sauda dyggilega eins og allir forsetar talið frá frá Nixon.

Hitt er annað mál að þáttaka Bandaríkjamanna í þessum voðaverkum hófst ekki með Trump,heldur með friðarverðlaunahafanum Obama.

Nú er svo komið að allar friðelskandi og góðar manneskjur óttast ekkert meira, en að vera tilnefndir til Friðarverðlauna Nóbels og vera þannig spyrtir saman með þessu undirförla ómenni.

Trump er hinsvegar á höttunum á eftir þeim sem sýnir hans karakter.

.

Að Gasprom hafi hætt við gasleiðsluna er hreinn tilbúningur. Það er ekkert til í þessu.

Hið rétta er að Búlgaria sagði sig frá samkomulaginu ,einhliða, sama daginn og Joe Biden hafði átt fjögurra klukkustunda einkafund fund með forseta Búlgaríu.

Sama daginn. Það var greinilegt að hótanirnar hafa verið stórfenglegar.

 Gasprom tapaði átta hundruð milljónum milljóna dollara á þessum viðsnúningi Búlgara.

Og það var ekki bara gasleiðslan sem hætt var við,Búlgarar gengu líka út úr samningi sem hafði verið gerður um smíði kjarnorkuvers. Búnaðurinn hafði verið framleiddur og var kominn til Búlgaríu.

Fundurinn með Joe Biden er væntanlega sá dýrsti sem Búlgaria hefur nokkru sinni  átt.

Nú hafa Búlgarar hinsvegar farið þess á leit að þessi mál verði tekin upp að nýju og hafa beðið Putin opinberlega afsökunar á fréttamannafundi í beinnii útsendingu.

Hér getur þú séð stutta klippu af þessum atburði.

Ef þú skoðar gaumgæfilega sérðu að Putin er allan tímann að berjast við að kyngja ælunni.

https://youtu.be/cpCpXp0pYAo?t=36

Það er með öllu ófært að þú reynir vísvitandi að blekkja lesendur þína með ósannindum af þessu tagi. Þú veist sannleikann,en kýst að segja hann ekki. Skamm.

.

Þessir atburðir sýna glögglega hvað Rússar hafa óendanlegt langlundargeð.  Búlgarar sviku Rússa herfilega í viðskiftum. Nú leita þeir sátta og Putin er tilbúinn að tala við þá og hefja samvinnu að nýju. Það eina sem hann vill eru auknar tryggingar til að þessir atburðir endurtaki sig ekki. Það hvarflar aldei að Rússum að valda sjálfum sér tjóni bara af því þeir eru gramir. Og það fer ekki milli mála ef horft er á klippuna að Putin er gramur. Eðlilega.

.

Frá upphafi hafa Rússar tekið þátt í þremur styrjöldum sem allar eru samkvæmt alþjóðalögum. Það er spurning hvort það á að kalla Tétníu átökin stríð. Ef ekki eru stríðin tvö.

Bandaríkin eru í dag flækt í fjölda styrjalda,þar sem þáttaka þeirra stríðir í öllum tilfellum gegn aþjóðalögum. Ekkert sem þeir gera er löglegt af því að allt eru þetta árásarstríð án tilefnis.

Annað er, að þá sjaldan að Rússar beita valdi er það alltaf gert á hófsamasta hátt sem kostur er. Það eru ákveðin markmið ,og þegar þeim er náð er styrjöldin búin og bætt samskifti taka við. 

Þetta er mikill kostur.

Einkum ber Georgíustriðið fagurt vitni um hóflega framgöngu Rússa og einlægann friðarvilja.

Eftir að hafa orðið fyrir stórkotaliðs og eldflaugaárás frá Georgíska hernum og legið undir árásum í tvo daga þá afvopuðu Rússar Georgíska herinn og snéru strax til baka.

Þeir gerðu enga tilraun til að hlutast til um innanríkismál Georgíu,skifta um stjórnvöld aða annað.

Þeir fóru einfaldlega heim þegar þeir voru búnir að tryggja öryggi sitt. Þetta er algerlega til fyrirmyndar.

.

Það er ethyglivert að í þeim örfáu tilfellum sem Rússar hafa haft afskifti,vaxa vinsældir Putins upp úr öllu valdi. Skýrustu dæmin eru Tétnía,Sýrland og Krím. Hann er nánast í guðatölu á þessum svæðum.

Reyndar eru vinsældir hans að vaxa á heimsvísu ,og í dag er hann meðal efstu starfandi þjóðarleiðtoga í þessum efnum.

.

 

.

Borgþór Jónsson, 25.8.2018 kl. 17:22

9 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þetta er alveg hárrétt hjá Bergþóri ... bandaríkin eru sek um notkun á efnavopnum, sýklavopnum, kjarnavopnum og eiturvopnum í öllum sínum stríðum. Þau breittust frá því að vera "Rebels" í það að verða "The Republic". Maður gætti sagt "mistök" ef þetta gerðist í eitt eða tvö skipti, en þetta er sí-endurtekið.

Þetta fólk, sem Einar telur "gott" fólk ... situr í Baden-Baden, uppáhalds stað Hitlers og spilar þar um framtíð Evrópu, án þess að geispa yfir vanda þjóðanna.

Örn Einar Hansen, 25.8.2018 kl. 18:45

10 Smámynd: Örn Einar Hansen

Síðan er hægt að benda á, að þessar nornaveiðar gegn Dóna Trump er augljóst "valdarán". Ég sagði það strax í upphafi að honum yrði aldrei leift að vera í embætti ... og hér eru sannanirnar fyrir því.

Bandaríkin hafa haft í frammi kosningasvik í öllum sínum kosningum, og þetta hefur nú komið fram. Kerfið þeirra er þannig búið, og hafa fleiri sýnt fram á ... meira að segja smákrakkar, að hægt sé að svindla á kerfinu. Þetta sýnir einnig hvernig "Hillary" gat fengið "popular vote", þó hún hafi tapað. Enginn gerði sér grein fyrir því að Trump gæti unnið, en á síðustu stundu "breittist" kosningavélin og það var eins og í öllum fylkjum bandaríkjanna, að aðeins "síðustu" atkvæðin kysu Hillary ... og voru fréttamenn farnir að tala um "popular vote" í hennar þágu, löngu áður en tölurnar sýndau það. Í upphafi hafði Dóninn "popular vote".

Eins og Bandaríkin eru í dag, og líta út fyrir að "verða" ... Þriðja ríki Sólomóns ... er okkur betur farið án þess, og án Hitlers.

Örn Einar Hansen, 25.8.2018 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband