20.8.2018 | 22:23
Venezúela fjarlægir 5-núll af gjaldmiðli sínum - tengir hann síðan við ímyndaðan gjaldmiðil
Í alvöru, Nicolas Maduro hefur ákveðið að tengja - hinn nýja gjaldmiðil nefndur "the sovereign bolívar" sem mætti sennilega þíða sem - "hin sjálfstæði bólívar" - við ímyndaðan gjaldmiðil.
Hann hefur verið nefndur - petro, og að sögn Maduro er "cryptocurrency" eða rafrænn eingöngu gjaldmiðill.
--"He [Mr Maduro] might as well have chosen pegging it to unicorns," said Russ Dallen, head of Caracas Capital, an investment bank."
- Petro í raun er ekki til, og hefur ímyndað af hálfu Maduro virði upp á 60-dollara.
- Hver sjálfstæður Bólívar verður virði 1/60 af einu Petro.
--M.ö.o. 95% gengisfelling nýja Bólivarsins vs. opinbera virði hins gamla.
Venezuela Adds to Chaos With One of Biggest Currency Devaluations Ever
Venezuela cuts five zeros from currency as economic plan sows confusion
Venezuela lops five zeros off the bolívar to halt economic collapse
Venezuela pegs bolivar to cryptocurrency
- Samhliða þessu er lágmarks-kaup hækkað í landinu um 3.000% - í ca. 30$.
Sé ekki hvernig þetta bjargar hagkerfinu - en væntanlega hækka öll verð í landinu nú rækilega eina ferðina enn, þ.s. aðilar enn starfandi þurfa að fjármagna m.a. - launahækkanirnar.
Þeir aðilar væntanlega meira eða minna allir hækka væntanlega sín verð ca. strax.
--Að tengja gjaldmiðilinn við - rafrænan gjaldmiðil eingöngu, sem á að hafa einhvers konar tengingu við útflutningsverðmæti landsins, en hver sú tenging akkúrat er hefur Maduro aldrei almennilega útskýrt.
--Mér virðist eiginlega, hann geti kallað virði -Petro- hvað sem er á hvaða punkti sem er, og öll opinber verð eiga að vera tengd nú við sveiflur á verði á "Petroinu."
--Þannig Maduro hefur líklega ekki leyst nokkurn vanda. En burtséð frá því hvað hann segir virði gjaldmiðilsins vera - mun svarti markaðurinn væntanlega hefja strax sitt eigið hraða endurmat á virði gjaldmiðils landsins.
--Sem væntanlega þýðir, að nýi Bólivarinn mun væntanlega hrynja ofurhratt í virði þar, eins og gamli Bólivarinn gerði.
Og innan skamms þrátt fyrir mikla hækkun - verða laun líklega aftur lítils sem einskis virði. Í verbólgubáli áætlað yfir 80.000 prósent.
- Það skilst mér að sé sögulegt met í S-Ameríku.
- Annað sögulegt met í S-amerísku samhengi, að hagkerfi Venezúela hefur minnkað um 47% sl. 5 ár - sem slær út allar fyrir efnahagskreppur í S-Ameríku.
Spurning hvaða fleiri met ríkisstjórn Venezúela á eftir að setja?
-------------------
Venezuelas state oil group agrees $2bn Conoco payout
- "The total $2bn payout to Conoco is almost a quarter of Venezuela's $9bn in foreign reserves."
- "The country is overdue on almost $6bn of debt payments on its international bonds, cutting the country off from fresh credit and prompting creditors to try to seize Venezuelan energy assets in an attempt to force payment."
Þetta er áhugavert að íhuga í því samhengi að gjaldmiðill Venezúela á nú vera tengdur við svokallað Petro - rafgjaldmiðil sem ríkið tengir með óútskýrðum hætti við útflutningsverðmæti landsins.
--En þarna tapar landið á einu bretti - 1/3 af gjaldeyrisforða landsins!
Ríkið er þegar "deault" á erlendar skuldir landsins - Conoco þvingaði Venezúela til þess að greiða þeim þetta fé; vegna þess að Conoco hafði - tekið yfir umtalsvert af eignum ríkisolíufélags Venezúela, erlendis.
--Það var að valda Venezúela verulegum nýjum vandræðum við útflutning á olíu á þessu ári.
Hinn bóginn sýnir þetta að erlendir kröfuhafar eru farnir af stað.
Og þeir vita hvaða takka þeir eiga að íta á!
--M.ö.o. að einu verðmætin sem ríkissjóður landsins á eftir, liggja í olíuförmum sem unnt er að láta taka ef næst til skips á erlendu hafsvæði, eða eignum ríkisolíufélagsins erlendis.
- Að sjálfsögðu grefur þetta undan - Petróinu!
- Fyrir utan að olíuframleiðslu landsins hefur hnignað af öðrum ástæðum um ca. 1/3 nú milli ára, sem er svakalegt -- talið fyrst og fremst af völdum skorts á viðhaldi - og vegna flótta starfsfólks við olíu-iðnað úr landi.
Nú þegar erlendir kröfuhafar eru farnir að sækja í olíueignir landsins.
Samtímis og fátt bendi til annars en hröð hnignun olíu-iðnaðarins haldi áfram.
--Þá er erfitt að sjá annað en endalokin fyrir ríkisstjórn Venezúela nálgist.
- En á endanum, þarf hún að geta greitt her og lögreglu laun að algeru lágmarki.
Hermenn sem og lögreglumenn hafa séð sín laun verða að engu sem aðrir borgarar landsins.
Ein leið fyrir ríkisstjórnina til að tapa snögglega með óvæntum hætti - væri bylting hersins.
--Sem þarf ekki endilega að vera afar ólíkleg útkoma.
--Maduro leitast við að kaupa tryggð hersins, með því að veita herforingjum verðmæta bitlinga.
En í sambærilegu ástandi sem sögulegast mest líkist þessu sem mig rámar í - voru það undirforingjar sem skipulögðu uppreisn.
--Enda líklega einungis hátt settir foringjar er njóta bitlinganna!
- Er væntanlega þíðir að bil milli æðstu yfirmanna hersins og lægra settra undirmanna, fari líklega breikkandi - sem og milli æðstu yfirmanna og óbreyttra.
Niðurstaða
Hrun Venezúela heldur áfram - virðist það eina sem er öruggt. Þegar það fer saman að olíuframleiðslu hnignar nú hratt milli ára þ.e. um 1/3 frá sl. ári - samtímis erlendir kröfuhafa farnir að beita eigna-upptökum, til að innheimta skuldir.
--Þá virðist óhjákvæmilegt að það sverfi mjög skarpt að landinu á þessu ári.
Það gæti alveg verið rétt spáð að verðbólga fari langt yfir 100þ. prósent á þessu ári - jafnvel 300-400þ. prósent.
Mig grunar að hrun hraðinn aukist í ár miðað við sl. ár ef eitthvað er.
Og flóttamönnum frá landinu fjölgi hratt á þessu ári - þegar yfir milljón íbúa Venezúela flúnir til Kólumbíu einnar.
--Líklega ekki langt að bíða þess að fleiri verði flúnir frá Venezúela en frá Sýrlandi.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Slóð
Er þetta venjuleg efnahags árás, eins og á the Colonial Scrip í nýlendunum 1750, eða árásin á Ísland 2008, eða árásin á Grikkland. Í öllum tilfellum, eru einkaaðilar að setja sínar gerðir eða skuldir á Ríkið, fólkið.
Sett á blogg: Einar Björn Bjarnason
Venezúela fjarlægir 5-núll af gjaldmiðli sínum - tengir hann síðan við ímyndaðan gjaldmiðil
000
Þetta má skoða. Nú virðast forustumenn landana fá til sín bestu menn, til að búa til fjárhags bókhaldskerfi fyrir löndin, og fyrirmyndin er lýsing Benjamíns Franklíns á fjármálakerfinu í Nýlendunum í Ameríku, 1750, og er slóð á það hér fyrir neðan.
Þeir notuðu Colonial Scrip seðla, það er fyrirfram prentaðar bókhaldsnótur, sem við höfum kallað peninga , og reyndist kerfið mjög vell.
Hér er ekki ætlast til að aðilar lesi nema, þetta hér næst neðanvið, það eru grundvallar atriðin.
Nýr gjaldmiðill?
Gjaldmiðill, er bókhald.
Hér komi Benjamín Franklín - slóð
Kennsla í góðri peninga, bókhalds stjórnun. Allir læri og hjálpi til við endursköpun fjármála bókhaldsins, peninganna, ekki síst að hjálpa þeim sem eru fastir í gamla peningatrúarkerfinu. Peningur er bókhald, skrifuð tala.
16.3.2018 | 20:08
Framhald
Egilsstaðir, 22.08.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 22.8.2018 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning