17.8.2018 | 00:19
Efnahagsmálaráðherra Bandaríkjanna varar Erdogan við því Bandaríkin íhugi frekari aðgerðir
Steven Mnuchin - sagði að ríkisstjórn Bandaríkjanna væri að sjóða saman frekari aðgerðir gegn Tyrklandi sem mundi koma til greina að grípa til, ef Tyrkland sleppir ekki bandarískum presti sem setið hefur í varðhaldi í Tyrklandi nærri því í ár.
--Mnuching sagði ekki akkúrat hvaða aðgerðir!
Deilan við Bandaríkin kemur eiginlega á versta tíma fyrir Tyrkland.
Vegna þess að hagkerfi Tyrklands er statt á afar viðkvæmum punkti!
IMF program for Turkey would be helpful
Þetta létu aðilar innan ríkisstjórnar Þýskalands hafa eftir sér í fjölmiðlum.
En vandi Tyrklands er í einfaldlega sá, að hagkerfið stefnir í það sem kallað er "stopp."
M.ö.o. framreiknað er gjaldeyrisforði Tyrklands ónógur til að mæta þörfum hagkerfisins.
Eins og áður en Ísland lenti í kreppu 2008 - eru það skuldir einkahagkerfisins er sliga.
--Framreiknuð þörf fyrir viðskiptalíf Tyrklands til að endurnýja lán, sem kostar gjaldeyri.
--Er hærri en nemur gjaldeyrisforða Tyrklands yfir nk. 12 mánaða tímabil.
Turkey finance minister's reassurances win cautious welcome from investors
Fjármálaráðherra Tyrklands hafnaði því að stæði til að leita til AGS - einnig að stefndi í að Tyrkland tæki upp gjaldeyrishöft.
Hinn bóginn, bersýnilega vantar Tyrkland fé -- sannarlega skuldar ríkið sjálft ekki mikið.
En eins og hrunið á Íslandi sýndi -- geta skuldir einkahagkerfis sligað hagkerfið.
Erdogan cant sidestep the IMF for long
Þetta er mat greinenda hjá Financial Times:
- Framreiknuð fjármagnsþörf nk. 12 mánuði - 238 milljarðar.$.
- Þetta er hærri upphæð en nemur gjaldeyrisforða Tyrklands.
Hinn bóginn, getur Tyrkland ekki leitað til AGS - meðan deila við Bandaríkin stendur yfir.
Síðan mundi AGS krefja Tyrkland um tiltekna tegund af hagstjórn - en erdogan hefur keyrt mjög á aukinni neyslu í seinni tíð til að viðhalda hagvexti, en í staðinn hefur framkallast viðskiptahalli upp á 5% af þjóðarframleiðslu.
--Sem étur upp gjaldeyrisforðann enn hraða - greinilega ósjálfbært ástand.
Þannig að eins og þetta lítur út þá stefnir Tyrklands á það að taka upp gjaldeyrishöft.
Þar sem Erdogan virðist ólíklegur til að leita til AGS.
--Höft gætu verið tyrkneska hagkerfinu mjög erfið, vegna þess hve mikið af tyrkneskum fyrirtækjum í dag eru hluti af framleiðslukeðju er nær út fyrir landamæri.
Það felur í sér svokallað - gegnumflæði, þ.e. íhlutir innfluttir sem kostar gjaldeyri, síðan flutt út samsett vara frá Tyrklandi -- án gjaldeyris mundi slík starfsemi stöðvast einfaldlega.
--Höft geta falið í sér mikla spillingarhættu, sérstaklega ef til staðar í landi - er í reynd einsflokks-kerfi.
M.ö.o. þ.s. þá fara menn að redda gjaldeyri í gegnum kunningjatengls.
- Að sjálfsögðu flækir deilan við Bandaríkin málin.
Niðurstaða
Efnahagsvandræði Tyrklands eru minnstum hluta vegna Bandaríkjanna - sú staða að viðskiptalíf Tyrkland sé skuldum vafið, að há prósenta þeirra skulda séu gjaldeyrisskuldir - þannig fyrirtæki þurfa aðgengi að gjaldeyrisforða landsins til að geta greitt.
--Er staða sem er að sjálfsögðu ekki Bandaríkjunum að kenna.
Erdogan hefur verið við völd það lengi í Tyrklandi að hann getur ekki vísað á nokkurn annan.
Hinn bóginn, getur deilan um tiltekna bandaríska einstaklinga sem Tyrkland heldur - vs. kröfu þess um að fá afhendan múslima klerkinn gulem; vafið mikið upp á sig og því skapað verulegan viðbótar skaða.
--Að einu leiti gæti sú deila gert Erdogan greiða, því hún getur gert Erdogan það mögulegt að sannfæra Tyrki um það að yfirvofandi efnahagsleg ógæfa sé Bandaríkjunum að kenna.
--Að því leiti sé hugsanlega tímasetning deilunnar mögulega í og með - heppileg fyrir Erdogan.
Hinn bóginn, er engin skynsemi í öðru fyrir Tyrkland en að sleppa þeim Bandaríkjamönnum lausum sem þeir hafa í haldi. Það geti ekkert gott gert fyrir Tyrkland að láta þá deilu ganga lengra fram!
Hinn bóginn virðist stolt tveggja manna geta þvælst fyrir Erdogans og Trumps.
Báðir eru afar stoltir hvorugir sérstaklega eftirgefanlegir.
--Hinn bóginn, væri það afar ósnjallt fyrir Erdogan að halda deilunni við Bandaríkin til streitu - en mjög einfalt er fyrir Tyrkland að binda endi á deiluna um þá Bandaríkjamenn sem Tyrkland heldur, þ.e. með því að sleppa þeim.
--En sú deila gæti annars mögulega valdið Tyrklandi verulegu viðbótar efnahagstjóni.
Hafandi í huga að Erdogan hefur viljað endurreisa Tyrkland til vegs og virðingar. Er ekkert vit í öðru en að gefa þá deilu eftir fyrir hann og hans ríkisstjórn.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sniff 'n' The Tears - "Driver's Seat" (Official Video)
https://www.youtube.com/watch?v=9SCzVEUlqqA
Einar Björn Bjarnason, 17.8.2018 kl. 13:38
Ég sagði fyrir tveim árum síðan, að bandaríkin væru að líða undir lok ... auðvitað, munu öll ríki ... Evrópa líka, beigja sig eftir vilja þeirra.
En öll ríki veraldar, gera sér grein fyrir því nú ... að Bandaríkin eru "Rómarveldi" og þar með er hnignun þess gefinn.
All er breitingum umorpið ...
Örn Einar Hansen, 17.8.2018 kl. 17:36
Bjarne Örn Hansen, ha - ha - ha, hvar lærðirðu rökfræði "En öll ríki veraldar, gera sér grein fyrir því nú ... að Bandaríkin eru "Rómarveldi" og þar með er hnignun þess gefinn." Ekkert er fyrirfram gefið.
--Bandaríkin eru þvert á móti afar ólík Rómarveldi, er var klassískt landveldi.
--Bandaríkin þvert á móti eru, sæveldi - kjarni þeirra valda liggur í 11 flotum með eitt risamóðurskip sem kjarna í hverjum.
Bandaríkin eru í reynd - beinn arftaki Bretaveldis - Bretar afsöluðu Persaflóasvæðinu beint til Bandar. skv. samningi snemma á 6. áratugnum, þar með tóku Kanar formlega yfir með fullkomlega friðsömum hætti.
Í kjarna sínu, virkar veldi Bandar. með sama hætti og breska sjóveldið er það var í hámarki, þ.e. fókus er á viðskipti.
--Sannast sagna blasir ekki við nokkur augljós ástæða fyrir því að Bandar. ætti að hnigna, enda eru hernaðarútgjöld langt í frá að sliga þeirra efnahag.
--En flest herveldi fortíðar, hafa fyrir rest lent í hnignun - vegna hnignunar eigin hagkerfis, vegna þess að kostnaður við hernað hefur á endanum sligað hagkerfið.
Herkostnaður Bandar. er á hinn bóginn - í raun og veru, ekki sérlega hátt hlutfall þjóðarútgjalda.
Bandaríska hagkerfið er ekki að nokkru augljósu leiti - í augljósri hnignun heldur.
--Þvert á móti líta Bandaríkin þannig séð það vel út, að ég held að fátt bendi til annars en þau verði a.m.k. annað meiriháttar veldi þessarar alda -- m.ö.o. hugsanlegt að Kína verði eitt sér öflugra; en ólíklegt að Kína verði öflugra en Bandar. + bandamenn Bandar.
--Þannig að með hjálp Bandamanna sinna, er engin augljós ástæða er blasir við - af hverju svokallað Vestur heldur ekki áfram að vera, öflugast.
Þrátt fyrir augljóst ris Kína - yfir í að vera risaveldi nr. 2.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.8.2018 kl. 22:21
Vel spilað Einar. Vel spilað.
The battle goes on (И вновь продолжается бой)
https://youtu.be/yBnCo2SKafU?t=56
Borgþór Jónsson, 18.8.2018 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning