Micheal Cohen virðist hafa tekið hljóðritanir af samskiptum við Donald Trump - góð spurning af hverju?

Skv. fréttum hefur FBI hljóðritanir frá Micheal Cohen sem voru teknar fyrir nokkrum mánuðum þegar löggæslumenn gerðu leit á skrifstofu - Cohen, sem hafði lengi starfað sem einn lögfræðinga Trumps.
--Hljóðritunin sem slík virðist ekki skipta miklu máli, nema fyrir það eitt.
--Að virðist gefa sterkar vísbendingar til þess að Trump hafi virkilega haldið framhjá eiginkonu sinni með títtnefndri - Karyn McDougal.

Sem að sjálfsögðu er ekki ólöglegt - og hljóðritun staðfestir Trump greiddi ekki Karyn McDougal.
Hinn bóginn virðist National Enquirer hafa keypt sögu McDougal - til þess að birta hana ekki, þannig sá sem rekur þann fjölmiðill - gert Trump greiða.
--Svo McDougal fékk greitt, en skv. ákvæðum þess samnings var sett haltu kjafti á hana!
--Þetta kemur nægilega vel í frétt FoxNews, þ.s. fram kemur að fréttir af Karyn komi loks fram nýverið, eftir að samningurinn hennar við Enquirer var runnin út!

Lögfræðingur Stormy Daniels sem er í málaferlum við Trump, heimtar að allar hljóðritanir sem Cohen hafi tekið af samskiptum Trumps - fái birtingu, en hann m.a. hefur haldið fram að til sé hljóðritun af samskiptum við Stormy Daniels - sem sanni hennar málstað, hvort það er rétt!

Í viðbrögðum á Twitter var Donald Trump afar ósáttur yfir því að Cohen hefði hljóðritað samskipti þeirra! Auðvitað ekki ólöglegt að halda framhjá - en hann hafi ekki gert neitt rangt :) Sýnir viðhorf hans svart á hvítu - að maðurinn er siðferðislegur sorphaugur :)

Donald Trump - "Inconceivable that the government would break into a lawyer’s office (early in the morning) - almost unheard of. Even more inconceivable that a lawyer would tape a client - totally unheard of & perhaps illegal. The good news is that your favorite President did nothing wrong!"

Rétt að benda á að leitin var framkvæmd skv. heimild dómara í NewYork.
Einmitt vegna þess hvers lags gagna var verið að leita var þörf fyrir heimild dómara.
--Trump er greinilega ósáttur við lögfræðinginn sinn og það hafi verið leitað!

Þekktur lögfræðingur Mark S. Zaid svaraði Trump á Twitter:

"Mark S. Zaid(@MarkSZaidEsq)@realDonaldTrump Govt doesn't "break into" anything when it has a legal warrant issued by Federal Judge, and NYS is one party consent state so Cohen's recording was legal. I've never taped a client so one does wonder why Cohen didn't trust you & felt compelled to do so. We'll find out soon!"

Það sem kemur út úr þessu er í sjálfu sér ekkert meira en það sem flestir áttu að vita, að Donald Trump hefur haldið framhjá núverandi eiginkonu sinni - það sennilega oftar en einu sinni. Rétt að nefna að núverandi eiginkona - er nr. 4.
Ólíklegt að um nýtt hegðunarferli Trump sé að ræða. Frekar hann hafi alltaf hegðað sér þannig gagnvart eiginkonum sínum -- áhugavert í hvert sinn finnur hann sér alltaf yngri.

Það að Trump sé ekki góð fyrirmynd kemur væntanlega engum á óvart.
En þ.e. einmitt út af því hversu siðferðislega lágu plani Trump alltaf viðheldur, að það er svo skemmtilega kaldhæðið að - Biblíubeltið haldi svo fast við Trump.
--En talsmenn þess eru einmitt þekktir fyrir sérdeilis íhaldssöm viðhorf til siðferðis, lengi haldið fram vörn fyrir hefðbundin fjölskyldugildi - sem Trump getur langt frá talist dæmi um.
--Micheael Gerson hefur sett fram eftirfarandi gagnrýni á Trump og stuðning við Trump af hálfu Biblíubeltis og er afar harðorður - sem Biblíubeltari: Trump and the Evangelical Temptation.

Repúblikanar á þeim væng voru á sínum tíma sérdeilis gagnrýnir á Bill Clinton tengt Lewinsky málinu.
En einhvern veginn er það að æxlast svo, að Trump virðist fá þeirra stuðning þó flest bendi til þess að Trump hafi haldið framhjá eiginkonum sínum - í mun fleiri tilvikum en Bill Clinton.
--Bendi á að Michael Gerson gerir tilraun til að útskýra málið í grein sinni, sem Biblíubeltari hefur hann örugglega betri innsýn í það atriði en flestir aðrir.

 

Niðurstaða

Nánast það eina sem er áhugavert í tengslum við hljóðritanir Michael Cohen - er að hann virðist hafa tekið fjölda annarra slíkra með Trump og fjölda annarra mikilvægra einstaklinga að auki.
Aðspurður neitaði lögfræðingur Cohens að tjá sig nokkuð um málið.
--En þetta vekur að sjálfsögðu áhugaverðar spurningar - ein er hvort Cohen hefur ekki sjálfur brotið lög með því að hljóðrita sína skjólstæðinga án þeirrar vitundar.
--En hitt er auðvitað, hvað er í öðrum hljóðritunum.

Það virðist blasa við sá möguleiki að Cohen hafi tekið hljóðritanir sér sjálfum til verndar, eða með það í huga að hugsanlega sjálfur geta beitt skjólstæðinga þrýstingi eða hótunum.
--Jafnvel hvort tveggja í bland.

  • Mueller óskaði eftir þessum gögnum vegna þess hann taldi sig hafa ástæðu til þess að í gögnum Cohens væri að finna sannanir fyrir glæpsamlegu athæfi.
    --Spurning hvað á eftir að koma fram þegar lengra er kafað í þann sjóð upplýsinga.

En það þarf alls ekki endilega allt snúast um Trump.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ekki kann ég að vita ástæðuna fyrir því að téður lögmaður slítur sambandi sínu við trúðinn Trump en að því sem ég best veit gilda þau lög í N.Y fylki að þar er heimilt að taka upp tveggja manna samtöl.

Hvað varðar samband skjólstæðings og lögmanns kunna önnur lög að gilda. Spurningin er svo sú hvort eigi að túlka þessi samtöl sem slíkt.

Lögmaðurinn þessi var svo í því starfi að gelta og urra fyrir trúðinn, hann hótaði öllum þeim sem ekki vildu gera það sem trúðurinn vildi, var einfaldlega hótað málsóknum, sem svo aldrei urðu.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.7.2018 kl. 14:27

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sigfús Ómar Höskuldsson, ég get alveg skilið hann vilji eiga eitthvað í fórum sínum til að verja hugsanlega sjálfan sig.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.7.2018 kl. 04:46

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Grunar að það fjölgi í þeim flokki [starfs]manna D.J Trump :)

Sigfús Ómar Höskuldsson, 23.7.2018 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband