15.7.2018 | 18:43
Boeing með áhyggjur af dýpkandi viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína!
Afar skiljanlegt að forsvarsmenn Boeing hafi áhyggjur, enda getur Kínastjórn valdið fyrirtækinu hreinlega - óhugnanlegu tjóni.
Boeing works to avert US-China trade war escalation
Ef Trump mundi gera alvöru úr hótun sinni að tolla allan innflutning frá Kína, þá grunar mig að erfitt gæti verið fyrir Kínastjórn að láta alfarið vera að fjöldi bandarískra fyrirtækja hafa verulega markaðshlutdeild innan Kína!
Fyrir Boeing er Kínamarkaður orðinn mjög mikilvægur, hafa undanfarin ár Airbus og Boeing keppst um hvort fyrirtækið er með fleiri útistandandi pantanir frá Kína!
Dennis Muilenburg, Boeing chairman and chief executive: "Our voice is being heard. We are engaged with the US government and with the Chinese government . . . Im hopeful well come to a good resolution."
"You are not going to see sudden shifts in orders or delivery profiles,"
"That all said, we need to find productive trade solutions. Thats why were engaged with both governments. Im confident that [they] understand the high value of the aerospace sector and what it means to their economic prosperity."
Eins og þarna kemur fram segist stjórnandi Boeing vera bjartsýnn fyrir hönd fyrirtækisins, að hlustað verði á rödd Boeing af hálfu stjórnvalda Bandaríkjanna og Kína. Stjórnandi Boeing taldi ekki yfirvofandi hættu á snöggum breytingum á yfirstandandi pöntunum. Og almennt virðist gera sem minnst úr hinni yfirvofandi hættu.
Muilenburg er auðvitað ekki síst að senda skilaboð til markaðarins og hluthafa, að fara ekki snögglega að selja bréf Boeing. Með því að gera sem minnst úr hættunni, og lísa því að fyrirtækið sé í samskiptum við stjórnvöld beggja - sé að vinna í málinu m.ö.o.
- "Analysts estimate that roughly 20-25 per cent of the orders in Boeings backlog are for Chinese customers, supporting thousands of US jobs."
- "Nevertheless, Boeing has had no orders from Chinese airlines yet this year,..."
- "while China Aircraft Leasing Corporation has ordered 15 narrow bodies from Airbus on top of the bumper order for 50 passenger jets in December."
- "Boeing said that the dearth of Chinese deals so far this year was because of the fact that its customers had already placed sizeable orders over the past two years."
Eins og kemur fram þá vilja talsmenn Boeing ekki líta svo á að viðskiptastríðið sé þegar farið að hafa neikvæð áhrif á pantanir frá Kína - þó Airbus hafi fengið nýjar pantanir í ár en Boeing ekki.
Rétt að benda á að yfirvofandi er sería leiðtogafunda milli Kína og ESB!
Junker signs trade and strategic partnership agreements
Juncker fer til Kína á mánudag 16. júlí. Og ef viðskiptastríðið verður ekki rætt - er ég Jónas.
Það verður síðar á árinu annar fundur - en þá heimsækja ráðamenn frá Kína ESB.
- Það er freystandi að álykta að ESB íhugi að notfæra sér viðskiptastríð Trumps við Kína - til að ná hagstæðari viðskiptasamningum en hingað til milli ESB og Kína.
- Auðvitað mun framþróun viðskiptastríða Trumps við Kína annars vegar og við ESB hins vegar - hafa einhver veruleg áhrif á það hvernig þau samskipti ESB og Kína munu þróast.
--Tæknilega getur Kína beinlínis boðið ESB - markaðshlutdeild Boeing t.d. á silfurfari yfir til Airbus.
Hvort að líkur séu á slíku tilboði - getur ráðist af því hve langt Trump stígur gagnvart Kína, og einnig væntanlega hversu mikilvægt það væri fyrir Kína að triggja vinsamleg samskipti áfram við ESB - meðan viðskiptastríð Trumps hugsanlega fer stigversnandi.
Niðurstaða
Þetta er auðvitað hluti af umfjöllun um það atriði, hversu skaðleg viðskiptastríð þau sem Donald Trump hefur hleypt af stað geta reynst vera fyrir Bandaríkin sjálf. Þarna fjalla ég einungis um Boeing - en Airbus gæti auðvitað einnig orðið fyrir miklu tjóni, þar sem Airbus hefur verið með stóra viðskiptavini innan Bandaríkjanna meðal bandarískra flugfélaga.
Tjón Airbus yrði sennilega alveg örugglega ekki minna í sniðum, en ef staða Boeing innan Kína yrði fyrir stórfelldu stjóni. Ef Airbus yrði lokar frá Bandaríkjamarkaði og Boeing frá Kína markaði -- skapaðist hrein einokunaraðstaða fyrir hvort fyrirtækið fyrir sig á þeim mörkuðum.
Auðvitað gæti sama gilt innan ESB ef lokað yrði á Airbus inn á Bandaríkjamarkað, að þá yrði á móti lokað á Boeing inn á Evrópumarkað.
--Punkturinn er auðvitað sá, að í kjölfarið fengu fyrirtækin hvort um sig nánast sjálfval um verð og veitta þjónustu til kaupenda á þeim mörkuðum þ.s. þau hefðu einokun.
Fyrirtækin mundu væntanlega með tíð og tíma geta lagað stöðu sína í krafti slíkrar einokunaraðstöðu á tilteknum mörkuðum -- en tjón neytenda yrði verulegt vegna hærri fargjalda í framtíðinni.
- Meðan samkeppni er til staðar, þá græða neitendur á lægri verðum - þegar hún hverfur myndast sjálftöku-umhverfi þ.s. fyrirtækin senda reikninginn til neitenda.
- Opni markaðurinn sé neitendum almennt hagstæður.
Lokaðir markaðir auka líkur á fákeppnis eða jafnvel einokunarumhverfi.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 16.7.2018 kl. 02:37 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðar fréttir fyrir MC 21 þotuna. Hún er greinilega að koma á götuna á réttum tíma.
Menn munu væntanlega horfa til þess í vaxadi mæli að það sé hægt að treysta framleiðandanum ,eða réttara sagt ,ríkisstjórn landsins þar sem varan er framleidd.
Því miður virðist vera að Vesturlönd séu í vaxandi mæli að kúpla sig út af heimsmarkaði.
Borgþór Jónsson, 16.7.2018 kl. 18:08
Borgþór Jónsson, lítil þota. Mjög erfitt að komast inn á alþjóðamarkað þ.s. fyrirtækin fyrir hafa óskaplegt forskot - sparnaður felst í því að nota fleiri en eina vél frá sama framleiðanda --> Nánast eini möguleikin væri ef Trump virkilega léti verða af því að sprengja alþjóðamarkaðinn í tætlur með viðskiptastríði sínu.
--Get vart ímyndað mér stórt land er nýtur minna trausts en Rússland.
--Trump er þó að gera sitt besta til að koma Bandar. niður í sama svað - kannski tekst honum það.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.7.2018 kl. 03:39
Hlutirnir eru að breytast hratt Einar.
Viðskiftavinir vita að þeir fá sínar vörur frá Rússlandi alveg sama hvað gengur á.Ágætt dæmi um þetta er að Rússar hafa ekki notað aðstöðu sína þrátt fyrir óhemju efnahagsárásir, til að skaða Boeing og Airbus.Það vita allir að Rússar hætta ekki að afhenda vörur hvað sem á gengur.Eina sem getur stoppað það er opið stríð.
Þetta vekur traust. Ég held reyndar að Rússar njóti algers trausts í þessum efnum. Vandamál Rússa er annars eðlis,eins og sést hefur á síðustu árum. Þegar Bandaríkjamenn eru að tapa samkeppni við Rússa á einhverju sviði ,byrja þau að refsa fyrirtækjum fyrir að versla við þá. Ágætt dæmi um þetta er Nordstream II ,en það mál snýst um að koma rándýru Bandarísku gasi á markað í trássi við vilja viðskiftavinarins. Viðskiftavinar sem veit að Bandaríkjamenn munu skrúfa fyrir þetta sama gas ef þeim mislíkar eitthvað í fari Þjóðverja.
Bandaríkjamenn hafa á síðustu árum tekið upp þann sið að beita ríki og þegna þeirra grófum og ólöglegun viðskiftaþvingunum af minnsta tilefni. Í dag er fjöldi ríkja í þessari stöðu.
Evrópubúar hafa svo drullast á eftir í þessa slóð eins og venjulega,en í minni mæli. Þeir hafa tekið þátt í að herja á íbúa fjölda landa með þessum hætti að kröfu Bandaríkjamanna. Svelta íbúa ríkja til bana hvað þá annað. Núna beinist geirinn allt í einu að þeim ,og þeir væla eins og það sé verið að drepa þá.
Þetta vekur ekki traust.
Mér finnst nánast öruggt að þetta sé eitt af því sem menn ræða á stjórnarfundum í vaxandi mæli þegar menn eru að hugsa um viðskifti. Þetta tengist ekki Trump á neinn hátt,þeta var löngu byrjað þegar hann kom til. Það er meira að segja líklegt að hann muni draga úr þessu frekar en hitt.
Ég vil vekja athygli þína á að þettar ekkert nýtt,þetta hefur verið stundað áratugum saman. Það eina sem er nýtt ,er að núna beinist þessi kúgun gegn Evrópskum ríkjum sem hafa verið að mestu undanþegin þessi hingaðtil.
Mér finst undarlegt að svona réttsýnn maður eins og þú skulir ekki koma auga á hvað það væri óendanlega gott ef þessi skítakamar sem gengur undir nafninu Bandaríska heimsveldið mundii leysast upp. Þessu ríki hafa fylgt hörmungar sem eru engu líkar.
Borgþór Jónsson, 17.7.2018 kl. 19:25
Varðandi þoturnar sjálfa.
78% af þotumarkaðnum eru af þessari stærð og mörg flugfélög eiga engar breiðþotur. Þó að það sé vissulega hagræði af að gera út eina tegund þá er það ekki endilega hlutur sem menn einblína á eingöngu . Mörg flugfélög gera nú þegar út tvær gerðir eða fleiri.
Þetta getur virkað allavega . Til dæmis er Interjet að skifta öllum sínum smáþotum fyrir Sukhoi Superjet vélar og er annar stæðsti kaupandinn af MC 21 á eftir Aeroflot.
Cityjet á Írlandi ætlar líka að vera eingöngu með Sukhoi smáþotur.
Brussel airlines eru búnir að henda út öllum sínum smáþotum og skifa í Superjet.
Það sem munu horfa á er að MC 21 þotan er nútímalegri en keppinautarnir,aðeins stærri ,eyðir og mengar minna og hefur minni viðhaldskostnað. Einnig mun spila inn í að hún er 2-3 milljónim dollara ódýrari en keppinautarnir. Rúmlega tveim milljón dollurum ódýrari en Airbus en 3 milljónumm en Boeing.
Sukhoi Superjet þotan hefur selst vel þrátt fyrir að vera ný á markaði. Ef ég veit rétt ,ræðst salan á henni eingöngu af framleiðslugetu.
Borgþór Jónsson, 17.7.2018 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning