Norður-Kórea fordæmir afstöðu Bandaríkjanna - spurning hvort Kim Jong Un ætlaði sér í raun nokkru sinni að semja um afvopnun?

Það eru einungis örfáir dagar síðan Donald Trump Twítaði eftirfarandi:

Donald Trump@realDonaldTrump, :Many good conversations with North Korea-it is going well! In the meantime, no Rocket Launches or Nuclear Testing in 8 months. All of Asia is thrilled. Only the Opposition Party, which includes the Fake News, is complaining. If not for me, we would now be at War with North Korea!

En í dag laugardag kveður við verulega neikvæðari tón frá Norður-Kóreu.

North Korea says resolve for denuclearisation may falter but Pompeo lauds progress

North Korea slams US denuclearisation demands


Þetta kemur einnig ofan í vísbendingar þess efnis að NK sé alls ekki að vinda ofan af sínu eldflaugaprógrammi né sínu kjarnorkuprógrammi -- sbr: Satellite Images Show North Korea Is Expanding a Missile-Manufacturing Plant, a Report Finds

 

Skv. greinendum sýnir myndin nýlega stækkun aðstöðu til framleiðslu eldflauga!

A North Korean missile production facility in the city of Hamhung is seen from a satellite image taken on June 29, 2018.

Þetta eru ekki einu vísbendingarnar í þá átt að NK sé máski ekki að sýna lit til eftirgjafar!

North Korea Believed to Be Increasing Nuclear Production

Ef marka má þetta þá sé NK með viðbótar kjarnorkutilraunasvæði sem NK hafi ekki gefið upp, og það séu vísbendingar þess að NK sé að auka auðgun úrans - ekki það öfuga að draga úr.

  1. Ef maður tekur þetta saman, gæti maður ályktað að Kim Jong Un - sé að vinna sér tíma, til að smíða fleiri kjarnasprengjur -- annars vegar.
  2. Og hins vegar, til að smíða fleiri eldflaugar!
  • En það má benda á, að með því að -- stöðva frekari kjarnorkutilraunir og frekari eldflaugatilraunir - í bili. Og með því að samþykkja að funda með Trump.

Hafi Kim keypt sér - ákveðið öryggi gagnvart Donald Trump!
Eiginlega virðast orð Donalds Trumps sjálfs einmitt staðfesta það, sbr:

"If not for me, we would now be at War with North Korea!"

Það hefði náttúrulega aldrei orðið, nema ef Trump hefði tekið slíka ákvörðun.

 

Fyrir utan þetta koma viðbrögð NK ekki á óvart!

Það blasti alltaf við mér að ólíklegt væri að NK mundi samþykkja að eyðileggja öll sín kjarnavopn, allar sínar eldflaugar er geta borið slík vopn - auk þess aðstöðu sem unnt sé að nota til framleiðslu kjarnorkuvopna og stórra eldflauga.

Viðbrögð stjórnvalda NK - virðast staðfesta það sem mig grunaði allan tímann!
Að NK hafi í raun og veru engann áhuga á algerri afvopnun af slíku tagi.

Það er áhugavert hvernig Trump svarar alltaf.
Takið eftir orðalaginu - "fake news."
Þetta virðast standard viðbrögð í hvert sinn hjá honum þegar fjölmiðlar efast um eitthvað sem tilheyrir hans stefnu.

Ég get ekki sagt að hann hafi aukið virðingu sína af viðbrögðum af þessu tagi!

Hvað þá að blogg frá 13. júní sl. hafi aukið virðingu hans heldur, sbr:

Donald Trump@realDonaldTrump, 9.56 AM, June 13, 2018: "Just landed - a long trip, but everybody can now feel much safer than the day I took office. There is no longer a Nuclear Threat from North Korea. Meeting with Kim ong Un was an interesting and very positive experience. North Korea has great potential for the future!"

 

Niðurstaða

Það er mjög freystandi að álykta út frá sterkum vísbendingum undanfarið að Kim Jong Un sé ekki alvara með viðræðum við ríkisstjórn Donalds Trumps - en vísbendingar benda til aukinnar framleiðslu kjarnorkuvopna í annan stað og hins vegar til aukinnar framleiðslu eldflauga, eða til nýrrar eldflaugaframleiðslu -- kannski þessar nýju með "inter continental range" ICBM.

Orð Donalds Trumps sjálfs benda til þess að líkur þess að hann hæfi stríð gegn NK hafi verið raunverulega fyrir hendi. Með því að samþykkja að ræða við Trump og fyrirskipa pásu á kjarnorkutilraunir og eldflaugatilraunir -- vann Kim Jong Un sér a.m.k. tíma, en á meðan hann heldur Donald Trump vongóðum - þá greinilega virðist stríðshætta ekki yfirvofandi.

Það má vera allt og sumt sem Kim Jong Un ætlast fyrir sé akkúrat það, að vinna sér tíma. Til að smíða fleiri kjarnasprengjur og fleiri eldflaugar -- kannski þessar nýju er draga alla leið til Bandaríkjanna. Þannig að hann hafi þá loksins hótun á Bandaríkin er dugi til að jafnvel hugsanlega Donald Trump þori ekki að fyrirskipa hernaðarárás.

--Vísbendingar a.m.k. afsanna ekki slíka kenningu með nokkrum augljósum hætti!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þu þarft að skoða þetta frá "eigin" sjónarhóli.  Myndir þú, semja af þér?

Skoði maður Sýrland, Írak, Afganistan, Líbu ... sér maður að stærstu mistök "Saddam Hussein", var að ganga að skipunum SÞ. Fyrir vikið var landið óvarið, illa skipulagt og þegar árás Bandaríkjanna varð 2006, hafði Írak ekkert til að verja sig með. Öll hugtök um, að Írak hafi verið "ljótir kallar" með að hafa "weapons of mass destruction" er lítið annað en aumyngjahugtök. Bandaríkin eru eina land veraldar sem hafa notað kjarnavopn, sýklavopn og efnavopn. Í öllum stríðum sem þau hafa háð. Þetta er ekki gagnrýni gegn Bandarikjunum, heldur gagnrýni gegn Evrópu þjóðum sem eru að spila "gott fólk" a kostnað almennings sem búa í landinu. Samanber Angelu Markel. Þó svo að maður geti skilið afstöðu Merkel, í sögu landsins ... þá eru "svik" þýskalands gegn Evrópu alger, í þessu sambandi.

Örn Einar Hansen, 8.7.2018 kl. 00:34

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne Örn Hansen, þú virðist aldrei íhuga samhengi hluta þegar þú skrifar - Saddam samþykkti kröfur SÞ á 10. áratugnum, vegna þess að hann átti enga aðra valkosti. Hann hefði ekki samþykkt þær kröfur, ef hann hefði mögulega getað komist hjá því.
--Annars þetta með að verja Írak er kjaftæði - Saddam var ekki allt Írak. Hann var ekki að stjórna landinu fyrir fólkið sem þar býr, heldur sjálfan sig eingöngu -- hann hafði drepið mörg hundruð þúsundir Íraka til að viðhalda völdum -- það höfðu verið ítrekaðar fjölmennar og mjög blóðugar uppreisnir gegn honum; hann var sennilega hataðasti landstjórnandi þar a.m.k. sl. 100 ára.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 8.7.2018 kl. 01:18

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Saddam átti það sameiginlegt með Bandaríkjaforsetum að hann var ekki að stjórna landi sínu fyrir fólkið. Heldurðu virkilega að það sé fyrir fólkið sem Bandaríkjaforstar safna 20 trilljóna ríkisskuldum ,til þess eins að fara um heiminn og myrða milljóniir manna og leggja ríki í rúst. Ég er nokkuð viss um að þetta kemur Bandarískum almenningi ekki til góða á nein hátt.

Ástæðan fyrir öllum þessum drápum er að Bandarískir mafíosar eru að tryggja völd sín og almenningi er sendur reikningurinn ásamt kröfu um blóðfórnir.Á sama tíma moka gjörspilltir stjórnmála og embættismenn peningum í vasana vegna sölu á atkvæði sínu til hermangara. Bandaríkin eru spilltasta ríki veraldar,að Norður Kóreu meðtalinni.

Nú að Kim

Það er ekki gott að segja hvort það sé hægt að semja við Kim um kjarnorkuvopnaafvopnunn eða ekki. Mér finnst það ekki mjög líklegt og það var að sjálfsögðu alger firra að halda að hann mundi einfaldlega afhenda kjarnorkuvopnn fríkeypis áður en einhverjir samningar hæfust. Kjarnorkuvopnin eru einu trompinn sem hann hefur á hendi.

Annað vandamál er að það er algerlega tilgangslaust að semja við Bandaríkjameenn um nokkurn skapaðann hlut. Þeim dettur ekki í hug að standa við samninga. Þeir eru eins og Þýskaland nasista að þessu leyti, og reyndar hafa þeir fleiri sameiginleg einkenni. Þetta er Kim að sjálfsögðu ljóst eins og öllum öðrum.

Það skiftir engu máli hvort Kim er góður eða vondur maður. Hann er stjórnandi þessa ríkis og hann hlýtur að grípa til þeirra ráðstafana sem hann telur nauðsinlegar til að tryggja öryggi ríkisins.

Einu líkurnar til að samningar náist ,er ef Rússland og Kína taka að sér að tryggja öryggi Norður Kóreu. Vandamálið þarna er að bæði þessi ríki standa utan hernaðarbandalaga og vilja ekki tengjast öðrum ríkjum böndum af þessu tagi.

 Ráðamönum bæði Suður og Norður Kóreu orðið ljóst að eina vonin felst í að þessi ríki tryggi samninginn og forseti Suður Kóreu er í stöðugum ferðum til Moskvu til að hafa samráð við ráðamenn þar. Kim er svo á leiðinni þangað fljótlega. Suður Kóreumenn hafa stóraukið efnahagssamvinnu við Rússa á undanförnumm mánuðum og vilja auka enn í,meðal annars með gasleiðslu og járnbraut í gegnum Norður Kóreu. 

Vandamál númer eitt í heiminum í dag er að Bandarísk stjórnvöld og almenningur stendur í þeirri trú að þeir hafi rétt á að drepa fólk allstaðar á jörðinni,hvar sem er ,hvenær sem er og í því magni sem þeim hentar.

Vandamál númer tvö er að stór hluti hins vestræna heims er að kaupa þetta og rís ekki gegn því.

Að öðru.

Nú berast þær fréttir að Mamma Merkel sé að dusta rykið af Operation Barbarossa og vilji senda meiri her á landamæri Rússlands. Merkel er búin að missa stjórn á Þýskalandi og ESB og sér nú þann kost einann að efna til ýfinga við Rússa til að bjarga andlitinu. Þeta er afar hættulegt þegar stjórnmálamenn sem eru búnir að skíta upp á bak heimafyrir, efna til ófriðar til að bjarga stjórnmálaferli sínum. Og hún Kata okkar er á leiðini til Evrópu fljótlega til að skrifa upp á þessa nýju útgáfu af Barbarossa áætluninni. Svona er heimurinn skrýtinn.Katrín Jakobs orðinn stríðsæsingamanneskja. 

Borgþór Jónsson, 8.7.2018 kl. 10:34

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Borgþór Jónsson, forseti Bandar. ólíkt einræðisherra þarf að vera kjörinn - til þess þarf hann að sannfæra kjósendur, og til þess að vera endurkjörinn - þarf hann að sannfæra kjósendur að nýju.
--Hversu pyrraður sem maður er á Trump - þá er hann greinilega að leitast við að uppfylla sín kosningaloforð, þó þau séu flest hver afar óskynsöm - þá er unnt að halda því fram að með því að standa við sín kosningaloforð, að þá telji hann sig vera að vinna fyrir sína kjósendur.

Sama hefur átt við aðra forseta, að til að ná endurkjöri - hafa þeir þurft að halda því sem kallað er fylgi eða stuðningi þeirra er kusu viðkomandi.
--Hvað er kallað að vinna fyrir fólkið má ræða.

    • Saddam þurfti ekki að standa frammi fyrir kosningum - það fólk sem hann drap hundruðum þúsundum saman, var hans eigið fólk.

    • Auðvitað finnst þér það ekkert vandamál -- hingað til eru það alltaf þeir sem drepa sitt eigið fólk, sem eru þínar hetjur sem þú styður af ráðum og dáð.

    Saddam einn þeirra manna er átti dauðann skilið -- búinn að myrða skv. minni lauslegu áætlun ca. 1,7 milljón manns meðan hann var við völd. Er gerði hann að blóðugasta einræðisherra Miðausturlanda a.m.k. í heila öld.

    Ástæða þess að innrás Bandaríkjanna var slæm hugmynd - var sú að þeir höfðu lélegt plan.
    Með heimskulega lélegt plan -- var skárra að láta innrásina vera!
    Ekki vegna þess að Saddam ætti nokkuð betra skilið!
    Ekki það að í sjálfu sér væri það slæm hugmynd - að fjarlæga einræðisherra er hafði tvisvar ráðist á sín nágranna lönd, drepið hundruðir þúsunda Írana - drepið fjölda Kúvæta - og drepið mörg hundruð þúsund eigin landsmanna; allt fyrir eigin persónulega drauma um völd.
    --En planið þurfti að vera miklu mun betra en það sem Bush var með!

    Bush var fífl. Hann klúðrari málinu.

    "Hann er stjórnandi þessa ríkis og hann hlýtur að grípa til þeirra ráðstafana sem hann telur nauðsinlegar til að tryggja öryggi ríkisins." -- Hann er eins og Saddam, að málið snýst um eigið öryggi, að halda völdum fyrir sig persónulega - eða ertu búinn að gleyma því hann lét myrða frænda sinn og síðan sinn eigin hálf bróður. Þetta er fjölskyldu-einræði þ.s. völdin ganga milli kynslóða.
    --Hann er ekki að standa í að smíða eldflaugar og kjarnavopn - nema til að tryggja sitt persónulega öryggi, á kostnað sinna eigin landsmanna.
    --En nær allir einræðisherrar stjórna á kostnað sinna landsmanna! 

    Eina ástæðan til þess að það sé slæm hugmynd að þvinga þennan aðila frá völdum - er það vopnabúr sem hann hefur safnað, sú fulla vitneskja að hann mundi tryggja mikla og víðtæka eyðileggingu Kóreuskaga, ef ráðist væri gegn hans stjórn.
    --Í heldur hann hlaðinni byssu upp að haus íbúa skagans.

    Vegna þess að engin leið er að komast hjá því hann dræpi hátt hlutfall íbúa skagans.
    Er stríð slæm hugmynd --> En þ.e. einmitt megin ástæða þess að slæm hugmynd er að ráðast gegn hans ógnarstjórn.

    Ekki vegna þess að hans stjórn eigi nokkrar eiginlega miskunn skilið. 

    "Nú berast þær fréttir að Mamma Merkel sé að dusta rykið af Operation Barbarossa" -- Ha, ha, ha, ha.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 8.7.2018 kl. 13:11

    5 Smámynd: Borgþór Jónsson

    Það er auðvellt þegar í nauðirnar rekur að kenna Bush um hvernig fór.

    En staðreyndin er sú að það er aldrei góð hugmynd að ráðast á eitthvað land,drepa íbúana og leggja landið í rúst ,af því þeir búa við léleg stjórnvöld. Það virkar einfalldlega ekki til að bæta lífskjör fólks að eyðileggja afkomu þeirra og drepa dágóðann hluta þess. Við höfum séð þetta oftar ,og enn eru nokkur "verk í gangi"

    Þetta er öllumm ljóst,enda er undirrót þessara drápa ekki löngunin til að bæta hag fólks,heldur að koma eigin harðstjórum til valda.

    Saddam er ágætt dæmi um þetta ,en hann var lengi vel gæludýr Bandarískra stjórnvalda. Honum voru sköffuð efnavopn og önnur vopn til að berja á Írökum sem höfðu varpað fyrir borð harðstjóra sem var komið til valda af Bandaríkjamönnum. Beiting efnavopna þótti ekki stórmál í þá tíð. Ekki heldur þó að fórnarlömbin væru Kúrdar. Hann var jú okkar maður,og fékk bara smá skammir,aðallega frá einhverjum sérvitrum blaðamönnum sem voru til í þá daga.

    Svo fór Saddam að gera allskonar hluti sem voru Bandaríkjamönnum ekki þóknanlegir,til dæmis að taka upp Evru. Stuttu seinna var hann dauður.

    Sama gegnir um hryðjuverkamenn í Sýrlandi. Þeir voru alls ekki slæmir fyrr en Bandaríkjamenn misstu stjórn á þeim og þeir fóru að gera aðra hluti en til var ætlast. Þeir armar hryðjuverkamanna sem einbeita sér að drápum á Sýrlendingum hliðhollum Assd, njóta ennþá aðstoðar frá Bandaríkjunum. Þeir eru svokallaðir freedomfighters, eins og hryðjuverkamenn sem hafa herjað á Rússland í gegnum árin.

    Borgþór Jónsson, 8.7.2018 kl. 14:27

    6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Borgþór Jónsson, gallinn við áætlanir Bush var engin áætlun um framhaldið -- það sem hefði þurft hefði verið að búa strax til bráðabirðgastjórn skipuð Írökum. Að auki, hefði þurft að fylgja plani sem Bush hafnaði sem hefði þítt að senda til Írak milli 100þ. og 200þ. bandar. herlögreglumenn, en ef það hefði verið gert - hefði verið unnt að forða þeim stjórnlausu gripdeildum er hófust innan Íraks strax - og einnig þá lögleysu er hófst strax.

    Lögleysan og gripdeildirnar ollu mun meira tjóni heldur en sjálf stríðið. Hvort tveggja var unnt að sjá fyrir og fyrirbyggja - sem hefði gerst ef Bush hefði samþykkt það upphaflega plan sem PENTAGON lagði til -- þess í stað fyrirskipaði Bush þann hershöfðingja að fara á eftirlaun, skipaði annan sem bjó til miklu smærra plan -- planið sem Bush fór af stað með.

    Gripdeildirnar orsökuðu einnig að vopnageymslur íraska hersins voru tæmdar - gríðarlegu magni vopna og skotfæra stolið. Án vafa var sá þjófnaður þess valdur að andstæðingar Bandaríkjanna innan Íraks - gátu svo fljótt skipulagt fjölmennt skærustríð.

    Ef Bush hefði gert þetta skynsamlega - þ.e. í hvert sinn sem herinn hélt áfram hefði herlögregla tekið við haldið uppi lögum og reglu, hindrað gripdeildir og óöld -- þurfti ekki að koma til það hrun íraska ríkisins er varð, en ránið og gripdeildirnar ásamt stjórnleysi - leiddi til þess að auki margir embættismenn fóru í felur eða flúðu land, stjórnkerfið leystist upp og landið varð algerlega - óstjórnhæft.

    Með alla vitleysuna tekna út úr áætlun Bush -- hefði verið unnt að skipa aðra ríkisstjórn yfir landið nær strax.
    Hindra það skærustríð er brast út, og það óskaplega manntjón er það stríð orsakaði - ásamt því mikla tjóni á mannvirkjum sem það stríð orsakaði.
    --Írak hefði þá ekki hrunið í sundur, heldur haldið áfram að virka undir öðrum stjórnendum - í þetta sinn völdum af Bandar.

    Bush eyðilagði það tækifæri vegna þess að hann fór inn í landið einungis með nægan styrk tið að eyðileggja her landsins -- en fullkomlega ónógan styrk til að stjórna landinu.
    --En það var ekki nóg að sigrast á her landsins, heldur þurfti einnig að auki að stjórna ef ekki átti allt í bál í bran að fara eins og gerðist.

      • Það var vel unnt að framkvæma verkið án þeirra stórfelldu mistaka sem Bush framkvæmdi, og þá má vel vera að dæmið hefði algerlega gengið upp.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 8.7.2018 kl. 17:31

      7 Smámynd: Borgþór Jónsson

      Aðeins varðandi Barbarossa.

      Þó að ég hafi kallað þess herför Merkelar Barbarossa í hálfkæringi er ég ekki þeirar skoðunsr að Þjóðverjar ætli að fara að ráðast inn í Rússland.

      Ástæðan fyrir þessari óvæntu stríðsgleði Merkelar er að hún er að kinkna undan þrýstingi Trumps um meiri hernaðarútgjöld. Meiri hagnað fyrir Bandarískann hergagnaiðnað.

      Á hinn bóginn er svo Þýskur almenningur sem vill alls ekki meira hermang.

      Þá þarf að búa til drama og það er það sem Merkel er að gera. Hún er að reyna að ljúga meiri hernaðarútgjöld inn á þjóð sína.

      .

      Ég veit ekki hvort þú hefur horft á ræður Hitlers sem hann hélt í aðdraganda innrásarinnar í Sovétríkin. Þær eru á netinu ef þú hefur áhuga.

      Það merkilega er ,að þær eru nánast samhljóða ræðum Stoltenbergs sem hann er að baula annað slagið. Orðfærið er að vísu nokkuð annað, aðallega vegna þess að orðræða hefur breyst með árunum og vegna þess að móðurmál Stoltenbeergs er annað en Hitlers. En innihaldið er það sama.

      Er nema von að Rússum sé órótt,sérstaklega í ljósi þess að þessi samtök eru blóði drifin upp fyrir axlir.

      Borgþór Jónsson, 10.7.2018 kl. 12:58

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Jan. 2025
      S M Þ M F F L
            1 2 3 4
      5 6 7 8 9 10 11
      12 13 14 15 16 17 18
      19 20 21 22 23 24 25
      26 27 28 29 30 31  

      Eldri færslur

      2025

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (20.1.): 10
      • Sl. sólarhring: 10
      • Sl. viku: 65
      • Frá upphafi: 859307

      Annað

      • Innlit í dag: 10
      • Innlit sl. viku: 57
      • Gestir í dag: 10
      • IP-tölur í dag: 10

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband