4.7.2018 | 22:40
Trump skipar OPEC að lækka olíuverð!
Þetta er eiginlega fremur spes - en á miðvikudagskvöld Twítaði Donald Trump eftirfarandi:
The OPEC Monopoly must remember that gas prices are up & they are doing little to help. If anything, they are driving prices higher as the United States defends many of their members for very little $s. This must be a two way street. REDUCE PRICING NOW!
Ég get eiginlega ekki skilið þetta með öðrum hætti, en Trump sendir þeim fyrirmæli.
Reuters fjallaði einnig um þetta: Trump to OPEC: 'Reduce pricing now!'.
Trump sé sennilega farinn að hafa áhyggur af þingkosningum innan Bandaríkjanna í haust!
En kjósendur innan Bandaríkjanna verða auðvitað þess varir að bensínverð fer hækkandi!
Trump virðist vera klaufalegur í tímasetningum sinna aðgerða!
- Heims olíuverð er ekki að lækka af ástæðulausu!
- En stærsta ástæðan eru aðgerðir Donalds Trumps sjálfs - gagnvart Íran.
--Íran framleiðir ca. 2,6 milljón föt per dag af olíu.
--Trump sendir nú erindreka sinnar ríkisstjórnar til þeirra landa er hafa verið að kaupa olíu af Íran -- til þess að óska þess eindregið þau hætti þeim kaupum.
Trump hefur heitið því að útiloka Íran frá olíumörkuðum!
Til að bæta gráu ofan á svart, hefur verið að draga úr olíuframleiðslu í Venezúela - 30% samdráttur sl. 12 mánuði, vegna áralangrar óstjórnar sé viðhald búnaðar við olíulindir og hreinsunarstöðvar þarlendis búið að vera í ólestri lengi - þetta birtist nú í stöðugt hnignandi framleiðslu.
- Þegar þetta fer saman við -- tilraunir Trumps til að fá ríki heims til að hætta olíukaupum af Íran, samtímis og Trump hefur skellt á nýjum refsiaðgerðum er taka fljótlega gildi.
- Þá er ekki furða að heimsmarkaðsverð hækki þessa dagana!
Það sé sennilega lítill vafi um að ef Trump mundi hætta við aðgerðir sínar gagnvart Íran.
Þá mundi olíuverðshækkanabylgjan hjaðna að nýju!
--En karlinn er þrjóskur sem naut virðist mér.
Þess í stað hljómar þetta sem -- hann ætlist til þess að OPEC selji Bandaríkjunum á lægra verði en núverandi markaðsverð. Það verður forvitnilegt að sjá hvort Saudi-Arabía lætur skipa sér þannig fyrir verkum.
Höfum í huga að OPEC meðlimir eru ekki bara Arabalöndin við Persaflóa. Nígería og Venezúela eru þar að auki. Ekki má gleyma Íran og Írak sem eru þar meðlimir til viðbótar!
Niðurstaða
Það verður forvitnilegt að sjá svör stjórnvalda Saudi-Arabíu, og Sameinuðu Furstadæmanna - en sennilegast virðist að fyrirmæli Trumps beinist að þeim. En ef ég geri tilraun til að skilja Twítið hans Trumps er greinilega felur í sér fyrirmæli til OPEC ríkja um að lækka olíuverð. Þá virðist mér sennilegast - Trump eigi við, til Bandaríkjanna sérstaklega!
--Sem sagt, hann heimti að þau selji Bandaríkjunum á undirverði!
Þó svo að olíuverðlagshækkanirnar séu aðgerðum Trumps sjálfs að kenna.
--Þetta er algerlega einstakt!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hilmar er þetta ekki bara til góða fyrir alla að olían lækki.Trump þar enga olíu ef hann vill svo en þá setur hann allt á endann. Það er reiknað með að þeir bæti jarðgas línu frá Prudh bay í Alaska og þar er næg orka fyrir orkuver og bíla. Svo þú vitir það þá er verð á olíu of lágt og því borgar sig ekki að bora á nýju svæði norður í Alaska svo þetta hljómar ekki alveg rétt sem þú segir.Kanada er í djúpum skít út af lágu olíuverði þá er átt við krakking aðferðina í Alberta. Hilmar ég veit samt ekki.
Valdimar Samúelsson, 5.7.2018 kl. 21:05
Valdimar Samúelsson, Trump getur ekki fyrirskipað lægra olíuverð í raun og veru þ.s. það ræðst af aðstæðum á markaði. Þ.s. hann virðist hafa verið að gera tilraun til - er að fá Sauda og/eða Sameinuðu-arab.-furstadæmin, til að selja Bandar. olíu á lægra verði. Þó þau héldu síðan áfram að selja til allra annarra á markaðsverði, eftir því sem það sveiflast til.
Varðandi hátt vs. lágt verð - þá ef lágt verð betra fyrir efnahag Bandar. Þess vegna auðvitað er Trump að heimta þessa lækkun - sérstaklega fyrir Bandar.
Ég hugsa einnig að heilt yfir græði hagkerfið Kanada einnig meir á lágu verði en háu - þó það kosti að minna sé unnið þar af olíu.
--Olían varðveitist ágætlega í jörðu - hún fer ekkert.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.7.2018 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning