29.6.2018 | 03:43
Er sökudólgur launastöðnunar hnignunar vinnuréttinda verkafólks á Vesturlöndum kannski ekki hnattvæðing - er sökudólgurinn kannski frekar útbreiðsla róbóta?
Ég ætla að færa rök fyrir því að útbreiðsla róbóta - að róbótar taki yfir sífellt fleiri einföld framleiðslustörf, sé orsök þeirrar þróunar sem skapi í dag sífellt víðtækari óánægju!
--Að laun verkafólks staðni eða jafnvel hnigni, störfum í iðngreinum fækki!
--Að sókt sé að vinnuréttindum verkafólks, réttindi þess séu í vaxandi hættu!
Ég átta mig á því að mjög vinsælt er að kenna svokallaðri hnattvæðingu um!
Stuðningur við slík sjónarmið er ekki síst að baki vinsældum stefnu Donalds Trumps!
--En ef greiningin er fullkomlega röng, að orsökin sé allt önnur.
--Þá einnig þíði það að baráttan beinist í ranga átt!
Where Did All the Workers Go? 60 Years of Economic Change in 1 Graph
Is the U.S. at peak of industrial production?
Most Americans unaware that as U.S. manufacturing jobs have disappeared, output has grown
Mynd sýnir skýrt fækkun starfa meðan aukning er í framleiddu magni
Vísbending, sl. 30 ár hefur iðnframleiðsla í Bandaríkjunum 2-faldast, meðan verkafólki hefur fækkað nær um helming!
Mér virðist ekki önnur skýring koma til greina en að slíkt skýrist af hægri en öruggri aukningu útbreiðslu róbóta við framleiðslustörf!
En rökrétt er að róbótar fækki verkamönnum í verksmiðjum sem taka róbóta í notkun.
Þannig að róbótar útrými með beinum hætti - verkamannastörfum.
Rökrétt að unnt sé að róbótvæða - fækka fólki - samtímis auka framleiðslu.
Þegar verksmiðjur róbótvæða, þá eðlilega er bætt við sérfræðimenntuðum tæknifræðingum, samtímis og almennu verkafólki er fækkað
Mynd sýnir aukningu iðnframleiðslu í Bandar. flest ár eftir Seinna Stríð
Það sem Donald Trump kallar sönnun fyrir hnignun bandarískrar framleiðslu!
"As a share of the overall workforce, manufacturing has been dropping steadily ever since the Korean War ended, as other sectors of the U.S. economy have expanded much faster. From nearly a third (32.1%) of the countrys total employment in 1953, manufacturing has fallen to 8.5% today."
- Það er óumdeilt staðreynd að störfum hefur fækkað mjög mjög mikið - ef menn rekja sig alla tíð aftur til 1953.
- En þetta er ekki vegna framleiðslu-hnignunar, heldur vegna tækniframfara!
- Eins og sést á myndinni fyrir ofan - þá er það einfaldlega fullkomlega rangt að framleiðslu í Bandaríkjunum hnigni eftir 1953.
- Þvert á móti hefur framleiðslan meir en 5-faldast í magni til síðan 1953.
Það þíðir að sjálfsögðu ekki að Bandaríkin séu að framleiða sömu hlutina og þá.
Sumt hefur sannarlega hætt innan Bandaríkjanna - farið annað!
En í staðinn hefur komið framleiðsla í öðru - annars gæti það ekki staðist þ.s. tölur sýna að á sérhverjum áratug frá 1950 sé mæld nettó aukning framleiðslu.
--Það sem myndin sýnir ekki er að 2018 eru Bandaríkin komin yfir síðasta topp.
- Auðvitað er þetta ekki róbótvæðing allan tímann - róbótvæðing hafi hafist fyrir ca. 30 árum, en á undan því - þurfi að skýra aukningu framleiðslu samtímis og störfum fækkar, með bættum vinnuaðferðum, bættir framleiðslutækni sem ekki sé róbótísk á þeim tíma.
- Hinn bóginn sé full ástæða að ætla að róbótvæðing sé raunveruleg sl. 30 ár.
Af hverju veldur róbótvæðing hnignun starfsréttinda? Og hnignun launa?
- Einföld hugsun, að með því að stuðla að minnkun þarfar fyrir verkafólk, veiki róbótvæðing þar með samningsstöðu verkafólks.
- Þegar yfirmenn geta hótað að útrýma störfum ef ekki sé farið að kröfum þeirra - og auk þessa að sú hótun sé trúverðug; þá verði það stöðugt erfiðara fyrir verkafólk að standa vörð um réttindi sín og laun.
- Þannig stuðli róbótvæðing að hnignun launa og samtímis hnignun réttinda!
- Þessi áhrif séu líklega meir áberandi í launaháum löndum, en launalágum - því tilgangur róbótvæðingar sé ekki síst að spara kostnað við framleiðslu; því hærri sem laun séu - því stærri sé hvatinn um að skipta verkafólki út fyrir róbóta.
- Þetta geti skýrt af hverju launastöðnun - hnignun réttinda verkafólks, gæti meir í auðugum löndum -- en fátækum.
Þar með geti róbótvæðing skýrt þá þróun að launastöðnun og réttindahrap gæti í vaxandi mæli meðal verkafólks á vesturlöndum.
Afar ósennilegt sé að Trump geti skapað nokkra umtalsverða fjölgun verkamannastarfa með viðskiptaátakastefnu sinni!
- En án nokkurs skynsams vafa mundu nýjar verksmiðjur - ef Trump tekst að sannfæra einhver fyrirtæki að færa verksmiðjur til Bandaríkjanna - vera reistar skv. nýjustu tæknu, m.ö.o. ákaflega róbótvæddar þar með, afar fátt um verkamannastörf.
- Á móti sé fórnarkostnaður mjðg verulegur - þ.e. nýir tollar Trumps hækki almennt vöruverð, sem minnki kaupmátt almennings í Bandaríkjunum - er hafi þá bælingaráhrif á neyslu þ.e. skapi samdrátt hennar - það fækki þá störfum við verslun og þjónustu.
--Fyrir utan þann fórnarkostnað, bætist við sá fórnarkostnaður er fylgi tollum sem önnur lönd leggja á útflutning frá Bandaríkjunum sem svar við tollum Trumps. Þeir tollar þá skaða störf þ.e. fækki þeim við útflutning frá Bandaríkjunum. - Þau störf snúi vart til baka meðan tollar Trumps og gangtollar annarra landa, eru til staðar.
- Þ.s. að hugsanlegar nýjar verksmiðjur -- mundu skaffa fá tiltölulega störf, og nær engin eða engin verkamannastörf.
--Sé afar ósennilegt annað en að útkoma stefnu Trumps verði umtalsvert nettó tap starfa! - Ég kem ekki auga á nokkra leið þess, að stefna Trumps sé líkleg til að hægja á þeirri öfugþróun um laun og starfsréttindi verkafólks innan Bandaríkjanna sem líklega orsakist af vaxandi róbótvæðingu -- þannig haldi sú öfugþróun áfram að ágerast hvað sem Trump tollar og leitast við að sækja nýjar verksmiðjur að utan.
--Enda vinni stefna Trumps ekki á orsök vandans, þ.e. vaxandi róbótvæðing.
Niðurstaða
Eins og ég útskýri - þá er ég á því að þar sem að hnignun eða stöðnun launa sem og starfsréttinda verkafólks, auk fækkunar starfa fyrir verkafólk á vesturlöndum sl. 30 ár - sé vegna róbótvæðingar; m.ö.o. ekki af völdum hnattvæðingar. Þá muni stefna Trumps þ.s. henni sé ekki beint gegn hinum raunverulega vanda, í engu mildandi áhrif hafa í þá átt að draga úr þeim vaxandi vanda sem sé til staðar.
Þess í stað líklega búi stefna Trumps til ný vandamál, þ.e. nýja atvinnuleysisbylgju, án þess að líkur séu á að Trump nái að búa til á móti þau verkamannastörf sem hann lofaði - og án þess að nokkrar líkur séu á að stefna hans snúi við þeirri öfugþróun launa og réttinda verkafólks sem verið hefur til staðar.
Það sé vegna þess að orsakir vandans séu kolrangt greindar.
Sem leiði til þess að valdar séu leiðir sem engar líkur séu á að mildi vandann í nokkru.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.
Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."
En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.
Þjónusta - Vörur
Þorsteinn Briem, 29.6.2018 kl. 14:07
Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hér á Íslandi hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.
Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.
Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.
Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.
Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.
Þorsteinn Briem, 29.6.2018 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning