ESB íhugar að færa móttökubúðir flóttamanna út fyrir landamæri ESB

Þetta gæti verið eina leiðin til að stemma stigu við vaxandi stuðningi við flokka er berjast gegn aðstreymi -- fátæks fólks frá þróunarlöndum, í atvinnuleit til Evrópu.
En stóra spurningin er þá auðvitað, hvar ættu slíkar búðir að vera?

Mediterranean Region Map

Ný ríkisstjórn Ítalíu hefur að sjálfsögðu aukið þrýsting á viðbrögð!EU to consider building ‘migrant centres’ outside bloc

Nýr forsætisráðherra Ítalíu er afar andstæður aðstreymi til Ítalíu yfir Miðjarðarhaf. Það virðist eiginlega blasa við að eina leiðin til að stemma stigu við því aðstreymi - sé að stoppa fólkið áður en það leggur út á hafið.
--Það hefur verið til staðar samkomulag við ríkisstjórn er situr í Tripoli í Líbýu, en sú stjórn ræður einungis ca. hálfu landinu -- önnur ríkisstjórn situr í Tobruk er ræður hinum helmingnum.
--Síðan 2016 hefur ESB fjárfest í varðbátum fyrir vopnaða strandgæslu á vegum Tripoli stjórnarinnar, en á hinn bóginn - þá ræður Tripoli stjórnin langt í frá allri strandlengju Líbýu, og ESB hefur ekki sambærilegt samkomulag við Tobruk stjórnina.

Þess hefur nokkuð gætt undanfarið að aukning sé í komum flóttamanna yfir hafið til Ítalíu.
Kannski þíðir það, að þeir séu farnir að nofæra sér - raunskiptingu Líbýu.

  1. Túnis er í betra ástandi en Líbýa, en gæti verið tregt til að gerast -- flóttamannanýlenda fyrir ESB.
  2. ESB ætti að geta gert a.m.k. svæðið undir stjórn Tripoli stjórnarinnar, að nokkurs konar "protectorate" fyrir sig, ef ESB væri til í slíkt.
  • Það gæti auðvitað valdið flækjum í samskiptum t.d. við Saudi-Arabíu, er styður Tobruk stjórnina, og vill steypa Tripoli stjórninni.
    --Óvíst hver afstaða Trumps mundi vera!

Ég kem þannig séð ekki auga á nokkra góða lausn - þessir flóttamenn sem streyma yfir hafið, koma flestir hverjir er virðist -- frá löndum handan við Sahara auðnina. Það þíðir að fyrst taka þeir hættuför yfir stærstu eyðimörk Jarðar - þ.s. óþekktur fj. lætur lífið ár hvert. 
--Síðan eru þeir tilbúnir að hætta lífinu aftur, í hættuför yfir Miðjarðarhaf.

Þegar fólk er tilbúið að hætta lífinu - er mjög erfitt að stoppa það.
Þar sem slíkur einstaklingar eru greinilega til í nánast hvaða persónulega hættuspil sem er.

  1. Augljóslega er engin leið til þess að fá löndin á suðurströnd Miðjarðarhafs, til að spila með skv. vilja ESB.
    --Nema ESB pungi út miklum fjármunum!
  2. Síðan auðvitað, er hætta á að flóttamannabúðir reknar - blási stöðugt út og endi ærið fjölmennar.
    --Sem skapar margvísleg framhalds vandamál, sbr. hvernig á að tryggja að slíkar búðir mundu ekki þróast í sambærilega átt, og Gaza ströndin.

En eitt þekkt vandamál er að þróunarlönd gjarnan hafa lélegt bókhald utan um eigin þegna. Sem auðveldar þeim að neita að taka við fólki aftur - þ.s. vegna globbótts bókhalds, geti verið erfitt að sanna að viðkomandi sé frá því tiltekna landi.
--Það getur þítt, að ESB sitji uppi með fjölmarga sem enginn vill taka við.
--Þannig eins og ég sagði, að viðkomubúðir gætu blásið stöðugt út orðið hugsanlega afar fjölmennar á einhverjum enda -- kostnaður auðvitað stöðugt á sambærilegri uppleið.

 

Niðurstaða

Flóttamannavandinn er sennilega mesta hættan fyrir hið sameiginlega samstarf um ESB. Ég hugsa að sá vandi sé í dag mun varasamari fyrir sambandið - en hugsanlegur vandi tengdur gjaldmiðli ESB. 

Hættan fyrir ESB er að einstök lönd taki málin í sínar hendur, sem klárlega mundi setja reglur um svokallað - fjórfrelsi í hættu. En eitt þeirra er opinn vinnumarkaður ásamt fullu ferðafrelsi.

Angela Merkel er einmitt í dag stödd í alvarlegri deilu innan sinnar ríkisstjórnar, þ.s. samráðherra - meðlimur systurflokks Kristilegra Demókrata Merkelar, vill að Þýskaland sjálft grípi til aðgerða -- er fæli í sér akkúrat dæmi um slíka einhliða aðgerð. Merkel vill aftur á móti, aðgerð í samhengi ESB -- sem er rétt svar út frá sjónarmiðinu að vernda sambandið sjálft.

Þannig að óhætt sé að segja að það sé verulegur þrýstingur á sambandið að finna sameiginlega lausn. Hinn bóginn hver sem sú lausn ætti að vera, er klárt að hún yrði erfið og kostnaðarsöm í framkvæmd.

--En öfugt við oft fullyrt, er erfitt að stoppa straum fólks sem tilbúið er að hætta öllu.
--Höfum í huga, að Miðjarðarhaf er mun veðursælla en Atlantshaf, og líklega er fært yfir það alls staðar frá suður strönd þess yfir.
--Fyrir utan að líklega verður það alltaf freysting fyrir óprúttna smyglara er ráða yfir litlum fleytum, að smygla fólki yfir - fyrir margvíslega braskara og glæpamenn er geta hugsað sér nær ókeypis vinnuþræla.

Það sé kannski hægt að hægja á aðstreyminu, en ég efa að það verði nokkru sinni alfarið stöðvað.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband